Morgunblaðið - 30.04.1933, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.04.1933, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ 35 Myndir víösvegar aö. ilill M...... _ ... • Mac Donald í Róm. Hjer er mynd af móttökunum á flugvellinum í Róm, er Mac Don- ald kom þangað um daginn í loftinu, til að ræða við vin sinn Mussolini, um friðarmálin. Ganga þeir þama Mussolini og Mac Donald fyrir herfylkingu. Á eftir þeim gengur Balbo flugmála- ráðherra, sem væntanlegur er hingað í næsta mánuði. Frá rjettarhöldunum í Moskwa. Myndir þessar eru teknar í rjettarsalnum, þegar ensku verkfræðingamir voru þar til yf- írheyrslu. — Á efri myndinni sjest einn af ensku verkfræðing- unum ,Thornton (lengst til hægri), að tala við verjanda sinn. — á neðri myndinni sjest enski verkfræðingurinn Mac Donald, sá, sem játaði að nokkru leyti sekt sína. (Maðurinn með dökka skeggið). — Eins og kunnugt er kom það skýrt fram við rjett- arrannsókn þessa, að bolsastjórnin í Moskwa skoðar hæstarjett sinn vera fyrst og fremst verkfæri í höndum ráðstjórnarinnar — pólitískan dómstól — álíka eins og fimtardómur Hriflunga, ■á að vera hjer á landi. Frá ófriðnum í Kína. Nú ná sprengikúlur Japana lang- rlrægt til Peking. Innrás þeirra í Kína virðist vera mjög .harðsnúin. Hjer er mynd af japanskri herdeild á ferð í flutn- Jngabílum. María ekkjudrotning í Rúm- eníu. Hún hefir nýlega lokið við skáldsögu, sem sagt er að fjalli í raun og veru um hjónaband og ástalíf sonar hennar, Carols konungs. Ástmey hans mdm. Lupescueeignaðistnýlega dreng. Úr því varð mesta rekistefna. Mussolini og Mac Donald heilsast. Mynd Friðriks mikla var tek- in úr bæjarstjórnarsal Berlínar er lýðveldið var stofnað 1918. Myndin var hengd upp á sinn jgamla stað hjer um daginn. Furstinn af Lichtenstein. Lichtenstein er með allra minstu ríkjum álfunnar. Franz II. ræð- ur þar ríkjum, af honum er myndin. Hann er talinn gestris- inn í ríki sínu gagnvart auðmönn- um sem flýja til hans vegna ómildra skattalaga heima fyrir. Balbo flugmálaráðherra Itala er forystu hefir fyrir hinum mikla flugleiðangri frá Italíu vestur um haf og væntanlegur er hingað í næsta mánuði. Er þetta fjölmennasti og mesti flugleiðangur sem farinn hefir verið. Flugvjelarnar, sem taka þátt í honum eru 24 talsins, en 4 menn í hverri, svo alls verða þátttakendur 96. — Stóðst sonur þinn prófið? — Uss, nei, nei, þú getur nærri — þeir spurðu hann um ótalmargt sem skeð hafði löngu áður en hann fæddist. Myndastytta af páfa hefir ný- lega verið gerð í tilefni ársins helga. Er myndastyttan í einu af bókasöfnum páfagarðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.