Morgunblaðið - 30.04.1933, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.04.1933, Blaðsíða 29
M O R G U N B L A Ð I Ð 25 wmawmmsim Rtuinnuleysi og sjálfsbjörg. Nýtt verkefni á hverju ári. Úr því framkvæmdasamir á- [hugamenn hugsa sjer að halda .árshátíð íslenskra atvinnuvega á hverju vori með „íslensku vik- unni“, er rjett að koma því svo fyrir frá upphafi, að hrinda a stað, í hvert sinn sem íslenska vikan er haldin, einhverri nýj- ung á sviði atvinnumála vorra. 'Með því fengi starfsemi íslensku 'vikunnar þá fjölbreytni, sem mauðsynleg er, til þess að áhugi .almennings haldist sívakandi. Ekkert mannf jelagsböl er .jafn mikið nú á tímum, sem at- vinnuley^jð. Þó það hafi leikið margan mann og marga fjöl- .skyldu grátt hjer á landi undan- farin missiri, hefir það vafalaust í flestum Evrópulöndum verið meira og verrá en hjer. Enda er það sýnilegt öllum, að -enn sem komið er hefir utanrík isverslun okkar ekki minkað ein.s mikið tiltölulega, eins og utan- ríkisverslun margra annara [þjóða. Meðan við getur komið ■sjávarafla okkar á markað og í þolandi verð, og sjósóknir halda yfirleitt áfram með álíka mörg- um veiðiskipum og verið hefir, verður atvinnuleysið ekki þjóð- Æuvoði. En alt fyrir það er mjög á-ríð- ;andi að taka á þeim málurn með fyrirhyggju og festu. Á íslandi eru verkefnin mörg sem óunnin eru. Hver sá maðui-, .sem situr atvinnulaus og auðum höndum, hann missir af þátttöku í þeim lífsmöguleikum er landið 'veitir — og þjóðin missir af þátt- töku hans. -Á sumri komanda þegar ver- fíðarvinnu og aðra vorvinnu [þrýtur, má búast við því að marg ir menn, sem nú hafa atvinnu, verði atvinnulausir. Það er hörmulegt, að hugsa til [þess að nokkur fullvinnandi mað- ur, sem hefir á því nokkurn hug og vilja að bjarga sjer, skuli vera .aðgerðalaus yfir sumartímann. Til þess að bjarga fjölskyldu- mönnum frá neyð hefir Reykja- víkurbær og önnur bæjarfjelög landsins sett af stað atvinnubóta- , vinnu. Atvinnubótavinnunni verður altaf misjafnlega vel fyrir kom- >•> ið. Stundum eru menn settir til að vinna arðbær og bráðnauð- «ynleg störf eins og t. d. við báta- hafnargerðina hjer í bænum. Og altaf er hægt að segja, að •eitthvað fái bæjarfjelögin í aðra hönd fyrir vinnuna, svo sem þeg- ar unnið er að því að ræsa fram mýrar; mýrarnar verða bættar á þenna hátt, og leigja má þær út •eða selja til ræktunar. En altaf er viðbúið, að atvinnu 'bótavinnan sje allmikill beinn og ‘óbeinn kostnaður, enda altaf lit- ið svo á. Ef um það er að ræða á ann- að borð, að það endurtaki sig sumar eftir sumar, og ár eftir ár, að fullvinnandi menn, hóp- um saman, verði að fá sitt lífs- framfæri með mismunandi arð- samri opinberri atvinnubóta- vinnu, þá má búast við allmikl- um beinum árlegum byrðum sem af þessu leiða fyrir þjóðfjelags- heildina. Er því ástæða til að athuga hvort hjer sje ekki hæg’ að finna hagkvæmari leiðir v úr atvinnuleysisvandræðunum, í þessari stuttu grein verður ekki reynt að ráða þessa gátu ti. fullnustu. Aðeins skal bent á úr- lausnarefni, er þarf nokkurrar rannsóknar við. Fyrir nokkrum árum var hjer stofnað fjelagið ,,Landnám“. Fjelag þetta reis upp í sambandi við það, að stórvirk jarðræktar- áhöld fengust til landsins. Helsti árangur af forgöngu þess fjelags í ræktunarmálum, var ræktun og bygging Sogamýr- arinnar hjer við Reykjavík. Á síðari árum hefir lítið spurst til þessa fjelagsskapar. En væri ekki rjett að taka þar upp merkið og veita nýju lífi í nýbílamálið? Væri ekki rjett að tengja saman þetta tvent, nýbýla málið og atvinnuleysið hjer í feykjavík? Ekki þannig, að hópur atvinnu leysingja sje fenginn til þess að rækta land og reisa nýbýli, sem síðar yrðu seld eða leigð einhverj um og einhverjum. Iieldur væri sagt við menn, sem íramtakssamir eru en at- vinnulausir: Það er til alveg nægilegt land í grend við bæinn og víðar. Landið ættu þeir, sem vildu, að fá fyrir ekkert eða sama og ekkert verð. Óræktað land má helst aldrei kosta mikið fje. Og svo fái menn nauðsynlega hjálp til þess að geta eignast nauðsynlegustu jarðræktartæki og efnivið til nauðsynlegustu bygginga. Yrði sá styrkur, sem veita þarf til þess að gera mennina sjálf- bjarga meiri, en hinn árlegi at- vinnubótastyrkur? Það er ósannað mál. En menn geta giskað á að svo verði. En hver leiðin er þjóðfjelag- inu hollari, að fjölskyldumenn, þurfi ár eftir ár að leita eftir stop- ulli atvinnubótavinnu tíma og tíma, í stað þess að fá lítil býli, þar sem þeir geta unnið yfir sumartímann að jarðrækt og framleiðslu til heimilisþarfa ? Menn geta fljótlega áttað sig á því. Þá getur risið sú viðbára gegn þessu, að hagur bænda og verð búsafurða sje ekki svo glæsilegt nú, að ástæða sje til þess, að örfa menn til búskapar og býlafjölg- unar. En til þess er það að segja, að hjer er um að ræða að koma á fót bylum, sem rekin yrðu af mönn- um er hefðu árlega atvinnu við sjávarútgerð, en hefðu lítinn bú- skap sjer til styrktar og til að vinna við á þeim tímum árs, sem þeir hafa ekki atvinnu við sjóinn. Sunnlenskir bændur þekkja það af langri reynslu, hVe vel má sameina almenna sveitavinnu og sjósóknir um þann tíma árs, sem þar er arðsvonin mest. Eigi er ástæða til að orðlengja um þetta mál, að þessu sinni. Því um hagfræðilegt gildi þessarar tilhögunar verður ekk- ert fullyrt nema að undangeng- inni rannsókn á því t. d. hve mik- \n B D PS Bl i kksmíðavi n n ustofa J. B. Pjeturssonar, Talsími 3125, Reykjavík, □K Pósthólf 125, framleíðír margskonar muní úr blíkkí, zínkí og látúní: tíí húsabyggínga þakrennar, þakglugga o. m. m. fl. tíí útgerðar alíar tegundír ljóskera, matarílát o. fl. tíí heímííísnotkunar form, steíkarskúífur í bakaraofna, kökupíötur o. fl. tíl bíía púströr, hljóðdúnka, síísa o. fl. fyrír hænsnarækt fósturmæður, fóðurtrog og -kassa, drykkjarílát, lokur fyrír varpkassa o. fí. Ennfremur bíikklýsístunnur. Efní og vínna fyrsta flokks. Það besta er ætíð ódýrast. tfersl. Siainr Iðissonar Laugaveg 33 Reykiavík Sfmi 3221 Kornvörur, Kaffi og Sykur i heild- og smásölu. Nið- ursoðnar vörur. Tóbaksvörur af öllu tagi. Sælgæti mikið úrval. Nýir ávextir altaf til. Búsáhöld og og glervörur við allra hæfi, alt með lægsta verði i borginni. Aðalútsala á smjttri og ostnm frá njólknrbái ölvesinga Virðingarfylst Símon Jónssoi. n HILLERDEKK. Við seljum 3 tegundir af dekkum á eftirfarandi verði: 32x6 H D Kr. 170.00. 30x500 — — 65.00. 29x500 — — 65.00. 29x550 — — 68.00. Hvergi betri ðeitk. Hvergi lægra verð. Þórðnr Pjetnrsson & Co.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.