Morgunblaðið - 30.04.1933, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.04.1933, Blaðsíða 42
38 MORGTTNBLAÐTÐ Bydens kafll ávalt nýbrent og malað. STERKT BRAGÐGOTT DRJÚGT Hafið hngfast að RTDENS KAFFI bragðast best. Nýja Kaifibrenslan. (houses of parliament) SAUCE er heimsþekí merki. H.P. Fisk- og kjöt sósa. Worchestershire sósa. Tomato Ketchup. H.P. Pickles, gerir matinn gómsætan og girnilegan. Skerpir lystina. Eykur matgleðina. H.P. vörur fást í flestum verslunum. Heildsölubirgðir: H. Ólafsson & Bernhöft. svona erfitt um gönguna, því að ekki fór hann svo hratt yfir landið. Þórir var enginn asni á sumum sviðum. Hann vissi, að hann fekk tímakaup fyrir ferð-J ina, svo að það var hreinn og beinn óþarfi að sprengja sig,1 best að taka lífinu með ró. Hægt og rólega miðar Þóri áfram. Kassinn ruggar á herð- um hans og hænurnar glápa heimskulega upp í himininn gegnum rifurnar á lokinu og við og við gefa þær til kynna að þær sjeu lifandi. Haninn er móðgaður yfir þeirri meðferð, sem hann hefir orðið fyrir og þegir. Þórir er nú kominn upp á háheiði. Sest hann þar niður hjá mosavöxnum steini og fær sjer í nefið. Kassann leggur hann við hlið sjer. Tekur hann nú mjög að syfja og hallar sjer upp að steininum. Líður ekki á löngu áður en honum. rennur í brjóst.------ Ekki veit hann hversu lengi hann hefir sofið, en þegar hann vaknar stendur maður uppi yfir honum. Hyggur Þórir nú að hannj muni hafa sofið dægur eitt eða meira, og sje nú verið að leita dauðaleit. En þegar hann kem- ur til ráðs sjer hann, að þetta er Ágúst Atlasön, bróðir hús- bóndans. — Jeg er að ekreppa vestur í Mikladal, sagði Ágúst og strauk makkann á hesti sínum. .— Þú ert að sækja hænsin fyr- ir hann Svein bróður minn. Eru þau í þessum kassa? — Já, segir Þórir. — Það er erfitt að bera kassa yfir fjall í þessurtn hita, segir Ágúst. — Já, það er sem jeg segi, svarar Þórir. — Nú skal jeg kenna þjer ráð, segir Ágúst. — Taktu hænsin úr kassanum og rektu þau svo á undan þjer. Jeg held þau sjeu ekkert of góð til að ganga. Það er engin meining í að vera að bera þau á bakinu. Þórir dregur upp pontu sína í skyndi. — Viltu ekki í nefið, Ágúst minn, segir hann, og er hann þó ekki vanur að bjóða fólki í nefið. Ágúst tekur í nefið, kveður svo Þóri, stígur á bak hesti sín- um og heldur svo áfram leiðar sinnar. Þórir lætur sér nú ráð hans að gagni koma. Tekur hann hellustein einn og mölvqr lokið af kassanum. Hænsin verða feg- in frelsinu og hoppa út. Þórir lætur kassann eiga sig en tekur hinsvegar kaðalspottann og not- ar fyrir keyri á hænsin. Byrjar nú reksturinn. Nú er það af hænsunum að segja, að þau litu í kring um sig. Fanst þeim alt, sem þau sáu, harla merkilegt og vel þess vert, að athugað væri þánar. Hoppuðu þau 'því alla- jafna út af götunni og alt af sitt í hvora áttina. Það, að Þór- ir var að dangla í þau með keyr inu, gerði bara ilt verra. Hann varð altaf að vera á harða hlaupum að reka þau saman, en varla var hann búinn að ná þeim saman í hóp, þegar þau ruku út í allar áttir og eltinga- leikurinn byrjaði á nýjan leik. I hita stríðsins uppgötv- uðu hænsin það, að þegar stór steinn eða tjöm varð á vegi þeirra, þurftu þau ekki annað en að berja vængjunum ótt og títt, þá komust þau yfir þetta með góðu móti. En Þórir gat ekki farið loftförum yfir tor- færumar, til þess var hann ekki nógu háfleygur. Þegar kom niður í heiðar- brekkumar, miðja vegu milli háfjalls og bygðar, var Þórir orðinn hænsunum svo reiður, að hann rjeði sjer ekki. Það var um Þóri eins og svo marga hversdagsgæfa menn, að þá sjaldan að hann reiddist, þá vissi hann ekki hvað hann gerði. í síðustu skorpunni hafði hon- um tekist að ná hænsunum sam an og koma þeim á götuslóð- ann. Rekur hann þau nú áfram nokkur augnablik. En alt í einu hoppar ein hænan út af göt- unni og út í runna þar nálægt. Þórir tekur viðbragð, hendist á eftir henni og þrífur til hennar. Þá flýgur hænan upp, en Þór- ir steypist fram á höndur sínar í runnann og rífur sig á hrísl- unum. Stendur hann nú upp, viti sínu fjær af vonsku, gríp- ur stein og eltir nú hænuna með morð í huga. Gengur svo lengi, að ekki má á milli sjá hvor sigra muni. Þór- ir kastar einum steini eftir ann- an, en tekst furðanlega að sneiða hjá markinu. Þó fer svo að lokum að hann vængbrýtur hænuna, tekur hana svo og snýr hana úr hálsliðnum. Hræinu kastar hann frá sjer, að það megi verða hröfnum að bráð. Þá er Þórir hefir þetta gert, tekur hann upp vasaklút sinn og þurkar framan úr sjer svit- ann, fær sjer síðan í nefið og fer að svipast um eftir hinum Sumar-skðfatnaður, SVO sem hinir viðurkendu O. K. Strigaskór með gúmmí- sóium, á böm og fullorðna, afar ódýrir. — Karimanna- strigaskór með leðursólum og hælum, ágætir. Kven-Körfu- skór, ótal tegundir, fallegar og ódýrar. Bama og Unglinga Sandalar, góðir og ódýrir o. m. fl. Skóverslun B. Stefánssonar. Laugaveg 22 A. — Sími: 3628. fuglunum. Eru þá hin hænsin komin langar leiðir í burt og langar leiðir hvert frá öðru. Það er kökkur í hálsinum á Þóri, því að það er oft skamt á milli gráts og ofsa reiði, en með því að Þórir er karlmenni og hreysti menni jhið mesta, harkar hann af sjer, tekur sjer grjót í hönd og hyggst að hefna harma sinna á flugdrekum þessum. Stóð or- ustan lengi og var ósleitilega gengið fram, enda fóru svo leikar að hænuraar fellu dauð- ar. Er þá haninn einn eftir uppi standandi. Tekst nú hið ein- kennilegasta og að ýmsu leyti hið merkilegasta einvígi, sem háð hefir verið á íslandi, síðan þeir Gunnlaugur og Hrafn slóg- ust út af stelpunni henni Helgu. Haninn flýgur og hoppar. Þórir æðir á eftir með grjót- kasti og formælingum. Stein- amir gusast úr höndum hans eins og kúlnahríð úr vjelbyssu og blótsyrðin streyma af vörum hans eins og stórfljót í vorleys- mgum. Altaf berst leikurinn lengra og lengra frá götunni og ofar og ofar í hlíðina. Að lokum er haninn kominn fram á kletta- snös eina. Þar stendur hann og horfir yfir breiða bygð. En í sama bili kemur einn af stein- um Þóris fljúgandi í loftinu og lendir í skrokk hans, svo að bylur í. Haninn fellur við og Þórir flýtir sjer þangað og nær í hann. En haninn er ekki dauð- ur. Þegar hann finnur hönd ó- vinarins leggjast á sig, raknar hann við og tekur að brjótast um. Þórir tekur þá upp sjálf- iskeiðing sinn og sníður haus- inn af hananum. Lyftir hann nú skrokknum sigri hrósandi upp í loftið. — Á, varstu feginn að láta undan, helvískur árinn! segir hann og sendir hananum af hendi fram af klettasnösinni. En nú er það svo með hanana, að þeir lifa þótt þeir deyi og fljúga, þótt þeir missi hausinn. Haninn fell því ekki til jarðar,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.