Morgunblaðið - 30.04.1933, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.04.1933, Blaðsíða 8
4 MOKGCNBLAt 11 scm byrjað var á 1913, en altaf er verið að endurbæta. Þegar tal- að er um tekjur og gjöld bæjar- sjóðs, eru reikningar þessara stofnana því ekki innifaldir þar. Líti maður á reikninga bæjarsjóðs, liggur við að manni blöskri hvað tekjurnar hafa hækkað gífur- lega síðan um aldamót. 1900 námu þær kr. 49.983 1910 — — — 171.851 1920 — — —- 2.221.593 1931 _ _ _ 5.151.308 1932 (áætlun) — 4.291.923 Til samanburðar má geta þess að fyrir 50 árum námu allar tekj- ur landsjóðs rúmlega 400 þús. krónum og voru þó landsmenn þá rúmlega helmingi fleiri en Reykjavíkurbúar eru nú (eða um 70 þús.)- Þó voru tekjur land- sjóðs ekki nema tíundi hlutinn af því sem Reykvíkingar greiða nú í bæjarsjóð fyrir utan það að þeir greiða helminginn af öllum tekjum ríkissjóðs. Áætluð gjöld bæjarsjóðs á yf- irstandandi ári eru: Kr. 1. Stjórn kaupstaðarins 206.100 2. Lögpræsla 158.000 3. Heilbrigðismiál .. 240.290 4. Kostnaður af fast- eignum 58.000 5. Ýmiskonar starf- ræksla 242,000 6. Fát ækrafrainf ær i 707.300 7. Sjúkrastyrkir o. fl. 206.500 8. Til gatna 185.000 9. Slökkvilið 99.500 10. Barnafræðsla .. .. .. 283.750 11. Til mentamála . . . . 83.100 12. Til íþrótta, lista o. fl. 45-500 13. Ýmisleg útgjöld .. .. 59.300 14. Tillög til sjóða .. .. 105.900 15. Afborganir fána. og vextir................ 470.720 16. Kreppuráðstafanir . . 205.000 17. Dýrtíðaruppbót .. .. 110.000 í ársbvrjun 1932 voru eignir Reykjavíkurkaupstaðar taldar samtals kr. 21.946-980.07, en skuldir allar kr. 9.409.076.99. Skuldlausar eignir því taldar kr. 12.537.903.08. Þar af var í hafn- arsjóði kr. 2.952.660.69. íslenskur iðnaður og íslenska uikan. Eftir Helga H. Eiríksson. Þetta er annað á'r íslensku vik- unnar og' með því má gera ráð fyrir, að því sje þar með slegið föstu, að þessi stórfelda auglýs- ing, þessi sameiginlegu átök all- flestra íslenskra framleiðenda til þess að sýna, hvað þeir hafa að bjóða og hvetja landa sína til þess að nota það í stað útlendu framleiðslunnar, haldi áfram ár- lega hjer eftir. En um leið og húmtjald næturinnar rennur upp af vörusýningum íslenskra fram- leiðenda, um leið og blöð og tíma- rit, útvarp og önnur tæki nútíma auglýsingastarfsemi tilkynna opn- un íslensku vikunnar, er rjett að staldra við og íhuga, hvort þessi auglýsing á rjett á sjer; hvort hún er verð alls þess kostnaðar. sem í hana er lögð. Um árangsr- inn skal jeg engu spá að þessu sinni. Jeg skal engu spá um það, hvort sala íslenskrar iðnaðar- framleiðslu eykst við ,,vikuna“ eða ekki, hvort landsmenn læra að meta það, sem vel er gert og vel boðið af samlöndum þeirra, fremur en veríð hefir. Árangur- inn varð góður í fyrra, og jeg vona, að hann verði ennþá betri nú. Hitt vildi jeg hugleiða, hvort íslensk framleiðsla sje frambæri- leg fyrir oss íslendinga, hvort hún sje samkeppnisfær við út- lenda framleiðslu, og hvort ís-; lenskur iðnaður og íslensk fram- leiðsla eigi framtíð fyrir hönd- um hjer á landi og rjett sje þeira hluta vegna, að vinna að aukningu hennar og notkun. Matvæli. Látum oss líta fyrst á matvæla- gerðina. Á því sviði höfum vjer brauð og kökur, kex, smjör, osta, skyr, pylsur og niðursuðu, öl og gosdrykki o. fl., sem framleitt er af "iðju- og iðnaðarmönnum. Jeg held, að allar þessar vörur sjeu tvímælalaust bæði frambærileg- ar og samkepnisfærar við útlend- ar vörur, bæði hvað verð og gæði snertir, og þess vegna fullkom- lega rjettmætt að benda á þær, mæla með þeim og skora á íslend- inga að versla með þær og nota þær framar útlendum samskon- ar vörum. Þegar hægt er með rjettu að benda á galla eða ó- vöndun á framleiðslunni, þá á að gera það, og gera það með ró- legum rökum, svo unt sje að bæta úr því, en ekki eins og svo oft kemur fyrir, þegar um ísl. fram- leiðslu er að ræða, að finnist ein- hverjum í eitt skifti hún lakari en sú útlenda, þá á hún að vera óhafandi og óverjandi, kák og klaufaskapur, þótt ef til vill sje aðeins um tilviljun að ræða, eitt gallað sýnishorn af annars góðri framleiðslu, eða þá af sjerstökum smekk viðkomandi manns eða konu. Vani og sjerbragð fólks veldur því Oft, að það tekur þung- lega nýmæli á sviði matvælanna og heldur sjer við það, sem það hefir einu sinni vanist, þótt ann- að sje eins gott, ef aðeins að keim- urinn er nýr. Þá get jeg ekki stilt mig um, að segja hjer frá einu nýmæli, sem jeg vona, að komi fljótiega í framkvæmd og er sannfærður um að líki vel og ryðji sjer hjer til rúms. Það eru bak- aðir heilir hafrar, svokallaðar hafrahnetur. Eru þær bæði ljúf- fengar og hollar, og auk þess handhægar að grípa til að hafa með mjólk í stað grauta. Ræktun íslenskra hafra hefir reynst á> gætlega og ætti fljótlega að verða almenn, og tilraunir hafa verið gei’ðar með að mala þá og baka og hvorutveggja tekist svo, að sýntþykir, að íslenskir hafrar sje í engu lakain en 'útlendir. Er i ráði, að hafa hafrahnetur til sýn* is nú á íslensku vikunni. Fjölbúeytni í fæðutegundum. og matargerð hefir aukist mjög meðal íslendinga í seinni tíð. — Þeir hafa lært neyslu fjölbreytt- ara matarhæfis ytra og tilbúning- mn á eftir. Síðustu árin hefir svo þar að auki þörfin á að koma kjöti voru og fiski á markað sem góðri og aðgengilegri fæðu, ýtt undir framkvæmdir. Jeg býst varla við, að um það geti verið skiftar skoðanir, að hver þjóð með heilbrigðan lífs- þrótt og lífslöngun, þurfi fyrst og fremst að leggja kapp á að geta fætt sig sjálf; að geta framleitt nægilegt af mat og drykk til þess að líða ekki skort, jafnvel þótt aðflutningur heftist eða sjerstak- ir ei*fiðleikar steðji að. Öll við- Ieitni í þessa áttt og allar fram- farir á því sviði eru því meira en athyglisverðar, ekki síst fyrir svo afskekta þjóð og háða hamföi’- um náttúruaflanna og oss Islend- inga. Þessi eini þáttur „íslensku vikunnar“ út af fyrir sig er því nægilegur til þess að sanna til- verurjett hennar og nauðsyn, og knýja osstil þess að læra af henni alt, sem hægt er, Framhald á bls. 9. VALLARSTRÆTI 4. ■ Framleiðir allskonar brauð, Nökur kex, konfekt og scelgceti. | í heilösölu: Kremstengur, kókusbollur, banana- stengur, ávaxtastengur, milkasúkku- laði með möndlum og rúsinum, spítu- brjóstsykur o. fl. §j Kaupmenn cg kaupfjelög. Biðjið um heildsöluverðskrána. Vörur sendar gegn eftirkröfu. J Sölumaður fer mánaðarlega á aðalhafnirnar kringum landið. | STYÐJIÐ INNLENDAN IÐNAÐ! M ATHUGIÐ vel gluggann f sýningarskálan- um, Austurstræti 20. Trjágarður Hressingarskálans Austurstræti 20. Kvergi ódýrari nje betri veitingar. Engin ómakslaun. Njótið sólarinnar og útiloftsins um leið og þjer matist eða drekkið nónkaffið. — Komið í trjágarð Hressingarskálans. Allskonar kremsúkkulaði, konfekt og brjóst- sykur. — Daglega heitur matur milli 12—2 og 7—9. Smurt brauð mikið úrval. Einnig eftir sjerstökum pöntunum. Ávalt ferskar kökur úr »Frigidaire«-kæliskápum. Athygli bæjarbúa skal vakin á þVí, að allar kökur, ásamt drykkjar- og tóbaksvörum Hressingarskálans, fást afgreiddar út úr húsinu (bæjarsala). Bíó-gestir! Sjerstakir »Bíó-pokar« með konfekti. si

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.