Morgunblaðið - 30.04.1933, Blaðsíða 17
13
MORGUN BLAÐIÐ
BYGGINGAREFNI:
Sement, Þakjárn, Þakpappi, Saumur, Kalk,
Steypustyrktarjárn, Steypumótavír, Linoleum,
Filtpappi, Látúnsjaðrar, Gólf- og veggflísar, Hampur.
E I d f æ r i
Allskonar eldavjelar, svartar og hvítemalj., Þvotta-
pottar, ofnar (þar á meðal kirkju- og skólaofnar) o.fl.
Míðstöðvartækí og vatnsíeíðsítir
Allskonar miðstöðvartæki: Ofnar, Katlar, Miðstöðvareldavjel.
ar. Ennfremur Pípur, Pípnafellur, Vatnspípur, Dælur, Vatns-
hrútar, Kranar, Vaskar, Vatnssalerni, Jarðbikaðar skolppípur,
Baðker, Blöndunaráhöld, Þvottaskálar úr leir, og fleira.
Vjelar og verkfærí
Steinsteypuhrærivjelar, Járnbrautarvagnar, Járnbrautarteinar,
Hjólbörur, Skóflur og Gafflar.
Olltím fyrírsptcrntrai svarað greíðlega.
J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN.
Reykjavík, Símnefní: Jónþorláks.
• •-
• •-
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •'
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
5túöentagarðurinn
uerður reistur í sumdr.
ÞaS mun hafa verið haustiS 1922
að stúdentar byrjuðu að safna fje
til þess að koma hjer upp stú-
dentagarði. Fengu þeir þá leyfi til
þess að stofna happdrætti í þessu
skyni, en ágóði af því varð minni
heldur en menn höfðu vænst í upp-
hafi. Bn síðan hefir fjársöfnun
verið haldið áfram jafnt og þjett.
Drýgstan skref til húsbyggingar-
sjóðsins hafa stúdentar fengið frá
sýslu- og bæjarfjelögum, sem lagt
hafa fram fje til þess að tryggja
stúdent frá sjer forgangsrjett að
herbergi í garðinum. Ennfremur
hafa einstakir menn gefið mikið
fje, sumir stórgjafir, eins og t. d.
Thor Jensen 10 þiis. kr., Jóhannes
Jóhannesson fyrv. bæjarfógeti
5000 krónur, P. "W. Jacobsen &
Sön, Kaupmannahöfn, 5000 krón-
ur, og J. JóhanneSsen stórkaup-
maður í Kaupmannahöfn 5000
krónur-
Upphaflega ætlaði Alþingi að
veita 100 þús. krónur til garð-
byggingarinnar og eru samþyktir
fyrir því. Bn ekkert hefir þó verið
greitt af þessu í húsbyggingarsjóð.
því að ríkisstjórn hefir jafnan litið
svo á, að hún ætti ekki að leggja
fram fjeð fyr en garðurinn væri
reistur.
Haustið 1928 var svo hugsað til
framkvæmda um bygginguna. Þá
hafði skipulagsnefnd hugsað sjer
að „Háborg íslenskrar menning-
ar“ væri á Skólavörðuholtinu.Með-
al þeirra húsa, sem þar áttu að
standa var Háskóli og stúdenta-
garður. Þá var stúdentum út-
hlutað þar lóð til þess að bvggja
á og var byrjað að grafa fyrir
grunni garðsins og til þess ætlast
að garðurinn kæmist upp fyrir
Alþingishátið. Hafði Sigurður Guð
mundsson byggingameistari gert
teikningu að garðinum, og svo var
byggingin boðin út. Bn tilboð
þau, sem komu, voru miklum
mun hærri heldur en búist var við,
og þótti þá ekki ráðlegt að halda
áífram. Fengu stúdentar þá leyfi til
þess að halda annað happdrætti
til ágóða fyrir bygginguna. en
I árangurinn af því varð ekki betri
^ en af hinu fyrra
ITm þetta leyti fóru að heyrast
, raddir um það, að Háskólinn væri
illa settur þarna á Skólavörðuholt-
! inu — og stúdentagarðurinn þá
um leið, því að altaf hefir verið
| gert ráð fvrir að ekki væri langt
á milli þeirra bygginga. A þing-
inu í fyrra voru svo samþykt lög
I um byggingu Háskóla. og er gert
ráð fyrir að lóð undir hann fáist
. hjá Reykjavíkurbæ á Melunum.
milli Hringbrautar og Suðurgötu,
, andspænis íþróttavellinum.
Og í trausti þess að samningar
tækist um þetta, hefir Stúdenta-
garðsnefndin í samráði við Há-
skólaráð og ríkísstjórn valið sjer
lóð þarna skamt frá, sunnan við
Hringbrautina og fengið samþykki
bæjarstjórnar til þess, að garðinn
skuli byggja þarna.
í desembermánuði 1931 kom
Guðm. Hannesson prófessor fram
með þá tillögu að stvádentagarð-
! inn skyldi byggja fyrir það fje,
sem þegar væri fengið, enda þótt
hann yrði minni heldur en í fyrstu
var til ætlast, m. a. slept íbiið
Garðsprófasts og stúdentaherbergj
! um fækkað dálítið. Síðan hefir
J verið unnið að undirbúningi hvis-
j byggingarinnar á þessum grund-
' velli. Sigurði Guðmundssyni var
aftur falið að gera uppdrátt að
garðinum. Samkvæmt þeim upp-1
drætti verða í garðinum 35 einbýl-
isstofur og tvær tveggja manna
stofur, eða íbiiðir fyrir 39 stúdenta
samtals. - Einbýlisstofurnar eru
rúmgóðar, 3X4 metrar að gólf-
stærð. Auk þess verður í garðinum
stórt og rúmgott anddyri, sam-1
komusalur, íþróttasalur, borðstof-
, ur, ehlhús, böð og íbúð fyrir dyra-
vörð.
I '
N\i er syo langt komið, að gert
er ráð fvrir að Stúdentagarðurinn
1 verði reistur í sumar, svo að allri
1 steypuvinnu verði lokið i haust og
' garðurinn fullger einhverntima á
næsta vetri.
Húsbyggingarsjóðurinn er nú
rjett um 170 þús. krónur. Auk
þess á garðurinn í loforðum hjá
sýslufjelögum og bæjarf jelögum
um 40 þús. kr. Enn er á fjár-<
lagafrumvarpi stjórnarinnar heim-
ikl til þess að ríkið ábyrgist 50
þús. kr. lán fyrir Stúdentagarðinn
— og kemur sú ábyrgð í staðinn
fyrir þær 100 þús. króna, sem
áður hafði verið iofað. Verður
reynt að komast af með þetta,
vegna þeirra fjárliagsvandræða,
sem ríkissjóður er í um þessar
mundir, þar sem líka að hætt hefir
verið við að hafa íbúð fyrir opin-
beran embættismann (Garðpró- ^
fast) í Stúdentagarðinum.
H.f. Efnagerö
Reykjauíkur
er elsta, stærsta og fjölbreyttasta
fyrirtæki sinnar tegundar hjer á
landi. Ilefir það frá öndverðu gert
sjer far um það. að framleiða að-
eins vandaðar vörur, sem geta
kept við bestu samskonar vörur
erlendar. Til þess að þetta mætti
takast, hefir það lagt mikið ^
kostnað við kaup á allskonar vjel-
um til framleiðslunnar. Engin vara
er látin fara á markaðinn nema að
það sje fyrst ýtarlega rannsakað
að hún standi erlendri framleiðslu
á sporði um gæði. Árangurinn
hefir líka orðið sá, að viðskifti
firmans innanlands aukast ár frá
ári.
Efnagerðin lióf starfsemi sína
með því, að framleiða allskonar
bragðbætisvörur til brauða og
kökugerðar (Lillu-vörurnar), á-
samt kryddmeti og bragðbætisvör-
um til matargerðar o. fl. Enn-
fremur fegurðarvörur, lireinlætis-
vörur margskonar og vörur til raf-
magnsstöðva og bílastöðva.
Seint á árinu 1927 færði Efna-
gerðin út kvíarnar og byrjaði á
brjóstsykur og sælgætisgerð, og
litlu síðar á Súkkulaðiframleiðslu.
Framleiðir hún aðallega tvær teg-
undir af suðusúkkulaði og át-
súkkulaðið ,Varmilsku“. Eftir 3
ár var Efnagerðin orðin stærsti
framleiðandi hjer af þessum vör-
um. Sjest það best á því, að sl. ár
mun Efnagerðin hafa goldið fjór-
um sinnum hærri opinber gjöld en
öll önnur samskonar fyrirtæki
hjer i bæ til samans.
Það leiðir af sjálfu sjer að fyrir-
tæki, seip rekur jafn mikla og
fjölbreytta starfsemi og Efnagerð-
in. þarf bæði mikið húsrúm og
vinnukraft- Fyrirtækið liefir nú til
afnota að mestu leyti þrjár liæðir
í stórhýsinu á Laugaveg 16, eða
þriggja hæða útbyggingu sunnan
við húsið. En starfsfólk er um 30.
Efnagerðin hefir öll skilyrði til
þess að geta kept við erlend fram-
leiðslufyrirtæki. Hún liefir mönn-
um á að skipa með efnafræðislegri
sjerþekkingu og hafa vöruþekk-
higu. Reynslan hefir líka sannað
þetta og með hverju árinu sparar
fyrirtækið landinu meira og meira
í iunflutningi á iðnaðarvörum, og
hefir fært atvinnuna við þær inn í
landið sjálft. Takmarkið er, að
þjóðin sje sjálfbjarga á sem flest-
um sviðum. Því minna, sem flutt
er inn af erlendum iðuvarningi,
sem liægt er að framleiða í land-
inu, því betri verður þjóðarhagur-
inn og um leið hagur ríkisins.
Efnagerðin er eitt af þeim fjTÍr-
tækjum, sem skapað hefir nýja at-
vinnu í landinu, og sparað því
kaup á erlendri vinnu, og er því
að vonum að það verði vinsælt,
þar sem það hefir líka góðar vörnr
á boðstólum.