Morgunblaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 2
2 ÞJOÐHATIÐARBLAÐ 17. júní 1944 — Jón Sigurðsson forseti hafa haft fyrir þroska hennar, framfarir og frelsi. Áhrifa hans ln?fir gætt bæði beint og óheint í öllu þjóðlífi íslendinga, síðan er hann var uppi, og er þeim engan veginn lokið, þótt því tak- marki sje náð, er vjer fögnum í dag,. i Jón Sigurðsson var hvort- tveggja í senn: Fræðimaðurinn, sem jós af brunni þekkingar á öllum atriðum þeirra mála, er hann fjekkst við, og raunsæis- maðurinn, sem tók tillit til allra fl amkvæmdamöguleika og vildi láta verkin sanna rjettmæti orð- anna. Hann hjelt fram, eins og kunnugt er, óskoruðum rjetti ís- lands til fulls sjálfsforræðis, og bygði það ekki aðeins á hinum almenna og eðlilega rjetti manna og þjóða til þess að „eiga með sjálfa sig“, heldur á ótvíræðum lagalegum rjetti landsins frá fornu fari, sem hann leiddi þau rök að, sem síðan hafa orðið sí- gild, um leið og hann sýndi fram á, að með þeim einum hætti, að þjóðin yrði frjáls, gæti hún áhyrgst afkomu sína raunveru- lega og staðið undir sjer sjálf. Og hann þreyttist aldrei á því, að hvetja íslendinga til þess að hvika eigi frá rjettinum og til þess að þroska sig svo, að þeir g:etu sýnt í verki, að þeir væru frelsinu \axnir. Þetta var hans kenning og þetta lærðu Islendingar. Og með þessu hvorutveggja er nú einnig sigurinn unninn. ★ Það má þykja hlýða, einmitt við þetta tækifæri og þegar minst . er Jóns Sigurðssonar, að greina nokkuð skýrlega, þótt í stuttu máli verði að véra, þrcunarferil þeirra mála, er einu nafni hafa verið nefnd ríkisrjettindi íslands, eins og það kemur fram í sjálf- um aðal-rjettargögnunum, sem eru samningar þeir og stjórnlög, er hjer að lúta, og tala þau | ákvæði sjálf að mestu sínu máli. Verður úr þeim tilfært hjer það eitt, er máli skiftir um það efni og sýnir jafnframt hvorttveggja, hvað vjer áttum og hvað vjer á unnum. Er þetta sem sje að meira eða minna leyti í samhengi við — ef svo má segja — sívarandi for- ustustarf þessa þjóðskörungs eða með nokkrum hætti árangur af því. ísland var að fornu algerlega sjáif- stætt þjóðveldi, með löggjafar- og dómþingi (Alþingi) frá 930. Sú stað- reynd var vitaskuld Jóni Sigurðssyni eins og öðrum upphaf og grundvöll- ur allra síðari ályktana um rjettar- stöðu landsins. Þegar talið er, að ís- lendingar hafi gefið upp æðsta vald sitt. 1262—64, gerðu þeir það með samningi við Noregskonung. Gamla sáttmála, er þeir síðan formlega hjeldu sjer við, ef sjálfráðir voru, og endurnýjuðu. Hvorki þá nje síðar af- söluðu þeir „landsrjettindum1- sínum til nokkurrar annarar þjóðar. Þeir gengu í „konungssamband“, er á seinni tímum nefndist svo, og samn- ingurinn varð alla tíð megin-rjettar- skjal íslendinga í frelsisbaráttu þeirra við erlenda valdið. 1262—64. GAMLI SÁTTMÁLI: VAR þetta játað ok samþykt af öllum almúga á íslandi á Alþingi með lófataki: AT vér bjóðum . . . Hákoni kon- ungi hinum kórónaða vára þjón-- ustu undir þá grein laganna, er samþykt er í milli konungdómsins ok þegnanna, þeirra er landit byggja. ER sú hin fyrsta grein, at vér viljum gjalda konungi skatt, ok þingfararkaup slíkt sem lögbók váttar, ok alla þegnskyldu, svá framt sem haldin ei' við oss þau heit, sem í móti skattinum var játað. (Þá kemur upptalning skilorða, sem Islendingar settu konungi —- um engar utanstefningar, um ís- lenzka lögmenn, um hafskipa ferðir til landsins, um erfðir ís- lendinga í Noregi, unpgjöf land- aura og fullrétti þeirra þar). ITEM at konungur láti oss ná íslenzkum lögum ok friði eftir því sem lögbók váttar ok hann hefir boðið í sínum bréfum. . . . (Þá qr ákvæði um jarlinn) . . . HALDA skulum vér ok várir arfar allan trúnað við yðr, með- an þér ok yðrir arfar halda við oss þessa sætfárgerð, en lausir ef rofin verðr af yðvarri álfu at beztra manna yfirsýn. Þótt það í raun rjeltri hafi aldrei orkað tvímælis, að ,,sættargerð“ þessi hafi af hinum samningsaðilanum, konungi, bráit verið rofin, svo og margsinnis einnig allir síðari samn- ingar, og íslendingar hefðu þar af leiðandi orðið lausir allra mála og skuldbindinga, ef þeir hefðu fylgt því fram, þá hjeldu þeir samt gerninginn sín megin, ítrekuðu hann og vitnuðu til hans seinna o. s. frv. I sama anda munu þeir, er sú tíska hófst, hafa unnið hyllingareiða sína sem aðrir konungsþegnar, og loks einvalds- skuldbindinguna til konungs (Frið- riks 3. Danakonungs) með Kópa- vogseiðunum 1662. Er þetta af ýmsu bert. Stóð svo við það, þangað til einveldi koungs lagðist af og þjóð- irnar fengu aftur ráðin í sínar henci- * ur með löggjafarþingi, sem varð í Danmörku með nýjum stjórnlögum („grundvallarlögum“, stjórnarskrá) 1849. Hafði Jón Sigurðsson þá hafið sljórnmálagöngu sína („Ný fjelags- rit“ höfðu komið út frá 1841) og hjelt hann fram, bæði í ritgerðum og brjefum, fullum rjetti Islendinga til þess að taka við ráðum yfir málefn- um sínum með löggjafarvaldi, en um fjögurra ára bil hafði þá hið endur- reisLa Alþingi staðið sem „ráðgjaf- arsamkunda". Og enn áður hafði komist á hreyfing meðal Islendinga í Danmörku um það mál (Baldvin Einarsson). Allur þorri almennings á íslandi fylgdi Jóni Sigurðssyni í þessu, sem og kom fram í aðgerðum mannfunda í landinu, einkum Þing- vallafundanna, og alkunnur er Þjóð- fundurinn (í Reykjavík) 1851, sem varð inngangur að meginátökunum í baráttunni, enda skarst þá í odda við danska valdið. J. S. fór að öllu ró- lega og með rökvísri athugun, en fullri feslu og djörfung. — Þótt daufar yrðu undirteklir hjá konungi, og einkanlega dönsku ríkisstjórninni, er þóttist eiga hjer um að fjalla, sem var rjellarleg fjarslæða, miðaði þó nokkuð í áltina, því að ekki var skilningurinn þá á stjórnarhögum ís- lands á marga fiska þar; jafnvel ,,stöðulögin“ frá 2. janúar 1871 voru, þótt ótrúlegt megi virðast, eins kon- ar áfangi á þessari þróunarbraut málanna (þau tala þó um „sjerstök landsrjettindi“ og „hin sjerstaklegu málefni“ íslands). En einkum varð- aðist vegurinn með stjórnarskránni 1874, þótt ekki þætti hún fullkomin, er ekki síst kom til af því, að kon- ungur og æðsta framkvæmdarstjórn- in með honum átti selu í öðru landi — og þaðan varð að stjórna. Þótt J. S. gæti ekki að fullu verið ánægður með stjórnarskrána um sinn, var þó það, sem með henni vanst á, hans verk í þeim skilningi, að hann hafði manna mest og best heimtað rjett lands og þjóðar, sem hjer kom að ýmsu leyti fram. 1874, 5. janúar. STJÓRNAR- SKRÁ UM HIN SJERSTAK- LEGU MÁLEFNI ÍSLANDS. 1. gr. í þeim málefnum . . . hefir landið löggjöf sína og stjórn út af fyrir sig, á þann hátt, að löggjafarvaldið er hjá konungi og Alþingi í sam- einingu, framkvæmdar- valdið hjá konungi og dóms valdið hjá dómendunum. 2. gr. Konungur hefir hið æðsta vald yfir öllum hinum sjer- staklegu málefnum íslands með þeim takmörkunum, sem settar í stjórnarskrá þessari, og lætur ráðgjaf- ann fyrir ísland fram- kvæma það. — Hið æðsta vald á íslandi innanlands skal á ábyrgð ráðgjafans fengið í hendur landshöfð- ingja, sem konungur skip- ar, og hefir aðsetur sitt á íslandi .... 3. gr. Ráðgjafinn hefir ábyrgð á því, að stjórnarskránni sje fylgt. Alþingi kemur fyrir sitt leyti ábyrgð fram á hendur ráðgjafanum eftir þeim reglum, sem ná- kvæmar verður skipað fy- ir um með lögum......... Þegar hjer var komið sögu, var æfi Jóns Sigurðssonar tekið að halla. Hann lifði aðeins fá ár eftir að hin nýju stjórnlög komu í gildi, og tók jiokkurn þátt í framkvæmd þeirra á Alþingi. En verk hans lifðu áfram og báru, er tímar liðu, margfaldan ávöxt. Þróunin og stjórnmálabarátt- an hjelt sinn gang fram á leið. Kyn- slóðir hurfu og kynslóðir komu. En merki J. S. var aldrei látið niður falla á íslandi, þótt ýmsir útúrkrók- ar gerðust nú á leið, -fyrir og eldir aldamót, og ekki allir happasælir, sem þó eigi verður hjer tínt. En sjálfsforræðið jókst. , 1903, 3. okt. STJÓRNARSKIP- UNARLÖG (breyt. á stjórnarskrá 1874). 1. gr. Konungur hefir hið æðsta vald yfir öllum hinum sjerstaklegu málefnum íslands með þeim takmörkunum, sem settar eru í stjórnarskrá þessari, og læt- ur ráðherra íslands fram- kvæma það. Ráðherra íslands I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.