Morgunblaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 11
/ ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ 17. júní 1944 11 STÓ KIJST EFTIR JON KJARTANSSON ÐSLUTÆKIIM Teikning Þórðar Kunólfssonar af ,,Botnvörpuskipi framtíðarinnar“, sem hlaut verðlaun í samkepnisútboði Sam- tryggingar ísl. bstnvörpunga 1943. I LOK fyrri heimsslyrjaldar áttu íslendingar aðeins 5 togara. Allir aðrir togarar, sem landsmenn áttu, voru' seldir úr landi, meðan styrjöld- in stóð yfir. Mörgum þótti þetta mið- ur farið, en því er ekki að neita, að sala togaranna úr landi varð til þess, að íslendingar eignuðust miklu betri skip að stríðinu loknu. íslendingar ljetu ekki á sjer standa að ráðast í þyggingu togara eftir fyrri heimsstyrjöld, strax og þess var kost ur. Og það leið ekki langur tími þar til þeir áttu álitlegan togaraflota. En mest um vert var það, að þetta var yfirleitt úrvalsfloti. Má fullyrða, að togararnir, sem íslendingar eignuð- ust eftir fyrri heimsstyrjöld, sköruðu langt fram úr skipum annarra þjóða, sem þá sóttu á miðin við strendur landsins. Þetta var mikið happ fyrir ís- lensku þjóðina, því að það er ekki að efa, að togararnir eru stórvirkustu framleiðslutækin, sem íslendingar hafa nokkurn tíma eignast. Þeir hafa fært lang mesta björg í þjóðarbúið. Og þeir hafa trygt fólkinu, sem starf- að hefir hjá þessum fyrirtækjum, besta og öruggasta atvinnu. Segja má með sanni, að rekja megi til togaraflotans allar hinar risavöxnu framfarir, sem orðið hafa hjer á landi síðasta aldarf jórðunginn.-Hann hefir átt drýgstan þátt í því, að leggja grundvöllinn að efnalegu sjálfstæði landsins. VIÐHORFIÐ NÚ. ÆTLA mætti, að ráðamenn þjóð- arinnar kappkostuðu að búa vel að þessum stórvirka atvinnuvegi. En þegar litið er á raunveruleikann í þessu efni, blasir alt annað við. Áður en núverandi heimsstyrjöld skall á, áttu íslendingar 38 togara. Nú eiga þeir ekki nema 31 togara. Þeir hafa á þessum árum mist 7 tog- ara, þár af 6 af völdum styrjaldar- innar og voru meðal þeirra stærstu og bestu skipin í flotanum. Meðalaldur þeirra togara, sem enn eru í eigu Islendinga er um 26 Vz ái. Hæfilegur aldur togara er talinn 20 ár, svo að ekki er um að villast, hvert stefnir fyrir þessari atvinnu- grein í náinni framtíð. Ekki eru skiptar skoðanir um það, meðal þeirra, sem kunnugir eru tog- ararekstri, að þessir gömlu og úreltu íslensku togarar geta á engan hátt staðjst samkepni við þau erlendu skip, sem koma til að keppa við okk- ur að stríðinu loknu. Má því full- yrða, að togaraútgerð á enga framtíð hjer á landi, ef ekki verða gerðar ráðstafanir til þess að auka flotann stórlega og endurnýja hin gömlu skip. Þetta hefir útgerðarmönnum — og ekki síður sjómönnunum — verið ljóst um langt skeið. En það hefir gengið furðanlega erfiðlega að fá Al- þingi og aðra ráðamenn þjóðarinnar til þess að skilja þessi einföldu sann- indi. NÝBYGGINGASJÓÐIRNIR. MEÐ STOFNUN nýbyggingasjóð- anna 1941, var gerð virðingarverð til- raun til þess að skapa möguleika til endurnýjunar fiskiskipaflotans. Að vísu var skrefið ekki stórt. En þó sýndi það, að vaknaður var skilning- ur á nauðsyn þessa máls. Afkoman hjá togurunum var mjög bágborin fyrir stríð. Voru togarafje- lögin skuldum vafin, eftir margra ára taprekstur og einskis megnug til þess að endurnýja skipin. Með stríðinu gerbreyttist þetta. Togarafjelögin rifu sig úr skuldum og höfðu mögu- leika til þess að eignast gilda sjóði. Nú gafst tækifæri til að tryggja framtíð togaraútgerðarinnar. Nú átti að leggja höfuðáherslu á, að auka og efla nýbyggingasjóðina, svo að unt yrði að kaupa ný skip strax að stríð- inu loknu og endurnýja hin gömlu. En Alþingi skildi ekki þessa nauð- syn. Það taldi hagnað togaranna bet- ur kominn í ríkissjóðnum en í ný- byggingasjóðunum. Það gekk dyggi- lega fram í því, að hækka skattana, en neitaði að hækka framlagið í ný- byggingasjóðina. Svo hefir það geng- ið til fram á þenna dag. I árslok 1943 námu allir nýbygg- ingasjóðir togarafjelaganna kr. 13.486.696.00; en þá er ekki komið inn, sem greitt verður í sjóðina af tekjum ársins ’43, sem mun vera um 2 milj. kr. Þetta er fjármagnið, sem togarafjelögin ráða yfir nú til endurnýjunar flotans. Lætur það nærri að það nægi til þess að kaupa 6—7 nýtísku togara að stríðinu loknu. Lengra kemst það ekki. Sjá væntanlega allir að hjer stefnir í fullkomið óefni. Öll skipln í togara- flotanum verða ósamkepnisfær að stríðinu loknu. En togarafjelögin hafa ekki möguleika til að eignast nema 6—7 skip. Ef vel væri sjeð fyrir framtíð þessa atvinnuvegar, þyrfti ekki aðeins að endurnýja öll gömlu skipin og einnig þau, sem tapast hafa, heldur þyrfti að fjölga stórlega togurum lands- manna. Islendingar þyrftu að eiga 50—60 togara eftir stríð, en eiga nú 31 skip og er meðalaldur þeirra 2614 ár. Geta valdhafarnir horft á þessar staðreyndir og verið samt aðgerðar- lausir? Ef til vill er tækifærið glat- að. Þó er það ekki víst. Ef hafist yrði handa nú þegar og höfuðáhersla á það lögð að efla nýbyggingarsjóðina, er ekki útilokað að togaraútgerð eigi hjer enn einhverja framtíð. AFKOMA TOGARANNA NÚ. MARGIR munu líta svo á, að þrátt fyrir hina gífurlegu skatta, sem tog- arafjelögin greiða nú, sje gróði þeirra stórkostlegur og þeim sje því vork- unnarlaust að endurnýja flotann, án frekari aðgerðar af hálfu hins opin- bera. Jeg vildi ganga úr skugga um þetta og sneri mjer til formanns Fje- lags íslenskra botnvörpuskipaeigenda Kjartans Thors framkvæmdastjóra og bað hann um nokkrar upplýs- ingar um rekstursafkomu togaranna # nú. Hann varð góðfúslega við þess- um tilmælum og fól skrifstofustjóra fjelagsins, Jakobi Hafstein, að láta mjer í tje umbeðnar upplýsingar. Óskað var upplýsinga um eftirtöld atriði: 1. Reksturútgjöld togaranna í heild. 2. Vinnulaun (kaupgreiðslur) fyr- irtækjanna. 3. Opinber gjöld (skatta, útsvör, útflutningsgjöld o. fl.). 4. Heildarsölu skipanna. Alt skyldi miðast við rekstur skip- anna s. 1. ár. Skrifstofa F. í. B. fjekk útdrátt endurskoðaðra rekstursreikninga 26 togara. (Reikningar komu ekki frá tveim togurum Bæjarútgerðar Hafn- arfjarðar, Max Pemberton, Rán, Þor- finni og íslendingi). Útkoman var þessi: Heildar rekstursútgjöld þessara 26 togara varð á árinu kr. 85.273.253.00. Þar í er með talið framlag í nýbygg- ingasjóðina á s.l. ári, sem greitt var af tekjum ársins 1942 og mun sú upp hæð nema um 2%—3 milj. kr. Vinnulaun (kaupgreiðsla og .fl.) sömu skipa kr. 37.476.500,00 (aurum slept). Opinber gjöld (skattar, útsvör, út- flutningsgj. o. fl.) kr. 15.568.622.00. Heildarsala þessara sömu skipa nam kr. 81.868.128.00. ' Þetta var verð fisksins. Þess utan er lýsið. En um andvirði þess er ekki fullkunnugt ennþá. Tala lifrafata þessara 26 skipa var á árinu 39.342 föt. Framanskráðar tölur sýna, að þrátt fyrir ágætar sölur togaranna, er svo komið, að ekki má mikið út af bera, til þess að taprekstur verði á út- gerðinni. Það er hinn gífurlegi rekst- urskostnaður togaranna, sem- stefnir útgerðinni í hættu. Og það sjer vænt- anlega hver maður, að miljónatöp- in verða fljót að koma, þegar mark- aðurinn fellur. En fer það ekki að verða all al- varlegt íhugunarefni fyrir alþingis- menn og aðra ráðamenn þjóðarinnar, að skattar og opinber gjöld togarafje- daganna á einu ári nema sem svarar öllum nýbyggingasjóðunum. Framh. á bls. 13 Teikning Erlings Þorkelssonar af „Botnvörpuskipi framtíðarinnar“, sem hlaut verðlaun í samkepnisútboði Sam- tryggingar ísl. botnvörpunga 1943.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.