Morgunblaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 8
8
ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ 17. júní 1944
SIÐASTI AFANGINN
staðfest raeð þeim hætti, sem Alþingi
eftir á játaði, og undu þó fæstir vel
við.
★
Svo sem fyrr segir efldist fána-
hreyfing í landinu mjög á fyrsta tug
aldarinnar. Tóku menn þá upp blá-
hvíta fánann sem þjóðartákn lands-
manna. Ljetu ýmsir sjer þó fátt um
finnast, en notkun fánans fór engu
að síður vaxandi. Ekkert ýtti þó
fremur undir útbreiðslu hans en það,
er danskur varðskipsfortngi ljet
með vopnavaldi gera fána upptækan
af unglingspilti, sem með hann reri
á Reykjavíkurhöfn sumardag einn
1913. Varð þá eigi lengur undan því
vikist að veita fánanum nokkra lög-
helgan.
Heimilaði konungur því, með úr-
skurði 1913, að hinn sjerstaka ís-
lenska fána mætti draga við hún
hvarvetna á Islandi og í íslenskri
landhelgi. Fánann mátti því eigi nota
á íslenskum skipum utan landhelg-
innar og á stjórnarráTðinu var skylt
að draga upp hinn klofna danne-
brogsfána á ekki óveglegri stað nje
rírari að stærð en íslenska fánann.
Gerð fánans var þó ekki ákveðin
fyrr en 1915, og var þá tekinn upp
hinn þríliti fáni, sem síðan hefir ver-
ið einkenni þjóðar vorrar.
Islendingar undu því að vonum
illa að mega ekki nota fána sinn á
skipum utan íslenskrar landhelgi. En
um þessar mundir fóru siglingar
landsmanna mjög vaxandi, fyrst á
fiskiskipum, en síðar farþega- og
flutningaskipum. Reyndist það eink-
um mjög bagalegt og beinlínis hættu
legt, þegar leið á ófriðinn 1914—18,
að íslensk skip urðu'að draga upp
dannebrog, þegar kom úr landhelgi.
Alþingi gerði því kröfu til þess,
að landið fengi fullkominn siglinga-
fána. En konungur hafnaði henni á
meðan eigi væri samið í heild um
samband landanna.
★
Ðfriðurinn mikli 1914—18 leiddi
það sama í ljós og þegar hafði kom-
ið á daginn í Napoleonsstyrjöldunum,
að þegar verulega reyndi á, urðu ís-
lendingar að bjarga sjer sjálfir. í
skiftum sínum við aðrar þjóðir.
í þessari styrjöld var það mjög haft
við orð af Vesturveldunum, sem
flestir hugðu að myndu sigra, sem
og varð, að þau berðist fyrir sjálfs-
ákvörðunarrjetti þjóðanna og þá eigi
síst frjálsræði smáþjóðanna.
Danir vildu sem aðrir njóta góðs
af kenningum þessum og reyna að fá
aftur í skjóli þeirra þann hluta Suð-
ur-Jótlands, sem ranglega hafði ver-
ið tekinn af þeim. En þeir sáu sem
var, að aðstaða þeirra til þess var
örðug, nema því aðeins, að þeir hefði
áður náð samkomulagi við íslendinga
um sjálfstæðiskröfur þeirra.
Varð þetta, ásamt meðfæddri
sanngirni hinnar dönsku þjóðar, til
þess, að dönsk stjórnvöld.urðu þess
hvetjandi snemma árs 1918, að
samningar væri teknir upp milli
landanna.
Að sjálfsögðu stóð eigi á íslending-
um til þeirrar samningagerðar. Til-
nefndi hvor aðili 4 menn. Af íslend-
inga hálfu voru nefndir til: Jóhann-
es bæjarfógeti Jóhannesson, einn
samningamanna frá 1908 og í hópi
-Grein Bjarna
reyndustu og færustu þingmanna,
Bjarni háskólakennari Jónsson frá
Vogi, einn hinna skeleggustu bar-
áttumanna fyrir sjálfstæði landsins,
Einar prófessor Arnórsson, sá, er af
síðari tíma mönnum hafði glegst gert
grein fyrir rjetti landsins. Og loks
Þorsteinn M. síðar bóksali Jónsson,
er þá var ungur en atkvæðamikill
þingmaður. Af hálfu Dana yoru
nefndir til mikilsvirtir stjórnmála-
menn þar í láfndi.
Samningarnir fóru fram í Reykja-
vík og eru tillögur nefndarinnar und-
irritaðar 18. júlí 1918 af nefndar-
mönnum og ráðuneyti Islands, en í
því voru: Jón forsætisráðherra
Magnússon, Sigurður Eggerz og
Sigurður Jónsson.
Alþingi samþykti sambandslögin
síðan um haustið 1918. Guldu allir
þingmenn þeim jáyrði nema þeir
Benedikt Sveinsson og Magnús
Torfason, sem veittu þeim harða
mótspyrnu, vegna þess að þau færi
of langt í rjettindaveislum til Dana.
Þvínæst voru þau lögð undir þjóð-
aratkvæði og öðluðust samþykki yf-
irgnæfandi meiri hluta kjósenda. I
Danmörku voru þau einnig samþykt
á lögformlegan hátt með mótspyrnu
íhaldsmanna einna þar í landi. Hlutu
þau loks staðfestingu konungs og
gengu í gildi 1. desember 1918,
Þýðing sambandslaganna fyrir ís-
land var einkum sú, að þá viður-
kendu Danir, að ísland væri frjálst
og fullvalda ríki. Þeir játuðu, að ís-
land væri eigi lengur óaðskiljanleg-
ur hluti Danaveldis. Landið varð í
framkvæmd laust úr ríkisheild Ðan-
merkur, svo sem það hafði að rjett-
um lögum ætíð verið.
Hinu verður ekki neitað, að full-
veldisviðurkenningin var dýru verði
keypt. Þrátt fyrir orðanna hljóðan
var frelsið frékar í orði en á borði.
Islendingar urðu að viðurkenna
skifti danskra stjórnvalda af mál-
efnum íslands og yfirráð þeirra um
þau, slík, er þeir aldrei áður höfðu
undir gengist, heldur þvert á móti
andmælt, er ástæða gafst til.
En íslendingar gengust undir
samninga um sameiginlegan konung,
skilorðsbundna meðferð Dana á ut-
anríkismálum íslands, jafnrjetti
þegnanna, dómsvald hins danska
hæstarjettar í íslenskum málum og
Benediktssonar
danska landhelgisgæslu við ísland,
af því einu, að þeir áttu samkvæmt
ákv-æðum sambandslaganna sjálfra
rjett á að segja þessari forsjá Dana
upp, ýmist þegar í stað eða að 25 ár-
um liðnum.
Þegar á fyrsta ári eftir gildistöku
sambandslaganna, þ. e. 1919, stofn-
uðu íslendingar sinn eigin hæsta-
rjett. Þeir tóku og skjóljega land-
helgisgæsluna að nokkru leyti í sín-
ar hendur. Og meðferð utanríkis-
mála færðist meira og meira til ís-
lenskra stjórnvalda, þrátt fyrir á-
kvæði sambandslaganna.
Þá var því og þegar lýst á Alþingi
1928 fyrir forgöngu Sigurðar Egg-
erz, að uppsagnarákvæða sambands-
laganna myndi neytt svo fljótt sem
heimilt væri. Hið sama kom enn
skýrar fram á Alþingi 1937. Um hug
íslendinga var því eigi að villast.
Ít
Atburðirnir urðu þó Islendingum
skjótariv Aður en landsmenn
fengi neytt uppsagnarákvæða sam-
bandslaganna, þá nam lífið sjálft
þau raunverulega úr gildi.
A einni nóttu vorið 1940 varð Al-
þingi að taka handhöfn konungs-
valds, meðferð utanríkismála og
landhelgisgæslu að öllu inn í land-
ið, þar sem Danmörk var hernumin,
samgönguleiðir milli landanna rofn-
uðu og konungi og dönskum stjórn-
völdum varð ómögulegt að gegna
skyldum sínum gagnvart Islending-
um.
Með þessu kom enn á daginn, að
konungdæmið og forsjá danskra
stjórnvalda í íslenskum málum
hvarf, þegar mest á reið. Þegar ætla
hefði mátt, að íslendingar þyrfti
helst á annara forsjá að halda, þá
urðu þeir alt að eiga undir sjálfum
sjer og nutu einskis frá þeim, sem
þröngvað höfðu þeim til forsjár
sinnar.
Enn var þó beðið um sinn með að
nema sambandslogin formlega úr
gildi og stofna lýðveldi, svo sem allir
yissu að verða mundi, er sambands-
lögin væri úr sögunni. Alþingi lýsti
hinsvegar í maí 1941 einhuga yfir
rjetti landsmanna til þessara ráð-
stafana, og bjó, með skipun ríkis-
stjóra, tryggilegar en áður um hand-
höfn konungsvalds.
Skömmu síðar fengust í her-
verndarsamningunum við Bandarík-
in ótvíræðar’viðurkenningar Banda-
ríkjamanna og Breta á algeru frelsi
og fullveldi landsins. í þessu fólst að
sjálfsögðu, að Islendingar rjeði ein-
'r stjórnskipun sinni, og sjálf var
þessi samningagerð ótvírætt . vitni
um, að sambandslögin væri í fram-
kvæmd fallin úr gildi.
Bandaríkin .fengu því raunar einu
ári síðar áorkað, að formlegúm sam-
bandsslitum og stofnun lýðveldis var
frestað fram yfir árslok 1943. Ve-
fengdu þeir þó að sjálfsögðu aldrei
rjett Islendinga til þessara athafna
þegar á áririu 1942 og hjetu fyrir-
fram hinu íslenska lýðveldi fullri
viðurkenningu sinni, ef að óskum
þeirra væri farið.
Haustið 1942 voru síðan sett
stjórnskipunarlög um það, með
hverjum hætti stofnun lýðveldis
skyldi fram fara. Var með því sjeð
fyrir, að óskyldum málum væri eigi
blandað inn í sjálfstæðismálið og
eðli málsins samkvæmt ákveðið, að
þjóðin sjálf skyldi hafa endanlegt á-
kvörðunarvald um, hvort hún vildi
stofna lýðveldi eða eigi.
Vorið 1943 lagði milliþinganefnd
í stjórnarskrármálinu fram frv. að
stjórnarskrá lýðveldisins íslands og
till. um afnám sambandslaganna frá
1918. Allur almenningur taldi sjálf-
sagt að afgreiða málið í meginatrið-
um með þeim hætti, er stjórnarskrár-
nefndin lagði til. Alþingi -^arð og eft-
ir nokkurt þóf sammála um þá með-
ferð málsins.
I samræmi við ákvarðanir þings-
ings fór síðan fram þjóðaratkvæða-
greiðsla um sambandsslit og stofnun
lýðveldis. Lauk þeirri atkvæða-
greiðslu að kvöldi hins 23. maí 1944.
Þátttaka í henni varð meiri en dæmi
ery til í öðrum lýðfrjálsum löndum
og reyndust mótatkvæði sára fá. Nær
allir kjósendur lýstu sig fylgjandi
sambandsslitum við Danmörku og
stofnun lýðveldis á íslandi. Svo sem
vitað var af fyrri yfirlýsingum lýstu
helstu stórveldi bandamanna þegar
viðurkenningu sinni á þessum að-
gerðum, og af smærri ríkjum urðu
Norðmenn fyrstir til að viðurkenna
algert frelsi íslands.
Samkvæmt ályktunum Alþingis,
er á ný kom saman til funda 10. júní,
hafa sambandslögin frá 1918 því
verið formlega úr gildi feld og lýð-
veldi verður stofnað á íslandi í dag,
hinn 17. júní 1944.
Samkoman 1. des. 191 8 við Stjórnarráðshúsið,