Morgunblaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 10
10 ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ 17. júní 1944 — Stefna SjáSfstæðlsflnlikslns Frá Landsfundi Sjálfstæðismanna á Þingvöllum 1936. beita kröftum sínum innan leyfi legra takmarka, sjer og sínum til hagsbóta, hyggir þessi stefna fyrst og fremst vonirnar 'im framhaldandi umbætur á lífs- kjörum þjóðarinnar“. Þannig lýsti hinn vitri foringi Sjálfstæðismanna. Jón Þorláksson. fyrir 15 árum sjálfstæðistefnunni, Honum var Ijóst. að sem víðtækast frelsi einstaklingsins tiL ]>ess „inn- au leyfilegra takmarka“ að afla líísins gæða „sjer og sínum tif hagsbóta“, var öruggasta leiðin til þess að bæta einnig lífskjör sem fiestra annarra. Þar er órækur vottur uni sannleiksgildi þessara o “ða Jóns Þorlákssonar, ágæti stefnunnar sjálfrar og pólijískan þroska Islendinga, að þrátt fyrir þá staðreynd, að aldrei hafa jafn margar og voldugar öldur erlends u nróts borist að ströndum Islands og riðið yfir þessa lífsskoðun, sem á þeim 15 árum, sem liðin eru f i á því að Jón Þorláksson mælti þou, þá aðhyllast þó fleiri íslend- iygar þessa stjórnmálastefnu í dag e > nokkru sinni fyr. ÍSLENT JlNfíIAR hafa lengst af verið einstaklega fátæk þjóð. Með fi amsýni. sparsemi og óvenjulegu framtaki brutust margir til bjarg- áína síðustu ára-tugina. Lang- varandi kreppa í atvinnulífinu, sem bófst um 1930, hafði bó lainað þróttinn svo að ný.ju, að öjög var »,C mörgum dregið þegar heims- styrjöldin skall á. Ifjer er þess ekki kostUr að rekja áhrif ófrið- arins á íslenskt þjóðlíf. Það eitt skal sagt, að ]>es.s var ekki að vænta að við rötúðum skemstu leið m út úr því völundarhúsi er við vor- um fluttir í, nje gerðuln oss í tæka i'> rjetta grein fyrir því er fram fór, eða afléiðingum hvers spors sem stígið hefir verið. Iíitt var að vomim, að gullæðið gripi iim sig þegar peningaflóðið streymdi yfir þessa fjevana þjóð. En nú er að greiða úr því sem orðið er, og freista þess að komast vf'ir tor- færurnar. Má engin ætla að það verði auðleikið, en ekki sæmir að gefast upp’ þótt leiðin sje áfætis. Bjálfsagt er þáð nauðsynlegt að Islendingar geri sjer sem fyrst grein fyrir því, að það mun reyn- ast þjóðinni örðugt að taka upp fvrri lifnaðarhætti, enda æskilegt að hún þurfti þess ekki, jafn skarðr an hlut sem margur hefir frá borði bo-rið. Hitt er víst, að án mikilla tilþrifa er lítils góðs að vænta. 011- um er nú að verða ljóst að þegar í stað er ófriðnum ljettir mun fá- breytt útflutningsvara Islendinga hríðfalla t verði. Undir þann leka verður að setja, og það strax. •—• Sveltur sitjandi kráka. •— Við verð- um tafarlaust að leita nýrra úr- ræöa til sjálfbjargar. Við vitum að íslenska moldin er" frjó-, fiski- miðin rík, afl eflunnar og fossins ótæmandi og margvísleg auðsgfi fólgin í iðrum jarðar. Islendingum á því að vera líf't, og það vel á þessu landi. En á því ríður, að okkur skiljist að sjerhver þjóð verður að lifa i samræmi við eðli sitt éf henni á vel að farnast. Það boðorö er hægt að brjóta. En lög- málinu verðitr ekki hreytt. I langri baráttu íslendinga við óblíða nátt- úru, alt frá landnámstíð og fram á þennan dag, hefir einstak-lings- hyggja þjóðarinnar þroskast, löng- nn og þörf íslendinga til athafna- frelsis á sem flestum : sviðum styrkst. Aflgjafi þeirrar baráttu hefir lengst af verið vitund þess að uppskeran - f.iell einstaklingn- um og skylduliðt bans. Með þeirri staðreynd verður þ.jóðin að reikna, og á henni að byggja atyinnu- löggjöf síná svo sem frekast er auðið, Ella mun ]>að sannast að þótt lindirnar sjeu margar og ríkar, þá m.un þó fengurinn seint sæk.jast ef athafnaþrá Islendingsins er lögð í viðjar óteljandi hafta og banna, og sjálfbjargarviðleitnin drepin með því að ræna harðsóttri björg jafn- skjótt setn hún er færð í búið. Islendingar komast aldrei klakk- laust út úr þeim vatida. sern fram- undan er, nerna nndir handleiðslu öfgaþtusrar í't'jálslymlra r untbóta- stefnu, sem miðar við hagsmurti allra st.jetta. Menn verða. að hætta að öfundast yfir <>g ýfast gegn bættuin efnahag eihstaklingsins. Bætt f.járhagsafkoma er fátækri þjóð mikið hagsmunamál og gleði- efni. Aðalatriðið er að afla auðs- ins. Hann dreifist óðar og kemur öllum að góðu, ef ekki í dag, þá á morgun. Og með hófsömum ráð- um og hyggilegum, er vel auðið, án þess að drepa sjálfbjargarvið- leitnina, að tryggja það nð skorti verði bægt frá hvers manns dyrunt. Með því, og því einu móti, er hægt að ná því marki, - sem allir sæk.j- ast eftir, að sjá öllum þeim þegn- um þjóðfjelagsins borgið, sem sjálf- ir vilja. legg’ja sitt áf mörkum í éfnahagsbaráttunni eftir því sem getan leyfir. _ Það er þetta sem Sjálfstæðis- menti skil.ia. Á forystu, auknu fylgi bg sem fylstum ráðum þeirrar stefnu veltiir framtíð Islendinga. Það var víst hinn merki hreski stjórnmálamaður, Disraeli, sem sagði: I stjórnmálum er það ]>rcntit. sem alt veltur á: 1 fyrsta lagi er það: heilbrigð skynsemi. I öðru lagi er það: heilbrigð skynsemi. í þriðjalagi er það: heilbrigð skyu- semi. < Þetta þurfa Islendingar að gera sjer ljóst. Það eru ekki öfgarnar eða fagurgalinn sent vtsa leiðina. •Ihugun, róleg dómgreind, — heif- brigð skynsemi — mun sannfæra þjóðina um að reynist hún sjálfri sjer trú, vilji hún lifa í samræmi við eölishneigð íslendingsin.s t.il at hafnafrelsis mun henni vel farna.st. Áreiðanlega höfum Adð Islend- ingar almennt gert okkur mjög ó- fullkomna grein fyrir því í hve rík- um mæli gæfan hefir krýnt okkur einmitt nú seinustu árin. Okkur ltefir eigi aðeins að mestii verið hlíft við þeim ómælanlegu hörm- ungiim sem þjakað hafa svo allt of marga aðra, heldur höfum’ við nú öðlast stjórnskipulegt frelsi og auk þess svo bættán efnahag, að í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar eru nú fyrir hendi aðstæður til að tryggja öllum lífvænlega afkomu um langa framtíð. Sjaldan hefir nokkurri þjóð ver- ið fengið í hendui’ lilutfallslega jafn mikil fríðindi á jafn skömnium tíma. Aldrei fyr höfum við Islend- iiigar búið við slíka gæfu. Aldrei hefir á herðar okkar verið lögð ríkari skylda um ábyrga hegðun en einmitt nú. Iívernig ætlum við Islendingar að bregðast við þessunt gæðiim og þeit'i'i skyldu sem þeim fylgir? > Viö svörum þeirri spurningu á Hæstu mánuöum og áruan. Það vélt- ui' á því svat'i hvort við verðunl taldit' verstu ógæfumenn eða kyn- slóðiii sem bar gæfii til að gætá sín gegn ofmet'naði velsældarinnar, .gerði skyldu sína og tryggði meö því frelsi þjóðarinnar itttt ókomnar aldir. Ölafur Thors. HANNES HAFSTEIN Á ÞINGI. HANNES HAFSTEIN, 1861—1923, Myndin tekin af honum við þingsetningu 1915.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.