Morgunblaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 7
ÞJOÐHATIÐARBLAÐ 17. júní 1944 7 . Uppkastið 8 og ringulreið Miklu var því náð með stofnun ráðherraembættis hjer .á landi. En mikið var enn ófengið. Stjórnarskrárbreytingin hlaut að vísu nær einróma samþykki á Al- þingi 1903, en með þjóðipni var haf- inn ákafur andróður gegn henni. Fyrir þeim andróðri stóðu í fyrstu Jón yfirdómari Jensson, bróðurson- ur Jóns forseta Sigurðssonar, . og Einar skáld Benediktsson sýslu- manns Sveinssonar. Þessir arftakar hinna fremstu forvígismanna sjálf- stæðisbaráttunnar töldu, að með samþykt stjórnskipulaganna frá 1903 væri um of slegið af fornum og rjettum frelsiskröfum þjóðarinnar. Var þá stofnaður Landvarnarflokk- ur til að standa vörð um þessar kröf- ur og fylgja þeim fram til sigurs. Fylti þann flokk fjöldi ungra manna, ekki síst stúdentar bæði í Reykja- vík og Kaupmannahöfn. Gagnrýni þeirra á stjórnskipulög- unum frá 1903 beindist einkum að því, að danska ríkisstjórnin hafði smeygt þar inn því ákvæði, að ráð- herra skyldi bera lög og mikilvæg- ar stjórnarráðstafanir upp fyrir kon- ungi í ríkisráði. Með þessu sögðu þeir, að viðurkent væri, að ísland til- heyrði ríkisheildinni dönsku, dönsk- um ráðherrum skapaðir möguleikar til skifta af íslenskum málum og við búið væri, að ráðherra íslands yrði að láta af stjórn samtímis embættis- bræðrum sínum 1 Danmörku. Raunin $arð önnur um hið síðast- talda, því að seta ráðherra varð í framkvæmd háð vilja Alþingis, en alls eigi ríkisþingsins danska. Og af- skifti, danskra ráðherra munu, þrátt fyrir uppburð mála í ríkisráði, hafa horfið um þau 'mál, er á engan veg varðaði sambandið við Dani, En megin-efni gagnrýninnar var rjett- mætt. Islandi var eftir sem áður stjórn- að sem hluta dönsku ríkisheildar- innar. Danskur fáni blakti á íslandi. Danir ákváðu myntina. Hæstirjett- ur Dana hafði æðsta dómsvald í ís- lenskum málum. Dönsk varðskip önnuðust landhelgisgæsluna, enda voru hervarnir í þeirra höndum. Danir höfðu utanríkismál íslands að öllu leyti í sínum höndum. íslenskur ríkisborgararjettur var eigi viður- kendur, heldur einungis danskur, og höfðu Danir því sama rjett á íslandi sem Islendingar. Með öðrum orðum. Valdboðið gamla um, að ísland væri óaðskilj- anlegur hluti Danaveldis, gilti enn. íslendingar höfðu 1871 látið sjer nægja að mótmæla þessu. í barátt- unni síðan höfðu þeir reynt að snið- ganga það og 1903 þó gengið helst til langt um viðurkenning rangs- leitninnar. Nú var hafin bein bar- átta gegn þessu tákni ofbeldisins. ★ 9 Árið 1905 náðu Norðmenn fullu frelsi. Þess þarf eigi að geta, að þeir nutu þá óskiftrar samúðar íslendinga. En frelsistaka þeirra varð íslending- um enn stóraukin hvöt í sjálfstæð- isbaráttunni. Efldist um þessar mundir mjög hreyfing til að fá sjerstakan íslensk- an* fána, er hafist hafði síðari hluta 19. aldar. Samtök voru mynduð og - Grein Bjarna Benediktssonar SKULI THORODDSEN sýslumaður (1859—1916. Snerist einn nefndarmanna önd- verður gegn Uppkastinu“ 1908. BJÖRN JÓNSSON ritstjóri (1847—1912). 1909 íóku Sjálfstæðismenn við völd- um, og varð Björn Jónsson ráðherra fundir haldnir til að knýja fram auk- ið sjálfstæði. Islenskir alþingismenn fóru árið 1906 í boði ríkisþingsmanna til Dan- merkur. Mun þá mjög hafa verið rætt um samband landanna. Ári síð- ar, þ. e. 1907, kom Friðrik konung- ur VIII. í heimsókn til landsins. Hann var íslendingum góðviljaður og er hann á Kolviðarhóli talaði um Danmörk og Island, kallaði hann þau „bæði ríkin“. Þótti Dönum þá nóg um og reyndu að þagga niður ummæli konungs, en íslendingar mátu þau þeim mun meira. I framhaldi af öllu þessu var 1907 skipuð nefnd til að semja um sam- band landanna. Voru í henni full- trúar Alþingis og ríkisþings. Hinir síðartöldu þó mun fleiri. Ávöxturinn af starfi nefndar þess- arar var uppkastið frá 1908. Sam- kvæmt því átti ríkisheildin enn að vera ein undir stjórn Danakonungs. Sameiginlegt konungaæmi, utanrík- ismál og hervarnir áttu að vera með öllu óuppsegjanlegt og að öllu í höndum Dana, nema samþykki beggja landa kæmi til. Önnur hinna sameiginlegu mála voru að vísu upp- segjanleg eftir 37 ár, en þangað til áttu Danir einir með þau að fara, nema samkomulag yrði um annað. . ★ Um þetta uppkast urðu allir nefndarmenn sammála nema einn. Meiri hluti íslensku nefndarmann- anna leit svo á, að í frumvarpinu væri fólgin mikil bót frá því, sem verið hefði. Sagði, að það trygði Islandi fult einræði inn á við og lagalegt jafnræði við Danmörku út á við, á betra væri ekki völ, og bæri þess vegna að taka því. Einungis einn nefndarmanna, Skúli fyrrum sýslumaður Thoroddsen, snerist öndverður gegn uppkastinu. Hafði hann um það samráð við stú- denta og unga, islenska mentamenn í Kaupmannahöfn^enda fylgdu flest- ir þeirra honum fast í andstöðu við frumvarpið. Hjer á landi snerist meginþorri Landvarnarmanna og blað flokksins, Ingólfur, þegar í stað á móti frumvarpinu, og von bráðar ' einnig ritstjórar elstu blaðanna, ísafoldar og Þjóðólfs. Sundraðist nú mjög hin fyrri flokka- skipan og var háð einhver harðasta kosningahríð, er um getur á íslandi. Úrslitin urðu þau, að andstæðingar uppkastsins xmnu mikinn sigur. Kosningarnar 1908 báru sjálfstæð- ishug islensku þjóðarinnar glæsilegt vitni. Að uppkastinu stóð hinn fyrsti innlendi ráðherra, sem stjórnað hafði með slíkum skörungsskap, að vandfundin eru þau ár, sem meira hafi verið um nytsamlega löggjöf eða þarflegar framkvæmdir. í liði með honum voru nær allir forystu- SIGURÐUR EGGERZ bæjarfógeti. „Hinn eini íslenski ráðherra, sem lát- ið hefir af völdum, fyrir að flytja málstað lands síns gegn erlendu valdi. menn úr hans eigin flokki og mestir þingskörungar m liði andstæðing- anna. Þrátt fyrir þetta urðu þeir uppkastsmenn í algerum minni hluta með þjóðinni og jafnvel á Alþingi, þótt ráðherrann hefði tilnefnt kon- ungkjörnu þingmennina alla úr hópi fylgismanna sinna. Þjóðin sýndi svo skýrt, að eigi varð um vilst, að hún vildi eigi una því, að íslendingar undirgengist með frjálsu samþykki, að land þeirra væri hluti af rikis- heildinni dönsku. Er á þing kom 1909 tóku Sjálf- stæðismenn, en svo nefndu andstæð- ingar uppkastsins sig nú, við völd- um, og varð Björn Jónsson ráðherra þeirra. Breyttu þeir uppkastinu svo, að ísland skyldi verða frjálst og fullvalda ríki. Óuppsegjanlega skyldi þó semja um konungssambandið og borðfje konungs. Öllum öðrum sam- bandsmálum mátti segja upp að 25 árum liðnum, og voru þessi sam- flokka bandsmál færri en skv. upphaflega frumvarpinu. Svo sem við mátti búast vildu Dan- ir eigi samþykkja frv. svo breytt,. og varð eigi úr samningsgerð í bráð. Voru þó einhverjar tilraunir í þh átt gerðar á næstu árum, er Sjálf- stæðismenn höfðu beðið ósigur við kosningar 1911, én þær umleitanir leiddu eigi til neins og voru síður en s\-o heillavænlegar. ★ Sigurvegarar kosninganna 1908 höfðu frekar unnið sigur sinn vegna andstöðu við uppkastið heldur en samþykkis um úrræði að öðru leyti. Lið þeirra var því ærið ósamstætt og sundraðist mjög á þingi 1911. . Þá varð þó að ráði að gera tilraun til að fá stjórnarskránni frá 1874 og stjórnskipulögunum frá 1903 breytt í skaplegra horf. Lýsti neðri deild af því tilefni yfir með skýrskotun til samþyktar Alþingis 1871 um það efni, að stöðulðgin gæti ekki talist skuldbindandi fyrir Island. Kom í þeirri yfirlýsingu glögglega fram skilningur á, að í stöðulögunum fólst það valdrán, sem hnekkja varð, ef frelsi þjóðarinnar átti að vera borgið. Á næstu árum var mikil ringul- reið í flokkaskipun og gekk mjög í þófi um samþykt stjórnarskrárinn- ar. Kom samt svo að lokum, að Al- • þingi 1914 samþykti til fulls af sinni hálfu nýtt stjórnskipunarlagafrum- varp. Úr því var feldur ríkisráðs- fleygurinn frá 1903, en í þess stað mælt svo fyrir, að lög og mikilvæg- ar stjórnarráðstafanir skyldi bera upp fyrir konungi, þar sem hann á- kvæði. LTm þetta varð nú ágreiningur, sem konungur hafði boðað í úrskurði þegar á árinu 1913. Konungur leit svo á, í samræmi við danskan hugs- unarhátt, að málin yrði eftir sem áð- ur að bera upp í ríkisráði Danmerk- ur, svo að dönsku ráðherrarnir gæti fylgst með því, að eigi væri á rjett Danmerkur gengið. Neitaði hann, að þessari ákvörðun sinni yrði nokkru sinni breytt, nema samþykki bæði danskra og íslenskra stjórnvalda kæmi til. íslendingar töldu aftur á móti, að það væri algert sjermál sitt, hvar málin væri borin upp, og þótt þeir gæti unað því enn um sinn, að kon- ungur ákvæði, að með þau væri far- ið í ríkisráði Danmerkur, þá hlyti þeirri ákvörðun að verða breytt skv. tiílögum Islandsráðherra eins, án þess að dönsk stjórnvöld hefði nokkra heimild til að blanda sjer í það mál. Sigurður Eggerz tók við ráðherra- dómi 1914 og kom það því í hans hlut að fá staðfestingu konungs á stjórnskipulögunum. Gekk eigi sam- an með þeim. Sigurður hjelt málstað íslendinga fast fram, en konungur var allur á bandi Dana og synjaði staðfestingar með þeim skilmálum, er Alþingi hafði ætlast til. Sagði Sig- urður Eggerz þá af sjer ráðherra- dómi, og er hinn eini íslenskra ráð- herra, sem látið hefir af völdum fyrir að flytja málstað lands síns gegn erlendu valdi. Ári siðar var stjórnarskráin samt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.