Morgunblaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 5
ÞJOÐHATIÐARBLAÐ 17. júní 1944 5 Þjóðfundurinn og stöðulögin salaði konungur sjer einveldi 1848. Var þá kallaA saman stjórnlagaþing eða þjóðfundúr í Danmörku, sem með samþykki konungs setti Dönum grundvallarlög 1849. Islendingar, undir forystu Jóns Sigurðssonar, töldu, að á sama hátt og danska þjóðin tók við valdi kon- ungs í Danmörku, ætti íslenska þjóð- in að taka við valdi hans hjer á landi. Fóru þeir þess því á leit, að á Islandi yrði kvaddur saman þjóð- fundur með sama valdi í málum ís- lands og stjórnlagaþingið danska í málum Danmerkur. Friðrik konungur VII. gaf og fyr- irheit í þessa átt með brjefi sínu frá 23. sept. 1848. Er það að vísu óá- kveðnara en skyldi, en þó gefur kon- ungur þar ótvírætt loforð um, að staða íslands í ríkinu skuli eigi til fulls ákveðin fyrr en íslendingar hafi látið uppi vilja sinn um það á fundi, sem boða skuli í því skyni. Þjóðfundurinn 1851 var síðan kvaddur saman til að fullnægja þessu loforði konungs. Danii' áttu þá í vök að verjast um yfirráð í Slfes- vík og Holsetalandi og hafa því e.t.v. verið enn harðskeyttari við íslend- inga en ella. Enda buðu þeir íslendingum eng- ! in kostakjör, því að staða íslands I átti að verða svipuð hjeruðum í Dan- ' mörku og vald Alþingis hið sama og æðri sveitarstjórna þar í landi. Áður j en fundarmenii fengu á formlegan hátt látið uppi skoðanir sínar á þess- í um ókjörum, hleypti konungsfull- ! trúi fundinum upp í skjóli herliðs, er hingað hafði verið sent til að sjá j um, að röð og regla hjeldist í „bí- j landinu“. Jón Sigurðsson og meginþorri i fundarmanna mótmæltu í nafni kon- | ungs og þjóðarinnar þessum* aðför- | um. En þótt vænta hefði mátt, að konungur hefði ætlast til annara efnda á heitorði sínu frá 23. sept. 1848 en þessum, þá sinti hann mót- mælum Íslendinga að engu. í stað þess voru helstu fylgismenn Jóns Sigurðssonar í hópi embættismanna sviftir embættum og danska stjórn- in sá um, að Jón Sigurðsson fekk aldrei lífvænlega stöðu í föðurlandi sínu. ★ 1 A næstu árum hnigu kröfur i landsmanna mjög í þá átt, að heimta þjóðfund eða fulifcmið stjórnlaga- þing haldið í landinu. Þeir töldu, að þar sem konungur hefði afsalað sjer J. D. TRAMPE greifi, konungsfulltrúi á Þjóðfundinum 1851 - Grein Bjarna Benediktssonar einveldi sínu, yrði að kalla slíkan fund saman hjer á landi. Því að Is- lendingar hefði að vísu áður fyrr fengið konungi vald yfir málefnum landsins en dönsku þjóðinni aldrei. Afskifti ríkisþingsins danska og ráð- herra, sem bæri ábyrgð gagnvart því, væri þessvegna alger lögleysa. Þess þarf naumast aó geta, að enn var *þaö Jón Sigurðsson, sem best gerði grein fyrir kröfum landa sinna og fastast fylgdi þeim fram. En hins er skylt að minnast, að þýski pró- fessorinn Konráð Maurer studdi með skrifum sínum mjög hinn sögulega rjett íslensku þjóðarinnar. En framkvamdin varð sú, eftir að konungur afsalaði kjer einveldi, að dönsk stjórnvöld, ríkisdagur og stjórn, fóru með íslensk mál svo sem þeim leist, og hið ráðgefandi Alþingi fekk sömu stöðu gegn þessum full- trúum dönsku þjóðarinnar, sem það hafði áður haft gegn konungi- Auk- ið frelsi dönsku þjóðarinnar í henn- ar eigin landi varð því til þess að fá henni yfirráð í íslenskum málum, er hún hafði aldrei haft áðux'. Að sjálfsögðu var húgur Dana í garð Islendinga ærið ólíkur. Ætla má, að fáir þeirra hafi 'óskað þess, að íslendingar væri beittir kúgun. En um þessar mundir var þeim mjög í mun að halda yfirráðum Danmerk- ur í Sljesvík og Holsetalandi og áttu í höggi við Þjóðverja um þau. Með- an svo stóð mun ráðandi mönnum dönskum eigi hafa þótt fært að slaka á böndum þeim, er Islendingar voi’u reyrðir í, því að það kynni að verða Þjóðverjasinnum suður þar til hvatningar í baráttu sinni. Deilunni um her.togadæmin lykt- aði 1864 með algerum ósigri Dana. Síðar hefir það vitnast, að þá voru uppi bollaleggingar um það að af- henda ísland Þjóðverjum til þess að kaupa Dönum hagkvæmari skilmála. Af þessu varð.þó ekki, og á næstu árum gerðu danskir stjórnmála- menn nokkrar tilraunir til að kom- ast að samkomulagi við Islendinga um takmarhaða sjálfstjórn þeim til handa. Eigi gekk þó saman, þar eð Alþingi vildi eigi failast á skilmála þá, sem boðnir voru, en tillögur þess voru að engu hafðar. Var og kröf- um landsmanna um sjerstakan þjóð- fund, til. að leiða málið til lykta, hafnað af hinum dönsku stjórn- völdum. * Að lokum fór svo, að ríkisþingið danska og konungur settu, án sam- þykkis Alþingis og án þess að lögin hefði verið borin undir það. árið 1871 lög um hina stjórnarlegu stöðu Is- lands í ríkinu. Segir þar, að Island sje óaðskiljanlegur hluti Danaveld- is með sjerstökum landsrjettindum, og eru hin sjerstaklegu málefni Is- lands síðan talin. Um önnur málefni sín var Islendingum að svo stöddu eigi fenginn neinn afskiftarjettur. Alþingi 1871 mótmælti þvL setn- ingu stöðulaganna og Jýsti yfir, að þau gæti eigi verið bindandi fyrir Island. Þrátt fyrir þessi mótmæli, sem bæði voru lagalega rjett og siðferði- lega óyggjandi, þá var íslandi stjórnað með þeim hætti, er í stöðu- lögunum segir, alt þangað til 1918. Allan þenna tíma*hvíldu yfir.ráð Dana á landinu á einberu valdi, ein- skæru ofbeldi þess, sem meiri mátt- ar er. Sjálfstæðisbarátta landsmanna beindist þessa hálfu öld fyrst og fremst að því að efla sem mest for- ræði Alþingis um þau mál, sem stöðulögin kváðu á um að vera skyldi íslensk sjermál, en síðar í vaxandi mæli að hinu, að fá stöðu- lögunum sjálfum með öllu hnekt. Fyrstu árin nutu íslendingar enn forystu Jóns Sigurðssonar í þessari baráttu, og lifði hann að sitja á tveirn fyrstu löggjafarsamkomum Alþing- is 1875 og 1877. Því að með stjórn- arskránni frá 1874 var Alþingi feng- ið löggjafarvald í hinum sjerstak- legu málefnum íslands. Ætla hefði mátt, að farið væri að vilja Alþingis um þessa stjórnarskrá, sem einungis fjallaði um sjermálin. Svo varð þó eigi, því að konungur vildi hvorki staðfesta frv. Alþingis frá 1871 nje 1873 og enn þá síður verða við þeirri kröfu Alþingis að efna til þjóðfundar um málið í sam- ræmi við hið forna heitorð. I þe;s stað setti konuixgur, með samþykki dönsku stjórnarinnar og að fyrirlagi hennar, árið 1874 stjórnarskrá u:m hin sjerstaklegu málefni íslands. ★ Ur því, sem komið var, kunnu Is- lendingar hinum dönsku stjórnvöid- um þakkir fyrir stjói’narskrána og Ijet Alþingi þær uppi með ávörpum til konungs 1875. Er þar sagt, að best þyki hlýða að reyna stjórnar- skrána rækilega áð.ur en bornar sje upp breytingar við einstök atriði hennar. En þegar í þessum ávörpum er vikið að þeim megingöllum stjórn- ai'skrárinnar, að enn skorti á fylíra fjárforræði og ábyrgð landsstjórn- arinnai’. Sjer í lagi virtist mönnum það ísjárvert, ef Islands-ráðherrann, sem fyrir var mælt um í hinni nýju stjórnarskrá, ætti að víkja úr sessi fyrir það, að hann væri ekki á sömu skoðun um dönsk og Islandi óvið- komandi mál, eins og meirihluti hinna dönsku þjóðfulltrúa, þótt ráð- herrann nyti trausts þjóðarinnar eða fulltrúa hennar á Alþingi. Þessi varð þó í'aunin á. Stjórnar- skbáin var framkvæmd á hinn ó- heppilegasta hátt fyrir ísland. Ráð- herraembættið fyrir ísland þótti svo lítilsvert, að það var fengið sem aukastarf einum dönsku ráðherranna, sem mest átörf hafði fyrir. Stjóim- BENEDIKT SVEINSSON sýsiumaður (1826—1899). Frumkvöðull frelsisbarátuimar ; ustu áratugum 19. atdar. \ t y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.