Morgunblaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ 17. júní 1944 Stjórnarskrárbarátta — Aldaskifti Grein Bjarna Benediktssonar ÍIANNES HAFSTEIN, fyrsti ráðherrann. Landsmenn fengu ijú aðstöðu til að eíla í landinu -andlega og verklega menningu. arstörfum íslands var því lítt sint af þeim, sem hafði úrskurðarvaldið um þau. Raunverulega ábyrgð fyrir Al- þingi bar hann enga, enda sat hann í ríkisráðinu danska, og seta hans við ‘völd fór algerlega eftir ástæðum, Islandi óviðkomandi. Ráðherrann Ijet sjer því fátt finn- ast um framfarir Islands. Þaðan var fárra umbótatillagna að vænta. En synjunarvaldi konungs á löggjöf Al- þingis var óspart beitt um þau mál, sem innlendrí stjórn og efnahag landsmanna mátti verða til góðs. Landshöfðinginn vár æðsti valds- maður innanlands. Hafði hann að vísu nokkurt vald, en embætti sitt átti hann undir náð hinna dönsku stjórnarherra og varð að lúta vilja þeirra í öllu því, er verulega skifti máli. Magnús Stephensen gegndi lengst þeirri’ stöðu og var sá þeirra, er lengst mun minst í sögu Islands. Að lokum lýsti hann stöðu sinni svo, að hann hefði verið svo sem lús milli tveggja nagla, annarar Alþingis, en hinnar stjórnarinnar dönsku. Reynsla hans af skiftum við dönsk stjórnvöld kom og fram í leik þeim, er hann gerði að orðum Virgils: „Nescio quid sit, timeo Danaos, et dona ferentes“. Þ. e. að hann óttaðist einnig er Danáar kæmi með gjafir. Danáar og Danir þótti svolíkt, að tilvitnunin varð víðfleyg og fór m. a. utan, og þótti verða til þess, að landshöfð- ingi nyti eigi sömu hylli í Danmörku og hann hafði áður gert. 'k Um 1880 þótti þeim íslendingum, sem árvakrastir voru um frelsi landsins, fullreynt, að stjórnarskrá- in frá 1874 væri eigi til lengdar við unandi,'svo sem Alþingi hafði og þegar ráð fyrir gert 1874. Hófst þá barátta fyrir nýrri stjórnarskrá, sem veita skyldi landinu meira sjálfstæði en það naut áður. Benedikt Sveinsson sýslumaður 'var frumkvöðull þessarar frelsisbar- áttu alt til andláts síns 1899 og fór Alþingi lengst af að hans ráðum meðan hann lifði, þótt á ýmsu ylti um fult samkomulag allra þing- manna í málinu. Var málið fyrst tek- ið upp skv. tillögu hans 1881 og kom síðan fyrir hvert þing í einu éða öðru formi alt fram á árið 1903. Hugmynd Benedikts Sveinssonar og fylgismanna hans var sú að fá setta nýja stjórnarskrá um hin sjer- staklegu málefni Islands. Skyldi þar MAGNÚS STEPHENSEN Gegndi lengst landshöfðingja- embættinu (1886—1904). hvergi beinlínis vitnað til stöðulag- anna, þótt hin sjerstöku mál væri hin sömu og í stöðulögunum voru talin. Stjórn hinna sjerstöku mála skyldi svo fyrir komið, að á Islandi væri landsstjóri, er konungur skip- aði og yfirleitt færi með vald kon- ungs í þessum málum. En landsstjór- inn átti að hafa ráðgjafa sjer við hlið, sem framkvæmdi vald- hans og bæri ábyrgð gagnvart Alþingi. Ef tillögur þessar hefði náð fram að ganga, þá mundi sjálfstjórn Islendinga í hin- um sjerstöku málum mjög hafa auk- ist, og að vissu leyti verið farið í kringum gildi stöðulaganna hjer á landi. Á þessum árum fór lengst af með völd í Danmörku óþingleg stjórn, skipuð af konungi þvert ofan í vilja þjóðarinnar. Var því trauðlega við því að búast, að Islendingum væri mikil sanngirni sýnd, úr því að ósk- ir dönsku þjóðarinnar sjálfrar um hennar eigin mál voru virtar að vettugi. í þau tvö skifti, sem Alþingi samþykti til fulls frumvörp í fram- angreinda átt, þ. e. 1886 og 1894, var þeim því synjað staðfestingar. Ann- arsvegar vegna þess, að þau þóttu ætla Islandi meiri sjálfstjórn en sam- rímanlegt væri „stöðu íslands að lög- um sem óaðskiljanlegs hluta Dana- veldis“. Hinsvegar vegna þess, að konungur vildi ekki rjetta „hjálpar- hönd til þess að glæða eða efia“ þá „röngu skoðun“, að stöðulögin væri eigi bindandi fyrir Island. ★ Það þurfti mikla þrautseigju til þess á árunum eftir 1880 að fylgja stjórnbótamálinu staðfasílega eftir. Hallæri var löngum í landi og fólk- ið flýði unrrvörpum í aðra heims- álfu. Einræðisstjórnin danska veitti alger afsvör við frelsiskröfum lands- manna, og m*rgir hinna að öðru leyti fremstu Islendinga drógu mjög. kjark úr mcnnum um að vera að klifa á stjórnarskrármálinu. Töldu, að á öllu öðru riði fremur en breyttu stjórnskíþulagi, og gleymdu því þá, að freisið er undirstaða allra annara framfara. Úrtöluliðið var að vonurn einkum fjölment meðal hinna konungkjörnu þingmanna, og fengu þeir stundum grandað málinu innan þings, og fyr- ir kom, að aðrir fleyguðu það einn- ig. En forystan var örugg, svo að merkið var eigi látið niður falla, þótt seint sæktist. LTm 1895 var þó svo kcmið, að ýmsir voru orðnir langþrcyttir. á baráttunni og töldu, að eigi mætti lengur við svo búið standa, að ekk- ert fengist vegna þess að of mikils væri krafist. Stóð þá og svo á í Dan- mörku, að heldur hafði verið slak- að til á stjórnartaufhunum, þó að lýðfrelsi væri enn eigi komið á. Varð þetta til þess, að Valtýr há- skólakennari í Kaupmannahöfn Guð- mundsson bar fram tillögur um að brevta til um baráttuaðferð. Hann vildi láta sjer nægja breytingar á stjórnarskránni frá 1874 í þá átt, að settur væri sjerstakur ráðherra fyr- ir ísland, sem að vísu væri búsettur í Kaupmannahöfn, en sækti fundi Alþingis og bæri ábyrgð fyrir því. Skyldi hann. einnig tala og skilja ís- lenska tungu. Hörð barátta varð hjer á landi um þessar tillögur og skiftust menn mjög í flokka um þær. Má segja, að í þeim átökum hefjist flokkaskifting á íslandi. Benedikt sýslumaður Sveinsson og fylgismenn hans töldu um of slakað á kröfum landsmanna í tillögum Valtýs, og náðu þær því ekki meirihluta fylgi á Alþingi fyrr I; en árið 1901 og þá með þeim hætti, að einn andstæðingur þeirra var lagstur í kör og komst því ekki til Alþingis. Á meðan Alþingi sat að fundum árið 1901 barst sú fregn til landsins, að stjórnarskifti hefði orðið í Dan- mörku og við völdum tekið þing- ræðisstjórn, sem ætla mátti að tæki kröfum íslendinga með meiri vin- semd en fyrirrennari hennar. Þrátt fyrir þetta samþyktu Valtýingar þó frumvarp sitt, en jaínframt var sam- ið ávarp þess efnis, að eigi sje fylli- lega viðunandi fyrirkomulag fengið á stjórnarfari landsins fyrr en æðsta stjórn sjermála þess sje búsett í landinu sjálfu. Menn þeir, sem nú voru komnir til valda í Danmörku, voru nokkrir frá stúdentaárum kunnugir sumum ráðamönnum ísleuskum. Var því ís- lendingum hægara um áhrif málstað sínum til góðs en oft áður. Urðu þær lyktir málsins, einkum fyrir atbeina Hannesar Hafsteins, sem síðar varð fyrstur innlendur ráðherra, að danska stjórnin ljet Alþingi heimilt að velja á milli þess, hvort það vildi heldur, að ráðherrann skyldi búsett- ur á Islandi eða í Kaupmannahöfn. Alþingi samþykti síðan á lögform- legan hátt stjórnarskrárbreytingu þá, sem Danir ljetu kost á með bú- setu ráðherra í Reykjavík. Tók hinn nýi ráðherra við völdum á öndvejrðu ári 1904. Var Hannes Hafstein kjör- inn hinn fyrsti ráðherra í samræmi við vilja meirihluta Alþingis. Jafn- framt var landshöfðingjadæmið úr sögunni. Með þessari stjórnarbreytingu urðu aldaskifti í sögu landsins. Skiftum Dana af ,,sjermálum“ landsins var nú að mestu lokið. Landsrnenn fengu nú frjálsræði til að efla í landinu andlega og verk- lega menningu í miklu ríkari mæli en nokkru sinni fyrr. Var og nauð- synleg undirstaða fyrir hendi, þar sem verslunin var óðum að færast úr höndum hinna erlendu selstöðu- kaupmanna til manna, sem hjer vqru búsettir. Fiskiskipafloti landsmanna hafði einnig aukist síðustu áratugi 19. aldar. Og skömmu eftir, að inn- lend stjórn komst á, hefst togara- útgerð frá Islandi. En sú útgerð, á- samt því, að verslunin komst í hend- ur innlendra manna, hefir verið fjárhagslegur grundvöllur allra ann- ara framfara á Islandi síðustu ára- tugina. Hefir þar um sannast, að stjórnfrelsi og ^tvinnufrelsi styðja hvert annað. VALTÝR GUÐMUNDSSON háskólakennari (1860—1928). Með baráttunni um „Valtýskuna“, hófst flokkaskifting á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.