Morgunblaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 3
ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ 17. júní 1944 3 — Jón Sigurðsson forseti SAMBANDSLAGANEFNDIN Í918. Myndin cr tekin í Alþingishússgarðinum. Þessir menn eru á myndinni, talið frá vinstri: Magnús Jónsson, síðar ráðherra, ritari nefndarinnar, Bjarni Jónsson frá Vogi, C. Hage, viðskiftamálaráð- herra, formaður danska hluta nefndarinnar, Fr. Borghjerg ráðherra, Jóhannes Jóhannesson hæjarfógeti, formaður íslcnska hluta nefndarinnar, I. C. Christensen ráðherra, Einar Arnórsson ráðherra, Erik Arup prófessor, Gísli ís- leifsson stjórnarráðsfulltrúi, ritari nefndarinnar, Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri, Þorsteinn Þorsteinsson, hagstofu- .stjóri, ritari ncfndarinnar og danskur aðstoðarmaður. má eigi hafa annað ráðherra- embætti á hendi, og verður að tala og rita ísle^ska tungu. — Hann skal hafa aðsetur í Reykjavík .... 2. gr. Ráðherrann ber ábyrgð á stjórnarathöfninni. Alþingi getur -kært ráðherrann fyrir embættisrekstur hans eftir þeim reglum, er nánar verður skipað fyrir um með lögum. Nú gat ekkert stöðvað frelsissókn Islendinga og var meir en nokkru sinni fyr stuðst við hinar öruggu rannsóknir Jóns Sigurðssonar á sögulegum og lagalegum rjetti ís- lensku þjóðarinnar til fulls sjálf- stæðis og málafylgju hans fyrir hinni þjóðlegu köllun íslendinga. Bera þessu vitni kröfur þær, er settar voru fram 1907 og oftar, málalokin upp úr samningatilraununum 1908 o. s. frv. Og alger þátttaskifti urðu 1918 með Sambandslögunum („Nýja sátlmála"), þar sem fullveldi Islands var óskorað viðurkent af hálfu Dan- merkur og allar stjórnarfram- kvæmdir síðar miðuðust við það. Má þá kalla aftur á komið hið svonefnda „konungssamband“ með Islending- um. 1918, 30. nóvbr. DANSK- ÍSLENSK SAMBANDSLÖG. 1. gr. Danmörk og ísland eru frjáls og fullvalda ríki, í sam- bandi um einn og sama kon- ung og um samning þann, er felst í þessum sambandslög- um. — Nöfn beggja ríkja eru tekin í heiti konungs. 2. gr. .... Konungserfðunum má ekki breyla, nema samþykki beggja ríkja komi til. .... 4. gr. Konungur getur ekki verið þjóðhöfðingi í öðrum löndum án samþykkis ítíkisþings Dan- merkur og Alþingis Islands. 7. gr. Danmörk fer með utanríkis- mál Islands í umboði þess. 18. gr. Eftir árslok 1940 getur Rík- isþing og Alþingi hvort um sig' hvenær sem er krafist, að byrjað verði á samningum um endurskoðun laga þessara. — Nú er nýr samnmgur ekki gerður innan þriggja ára frá því að krafan kom fram, og getur þá Ríkisþingið eða Alþingi hvort um sig samþykt. að samningur sá, er felst í þessum lögum, sje úr gildi feldur. 1920, 18. maí. STJÓRNARSKRÁ KONUNGSRÍKISINS ÍSLANDS. 1. gr. Stjórnskipulagið er þing- bundin konungsstjórn. 2. gr. Löggjafarvaldið er hjá kon- ungi og Alþingi, báðum sam- an, framkvæmdarvaldið hjá konungi og dómsvaldið hjá dómendum. , 6. gr. Konungur vinnur eið að stjórnarskránni, er hann kem- ur til ríkis. 9. gr. Konungur hefir æðsta vald í öllum málefnum ríkisins, með þeim takmörkunum, sem sett- ar eru í stjórnarskrá þessari, og læíur hann ráðherra fram- kvæma það. Ráðuneytið hefir aðsetur í Reykjavík. 10. gr. Konungur er ábyrgðarlaus og friðhelgur. Ráðherrar bera ábyrgð á sljórnarfram- kvæmdum öllum. Ráðherra- ábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært þá fyrir - embættisrekstur þeirra. 12. gr. Lög og mikilvægar stjórnar- ráðstafanir skulu bornar upp fyrir konungi í ríkisráði. Ráð- herrar skipa ríkisráð. Ef Jón Sigurðsson hefði mátt „líta upp úr gröf sinni“ eftir 1918, hefði honum vafalaust þótt sjálfstæðismál íslendinga sæmilega á veg komið, þótt fullnaðarskilnaður í stjórnmálum íslands og Danmerkur væri nú einn eftir, en þó fyrirsjeður. Og á árun- um síðan hafa allar þjóðstofnanir komist inn í landið (sem honum var ekki síður hugleikið): Háskóli, hæstirjettur; viðskifti, verslun og siglingar í höndum landsmanna sjálfra; iðnaður upprennandi með þjóðinni; margskonar framkvæmdir í fullum gangi í hjeruðum, bæði verklegar og menningarlegar o. fl. o. fl. Ollu ráðstafað hjer heima, en sendimönnum fjölgar úti um heim- inn. Sem sje: Lokasporið var aðeins eftir. Og nú er komið á leiðarenda í sögu stjórnmálasambands vors við Noregs- og Danakonunga. Engin yf- irráð af hálfu þeirra, eða þjóða þeirra, eru nú lengur hjer til. Skiln- aðarmenn íslands hafa þar þrætt þá braut, er Jón Sigurðsson ruddi með mestum þrótti og mestum ágætum. Kröfurnar hafa ávalt síðan hans daga verið hinar sömu í eðli sínu, þótt orðalag þeirra væri breytingum háð og þær að öðru leyti lagað sig eftir tímunum. Og nú verður þetta alt að vilja íslensku þjóðarinnar og Alþingis íslendinga, enda þessi skipan efnislega á komin með 4'ram- kvæmd ályktana þingsins frá 1941, og formi málsins nú einnig fullnægt. — Skilnaðurinn er samþyktur af rjettum aðiljum, Alþingi og kjósend- um landsins. Af fullveldi sínu segir þjóðin sig lausa úr konungssambandi. Lýðveldið gengur 1 gildi í dag. Forseti þess verður kjörinn. 1944, 17. júní. STJÓRNAR- SKRÁ LÝÐVELDISINS ÍSLANDS. 1. gr. ísland er lýðveldi með þing- , bundinni stjórn. 2. gr. Alþingí og forseti íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þess- ari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. — Dómendur fara með dóms- valdið. 3. gr. Forseti íslands skal vera þjóð- kjörinn. Eftir ákæðum þessarar fyrstu lýð- veldisstjórnarskrár landsins, fer for- seli með vald það, er áður hafði kon- ungur, í svo að segja öllum atriðum, og hefir áþekka V'öðu gagnvart þjóðinni. Nærri sextíu og fimm ár eru nú liðin frá dám rdægri Jóns Sigurðs- sonar. Það er í rauninni ekki langur tími, en miklir r ” ir hafa síðan gerst um heim allan, og einnig hjer hjá oss, — mestir í því, að stjórn- málastefna hans • hefir verið fram- kvæmd út í æsar. Er slíkt fágætt. En nú myndi hann vissulega segja, að vandinn byrjaði fyrir þjóð hans: Að sýna sig og gera sig í ráðum og dáð frelsinu verðuga Það verður hans kall til vor alíra. — Óskir, lengi aldar í brjóstum Is- lendinga, hafa rætst. Enginn veit, hvað verða muni. A þessum degi lyftir íslenska þjóðin þakklátum huga til Hans, sem öllu stjórnar, með hæn um gifturíka framtíð, um leið og hún blessar minningu Jóns Sig- urðssonar. . ★ Jón Sigurðsson er fæddur 17. júní 1811 að Hrafnseyri í ísafjarðarsýslu, og voru foreldrar hans Sigurður Jónsson, prestur og prófastur, og kona hans Vigdís Jónsdóttir. Hann tók stúdentspróf 1829 og sigldi fáum árum síðar til háskólans í Kaup- mannahöfn og las þar málfræði um hríð. Gaf sig síðan við sögurannsókn- um íslenskum og ritstörfum um vís- indaleg efni og stjórnmál. Hafði stöðu við Safn Árna Magnússonar og við Kgl. norræna fornfræðafjelagið og átti sæti í fornritanefnd þess til dán- ardægurs. Gaf út Ný fjelagsrit, hið fræga þjóðmálatímarit, er hann og fleiri íslendingar í Khöfn stofnuðu, öll útkomuár þess, eða 1841—73. Var skipaður í nokkrar helstu nefndir varðandi Islands mál. Átti sæti á Al- þingi 1845—79 og var forseti þess mörg ár, en átti þá ávalt heima í Khöfn. Hann andaðist 1879, 7. desbr. — Hann var kvæntur Ingi- björgu Einarsdóttur, kaupm. í Rvík Jónssonar, og andaðist hún um sama leyti og hann. Þau hvíla í Reykja- víkurkirkjugarði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.