Morgunblaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ 17. júní 1944 Bj arni Benediktsson: Sjdlfstæðisbardttan í hundrað dr í r t FYRSTI HLEKKURINN í ófrelsisfjötrum íslands brast, J>egar einokunarverslun Dana á landinu var afnumin. Það var árið 1787. Síðan er langur tími liðinn. Bandaríkjamenn Norður- Ameríku komu fastri skipan á ríki sitt og stjórn, eigi fyr en tveimur árum síðar. Og á því sama ári hófst byltingin mikla í Frakklandi. En með þeim atburðum má segja, að þáttaskim verði í mannkvnssögunni. Frá þeim tíma og fram á þenná dag hafa margir atburð- íi:«í og miklir gerst. Ný ríki verið stofnuð. Sum þeirra og enn önnur liðið unair lok. Heimurinn hefir því haft um nóg að hugsa og frelsisbaráttu einnar hinnar minstu þjóð- ar, yst á norðurhjara, hefir lítill gaumur verið gefinn. En í dag hafa einniig íslendingar náð marki sínu. í dag stofna þeir sitt eigið lýðveldi, sem öll frelsisbarátta þeirra hefir vitandi og óafvitandi stefnt að. ★ Skúli fógeti Magnússon, sem verstu fjötrana sleit, og samtímamenn hans stefndu þó eigi víss vitandi að stofnun lýðveldis nje fullu stjórnfrelsi á íslandi. Umkomuleysi þjóðarinnar og niðurlæging landsins vár þá of mikil til þess, að markið væri sett svo hátt. En verk þeirra var fyrirboði þess, sem síðar varð. Nauðsynlegur grundvöllur stjórnfrelsisbaráttunnar, sem síðar hófst. LATlMU»A.utiáJNj.>i var u.vgour a arunum 1844—1846. Var bygging hans svo langt komið 1845, að þar var háð fyrst ráðgefandi Alþing. í þessu húsi sat Jón Sigurðsson á öllum sínum þingum frá 1845—1877. Einveldið danska átti þó eftir að búa enn fastar um sig á landi hjer. Um aldamótin 1800 voru síðustu leifar hins forna Alþingis lagðar rúður, og átti þar með að vera úr sög- unni sú stofnun, sem var ímynd og fulltrúi frelsis og sjálfstæðisþrár þjóðarinnar. Skömmu síðar kom berlega í ljós, að þótt einveldið danska væri öflugt gegn íslendingum, var það van- megnugt til varnar landinu fyrir annara íhlutun. Valdrán Jörundar hundadagakonungs sýndi, að óvalinn sjóræningi gat hrifsað yfirráð lands- ins í sínar hendur án þess, að Danir fengi rönd við reist; Bretar, sem áttu í ófriði við Dani, urðu að end- urreisa stjóm þeirra á landinu. Og þessi óvinaþjóð Dana hjelt árum sarnan lífinu í Islendingum mest fyr- ir þá tilviljun, að hefðarmaður einn þar í landi hafði á yngri árum ferð- ast um landið og bar síðan til þess híýjan hug. En danska stjórnin laun- aði svo þeim íslendingi, Magnúsi há- yfirdómara Stephensen, sem mest hafði gert til að sjá löndum sínum farborða í þessum raunum, að hún véitti honum eftir það eigi þann embættisframa, sem hann var sjálf- kjörinn til. ★ Umrót það, sem kom frá frönsku byltingunni og Napoleonsstyrjöldun- um, hafði eigi um sinn í för með sjer neinar varanlegar breytingar á stjórnarhögum Islands. Þá misti ein- valdurinn danski þó Noreg úr hendi sjer og Norðmenn hjeldu Eiðsvallar- fund, sem Islendingum hefir æ síð- an verið hugstæður. Um þessar mundir vöknuðu Is- lendingar og til betri vitundar en áður um gildi tungu sinnar og forn- bókmenta, m. a. fyrir hvatning og starf hins ágæta Dana, Rasmus Kristians Rasks. Var þar með hleypt nýrri stoð undir þær frelsiskröfur, er síðar komu fram. Skömmu fyrir 1830 hófu Grikkir frelsisstríð sitt gegn Tyrkjum. Og 1830 varð Júlí-byltingin í Frakk- landi, sem éndurvakti frelsisþrá fjölmargra þjóða og leiddi m. a. til frelsisbaráttu Pólverja á næstu ár- um, er e'nn varð undirokuðum þjóð- um til nýs aflgjafa í baráttu sinni. Allir þessir atburðir urðu íslend- ingum mjög til hvatningar um að heimta stjórnfrelsi til handa landi sínu. Lýsti það sjer í starfi Baldvins Einarssonar, Fjölnismanna og síðar Jóns Sigurðssonar. ★ Fór nú og að líða að endalokum einveldisins í Danmörku. Árið 1835 settust ráðgjafar-þingin dönsku á rökstóla og árið 1839 var sett á stofn ráðgefandi embættismannanefnd á íslandi. Ýtti þetta mjög undir kröf- ur landsmanna um, að Alþingi yrði endurreist. Kristján VIII., sá Dana- konungur, sem ástsælastur hefir orð- ið á íslandi, gaf og 1840 fyrirheit um, að svo skyldi gert. Á næsta ári, þ. e. 1841, hófst út- gáfa Nýrra fjelagsrita. Öðluðust ís- lendingar þar með þann málsvara, er með mestri rökvísi og þrautseigju hefir flútt mál þeirra. Þarf eigi að eyða orðum að því, að Jón forseti Sigurðsson rjeð þar mestu um og að ritin voru fyrst og fremst mál- gagn hans. Þegar í hinu fyrsta hefti Nýrra fjelagsrita birtir Jón Sigurðsson ít- arlega grein um Alþingi á íslandi. Gerir hann þar m. a. rækilega grein fyrir hlutverki Alþingis sem full- trúaþings eða ráðgefandi þings, en tekur jafnframt fram, að það muni verða vísir löggjafarþings, ef vel takist. Alþingi sjálft var síðan endurreist með tilskipun frá 1843 og kom fyrst saman 1845. En þing þetta var ein- ungis ráðgjafarstofnun fyrir einvald- an konung, og rjeð hann öllu um, hvort tillögur þess væri nokkurs virtar eða eigi, því að löggjafarvald hafði það eigi neitt. Éngu að síður var endurreisn þingsins einn merk- asti áfanginn í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. ★ v Menn greindi þó ætíð nokkuð á um það, í hverjum anda Alþingi skyldi starfa. Pjetur síðar biskup Pjetursson sagði á Alþingi 1857, að þegar stjórnin neitaði pinhverju því, er Alþingi hefði farið fram á, en þótt án þess að gefa ástæður fyrir neit- un sinni, þá ætti ekki að fara því hinu sama á flot strax um hæl, ,,því maður treysti stjórninni fullvel til að hafa góðar og gildar ástæður fyr- ir neitun sinni, þó ekki láti hún þær í ljósi“. Slík var skoðun margra ráða- manna hjer á landi þá. Jón Sigurðsson fylgdi í annan stað hinni reglunni, að sá, sem vildi ná rjetti sínum, er ranglega væri fyrir honum haldið, yrði að knýja á aft- ur og aftur. Hann taldi, að Alþingi mætti ekki hætta fyrr en það hefði rutt úr vegi þeim misskilningi, sem væri þess valdandi, að íslenska þjóð- in fengi eigi að njóta jafnrjettis við aðra. Hann brýndi það fyrir þjóð sinni, að allir þyrfti að verða sam- dóma um að efla Alþingi og með því frelsi og farsæld ættjarðar vorrar. Á Alþingi var það andi Jóns Sig- urðssonar, sem ríkti. Gildi Alþingis varð og tvöfalt hjer á landi miðað við það, sem slík þing höfðu víðast annarsstaðar. Með þeim erlendum þjóðum, sem höfðu sinn eigin þjóðhöfðingja, var hlutverk þinganna það á þessum tímum að sækja vald úr höndum hans til þjóð- arinnar. En hjer á landi var þjóð- höfðinginn erlendur, og varð því við- leitni Alþingis íslendinga ekki að- eins sú að flytja valdið til í landinu sjálfu, heldur miklu fi'emur hin að flytja valdið inn í landið úr höndum hins erlenda konungs og ráðgjafa hans í hendur íslensku þjóðarinnar. JOSEPH BANKS (Árin 1743—1820). fijálparhella íslendinga í flutninga- teppu Napóleonsstyrjaldanna. MAGNUS STEPHENSEN conferensráð 1762—1833. „Fekk ekki þann embættisframa, sem hann var sjálfkjörinn tii“. CHRISTIAN VHI. „Sá konungur, sem ástsælastur hefir orðið á Islandi11. íslendingar sóttu þenna rjett sinn að sjálfsögðu mun fastar eftir að samþegnar þeirra í Danmörku höfðu fengið stjórnfrelsi. En þar í landi af-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.