Morgunblaðið - 04.09.1953, Page 10
i m
10
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 4. sept. 1953
3ja—4ra herbergja í
vantar mig nú þegar eða 1. október.
KRISTINN BJÖRNSSON, læknir,
Sími 4971 eða 2525 (milli kl. 4 og 5)
■■■■■■■■■■■■■■■■■
■■■■■■■■■■■■■■■■
■■■■■■■■
Óska eftir 2ja—4ra herbergja
íbúð
gegn góðri greiðslu, frá 1. okt. til 1. maí.
Uppl. í síma 7942 frá kl. 9—6.
Guðni Jónsson.
ii
■ ■■?
■4
Lokab í dag
vegna skemmtiferðar starfsfólksins.
Kristján G. Gíslason & Co. h.f.
i.H.
■
■
» ■
■ £■
Bónduíft í kíló dósum
Einkaumboð:
Þórður H. Teitsson
Grettisgötu 3 — Sími 80360
ijv
Margarethe og Thorval
Bif reiðaeíg end ur
sem eiga von á vörubílum ættu að tryggja sér góðar
vélsturtur. — St. Paul vélsturtur eru viðurkenndar að
gæðum. — Leitið upplýsinga.
KRISTINN GUÐNASON
Klapparstíg 27 — Sími 2314
FYRIR fáum dögum barst okkur
sú fregri frá Kaupmannahöfn að
frú Margarethe Krabbe hefði
andast þar þann 14. þ. m. á 83.
aldursári, þremur mánuðum síð-
ar en maður hennar, Thorvald
Krabbe fyrrum vitamálastjóri,
er lézt þar 16. maí, eftir langa
vanheilsu. Mætti því heita að þau
hjónin yrðu samferða burtu úr
þessum sýnilega heimi. — Þau
Krabbeshjónin áttu marga vini
hér á íslandi og þar sem ég er
einn úr þeim hópi tel ég mér
bæði skylt og ljúft að minnast
þeirra, enda þótt það verði ekki
eins rækilega gert og þau áttu
skilið.
Thorvald Haraldsson Krabbe
var fæddur í Danmörku 21. júní
1876 og var því nær 77 ára er
hann lézt. Faðir hans var Harald
Krabbe prófessor við landbúnað-
arháskólann í Kaupmannahöfn,
kunnur vísindamaður. Kemur
hann við okkar Sögu á þann hátt
að honum var á unga aldri falið
að rannsaka útbreiðslu og orsak-
ir sullaveikinnar, sem var þá
hin mesta landplága. Harald
Krabbe sýndi fram á hvern þátt
hundarnir óg sóðaskapurinn áttu
í útbreiðslu veikinnar. Gerði
hann grein fyrir þroskaferli inn-
ýflaormsins er orsakaði sjúkdóm-
inn í ritgerð sem var 13 blað-
síður — og hefur höfundurinn
auðsjáanlega ekki verið gefinn
fyrir óþarfa málalengingar. Fyr-
ir ritgerðina hlaut hann doktor-
titil Hafnarháskóla, og hefur mér
verið sagt að hún sé hin styðsta
doktorsritgerð er þar hafi verið
tekin gild.
En prófessornum hefur gefist
tími til að kynna sér fleira á
íslandi en sullavéikina því að í
Reykjavík hitti hann Kristínu
dóttur Jóns Guðmundssonar rit-
stjóra Þjóðólfs og gekk síðar að
eiga hana. Lifðu þau lengi í far-
sælu hjónabandi og eignuðust
fjóra syni sem allir urðu mikils-
metnir menn. Svo mikill íslend-
ingur var frú Kristín Krabbe að
hún kenndi sonum sínum að
skilja íslenzku að verulegu leyti
þarna í höfuðborg Danmerkur og
mun það hafa verið ósk hennar
r.ð þeir slitu ekki tengslin við
ísland. Enda hafa tveir synir
þeirra hjóna unnið harla þýð-
ingarmikil störf í þágu íslenzku
þjóðarinnar, þeir Thorvald
Krabbe, sem var fyrst landsverk-
fræðingur hér og síðar vitamála-
stjóri og Jón Krabbe er verið
hefur trúnaðarmaður íslenzku
ríkisstjórnarinnar í utanrikis-
málum um hálfrar aldar skeið.
Thorvald Krabbe nam verk-
Margarethe
fræði við Hafnarháskóla. Að
námi loknu kvæntist hann Sig-
ríði Þorvaldsdóttur Jónssonar
héraðslæknis á ísafirði. Frú Sig-
ríður andaðist eftir fárra ára sam-
búð, en dóttir þeirra, f. 1904, er
frú Helga, gift danska málfræð-
ingnum Ole Vidding, er undan-
farið hefur verið sendikennari
við háskólann hér.
Seinni kona Th. Krabbe var
frændkona hans, Margrethe
Krabbe, af sænskri grein Krabbe-
ættarinnar, voru þau bræðrabörn.
Var hjónaband þeirra langt og
farsælt en þeim varð ekki barna
auðið. Skömmu eftir aldamótin
reisti Th. Krabbe íbúðarhús sitt
við Tjarnargötu og þar stóð
heimili þeirra hjóna alla tið þar
til þau fluttu búferlum til Dan-
merkur, er hann hafði látið af
embætti hér.
Einkum eftir að Th. Krabbe
varð vitamálastjóri gerðist hann
víðförull hér á landi og hafði
náin kynni af landi og þjóð. Hann
var strangur og samviskusamur
embættismaður sem krafðist
skyldurækni af undirmönnum sín
um við hið þýðingarmikla starf
þeirra, gæzlu vitanna, er aldrei
má skeika eða bregðast, og vita-
kerfi landsins ðx hröðum fetum
undir handleiðslu hans. Marga
góða vini eignuðust þau hjón víða
um land í þessum eftirlits og
embættisferðum vitamálastjórans
og vænt þótti þeim til hinstu
stundar um margar og góðar
minningar síðan, um dvöl á af-
skekktum fögrum stöðum hjá
frumstæðu góðu fólki.
Thorvald Krabbe sagði mér
einu sinni frá eftirfarandi atriði,
sem átti sér stað þegar hann var
í síðustu eftirlitsferðinni til
gamals vitavarðar, er hann var
að láta af vitamálastjóraembætt-
Húsmæður !
Hafið þér reynt
CROMIT og SILVIT
nýju undraefnin, sem fægja og húða?
CitOHÍET k.rónthúðair
SIL V 8 T silfurlnúðar
w,
7L V'
Bíðjið um Cromit og Siflvit, þar senra þér verzfiið.
Thorvald.
inu. Þeir höfðu starfað saman á
þriðja tug ára, sem yfirmaður og
undirgefinn. Þeir höfðu víst
ástæðu til að þakka fyrir gott
samstarf, báðir tveir. Og er þeir
voru að kveðjast, sagði vitavörð-
urinn: „Þegar við sjáumst næst
þá eruð þér ekki lengur yfirmað-
ur minn, og þá ætla ég að þúa
yður“. Ég held að Krabbe vita-
málastjóra hafi um fátt þótt
vænna en þetta, því hann fann
hver heiðursviðurkenning þetta
var af hálfu vitavarðarins, sem
hafði sýnt embættismanninum
fullkomna háttvísi í áratugi með-
an hann var undirgefinn, en hér
eftir voru þeir jafningjar, enda
aðalsmenn báðir tveir.
Heimili Jpeirra hjónanna var
með myndar og menningarsvip,
og stóð á gömlum merg. Þótti
þeim jafnan yndi að gestum í
sinum húsakynnum og þeir undu
sér þar vel. Rausn og gestrisni
áttu þar heima. Krabbe var
frændmargur hér á íslandi.
Amma hans, Hólmfríður, kona
Jóns Guðmundssonar ritstjóra
var dóttir séra Þorvaldar Böðvars
sonar í Holti undir Eyjafjöllum.
Eru aíkomendur séra Þorvaldar
geysimargir og hitti því Krabbe
frændur fyrir víða á ferðalög-
um sínum. Hann var ættrækinn
og vildi gjarnan vita deili á hin-
um íslenzku ættingjum sínum,
ekki síður en þeim dönsku. Varð
þetta til þess að hann fór að
telja saman afkomendur séra
Þorvaldar og gaf út „Niðjatal“
hans. Þötti sumum galli á bók-
inni að ekki var þar getið óskil-
getinna barna og töldu það stafa
af að höfundinum hefði þótt
minna til þeirra koma. En svo
var engan veginn, „heldur var
þar alveg óvinnandi verk að elt-
ast við“, sagði Krabbe eitt sinn
við mig er við ræddum um þetta
atriði.
Thorvald Krabbe hafði yndi af
öllu sem fagurt var og vandlega
gert. Hann var m. a. formaður
Listvinafélagsins í Reykjavík —
sem nú er undir lok liðið. Enda
þótt hann væri íhaldssamur, í
góðri merkingu þess orðs, var
hann glöggskyggn á margt af því
nýja sem átti í vök að verjast
og fús á að rétta því hjálpar-
hönd. T. d. keypti hann myndir
eftir Jóhannes Kjarval fyrir meir
en aldarfjórðungi og hengdi á
vegg í stofu sinni — en slíkt var
nær óhugsandi um „betri“ borg-
ara hins íslenzka höfuðstaðar þá.
Ótrúlegt en satt. Ég þurfti einu
sinni að selja tvö málverk fyrir
ungan málara sem var lítt þekkt-
ur þá. Ég hafði gengið með þau
fyrir dyr allmargra manna og
boðið þau samstaðar fyrir hálft
verð, en allstaðar fengið afsvar.
Þrjú hundruð krónur fyrir báðar
myndirnar var töluvert fé fyrir
tuttugu árum, því þá voru færri
peningar á milli manna en nú og
krónan hærri. Ég fór síðast til
Krabbe, sem var -af ýmsum tal-
inn heldur fastur á- fé og ekki
fyrir að eyða í neinn „óþarfa".
Iíann leit á málverkin, og ég
sagði eins og var að málarinn
Framh. á bls. 12.