Morgunblaðið - 08.03.1956, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.03.1956, Blaðsíða 1
II JPJorjgttttMaíiö Fimmfudagur 8. marz 7956 Jf „Við skuium skreppa sem snöggvast af alfaraleið og virða fyrir okkur kvik- myndirnar, sem vakið hafa einna mesta athygli í vetur og láta það ekki á okkur fá, þótt það auki ekki á gleði okkar. held ir veki okkur til umhugsunar um tilgang lífsins og örlög einstaklingsins. Það er einmitt tilgangur allrar góðrar listar . . UM ÞRJÁR KVIKMYNDIR I HÖFN Kaupmannahöín í. marz. KAUPMANNAHÖFN heíur ver- ið kölluð ,,Litla París Til hennar streyma á iega tugþús- undir erlendra ferðamanna og er henni ætlað það vegiega hlutverk að slökkva lífsþcrsta þei’-ra og veita þeim nokkurra daga ánægju í köldpm heimi st,r'jaidi «« flótta. Er hún að mörgu leyti vel til þess faliin, endu e. ane.r a lögð á að laða að henni ferða- menn — o.g þá einkum á sumrin. Þeir eru ekki í vandræðum að finna góðan skemmtistað eða þægilegan næturkiúbb, en fara þá gjarna á mis við ýmisiegt annað, sem ætti ekki siður að vera mönnum til gieði og ánægju, umhugsunar og þioska. En hvernig er hægt að ætlast til þess að þreyttur ferðalangur leiti að þroska og umhugsunarefni í Kaupmannahöfn. Er ekki nóg að hugsa um heima í hvernsdags- þrasi og önnurn dagsins, svo að menn séu ekki líka að eltast við áhyggjurnar hér í borg gáskans og gleðinnar, borg Scala, Valen- cía og Atlantic Palads. Borg Gamla Carlsbergs. — En við skulum samt skreppa sem snöggv ast af alfaraleið og virða fyrir okkur kvikmyndirnar, sem hafa vakið einna mesta athygli í vetur og láta það ekki á okkur fá, þótt það auki ekki á gleði okkar, heldur veki okkur þvert á móti til umhugsunar um tilgang lífs- ins og örlög einstaklingsins. Það er einmitt tilgangur allrar góðr- ar listar — og í Kaupmannahöfn hefur listin einnig verið í heiðri höfð allt frá fornu fari. Þar er gott að kynnast henni, teyga af lindum hennar, hugsa og reyna að þroskast. Maður getur þá allt- af skroppið í Scala, ef lífsleiðinn heltekur mann — og fengið sér einn „Export“! ★ ★ IKAUPMANNAHÖFN vantar ekki kvikmyndahús. Þau eru næstum því eins mörg og hand- ritin í Árnasafni. En eins og alltaf er, sýna þau misjafnlega góðar myndir, og má segja, að fjöldinn allur sé höfundum sínum til lítils sóma. Það er víst engin hætta á öðru en þeim skjóti upp í Reykja- vík einn góðan veðurdag, en mig langar aðeins að minnast hér á þrjár myndir sem full ástæða er þá til að slæðist með, enda hafa þær hvarvetna vakið mikla at- hygli og hlotið prýðisgóðar við- tökur: La Strata, Vredens Dag og Marty. — Allar eru þessar myndir í sérflokki og svo úr garði gerðar að unun er á að líta. Þær eru að ýmsu leyti ólíkar, en eiga það þó sammerkt að þær eru góð listaverk, sem eiga erindi til íslenzkra kvikmyndaunnenda. ★ ★ J Qtríitíi er Aáreiða,nlef 1ja öll dlct með merkustu kvikmyndum síðari ára og jafn- framt hinum ömurlegustu. Hún hlaut • kvikmyndaverðlaunin í "eneyjum í fyrra (Grand Pt'ix International) og fer ekki milli rnála að hún er mjög vel að þeim ' rmin. Hún er gerð af Federico Fellini og aðalhlutverkin leika Giu'ietta Masina (Glesomina) og Anthony Quinn (Zampano). Er leikur þeirra allur svo framúr- sltarandi að af ber, og má varla á milli sjá, hvort þeirra fer með sigur af hólmi. Hlutverk Masínu er þó erfiðara, af því að Gelsom- ina litla er hálfgerður kjáni og svo erfitt að túlka sálarlíf henn- ar að það er ekki á færi annarra en afburðaleikkonu. Masínu verð- ur ekki skotaskuld úr því og fer með hlutverk sitt af óvenjulegri snilld, varpar sönnu ljósi á þetta olnbogabarn örlaganna, þetta þjóðfélagsúrhrak, þennan ein- feldning í kröfuharðri og óblíðri veröld; — svo sönnu að við gleymum henni aldrei eftir fyrstu kynni, grátum með henni og reynum að brosa gegnum tárin og skiljum hana til fulls bæði í gleði, harmi, einfeldni og kjána- skap, þótt hennar heimur sé okkur fjarlægur og við getum sennilega aldrei skilið hann. La Strata er sprottin úr jarð- vegi ítölsku raunsæisstefnunnar og er einhver þroskaðasti ávöxt- ur hennar. Hún er harmsöguleg í þess orðs döprustu merkingu, fjallar um harmleik hvernsdags- lífsins, fátæktina og baslið og þá mannvonzku sem fylgir í kjölfar þeirra, Raunsæisviðhorfið sviftir hana allri lífsblekkingu, svo að persónurnar standa naktar í um- hverfi sínu og raunveruleik; svo naktar og raunsæjar að sjálfum Gesti Pálssyni hefði fundizt nóg um. Hér er ekki vikið frá stefnu Rosselinis sem hann markaði með Óvarinni borg og hefur, ásamt de Sica, haldið til streitu allt til þessa dags, ekki sízt í meistara- i verki sínu, Paisa. — Zampano er j aflraunamaður. hrotti, þjófur og kvennabósi sem ferðast víða um og sýnir listir sínar. Hann hefur keypt aðstoðarmann sinn, Gelso- mínu litlu, fyrir sem svarar 300 íslenzkum krónum og lítur sömu augum á hana og hattinn sem hún safnar í aurunum eftir hverja sýningu. Og það er ekki fyrr en löngu eftir að hann hefir misst hana að honum verður ljóst, hvers virði hún var hon- • um. — Myndin nær hápunkti sín- um undir lokin, þegar þessi for- herti ribbaldi leggst grátandi í fjöruna — og saknar kjánans. Það atriði á ekkert skylt við óþarfa væmni, heldur er það í rökréttu samhengi við raunveruleikann, viðurkenning á tvískiptu eðli mannsins — á þeirri staðreynd að enginn er svo aumur að hann geti ekki grátið. Þetta er hin já- kvæða hlið myndarinnar og okk- ur líður betur vegna þess að jafn- vel Zampano, sá forherti þrjót- araverk sitt, Heilaga Jóhönnu.' Það má með sanni segja, að Dreyer hafi tekið tækni þöglu myndanna óspart í þjónustu sína og samræmt hana talmyndunum, eins og sjá má bæði af Vredens Dag og Orðinu, sem hann gerði eftir samnefndu leikriti Kaj lítur sömu augum á hana og hattinn, sem hún safnar í aurunum Lendasláttur — og Micky Spillane ur, getur grátið, iðrazt — og saknað. Heimurinn er ekki eins slæmur og við höldum: í for- hertri sál óþokkans leynast kenndir sem skilja hann frá dýr- inu. Þrátt fyrir allt er hann mað- ur. Tárið kemur upp um hann, spegill sálarinnar. Og það er ekki út í bláinn að litli umkomuleys- inginn laðar þau fram. f nekt og umkomuleysi er máttur mannsins stundum mestur. í smæð sinni er maðurinn oft stærstur. Það eru þó ekki aðeins hinir einstöku þættir myndarinnar sem veita henni reisn og áhrifa- magn umfram aðrar myndir, heldur er bygging hennar í heild mjög sterk og hvergi missir hún , marks. Helzt mætti finna að ! henni, hve efnið er fátæklegt og stundum ýkt í því skyni að ná þeim áhrifum sem til er ætlazt. Fátækt og basl italskrar alþýðu er víst áreiðanlega nóg samt, þótt það sé ekki ýkt til að auka hin harmsöguleg'u áhrif. Hún geldur | því miður enn svívirðilegrar ein- j ræðisstjórnar Mussólínis, langrar ! heimstyrjaldar og grimmilegrar j stéttabaráttu. Það er mjög erfitt j fyrir okkur að reyna að skilja kjör þéssa fólks, eymd þess og örbirgð og full ástæða að líta með velþóknun á suma af okkar „ör- eigum“, sparibúna og vel í sveit setta samanborið við stétta- bræðurna í einu elzta og merk- asta menningarríki veraldar. ★ ★ \T J TV vakti ekki Vredens Daff emS miwa ” athygli hér og La Strata sem sýnd var í þrjá mánuði samfellt. Má það furðulegt heita þegar það er haft í huga að hún er afburðagóð og dönsk í þokkabót, og heföi það eitt átt að nægja henni til vin- sælda, eins uppteknir og Danir eru oft af sjálfum sér. Hún jók mjög á frægð hins gamalkunna leikstjóra þeirra, Carls Th. Drey- ers, sem var þó vel þekktur frá því þöglu myndirnar voru upp á sitt bezta, ekki sízt fyrir meist- Munks (og sýnt verður innan skamms heima á íslandi). Mynd- ir þessar eru mjög keimlíkar og með þeim eru sterk svipmót sem rekja má til höfundar þeirra, enda má segja, að Dreyer hafi skapað sér eigin stíl: hvítt og svart skiptist á til að auka áhrif og dýpt myndanna, sérstök áherzla er lögð á svipbrigði, eins og í þöglu myndunum, og loks kreistir hann safann úr hverju atviki, svo að ekkert verður eftir. Það er eins og hann sé með sí- trónu milli handanna og kreisti úr henni hvern dropa til að auka áhrifin og ofbjóða áhorfendum, ef það mætti verða til þess að gera verkin ógleymanleg, mennt- andi og þroskandi. Hér má t. d. minna á fæðingarsenuna í Orðinu og brennusenuna í Vredens Dag. í brennusenunni er ekki skilið við galdranornina Herlofs Morte (Anna Svierkier), þegar búið er að binda hana á staurana, held- ur erum við knúin til að fylgja henni á bálið, horfa á hana hverfa í logana með viðeigandi ópi. Hefðu þó flestir leikstjórar verið búnir að fá sig fullsadda fyrr. Og þeir eru víst ekki fáir eiginmenn- irnir sem lofa því með sjálfum sér að hlífa konum sínum við frekari barneignum, eftir að þeir hafa séð íæðingarsenuna í Orð- inu. Manni dettur ósjálfrátt í hug lokin á skáldsögu Heminways, Vopnin kvödd; þar erum við á svipaðan hátt knúinn til að horf- ast í augu við alvöru lífsins, — við harmleik einstaklingsins — við vanmátt okkar, sem gerir nútíðina ótrygga og framtíðina kvíðvænlega. Vredens Dag er frábærlega vel leikin og vel byggð, þótt að því megi finna að sumar senurnar eru of langdregnar. En það á áreiðanlega einnig rót sína að rekja til þöglu myndanna. Heild- aráhrifin eru mjög sterk og það svíður undan ádeilubroddinum, eins og marka má af því að naz- istar bönnuðu myndina á stríðs- árunum, enda sáu þeir sjálfa sig' í pyntingar- og ofstækisköflum hennar. — Hún er byggð á sögu norska skáldsins Wiers Jenssens, Anne Pedersdotter, sem hafði mikil áhrif á Galdra-Loft Jóhanns Sigurjónssonar á sínum tíma. Er efnið sótt í norskar sam- tímaheimildir frá galdraöld og munu fiestar persónur vera sann- sögulegar; uppistaðan er galdra- ofsóknir og galdratrú, svo að margt er líkt með þessu verki og í deiglunni eftir Arthur Mill- er: andrúmsloftið er hið sama, sumir ofstækismennirnir með líku sniði og hrösun holdsins leiðir til svipaðrar niðurstöðu. Anna Pétursdóttir (Lisbeth Movin) er gi-ft sr. Absalon Pét- urssyni (Thorkild Roose) sem aldurs vegna gæti frekar verið afi hennar en eiginmaður. Varp- ar ástleysi þeirra skugga á líf ungu konunnar; hún visnar eins og blóm á haustdegi og ekki bæt- ir hatur tengdamóðurinnar (Sig- rid Neiiendam) úr skák. Ástríð- ur, mannlegur veikleiki, og ó- hamingja taka höndum saman við sjúka öld — og örlög hennar eru ráðin: hún leitar huggunar hjá Martin, syni Absalons af fyrra hjónabandi og jafnaldra hennar (Preben Lerdorff), og í faðmi hans fremur hún eina stærstu synd kristinnar kirkju. Tárin eru þurrkuð burt af aug- ^ um hennar, eins og hún segir sjálf og það er kannski mest um | vert — í svipinn. En enginn lifir til lengdar í synd, sízt af öllu á sjúkri öld, ofstækisöld. Varg- öld. Enginn er óhultur fyrir of- stækismanninum og mannlegar l veilur og þverbrestir eru óspart j notaðir í móðursýkisköstum ; hinna andlegu leiðtoga: við kistu ! manns síns er Anna Pétursdóttir ákærð fyrir galdra; hryllilegur dauði galdranornanna bíður hennar á næstu grösum — og enginn þurrkar lengur burt tár- in af augum hennar. Ógnþrung- in persónuörlög eru fléttuð inn í þjóðfélagsmynd 16. og 17. aldar og í túlkun Dreyers rís þessi Framh. á bls. 18 Anna Pétursdóttir — á bálið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.