Morgunblaðið - 08.03.1956, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.03.1956, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 8. marz 1956 MORGVNBLAÐIÐ 23 framieiddi sterkasta stdlið til brynvarna Fór of tilviljnn vestur um huf Áhugi hans á efnafræði kom að góðu gagni ÞAÐ er að visu einkennileg staSreynd að á sama tíma, og okkui tsleuuiugum hefur Iáðst i framförum hinna siðustu ára ; að koma okkur upp fullkom- | innl jám- eða stálbræðslu, þá býr vestur í Kanada Vestur-1 Islendingur, að nafni Jón Ó1- afsson, sem hefur verið einn helzti brantryðjandi stáliðju í Kanada, og hefur getið sér mikið orð um Ameríku fyrir athuganir sínar og uppfinn- ingar á sviði stálbræðslunnar. * Þessi hávaxni íslendingur, sem nú er hartnær sjötugur fór vest- tir um haf, ef svo mætti segja af einskærri tilviljun. Hér heima hafði hann aðeins lítillega lært undii-stöðuatriði í efnafræði. Hafði honum geðjast vel að þeirri námsgrein og þegar hann tók sér bólfestu í Kanada, fékk hann tækifæri til að auka efna- fræðilega þekkingu sína með al- geru sjálfsnámi. Aflaði hann sér hinna beztu fræðirita í þeirri grein og öðlaðist slikan fróðleik og kunnáttu á nokkrum raun- hæfum sviðum efnafræðinnar, að fáir munu hafa verið honum fremri. KYNNTI SÉR SAUDFJÁR- RÆKT í SKOTLANDI Jón Ólafsson er fæddur í Vestra Geldingaholti í Gnúp- verjahreppi 1887. Hann stundaði náun í Flensborgarskólanum og voru eftirlætisnámsgreinar hans þar stærðfræði, eðlis- og efna- fræði. Á þeim dögum virtist frekara nám í þeim greinum ekki líklegt til að veita ungum manni möguleika til lífsafkomu, svo að Jón hugðist nú stefna leið sinni til Danmerkur til búfræðináms. En þá hitti hann sr. Guðmund Helgason frá Reykholti, og ræddu þeir saman um landsins gagn og nauðsynjar. Kom þeim saman um að lokum, að sauðfjárræktin væri framtíð landsins, með kynbótum á fjárstofninum. Ákvað Jón Ól- afsson þá að fara heldur til.Skot- lands og kynna sér sauðfjárrækt þar í landi Fór hann þangað út árið 1910 og dvaldist þarlendis að ég skyldi hugsa malið og koma aftur til þeirra á veitingahúsið daginn eftir. É|g íhugaði málið vandlega næstu nótt og að lokum ákvað ég að fara hvergi. Staðfastur í þeim ásetningi, að gefa al- gert afsvar fór ég til hótelsins næsta dag. En það var þá skyndilega eins og eitthvert dulið afl legðist á mig. Svo að í stað þess að segja að ég færi hvergi, þá tilkynnt* ég þeim, að ég ætiaði að slást í förina með þeim. Ég held, að sjálfur hafi ég orðið mest hissa. En þarua voru það örlögin sem réðu“ EFNAFRÆDIÁHUGINN VAKNAR Og innan skamms var Jón Ól- afsson á siglingu vestur um haf ásamt unnustu sinni. Hann steig í tvö ár. Þar trúlofaðist Jón skozkri stúlku og var það ætxun þeirra, er hann sneri heim aftur, að hún kæmi til íslands, er hann hefði traustara land undir fótum. En margt fer öðru vísi en ætlað er. Hér heima veiktist Jón og runnu þar með út í sandinn áform hans um sauðfjárræktarbú. í þess stað kenndi hann ensku og gerðist umboðsmaður skozks kaupmanns. FÓR Á FÆTUR OG HITTI ÍSLENDINGA Á GÖTU En haustið 1913 sneri hann aftur til Aberdeen. Á leiðinni veiktist hann aftur og lá síðan sjúkur um tíma í hinni skozku borg. í>á var það, sem stund tilviljunarinnar og tækifærisins kom. Jón hefur skýrt frá því á þessa leið: „Ég vaknaði snemrna morguns og þótt ég hefði verið rúmfastur j um nokkurn tíma, þá ákvað ég ' að klæða mig. Klukkan var tæp- lega 9 og úti var þoka og súld. En ekki hafði ég gengið langt, þegar ég rakst á tvo íslendinga, sem ég þekkti að heiman. Þeir heilsuðu mér, sögðu að ég væri veiklulegur, en buðu mér inn á veitingastofu að fá mér snafs og ræða um fyrirætlanir, sem þeir höfðu á pi-jónunum. NÝTT LÍF í KANADA Þeir sögðust ætla +il Kanada og byrja nýtt líf þar. Nú spurðu þeir hvort ég vildi ekki koma með, en ég taldi öll tormei'ki á því. Hér átti ég unnustu í Skot- landi og hafði nú góð laun. Samt héldu þeir áfram að nauða á mér, svo að ég sagði að lokum á land í Montreal. Fyrst fékk hann vinnu á búgarði. Vildi þá svo til, að þar í nágrenninu voru köld saltböð, sem hann notaði við sjúkdómi sínixm. Fór Jón nú að rifja upp fyrri cfnafræðikunnáttu sína og efnagreind söltin. Vakn- aði hjá honum mikill áhuga á efnafræði og varði hann öllum frístundum sínum til að kynna sér þau fræði. Nú réði hann sig hjá kanadisku Kyrrahafsjárn- brautinni, sem þá var að leggja járnbraut vestur um Klettafjöll. Varð hann starfsmaður 5 sements verksmiðju, sem íélagið kom sér upp, því að mikið steinlím þurfti til ýmiss konar múrverks við járnbrautarlagniriguna. Sements framleiðslan var ekki vönduð í fyrstu, bvi að menn kunnu lítt til hennar. En Jón Ólafsson aflaði sér alls kyns fræðirita run sem- entsgerð og las þau af kappi. Gat hann með þessu sjálfsnámi bent yfirmönnum sinum á ýmislegt, sem lagfæra mátti, hækkaði hann eftir það í starfi og sakir óvenju legrar kunnáttu á ýmsum sviðum efnafræðinnar voru honum nú falin ýmiss rannsóknarstörf á efnarannsóknastofum. Þá sótti hann og einkatíma um helgar hjá prófessor í almennri efna- fræði vio Manitobaháskólann, til að fullnuma sig. STÁLFRAMLEIDSLA í WINNIPEG Fram til ársins 1916 hafði stál ekki verið fi’amleitt í Mið- eða Vestur-Kanada. Manitoba járn- bræðslan í Winnipeg hafði starf- að um sinn og framleitt hrájárn og gert tilraunir með stálfram- leiðslu, en þær misheppnazt. Töldu þeir að stálframleiðsla væri óframkvæmanleg með tækj- um er þeir höfðu. En Jón kom þeim á aðra skoðun: FVrsta stálið framleiddi hann 1916. Hóf hann nú gagngerar stálefnarannsóknir til að bæta gæði framleiðslunnar og varð brátt einn helzti stálfræð ingur Kanada. STERKASTA STÁLIÐ Áriff 1923 réffist hann til Vulcan-járnbræffslunnar í Winnipeg og stjórnaffi upp- setningu á rafmagnsbræffslu- ofni, sem var sérstaklega gerffur fyrir framleiffslu á mesta gæða-stálinu. Til fram- leiðslu á því, er mikiff notaff brotajárn, en fjölda margar tegundir eru til af stálblönd- um, ' ***r því til hverra nota stál. N .t ætlaff. En einmitt frá Vulcan-verksmiffjunni mun á seinni stríðs árunum hafa komið þaff brynstál, sem sterk ast reyndist. Meff ýtralegum tilraunum, sem hernaftaryfir- völd Kanada létu fram fara á styrjaldarárunum, komust menn að raun um, að engin stáltegund stóð stálblöndum Jóns Ólafssonar á sporði. Hiaut Vulcan-stálið mikiff traust, einnig í Bretlandi. Á sama tíma og Jón ólafsson starfaði sem stálfræðingur Vulcan-verksmiðjanna gerðist hanri ráðunautur annarra fyrir- tækja í málefnum, sem lutu að málmbræðslu og stálvinnslu. Þar á meðal hafði hann foi-göngu um stofnun nýrrar stálbræðslu — Foothills Steel — árið 1947 og stjómaði henni til ársins 1953. FÉKK MARGA VIDUR- KENNINGU Jón Ólafsson hefur fengið marga viðurkenningu fyrir störf sín, þar sem hann hefur sam- einað vísindamennsku og hag- kvæmt starf. Hann heíur flutt fyrirlestra um sérgrein sína víða í Kanada einkum á fundum verk fræðinga. Hann og kona hans eru nú búsett í Winnipeg, en um langt skeið rak Jón jafnframt stóran búgarð i Klettafjöllunum, þar sem hann dvaldist oft að sumarlagi og hafði mikla ávaxta rækt. Þau hjón eiga einn son, Patrick Gordon, sem er starfandi efnafræðingur við Du Pont verk- smiðjurnar í Bandaríkjunum. Hann hefur erft mikinn áhuga fyrir efnafræði frá föður sínum. VILL STÁLBRÆÐSI U Á ÍSLANDI Jón Ólafsson hefir tvisvar komið til íslands eftir að hann fluttist vestur. í fyrra skiptið kom hann hingað árið 1933, og í seinna skiptið síðastliðið haust Það er álit hans, að Islendingar eigi að koma sér upp jarnbræðslu ofni og byrja að steypa málma í stærri stíl en þeir gera. Það hlýtur að koma að því, að stál- framleiðsla flytjist inn í landið og hví þá ekki að hefjast strax handa. I því sambandi vill Jón Ólafsson sérstaklega benda lönd- um sínum á það, að hörmung er til þess að vita, að fsleridingar flytja brotajárn sitt allt úr landi, því að gæðastál verður ekki fram leitt nema að allmikill hluti bræðslunnar sé brotajárn. Hér þarf að spyrna við fótum, safna brotajárninu saman til eigin nota og koma upp fullkominni stál- bræðslu. Á því hefur þessi ágæti Vestur-íslendingur mikinn áhuga og gæti áreiðanlega orðið til mikillar hjálpar með þekkingu sinni og langri reynslu. Ragnar Jónsson hœstaréttarlögmaffur. Lögfraeðistörf og fasteignasala. Laugavegi 8. — Sími 7752. Myndarlegt afmælishéHíarla kórsins Svanir á Akranesí KARLAKÓRINN SVANIR, i Akranesi er með elztu söngfélög- um landsins, stofnaður 14. okt. j 1915. Kórinn hélt upp á 40 ára af- j mælið með samsöng i Bióhöllinni sunnudaginn 19, febrúar sl. og með veglegu samsæti í Hótel Akranes síðar um kvöldið, en það hófst með borðhaldi kl. 7. Formaður kórsins, Stefán Bjarnason, lögregluþjónn setti hófið og stjórnaði því. Jón Sig- mundsson, sem var einri af stofn- endum kórsins og sýngur þar enn, rakti sögu kórsins í stórum ■ dráttum í þessi 40 ár, sigra hans j og erfiðleika á þessum langa starfsferli þessa mikía menning- ai-félags bæjarins. Þá tók formaður kórsins til máls. Hann sagði, að kórfélagar hefðu einroma samþykkt að heiðra á þesmra 1 .tiðisdegi einn af stofnendum kórsins, næst fyrsta söngstjóra hans, um 20 ára skeið, Ólaf B. Bjömsson. rit- stjóra, en hann hafði samhlíða verið formaður kórsins um meira en 20 ára skeið og unnið félag- inu og söngmálum bæjarins í heild mikið gagn á mörgum svið- um. Afhenti formaður Ólafi B. Björnssyni gullmerki félagsins og fagurlega skrautritað heiðurs- , félagaskjal fvrir hin mikilvægu ; störf í þágu kórsins og söngmála á Akranesi. Ólafur þakkaði þennan mikla heiður er honum hafði verið sýndur og sagði nokkur skemmti- leg dæmi úr forsögu söngmála á Akranesi og minntist nokkurra þeirra manna og kvenna er hæst hafa borið í því veigamikla menningarstai-fi fi-am að þvi að Karlakórinn Svanir var stofnað- ur. Hann minntist og hins ánægjulega starfs með kórnum, og hver heilsugjafi það væri beinlínis að koma saman til söng iðkana og talaði um eigin revnslu í þeim efnum. Um leið og Ólafur þakkaði þessa sæmd sér sýnda saaðist hann muna meðan hann lifði marga ógleymanlegar sam- vex'ustundir, sem bundnar væru við kórfélaga lífs og liðna. Ólaf- ur lauk ræðu sinni með því að minna kórinn og alla menn á þá miklu manngildisþroskun, sem fælist í töfrum þessarar göfugu listar. f því sambandi minnti hann á hið fræga spakmæli: Þar söngur ómar setztu glaður, það svngur enginn vondur maður — Söngurinn væri þvi eigi aðeins eyðufyllir og evi-nagaman á viss- um augnablikum, þvi hann breytti beinlínis hugarfari manna og vekti til lotningar fyrir æðra mætti, en það væri mannanna mesta þörf og lífslind, til þess að vera hamingjusamir menn. Með þessa nauðsyn í huga, óskaði hann kórnum langra lífdaga og gifturíks stai'fs. í hófinu mættu: Fyrsti formað- ur kórsins og einsöngvari, Axel Böðvarsson, bankamaður iir ■ Reykjavík, en hann var einn af stofnendunum. Ágúst Bjarnason, formaður Sambands íslenzkra kai'lakóra, en hann flutti þarna \ kveðju sambandsins og heillaósk- ir og þakkaði ágætt samstarf. t Þarna voi'u og þessir fyrrverandi söngstjórar kórsins, auk Ólafs B. Björnssonar: Heigi Þorláksson, kennari í Reykjavik; Hans Jörg- ensen, kennari, og Geirlaugur Árnason, rakarameistari. í hóf- inu söng kórinn eitt lag undir stjórn hvers söngstjóra fyrii sig, fyrst Ólafs, þá Hans, Helga og Geirlaugs, og að síðustu eitt lag undir stjórn núverandi söngstj. Magnúsar Jónssonar. Auk þeirra, sem nú voru tald- ir, fiuttú þessir ræður: Daníél Ágústínussoh, bæjarstjóri; Helgi Þorláksson, Geirtaugur Árnason og Haukur Ólafsson, sem talaði fyrir minni kvenna. Konur kórfélaga hafa með sér félagsskap til þess að vinna að gengi kórsins og st.yðja menm sína á ýmsan hátt í þessu mikil- væga menningarstarfi, og heitir félag þeirra „Bergþóra". Form. félagsins, Bj xrnfríður Leósdóttii’, kvaddi sér nú hljóðs. Flutti hún kórnum kvtðjur og árnaðarósk- ir, um leið og hún tilkynnti fyrir hönd félagsijxs, að í sambandi við þetta merki’ega afmæli hefðu fé- lagskonur ákveðið að færa kórn- um slaghörpu að gjöf. Var þessu auðvitað tekið með miklum fögn- uði af öllum viðstöddum og þettu ágæta kveníélag hyllt. Að þessu veglega hófi enduðu voru boi-ð upptekin og dansað fram til kl. 3 um nóttina, Fór allt þetta fram með hinni mestu prýði og við almenna ánægju. Auk þeirra tveggja, sem áður er getið, eru þrír af stofnendun- um enn á lífi, þeir Ámi Böðvars- son, ljósmyndari; Oddur Sveins- son, kaupmaður, og Ólafur Fin- sen, fyrrverandi héraðslæknir, en hann mun hafa átt frumkvæðið að stofnun kórsins, enda söng- maður af lífi og sál og mikill áhuga- og styrktarmaður söng- listar í bænum allt frá því ei hann fluttist hingað í janúav 1894. Þessir þrír síðast töldu stofn endur gátu ekki komið því við að mæta í afmælishófinu, en öll- um hafði þeim verið boðið til þess. Margar kveðjur bárust kórnum í simskeytum víðs vegai- að. — í hófinu sungu þessir kórfé- lagar einsöng: Alfreð Einarsson, Gísli Sigurðsson, Jón Gunnlaugs- son og Þorvaldur Þorvaldsson. -— Undirleik þarna, sem og á sam- söngnum. annaðist frú Fríða Lár- usdótí ir. — Oddur. t 1 syeltumim FÓLKSFÆKKUNIN í sveitun- um verður ekki af.stýrt með inn- flutningi á holdanautum. Ég sá í Visir 7. janúai', þar sem tekið ev úr Árbók landbúnaðarins, að Arnór Sigurjónsson, ritstjóri, skrifar um fólksíækkuniixa I sveitunum og kemst að eftirfar- andi niðurstöðum: Fólki fækkav í sveitunum vegna þess, að það skorti þar verkefni og tekjur og telur ritstjórinn úr því bætt með innflutningi á holdanautum i sauðfjárræktarsveitirnar. Ég ev ekki á sama máli og ritstjórinn. Að vísu vantar tekjur en það eru nóg verkefni til í sveitununx. Það þekkjum við, sem höfum verið þar. Fvrst og frenxst er það að sveitafólkið hafi við svipuð kjör að búa og kaupstaðabúar. Það er rafmagnið til ljósa og hitunar, síma á hvert byggt býli, meiri ræktun og samgönguskilyrði betri þar sem slíkt vaxxtar og húsakynni bætt. Það er margur bóndinn, sem ekki getur veitt börnum sinum eða vinnuhjúum þau skilyi'ði, sem nútíminn krefst. Þá leitar þetta fólk i sjáx'arþoipin og bæina, en lúin hjónin útslitin sitja eftir og vei'ða svo að hröklast i burt af ábýlis- jörð sinni. Þannig ei'u mörg dæmin og er þetta mjög slæmt ástand, en ég vona að landbún- aðurinn eigi sér glæsilega fram- tíð með bættum skilyrðum. Mér finnst nógu mikið böl, sem komið hefur vfir landbxinaðinn og þjóðina i heild með innflutningi á mæðiveikinni, þó ekki sé farið að flytja aðrar plágur inn með holdanautum. Það þvrfti að minrista kosti að mikillai' að- gætni við við slíkan ínnflntning. Það er mikið fjárnxagn, sém mæðinveikin hefur kostað, og ekki séð fyrir endann á því enn. Slíkt má ekki endurtaka sig. Inginiundur Sæmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.