Morgunblaðið - 08.03.1956, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.03.1956, Blaðsíða 12
28 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 8. marz 1956 I ttff og annaö frá Fqareyjum ! Þrjár milljónsr bruggara í Frakklartdi í KLAKKSVÍK hefur allt verið rólegt að kalla upp á síðkastið. Þó’ h'ef ur gætt nokkurrar óánægju bæjarbúa vegna réttarhaldanna og dómanna'í málum út af óeirð- unutii s. 1. haust. Kom margt fram í réttarhöldunum, er áður var ekkí kunnugt. Fóru þau fram í Þórs,höín. Réttarhöldin fóru fram að Viðstöddu vopnuðu lögreglu- liði, óg var almenningi meinaður aðgangur. Eiím hinna ákærðu, Viggo Jöeösen og kona hans áttu silfur- brúðk'tup í byrjun desember, en þá hafði hann hlotið dóm sinn. Hefuj silfurbrúðkaupi sjaldan verið eins vel fagnað í Klakks- vík sem þessu. Lúðrasveit lék til heiðurs hjónunum, og flaggað var um állan bæinn. EiScher Heinesen, hafnarstjóri í; Klbkksvík, sem fékk þyngsta dóminn eftir réttarhöldin, 1 % árs igelsi, var settur í Þinganes- angeisið í Þórshöfn, en dómin- r iVar áfrýjaö til Landsréttar Ðanmörku.' Mun Heine- áen ikjálfur maeta í réttinum í Kaupmannahöfn. SKIP BRENNUIt í HAFI Nokkrum dögum fyrir jól kom upp eldur í færeyska fiskiskip- mti Götunes, þegar það var á sigtaigu út af Mykinesi, sem er vestast í Færeyjum. Bjargaðist áhöfnin um borð í bátinn Sökan, sem kom til aðstoðar. Nokkrum stundum síðar hafði eldurinn gereyðilagt skipið, og sökk það skömmu síðar. Skipið var nýupp- gert og var í fyrstu veiðiföi sinni á árinu. Rússneskt skip kom einnig til hjálpar Götunesi, eftir að áhöfnin var komin um bcrð í Sökina, og reyndi að taka skip- ið í tog, en það misheppnaðist. Báturinn Sökan hafði þrem vikum áður siglt á Klakksvíkur- bátinn „Mækjuvík“ í mynni Klakksvíkur, við tangann undir fjallinu Klakki, með þeim afleið- ingum, að „Mækjuvík" sökk 3 mínútum síðar. Var báturinn að koma úr róðri fullfermdur. Mann björg varð. Nýlega er kominn út fyrsti hluti af Siglingasögu Færeyja (Föroya siglingersöga), eftir Pál J. Nolsöe, skjaiavörð. Er þetta mjög fróðlegt rit og skemmti- legt. Mikill hluti fyrstu bókar- ínnar fjallar um hinn þekkta sjó- garp Nólseyjar-Pál. Bókin er 368 bls. að slíero. Allgóður afli var hjá hinum stærri fiskibátum Færeyinga í desembermánuði, einkum línu- bátum um miðjan mánuðinn. FÆREYSK LISTSÝNING í KAUPMANNAHÖFN Eins og áður hefur verið sagt frá í Mbl., héldu færeyskir lista- menn sýningu á verkum sínum í Kaupmannahöfn í desember. Vakti hún mikið umtal í dönsk- um blöðum og útvarpi. Fengu margir listamannanna lofssam- leg urnmæii, og seldust margar myndir þeirra strax fyrsta dag- inn. Forsætisráðherra Dana, H. C. Hansen, hélt ræðu við opnun sýningarinnar, sem haldin var í sýningarsöiunum hjá „Der. Frie Udsti!ling“. Formaður færeyska listaféiagsins, H. D. Joensen, iandsiæknir, var viðstaddur hina hátiðlegu opnun. Um tuttugu færeyrskir lista- menn tóku þátt í þessari sýningu. Af þeirn skal helzt nefna þá Mykines, William Heinesen, Kampmann, Janus Kamban, Fríðu Zachariassen og Stefan Dáni'isen. Beztu ummælin í blöð unum hlaut Mykines. Auk hans var einna mest rætt um Stefan Danie'sen frá Nólsey, einn yngsta málaranna. Alls voru um 150 málverk og höggmyndir á sýn- ingunni. Fréttabréf til Morgunblabsins Frá Klakksvík Þórshafnarbúar hafa ráðhús- vandamál, engu síður en Reyk- víkingar. Er mjög þröngt um bæj arskrifstofurnar í Þórshöfn í nú- verandi húsnæði. En nýlega kom sú snjalla tillaga fram á bæjar- stjórnarfundi þar, að gera gamla barnaskólahúsið í bænum að ráð- húsi Þórshafnar, þegar nýi barna skólinn, sem er stærðar nýbygg- ing, hefur verið tekinn í notkun. DANIR NEITUÐU UM ÁBYRGÐ Lánbeiðni þeirra (50 millj. fær. kr.), sem Færeyingar sendu Englendingum í sumar, hefur nú verið vísað frá, vegna þess að Danir veita ekki ríkisábyrgð fyr- ir láninu. Ef lánið hefði fengist átti að nota það til uppbygging- ar togaraflotanum í Færeyjum og til verksmiðjubygginga. Færeyingar samglöddust ís- lendingum, er það spurðist, að íslendingur hefði hlotið Nóbels- verðlaunin. Komst færeyska blaðið Dagblaðið svo að orði við það tilefni: „Millurn teirra sum fáa heið- urslönina í Stockhólmi, er ís- lendski rithövundurin Halldór Kiljan Laxnes. Verður tað rokn- að fyri serstakan heiður fyrir ís- land, at hann fekk heiðurslönina. íslendska stjórnin hevur sett fram uppskot um, at Laxnes skal ikki gjalda skatt av heiðurslön- inni — annars kom jú lítið at verða eftir av henni til hansara. Á Landsbókasavninum (í Þórs- höfn) finnast nógvar av bókum Laxnesar“. SEÐLAR INNKALLADIR Allir gamlir færeyskir pen- ingaseðlar voru innkallaðir fyrir áramótin. Féllu þeir úr gildi þá, og er nú ekki hægt að fá þá inn- leysta, hvorki í bönkum í Fær- eyjum eða Danmörku. Eitt skipanna í rússneska veiði- flotanum við Færeyjar, síldveiði- skip nr. 186, strandaði norðan við Eiðisbyggð fáum dögum fyr- ir jól. Einn af áhöfninni hætti sér í land, en hlaut við það illt fótbrot. Leizt hinum Rússunum ekki á blikuna og héldu kyrru fyrir í skipinu um stund, en þeg- ar það var mjög hætt komið af leka, fóru þeir allir að lokum á land, um tuttugu að tölu. Fengu þeir góðar viðtökur hjá fólkinu í Eiðisbyggð, en sama dag kom dráttarbáturinn Purga, frá flot- anum og sótti þá. Þá var mikill sjór kominn í skipið. Útflutningur frá Færeyjum, jan.—sept. 1955 var tæpar 40 millj. fær. króna, móti 47% millj. á sama tíma árið áður. Aðalút.flutningsafurðirnar eru saltfiskur, síld og lýsi. —Fréttaritari. ÞŒeMM tmsS®sk£ £ kám £ Rau&astsndshreppi Kennt um slæmum fóbrum Hvallátrum, Rauðasandshreppi, 6. marz. TÍÐARFAR var ágætt í Rauðasandshreppi seinnipart Þorra og framan af Góu. Var þá snjólétt og jörð víða auð. Fyrir um það bil viku síðan, gerði frost og talsverða snjóa. VEGIR BÍLFÆRIR Bílvegir hafa verið færir innan hreppsins fram til þessa. Að vísu þurfti að moka vegi nú eftir hretið víða í hreppnum, en vel tekizt að halda þeim opnum. Er nú bíifært að Látrum. FÉ LÉTT Á FÓDRUM Fé hefur verið létt á fóðrum í vetur, enda hefur verið hægt að beita því með gjöf flesta daga. Fjörubeit hefur verið ágæt á þeim stöðum sem um hana er að ræða. VEIKI í KÚM Talsvert hefur borið á lasleíka í kúm í hreppnum. Á Hvalskeri kvað svo mikið að þessu, að slátra þurfti tveimur kúm. Einn- ig þurfti að slátra tveimur öðr- um á Rauðasandi. Á öðrum bæj- um hafa kýrnar veikzt, en ekki alvarlega. Er um kennt slæmum fóðrum. GOTT HEILSUFAR Heilsufar hefur verið gott að telja má í sveitinni, að imdan- teknu því, að mænuveiki hefur stungið sér niður á nokkrum bæjum, en álvarleg tilfelli hafa engin orðið. FUNDAHÖLD Á föstudag og laugardag s.l. voru haldnir í Örlygshöfn spari- sjóðsfundur, almennur hrepps- fundur, búnaðarfélagsfundur og aðalfundur slysavamadeildarinn- ar Bræðrabandið. v \ \.i m »H ULOFUN ARHKIINGAR 14 karaca og 18 karata PIERRE MENDÉS FRANCE hinn víðkunni franski stjórnmálamað- ur er algjör bindindismaður og afskipti hans af áíengismálum Frakka hafa vakið heimsathygli. En það leikur ekki á tveim tung- um, að hann er ekki einn um þá skoðun frammá-manna Frakk- lands, að ástand éfengismálanna þar í landi, sé eitt alvarlegasta og um leið erfiðasta vandamál, sem þjóðin á við að glíma nú. Nýlega birti blaðið Jeune Europe, sem er málgagn „Æsku- lýðshreyfingar Evrópu“ í Frakk- landi undir fyrirsögmnni „Kven- fólkið kýs gegn áfengisklíkunni“ frásögn af ráðstefnu, sem haldin var um áramótin síðustu í París þar sem vísindamenn og stjórn- málamenn ræddu áfengismálin. Hin franska landsnefnd gegn áfengisbölinu boðaði til ráðstefn- unnar. Meðal þeirra sem þátt tóku í ráðstefnunni, voru: Rhoda- in aðalritari hjálparsamtaka katólikka, Charles Westphal próf. varaforseti mótmælendasam- bandsins Heuyer prófessor, yfir- maður borgarsjúkrahúss Parísar og Eugéne Claudius-Petit fyrr- um ráðherra, svo nokkur nöfn séu nefnd. Frummælandi var Heuyer prófessor og vakti ræða hans mikla athygli. Meðan á styrjöld- irlni stóð og nokkru eftir hana, sagði hann, fór tala áfengis- sjúklinga mjög fækkandi í Frakk landi, en eftir því sem linað var á hömlunum jókst tala þeirra aftur svo og dauðsföll af völdum áfengisneyzlunnar. Af hverj um þrem atvinnuslysum eru tvö vegna drykkjuskapar. Af drýgð- um glæpum eru 40% — og sum- um tilfellum allt að 72% af völd- um áfengisins. í ljósi þessara staðreynda, leit Heuyer prófessor svo á, að fyrir- huguð aukning sjúkrahúsa, með byggingu tólf nýrra geðsjúkdóma hæla, myndi hvergi nærri nægi- legt. Claudius-Petit fyrrum ráðherra sagði meðal annars: Erindi mitt mun hafa á sér nokkurn pólitísk- an blæ. Á þjóðþingi voru er klíka áfengisformælenda, sem er skip- uð þingmönnum yst frá vinstri og ýst frá hægri og allt þar á milli — tengdir ósýnilegum böndum og stjórnað að ósýnileg- um leiðum. Allt frá lokum fýrri heims- styrjaldar hefur franska ríkið ,,yfirtekið“ alla offramleiðslu áfengisframleiðenda, án nokkurs gagns og nú nemur sú upphæð sem varið er til kaupa af ríkis- ins hálfu á þessari offramleiðslu um 35 milljörðum. Árið 1954, sagði Claudius-Petit, jókst áfeng- isframleiðslan um 78 milljónir hektólítra. Ekki var hægt að losna við nema 60 milljónir hektólítra, en því sem eftir var, hefur verið breitt í brennivín. Það kostaði 20 milljarða. Þrjár milljónir opinberra áfengisbruggara framleiða um 600 þúsund hektólítra áfengis. En sannleikurinn er sá að þessa tölu má margfalda með tveim. En á vegum hinna 3 millj. brenni- vínsbruggara, lætur nærri að muni vera um átta til níu millj. kjósenda, það skýrir vissulega áhrifin á þjóðþingið og ýmsa fulltrúa þar í afstöðunni til áfengisframleiðslunnar. Til þeirr ar afstöðu taka engin flokks- bönd. Hægri og vinstri fallast þar í faðma. Til styrkt.ar áfengis- bruggurunum kaupir franska ríkið áfengið á 70 franka líterinn en selur hann aftur á 22 franka. Afleiðingarnar eru augljósar’ Árið 1955 kostaði áfengis- neyzlan frönsku þjóðma um 215 milljarði, upphæð sem samsvar- aði byggingarkostnaði húsa yfir 430 þúsundir manna. Gleðilegt tímanna tákn er þó það, sagði Claudius-Petit að lok- um, að konur Frakklands eru nú sem óðast aðhertýgjast til baráttu gegn allri þessari áfengisómenn- ingu, sem oss hefur herjað um of langt skeið. En vissulega eru það og konurnar, sem harðast hafa orðið fyrir barðinu á áfeng- inu. (Áfengisvarnarnefnd Rvíkur). 1 RÚSSNESKA tónskáldið Aram Katshatúrian hefur skrifað hlý- lega grein um ameríska tónskáld- ið George Gershwin í tímaritið „News“, sem gefið er út á #nsku í Moskvu. Katshatúrian sagði, að Gersh- win væri „sannur tónsmíðamc ist- ari og tónskáld, sem ævilrngt hefði notið almennrar viðurkenn ingar alþýðu manna og væri aug sýnilega of lítils metinn af öðrum tónskáldum". Og rússneska tón- skáldið heldur áfram og segir: „Nú eru liðin 18 ár frá því að Gershwin lézt. Þúsundir af són- ötum, sinfóníum og kvartettum, sem samin hafa verið á þessum árum hafa horfið í gleymskunnar djúp. En tónverk Gershwins lifa og ávaxtast. Þau eru komin í tölu sígildra tónverka, sem ameríska þjóðin er réttilega hreykin af og nú á tímum ér því ekki hægt að tála um ameríska tónlist án þess að taka tillit til tónlistararfsins, sem George Gershwin lét eftir sig“. Hinn 26. desember s.l. hófust sýningar á hinni frægu negra- óperu George Gershwins „Porgy and Bess“, í Leningrad. Óperuna sýndi amerískur leikflokkur, sem undanfarin fjögur ár hefur ferð- azt um flest lönd Evrópu og S.- Ameríku. Hann er talinn vera fyrsti ameríski leikflokkurinn, sem heimsækir Ráðstjórnarríkin. Stórblaðið New York Times seg- ir, að í lok frumsýningarinnar á óperunni í Leningrad, hafi áheyr- endur staðið og klappað í meira en 10 mínútur. Sendiherra Banda ríkjanna, Charles E. Bohlen, og háttsettir rússneskir embættis- menn héldu ræður að sýning- unni lokinni. Lify Pons hefur sungið 25 ár yið Mefropéiít an •tass HIN fræga kólóratúr-sópran- söngkona, Lily Pons, var heiðr- uð í Metrópólítanópex unni hinn 3 janúar s.l. Ákveðið var að halda hátíðasýningu til að minnast þess að 25 ár eru liðin síðan hún kom fyrst fram hjá Metrópólítanóper- unni. Það var hinn 3. janúar 1931 og fór hún þá með aðalhlutverk- ið í „Lucía di Lammermoor". Á hátíðasýningunni mun Lily Pons syngja hlutverk Gildu úr Rigó- letto, Lúcíu úr Lucia di Lammer- moor og aríur úr óperunum Linda di Chamouix, Mignon, Lakme og Le Rossignol, Aðeins eínu sinni áður hefur Metrópólítanóperan haldið slíka hátíðasýningu, en það var árið 1918 til heiðurs Enrico Caruso. Voru þá liðin 25 ár, frá því að hann byrjaði að syngja í óperum, en hafði þó ekki starfað við Metrópólítanóperuna allan þanht tíma. Starfsferill Lily Pons er ein- stæður meðal óperusöngvara og í sögu Metrópólítanóperunnar. — I Lucrezia Bori hafði sungið hjá Metrópólítanóperunni í 24 ár, er hún dró sig í hlé árið 1936. Rosa Ponselle söng í óperum í 20 ár, Emma Eames í 19 ár og Ger- I aldine Farrar í 16 ár. Lily Pons hefur aldrei misst úr neitt starfs- ár á þessu tímabili. í vetur mun hún koma fram á ómleik- um auk þess sem hún syngur í 1 óperum og í sjónvarpi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.