Morgunblaðið - 08.03.1956, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.03.1956, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. marz 1956 MORGUNBLAÐIÐ 19 RAFúrka eyk$t itr 2 feiilj. liw, í Sbíilj. notfca, Læknisrád vikunnar: Þegar barnið sýgur sig Uppdrátturinn sýnir, að 700 km. langt stöðuvatn mun myndast fyrir ofan stífluna. Frjósamar ekrur munu fara undir vatn í Súdan, og þar munu 50 þús. manna verða heimilisiausar. Talið er að stíflan verði ekki byggð á skemmri tíma en 10 árum, ef við hana vinna 15 þús. manns að stað- aldri. Pýramídinn mikli var byggður á 28. öld fyrir Krists burð, og tók smíðin 100 þús. þræla — 20 ár. — Aswan-stíflan — hennar er stórkostlegt framfaramál egypsku þjóðarinnar t,FURÐUVERKIN“ ERU SMÁSMÍÐI í SAMANBURÐI VIÐ STÍFLUNA MIKLU Fyrir nokkrum dögum var það tilkynnt, að Alþjóðabankinn hafi boðið Egyptum 200 milljón dollara lán til byggingar Aswan- stíflunnar. Vesturveldin og Rúss- ar hafa einnig hvort um sig boð- ið Egyptum fjórhagslega aðstoð til að hrinda þessu verki í fram- kvæmd. Boð Bandaríkjanna og Breta hefur verið þegið, en Rúss- ar hafa hingað til fengið nei. Þessi fyrirhugaði stíflugarður, sem verður um 950 km. fyrir sunnan Kairó, verður eitt af mestu mannvirkjum, sem nokk- urn tíma hafa verið reist í heim- inum. AJlar stórbyggingar forn- aldarinnar, sem enn standa í Egyptalandi — og hafa verið nefnd „furðuverk heimsins" — verða smásmíði í samanburði við stífluna miklu við Aswan. Þetta er ef til vill ekki sambærilegt, því að hið nýja mannvirki verður byggt með aðstoð þeirra full- komnustu og stórvirkustu tækja, sem vísindin ráða nú yfir. Engu að síður er talið, að stíflan verði 17 sinnum meira mannvirki en egypzku pýramídarnir, sem þó hafa verið taldir miklar bygg- ingar. SU FYRSTA BYGGÐ UM ALDAMÓTIN En hugmyndin um stíflugarð í Níl er ekki ný. Þegar þessi lífæð Egyptalands flæðir yfir bakka sína, skilur hún eftir þunnt lag af frjósömum jarðvegi á ökrun- j um — og gegnvætir allt gróður-í lendi — og gefur því aukinn gró- mátt. Vegna þessa hefur áin hlot- ið þetta tignarlega heiti — lífæð Egyptalands. Fyrr á öldum, reyndu egypskir bændur að veita vatni úr N'i yfir akra sína — með smástíflum, en það var ekki fyr en árið 1898, að hafizt var handa um að byggja stíflugarð yfir fljótið þvert. 18 þúsund menn unnu að stíflu þessari í fjögur ár, og var hún þá talið eitt hið stórkostlegasta mannvirki, sem gert hafði verið í heiminum fram á þann dag. VARÐ STRAX OF LÍTIL Á þeirra tíma mælikvarða var þetta mjög fullkomið áveitu- kerfi, og var það álit stjórnar- valdanna, að hún gæti séð bænd- um Nílardalsins fyrir nægu vatni á akrana — að minnsta kosti í næstu fimmtíu árin. En þá var ekki reiknað með, að notagildi áveitunnar yrði eins mikið og á daginn kom. Hún olli því nefnilega að hægt var að auka ræktað land í Nílardalnum að miklum mun — og fólksfjöld- inn á þessum slóðum fór að vaxa jafnt og þétt — úr átta milljón- um — upp í 21 milljón í dag. Er fólkið fór að streyma til hinna nýju landsvæða, varð það strax ljóst, að stíflan fullnægði ekki aukinni þörf áveituvatns. YFIR FLÓÐATlMANN VERÐUR AÐ OPNA ALLAR FLÓÐGÁTTIR Árið 1912 var því byrjað að stækka stífluna til muna — og aftur var hún stækkuð skömmu eftir 1930. Síðan hefur hún ekki verið endurbyggð — og er nú svo sem að líkum lætur, farin að láta á sjá. Þrátt fyrir að gamla stíflan sé mikið mannvirki, er hún hvorki nægilega sterk eða stór til þess að taka við öllu vatnsmagni Nílar, þegar vöxtur er í fljótinu. Yfir aðal-flóðatím- ann, frá júlí fram í miðjan októ- ber, verður þess vegna að opna stíflugarðinn algerlega — og rennur þá vatnið óhindrað til wm „Furðuverkin“ munu ekki falla í gleymsku, þrátt fyrir að Egypt- ar byggi nú 17 sinnum meira mannvirki en Pýramídinn mikli er. Myndin er tekin af eystra bakka Nílar, og bera Pýramídarnir hátt við himin hinum megin fljótsins. sjávar. Er óhætt að reikna með, að 40% af samanlögðu vatns- magni fljótsins komi þar af leið- andi ekki að notum til áveitu. NYJA STIFLAN ER MIKLUM ERFIÐLEIKUM BUNDIN Egypska stjórnin skipaði árið 1953 nefnd, sem rannsaka átti möguleika á endurbótum á gömlu stíflunni — eða byggingu nýrr- ar. Komst nefndin að þeirri nið- urstöðu, að hagkvæmast yrði að byggja nýja stíflu skammt fyrir sunnan þá gömlu. Þó voru tvenn- ir erfiðleikar í því sambandi, sem virtust lítt yfirstíganlegir. f fyrsta lagi yrði verkið ofviða efnahagi Egypta — og í öðru lagi mundi hinn nýi stífluveggur leggja stórt landsvæði innan landamæra Sudans undir vatn. FJÁRHAGSÖRDUGLEIKAR Fjármagnið, sem til hinnar nýju stíflu þarf, er geysilegt. Upphæðirnar, sem nefndar hafa verið eru allt frá 12 til 23 mill- jörðum ísl. króna. En fjárútlát þessi eru Egyptum ofviða, þrátt fyrir að reiknað væri með lægstu áætlunum. Egyptar leituðu þá hófanna hjá Alþjóðabankanum, en hann dauf- heyrðist í fyrstu við öllum slík- um lánbeiðnum. En þá komu nýir aðilar til sögunnar, sem áttu eftir að breyta öllum gangi mál- anna. Rússar byrjuðu að viðra sig upp við Egypta — og árang- urinn var sá, að kommúnistar sendu þeim ógrynnin öll af vopn- um. í haust mun svo hafa borizt boð frá Kreml þess efnis, að Rússar væru reiðubúnir til þess að veita Egyptum lán til fram- kvæmdanna. NASSER ÞÓTTIST SKYNJA HÆTTUNA Nasser sá, að það gat haft hættulegar afleiðingar í för með sér fyrir Egypta, að þeir snéru sér algerlega í austur. Þeir höfðu þegið mikil vopn frá kommún- istum — og tækju þeir lán hjá þeim til stíflubyggingarinnar, mundu þeir þar með reisa vegg milli sín og hinna frjálsu þjóða. En hættulegra yrði það þó fyrir Egypta, að með slíkri alhliða aðstoð af hendi Rússa, efldust ítök þeirra í Egyptalandi um of — og Nasser þorði ekki að hætta á slíkt. Efnahagsmálaráðherra Egypta- lands, Moneim, fór því í skyndi til Washington til viðræðna við ráðamenn þar. Árangurinn af þessari för Moneims var sá, að bæði Bretar og Bandaríkjamenn buðu Egyptum efnahagslega að- stoð. Alþjóðabankinn kom síðan í kjölfarið, eins og flestum mun nú vera kunnugt. Framh. á bls. 31 ÞAÐ er mjög algengt að unga- börn sjúgi á sér fingur og mun það vera af eðlilegri þörf. En þörfin fyrir að sjúga er mjög misjafnlega mikil hjá hinum ein- stöku börnum. Sumum nægir að sjúga á meðan þau eru að tæma ! brjóstið eða pelann, en önnur 1 hafa þörf fyrir að sjúga bæði lengur og oftar og þá uppgötva , þau fljótlega að hægt er að not- j ast við fingurinn. Sagt er að brjóstabörnum sé ekki eins tamt að sjúga fingur eins og börnum sem drekka úr pela. Ef það er rétt mun ástæðan sennilega vera sú að móðirin læt- ur barnið nokkurn veginn um það hve lengi það liggur við brjóstið, en þegar barnið sem drekkur úr pela hefur tæmt hann er pelinn tekinn burt. Það er þó engin ástæða til að víkja að verulegu leyti frá fyrri reglum um máltíðir brjóstabarna. Barn sem hefur fengið nægju sína á 10 mínútum á ekki að liggja við brjóstið í 40 mínútur. Stund- um er gott ráð að setja mjög lítil göt á „túttu“ pelabarnsins til þess að það geti fullnægt hvöt sinni til að sjúga um leið og það tekur til sín mjólkina. — Hvað er þá um „snuðið“ að segja? — Auðvitað er hægt að notast við fingurinn í staðinn fyrir snuðið. En áðallega eru tvær ástæður fyrir því að læknar hafa verið því mótfallnir að börnin séu vanin á að hafa „snuð“. 1) Þeim hefur fundizt það óeðli lega að beinlínis kenna börnum að þykja vænt um „snuð“, þó þau hafi ef til vill enga þörf fyrir það. Mörgum börnum er „snuð“ alveg óþarft, en ef snuði er stung ið þráfaldlega upp í það, þá getur vel svo farið að barnið láti sér það lynda fyrst í stað, en verði það síðan ómissandi. Því á að kenna börnum slíkan óþarfa ef þau verða honum síðar háð? Ungabarn sem hefur vanizt „snuði“ fer að gráta um leið og „snuðið“ dettur út úr því. 2) Ef ekki er gætt hins fyllsta hreinlætis getur „snuðið“ oft haft áhættu í för með sér. Að vísu ‘ geta þeir sem eru með og þeir sem eru á móti „snuðinu" deilt um þetta atriði lengi án þess að j komast að nokkurri niðurstöðu. Þegar sá sem er á móti segir: , „snuðið" getur dottið á gólfið, en það gerir fingurinn ekki, þá svarar hinn: ef ,,snuðið“ óhreink- ast, þá má sjóða það, en ekki er hægt að sjóða fingurinn. Ef lækn ar væru sannfærðir um að í hvert sinn sem ,,snuð“ óhreink- ast væri það soðið, áður en því væri stungið aftur upp í barnið, þá skipti ef til vill öðru máli, því ekki er hægt að neita því að „snuðið“ er til bóta þegar um óróleg börn er að ræða. Ekki er hægt að skýra á sama hátt þegar stærri börn gera sér það að venju að sjúga fingurinn, eins og þegar ungabörn gera það. Þá orsakast það af því að barn- ið finnur einhverja huggun í vandamálum tilverunnar með því að sjúga fingurinn. Þumalfing- inum er stungið í munnin, þegar barninu finnst það vera útundan, þegar því leiðist eða þegar það er þreytt, ef stöðugt er verið að setja ofan í við það, ef það fær aldrei að gera það sem það lang- ar til að gera, þegar það er hrætt eða kvíðafullt fyrir einhverju. Venjulega er hér um að ræða börn sem höfðu mikla þörf fyrir að sjúga frá fæðingu. Sjaldan byrja börn á því að sjúga fingur þegar þau eru komin á annað ár. Ef tekið er tillit til þess hverj- ar eru orsakir þess að stærri börn sjúga fingur, liggur það í augum uppi að ekki er ráðlegt að refsa þeim eða þvinga þau til að hætta. Hvoru tveggja gerir aðeins illt verra. Menn ættu heldur að minn ast þess að börn, sem að öllu leyti eru heilbrigð, líkamlega og andlega, og sem líður vel og una sér vel, sjúga sjaldan fingurinn. Gerir þá nokkuð til þótt unga- börn sjúgi fingurinn? — Á meðan börnin eru tann- laus, gerir það ekkert. Fingurinn þolir það vel. Ef börnin halda áfram að sjúga fingurinn eftir að mjólkurtennurnar eru komnar, getur það stundum orsakað að framtennurnar ganga fram i efri góm og framtennurnar í neðri góm ganga inn. En venjulega lag ast það aftur af sjálfu sér, án þess að það skaði kjálkann eða full- orðinstennurnar. Nigeríumenn ánægðir með ísl. skreiðina FRÁ Samlagi skreiðarframleið- enda hefur blaðinu borizt skýrsla Braga Eiríkssonar fulltrúa, um ferð hans á vegum samlagsins til Afríku. Þangað er nú seld árlega skreið í allstórum stíl, svo íslenzka skreiðin er orðin vel þekkt verzl- unarvara í Nigeríu og brezku og frönsku Cameroon. Er innflutn- ingurinn langsamlega mestur til Nigeríu. Það kemur fram í skýrslunni, að ísl. skreiðin er í góðu áliti þar syðra. Ríkisstjórnin í Nig- eríu t. d. er mjög ánægð með skreiðina. Innflutningur hennar þangað hafði haft það m. a. í för með sér, að verðið er frekar við hæfi almennings. Ríkisstjórnin þar hefur mikinn hug á því, að fá sem allra bezta vitneskju um framleiðsluhætti hér. Eitt mesta vandamál allra skreiðarinnflytjenda í þessum Afríkulöndum er stærð skreiðar- farmanna. Vegná strjálla skipa- ferða til Nigeríu, berst oftast of mikið að í einu. í skýrslunni bendir Bragi Ei- ríksson á þrjú veigamikil atriði í sambandi við skreiðarfram- leiðsluna. Hausun er áfátt, of lítið af hnakkafiskinum fylgir bolnum, en á norsku skreiðinni er hnakka fiskurinn allur með. Neytendur skýrðu Braga frá því að þeir keyptu fyrst á markaðnum þá skreið, sem hnakkafiskurinn væri á, en síðan er hinn fiskurinn keyptur. Bragi getur þess að skreiðin sé matreidd á þann hátt að bleyta hana upp, síðan er hún soðin með kryddi, ávöxtum og grænmeti í mauk eða stöppu. Annað atriði, sem hann bendir á í skýrslunni er nauðsyn þess, að fiskurinn hangi á lífoddanum, með því verður hann fallegri út- lits. Þriðja atriðið er, að það kemur fyrir, að fiskurinn bogni eða brotni þegar honum er þrýst saman um leið og vírbinding hans fer fram. Varð umlir rafmagns sfaur oa færbrofnaði AKRANESI, 3. marz. — Fyrir réttum hálfum mánuði, varð það slys upp við Belgsholt í Mela- sveit, að maður lærbrotnaði, er verið var að losa rafmagnsstaura af bíl. — Var það Björgvin Ól- afsson bílstjóri, til heimilis að Suðurgötu 94, Akranesi. Björgvin kom með bíl sinn fermdan rafmagnsstaurum er losa átti í Belgsholtslandi, en er búið var að leysa bóndin af hlassinu, rann bíllinn til. Björgvin skauzt inn í bílinn til þess að setja hann í gír, en er hann fór út aftur, hrundu tveir staurar á hann með þeim afleiðingum að hann lær- brotnaði. Símað var eftir héraðslæknin- um á Akranesi og sjúkrabíl. Var Björgvin fluttur í sjúkrahúsið á Akranesi og þar gert að sárum hans. Honum er nú farið að líða vonum fremur. •—Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.