Morgunblaðið - 08.03.1956, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.03.1956, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 8. marz 1956 MORGUNBLAÐIÐ 29 STEFAN HANNESSON. FIMM SKAfTFELLSKAR HÚSFREYJUR Á TÆPUM tveimur árum hafa 5 konur látist, er skipuðu hús- freyjusess hér í Dyrhólahreppi, allar fyrir aldamót, lengri eða skemmri tíma, ár eða áratugi í byrjun þessarar aidar. Það eri sameiginlegt um þær allar, að þær flytja héðan áður en lífsorka þeir -a er að þrotum komin cg löngu fyrir dánardtegur. Allar bei ast þær með straumnum, með sínu fólki eða á eftir því. Á þessari öld heíur það ekki verið nýung. í sveitum að sjá eitt og eitt heimili flytja alfarið að sjónum eða til Reykjavíkur. Mar ;oft hefur það iarið, sem var mikil eítirsjón að. fíveit og land á „e.tíhvað gott á hverju blaði“, en misgott er það. Sjaldgæfa man íkosti má sveit sizt við að missá. Ef allar þessar húsfreyjur, ásamt eiginmönnum þeirra tveggja, sem fluttu héðan áður en þær urðu ekkjur. og öllum börnum fjögra og flestum 5. heimilisins hefðu flutt héðan al- fariö á tæpum tveimur árum, þá hefðu komið hér í Dyrhólahreppj manndóm hans og menningu, tómlegar eyður, mjög áberandi, vegna þess að á fjórum heimil- anna kom ekkert í staðinn og fátt á því 5. Fólkið sem tók við, hafði allt verið hér áður, lengur [ eða slcemur, búandi og starfandi, í félagi við það sem fór. Aðeins tengdadóttir. ekkja, ásamt tveim- ur sonum sínum er nú á einu heimilinu eftir. Þessir flutningar dreifðust hins vegar á áratugi, það dró úr snögg um áhrifum á heildarmyndhrepps ins. En tapið dylst ekki þeim er sjá yfir 60 ára svið. Margt af þessu fólki, og ef til vill mætti segja allt, öll heimilin, voru í fremstu röð og höfðu um tugi ára sett menningarsyíp sinn á Dyrhóluhrepp. Allar þessar 5 húsfreyjur hafa eytt sinum feg- urstu þroskaárum og orku í þarf- ir hreppsbúa aldra og óborinna svo að þeir njóta nokkurs góðs af enn. Margir hafa þann hátt á er þeir minnast fluttra og íarinna að rekja ættir. Ég leiði það að mestu hjá mcr og ber tvennt til. Ég er ekki ættfróður og er heldur ekkí að lýsa ættbálki, heldur ein- stakri manneskju. Svo er hitt, að mér befur lengi þótt gott svar forsetans franska, sem var spurð- ur um, hvers son hann væri: „Ég er sonur verka minna“, var svar- ið. En ég kemst ekki hjá þvi, er ég minnist á þessar merku húsfreyjur, að fara nokkrum orðum um lífsförunauta þeirra, þá er ég hafði kynni af, því að þær hafa átt meiri og minni þátt í störfiim manna sinna, beiniínis og óbeinlínis, stundum mjög veigamikinn. Þá hafa þær sjálfar hafst til þroska við hlið manna sinna, sýnt að þær höföu aóða hæfileika, sem eigi hafði verið lögð nægileg rækt við í unpvexti eða sáust þá fyrst gremilcga, er mikið rTeyndi á, Af þessum 5 lconum urðu fjór- ar háaldraðar. Aðeins ein dó á áttræðisaldri (78 áraf. Hún lézt fyrir jólin í hittiðfyrra, Það var „Ragnliildur á Hvoli“. Ragnhildur Jónsdóttir Einars- sonar var fædd og uppalin á Hvoli. Þar var hún húsfreyja í 15 ár og s’.ðan 30 ár á Stóra-Hofi á Rangárvöllum. Móðir Ragnhild- ar vai' Clróa Árnadóttir frá Dyr- hólum, systir Þorsteins hrepp- stjófa Dyrhólahrepps lengi. Maður Ragnhildar var hinn al- þeklcti "ramfaramaðúr Guðmund ur Þorbjarnarson, síðast lengi formaður Búnaðarsamb. Suður- lands, rvo að segja allt í öllu í umbótarnálum frá Skeiðarár- sandi vestur fyrir Selvog, „ólm- ur maður“ á líkan hátt og Tómas Sæinundsson að sögn Páls Melsteds. Ég hafði náin kynni af þeim KVEÐJUORÐ Ragnhildur á Hvoli. ágætu hjónum meðan þau bjuggu á Hvoli og þori að fullyrða, að Ragnhildur var manni sínum í engu síðri í því, sem mest er um vert, varir og lifir í minnum, til vaxtar og þroska samferða- manna. Hún var góð kona, glæsi- leg húsfreyja svo af bar þótt viða væri um litast. Gestrisni hennar var um fram allt innileg, þátttaka í högum þeirra, sem að garði báru, tók venjulegum veit- ingum fram þeim, sem á borð eru bornar. Þær voru þar eins og sjélfsagt aukaatriði. Af sorg- blandinni reynslu, eftir sáran barnamissi, hafði hún fljótt kom- ist að því, að margir áttu um sárt að binda og voru andlegir þurfta- menn,þó að þeir létu ekki á því bera. Hún hafði lag á og gætni til að ýfa ekki upp mótlæti, en reyna að mýkja mein. Og að sama skapi var hún næm á hitt, að gleðjast og fagna hjartanlega, ef hamingja brosti við gestunum. Ragnhildur var gáfuð kona, sá mörgum betur inn í fylgsni hug- ans, gat því oft getið nærri og var nærgætin. Gesiir hennar fóru jafnan hressir, glaðir og þakklátir og fundu að þeir höfðu verið þeim hjónum kærkomnir. Að afloknu löngu og erfiðu húsfreyjustarfi á tveimur höfuð- bólum Suðurlands, varð það hlut- skipti þessarar gæðakonu að þola langvarandi sjúkdómsþrautir áð- ur en yfir lauk. Það var bágt og ég held að hún hafi ekki átt það skilið. En hvern er að salca- Og — hver veit, hvað má sér mest til mikils þroska, þá er kemur til föðurhúsa annars heim, þangað, sem „sérhver rún ei ráðin og raunaspurning“ mannsandans í rökkri tilverunnar hér um slóðir. Svo liðu nokkrir mánuðir. I fyíravor, í grænum grösum, barst hingað andlátsfegn Guð- rúnar frá Skeiðflöt. Þótt hún væri komin yfir áttrætt, kom fregnin fremur óvænt. Heilsan hafði lengstum verið góð. Guðrún Markúsdóttir var ætt- uð, fædd og uppalin í Flóanum í Árnessýslu, fluttist hingað aust- ur nálægt 1890 og giftist Grími Einai syni í Steig. Bjó með hon- um á Skeiðflöt en missti hann eftir fá;-ra ára sambúð. Eignuðust lau 3 börn og er Kristófer, bú- fræðingur L Reykjavík, elztur þeirra. FVrh' aldamót giftist Guðrún i annað sinn. Seinni maður hennar var jþn Jónsson Sigurðs- sonar og Kristínar Árnadóttur áá Dv, h ' er ••'uggu í Skarðs hiálí. iyu. Kdjnst é.sr í ná "-enni við þau SkrciðClatarlijón um akla- nót. Bjuggu þau þar r- ðan eúðu búi fram til þess er Jón fell i'rá, 1926. — Jón á Skeiðflöt var vel greind- ur, hagvirkur og atorkumaður. Mannkostamann hef ég engan þekkt honum meiri og helzt eng- um honum jafnan. Hann var „mannbætandi", eins og Kristó- fer stjúpsonur hans sagði um hann látinn. Nokkru eftir að Guðrún missti Jón fluttist hún úr Mýrdaln- um ásamt þremur börnum sínum af seinna hjónabandi, en þau voru fimm. — Son j missti hún, Guðjón að nafni, i ; sjóinn, efnismann, nokkru eftir i að Jón féll frá. Varð henni það mikill og þungur harmsauki. — Hún fluttist til Kristófers sonar síns og Guðnýjar konu hans. í skjóli þeirra, tveggja dætra, ! Grímheiðar og Auðbjargar, og 1 Markúsar sonar síns á Silfur- teigi, lifði Guðrún síðustu árin og leið vel. Öll búskaparár sín (yfir 30) og langt fram á efri ár var Guð- rún heilsugóð og framúrslcarandi dugleg, mikilvirk og áhugasöm að hverju sem hún gekk, utan liúss sem innan. Mun þess hafa gætt fram á siðustu ár. Guðrún fylgdist mjög vel með verklegum nýungum alla sína búskapartíð og að sama skapi fylgdist hún síðar og þar til yfir- lauk mjög vel með apdlegum hreyfingum og eins og hún var þess hvetjandi, að maður hennar keypti fyrstu sláttuvélina, sem kom í Dyrhólahrepp, svo hvatti hún yngri sem eldri að kynna sér andlegar nýungar og gerði það sjálf fram í háa elli. Það var því engin furða, sem ég held að mér hafi ekki missýnzt eða glap- skilizt, að Guðrún væri alltaf að vaxa. Og hún tók sífellt vexti í tillitssemi og góðvild til sam- ferðafólksins. Hæfileikinn að verða fyrir góðum áhrifum og læra „gott á meðan mátt“, var ótvírsfeður. Og áreiðanlega þrosk- aðist hún líka í samstarfi við Jón, mann sinn, og síðar fvrii’ minningar um hann í 30 ár. Sá er líka ávinningurinn af því að skipta hugsunum og orð- um við lundgöfuga, þroskaða menn. Við það verður kona sem maður aliaf á vaxtarskeiði. Þetta bera börn Guðrúnar líka öll með sér, eldri sem yngri. Gott heimili er jafnframt góður skóli, enda fær enginn skóli áorkað miklu, til betri siða og hugar- farsþroska, án þeirra. En það þarf góða og varanlega hæfileika til þroska, til þess að fara sí- vaxandi fram í háa elli. Þá hæfi- leika hafði Guðrún Markúsdóttir á Skeiðflöt. Hún dróst aldrei aft- ur úr. Lík Guðrúnar var flutt hingað austur og jarðsett á blíðum sum- ai’degi í fyrravor í Skeiðflatar- kirkjuearði. Þá liðu nokkrar vikur. Um hásumar er sagt að Hall- dóra frá Litlu-Hólum sé látin. Halldóra Magnúsdóttir Ólafs- sonar í Ásum í Skaftártungu, fluttist hingað með foreldrum sínum og er gift Friðriki Björns- syni Bergsteinssonar frá Dyr- hólum (1890). Var hann alinn upp hjá móðursystur sinni á Litlu-Hólum og fer að búa þar 1891. Kotið var 1 hundr. að fornu mati, óræktaður harðbali. Hefur Friðrik þá fyrir nokkrum árum verið byrjaður á sínu mikla ævistarfi, að breyta minnstu bújörð landsins í bjarg- álna bújörð. Man ég vel eftir gýgjum 1783. Steinunn var talin atgerviskona mikil, tápmikil og vinnuforkur, stórvirk og mikil- virk utan bæjar sem innan. Henni er svo lýst af þeim er til þekktu, að hún hafi verið rílé- dræg og seintekin, þung í skauti, ef gengið var á hluta hennar, en óbrygðult 'tryggðatröll þeim er náðu hylli hennar. Ég sá Steinunni aðeins nokkr- • honum við áveitustörf 1888 og tel víst að hann hafi ekki hafið það verk síðar en 1885, þá 25 ára. En frá þeim tíma rná segja að honum slippi ekki umbótaverk þar úr hendi í hartnær hálfa öld. Vakinn og sofinn var hann að breyta þessum harðbala í bú- jörð einn síns liðs með skóflu, kvísl, ristuspaða og torfljá. Út- sjónin var fágæt, iðnin óþreyt- | andi og atorkan svo að segja dæmalaus. En þessi síeggja þreytti hann þó svo, að þessi I mikli gleðimaður, sem hann gat verið, varð fáskiptinn og kald- lyndur með köflum. Mæddi það ! helzt á Halldóru, sem var engu síður önnum kafin, kostgæfin og [ vel verlci farin, utan og innan j dyra. En hún var þolinmóð, þýð- j lynd og gætin í dagfari, svo að sambúðin var góð og reyndist farsæl. Studdu hvort annað til umbóta og framkvæmda og höfðu jafnan bjargálnabú með 7—8 manns í heimili. — Börnin voru 3 og varð kunnast þeirra Nikulás, umsjónármaður Raf- veitu Reykjavíkur um mörg árin síðustu. — Halldóra varð fyrir margs konar harmi áður en hún missti Þorstein, kennara, son sinn; mann sinn og loks Nikulás, En harm sinn bar hún í hljó'ði og var líka trúuð kona. Litlu-Hólana yfirgaf hún ekki fyrr en hún var komin á níræðis- aldur„ bjó þar seinast með Karó- línu, dóttur sinni, er hafði þá bú- ið þar með manni sínum fá ár og misst hann. Komin að hálfní- ræðu fluttist Halldóra loks alfar- in með Karólínu til Reykjavíkur og bjuggu þær þar báðar í skjóli Nikuíásar og Rögnu, konu hans, og eftir lát hans í húsum hennar og studd að síðustu af þeim báð- um, dóttur sinni og tengdadótt- urinni, komu þær með kistu hennar og fylgdu henni báðar til grafar, ásamt fjölmenni, á ljómandi sólskinsdegi í fyrra- sumar. Var auðséð báða þessa útfarar- daga, að margir mundu eftir Guð rúnu og Halldóru og mörgum var hlýtt til þess fólks, er með þeim hafði flutt. Þá liðu árstíðir. Fyrri hluta sumarsins er leið bai’st hingað andlátsfregn Stein- unnar Evjólfsdóttur. fyrrum hús- freyju á Ytri-Sólheimum, þá komin á hundraðasta aldursár. — Mun hún hafa verið ein af mörg- um afkomendum þeirra Skálar- bræðra, Sveins eða Ej'jólfs, er flúðu eldstöðvarnar og vandræð- CíHimni nfíir criviin frá T ,ílk A- Steinunn Eyjólfsdóttir. um sinnum. Hún var gerðarteg kona og myndarleg og bar með sér sjálfstraust í fasi. Steinunn hefur gifzt fvrir eða um 1880 Þorleifi Jónssyni, ætt- uðum austan af Síðu og missti hann nokkru eftir aldamótin. Börn áttu þau fjögur, tvo sonu og tvær dætur. Þeim átti ég ekki kost á að kynnast og man aðeins eftir Eyjólfi Þorleifssyni, upp- komnum myndarmanni. Hann er sagður vera á Selfossi, og ég veit eklci annað en að systkinin séu öll á lífi. Stuttu eftir að Steinunn varð ekkja hætti hún búskap og flutt- ist til Vestmannaevja og raeð henni systir hennar, Þórunn. — Bjuggu systurnar þar saman, höfðu nóg að gera og farnaðist vel um áratugi. Og Steinwnn hvílir þar. Til merkis um orku Steinunnar og vinunþrek meðan hún bjó á Sólheimum, hefur mér verið sagt að hún hafi getað lagt af sér prjónana og gengið í garðhleðslu, grjótvinnu og húsabvggingar, ef því var að skipta, að á fram- kvæmd stæði. Og trúað gæti ég þvíí að hún hafi ekki þurft fylgd yfir Jökulsá á góðum hesti, hana hafi hvorki brostið áræði né út- sjón til að velja manndrápsvatn, fremur en ýmsar aðrar skaft- feilskar konur til forna. Og ég er viss um, af orðfari, að það muni hafa verið eftirsjón og tap er allt það fólk flutti héðan á fyrsta tug aldarinnar. Steinunn hefur, að ég hygg, búið á Ytri- Sólheimum í aldarfjórðung og verið rúmlega fimmtug er hún flutti. Sumarið leið. Framh. á bls. 31 Vllborg frá Nikhél.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.