Morgunblaðið - 08.03.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.03.1956, Blaðsíða 8
24 W i> K U l\ H I. * tn H Fimmtudagur 8. marz 1956 Sigurvegari á veíli sem utan vaílar Miinchen 17. febr. 1956. AUSTUREÍSKU skíðamönn- unum, sem kepptu í alpagrein- um á Olympíuleikunum í Cortina, var fagnað ákaflega, þegar þeir komu heim til Aust urríkis. Á hverri járnbrautarstöð, sem þeir fóru um, var saman- kominn fjöldi fólks til að fagna þeim og víða var þeim tekið með ræðuhöldum. Þetta gekk svo langt að járnbrautar lestin varð mörgum klukku- stundum á eftir áætlun. Er þetta glöggt dæmi um það hve mikill áhugi er fyrir skíða- íþróttinni' í Austurríki, enda má segja að hún sé þeirra þjóðaríþrótt, ásamt knatt- spyrnu. Sigrar þeirra í Cortína voru óneitanlega glæsilegir. í alpa- greinunum unnu þeir 9 verðlaun; 3 gullverðlaun, 3 silfurverðlaun og 3 bronzverðlaun. Þar af átti kvenþjóðin 3 verðlaun. FÆRÐAR DÝRAR GJAFIR í Kitzbúhel í Tirol, en þar búa þeir Toni Sailer, Molterer og Ernst Hinterseor, tók bæjar- stjórnin á móti þeim skíðamönn- unum með mikilli viðhöfn; lúðra- blæstri og ræðuhöldum að við- stöddum flestum rólfærum bæj- arbúum. Borgarstjórinn tilkynnti að þeir þrír fyrrnefndu væru gerðir að heiðursborgurum Kitz- búhel. Toni Sailer fékk að gjöf frá bæjarstjórninni 1000 ferm. byggingarlóð og einnig fékk hann efnivið í heilt hús. Molterer fékk líka lóðarspildu og byggingarefni en Hinterseer varð að láta sér nægja sjónvarps- tæki. Þann 10. febr. fóru í boði ríkis- stjórnarinnar til Vínarborgar, þeir úr austurríska olympíulið- inu, sem unnið höfðu verðlaun á Olympíuleikunum. Á járnbrautarstöðinni í Vínar- borg var, þrátt fyrir gífurlegan kulda, samankominn til að hylla íþróttafólkið, sá mesti mannfjöldi sem nokkurn tíma hefur sést þar. Ríkisforsetinn Dr. Körner og kanzlarinn Ing. Raab, tóku á móti olympíuförunum með ræðum og þökkuðu þeim unnin afrek. Á eftir var þeim haldin vegleg veizla. Þar var hinn þrefaldi olymp’umeistari Toni Sailer, heiðraður á ýmsa lund. Meðal annars sæmdi ríkisstjórnin hann heiðursmerki, sem venjulega er aðeins veitt mönnum, er starfað hafa í þjónustu ríkisins og unnið sérstök afrek. SIGURVEGARI Á VELLI SEM UTAN VALLAR Það má segja að Sailer sé nú nokkurskonar þjóðhetja í Austur- riki eftir sigra sína í Cortina. Enginn skíðamaður í alpagrein- um hefur unnið annað eins afrek og hann. Aðeins 20 ára að aldri er hann þrefaldur olympíumeist- ari og fjórfaldur heimsmeistari (svig, stórsvig, brun og þrí kombination). Og Austurríkismenn eru ekki einungis hreyknir af sigrum hans á þessum olympíuleikum heldur og ekki síður með hve dæma- lausri hæversku hann hefur tekið öllum þessum ósköpum. Með sinni þokkafullu framkomu og látleysi vann hann hugi allra í Cortina. Það hefur rignt yfir hann í þúsundatali víðsvegar úr heim- inum bréfum og heillaóskum. Toni Soiler ingnoð sem þjóðketjn Eftir Óskar Cuðmundsson Úr fyrsta þætti „Stanz-Aðalblaut-Stopp“, sem Leitíielag Hafnar- fjarðar hefur nú hafið sýningar á. Kristbjörg Kjeld, Elín Ingvars- dóttir og Friðleifur Guðmundsson. Eaab kanslari Austuríkis afhendir Sailer hring að gjöf. Hringurinn var settur þremur steinum — tákn greinanna þriggja sem Sailer sigraði í. I Meðal annars fékk hann skeyti frá Píusi páfa XII. Hann hefur fengið tilboð frá mörgum kvik- , myndafélögum og einnig mörg j tilboð frá Bandaríkjunum um að | gerast þar skíðakennari á geysi- ! háum launum. En Sailer er stað- ráðinn í að hafna þessu öllu. Hann kvaðst óska þess helzt að komast heim til foreldra og syst- kina sinna heima í Kitzbúhel og taka til við sín daglegu störf. Bann er blikksmiður að iðn og vinnur hjá föður sínum. Toni Sailer er fæddur og uppalinn í Kitzbúhel í Tirol. Aðstæður þar eru allar mjög góðar til skíða- iðkana, enda er staðurinn mjög sóttur af skíðamönnum. BYRJAÐI Á SKÍDUM ÞRIGGJA ÁRA Þriggja ára að aldri fékk Toni fyrstu skíðin frá föður sínum, | Anton Sailer, sem var á sínum yngri árum mjög góður skíða- maður. Hann hélt syninum óspart við efnið og sagt er að hann hafi átt til að löðrunga Toni, ef hann ekki bar sigur úr býtum í keppn- um. Fjraman af aldri æfði Toni Sailer aðallega skíðastökk og er hann var 9—10 ára stökk hann oft 40—50 m. stökk. 12 ára að aldri tók hann að einbeita sér að alpagreinunum. Það er ákvörðun, sem hann sennilega sér ekki eftir. Fyrirmynd hans og lærifaðir var heimsmeistarinn Christian Pravda, sem einnig er frá Kitz- búhel. Sailer tók mjög skjótum framförum og 14 ára gamall sigr- aði hann sjálfan Pravda í stór- svigskeppni. Árin 1951 og 52 varð hann austurrískur júniormeistari í alpaþríkeppni. Fyrsta stórsigur sinn vann Sailer árið 1952. Það var á alþjóðlegu skíðamóti í Megéve í Frakklandi og meðal þátttakenda vofu allir beztu skíðamenn alpaþjóðanna. Þetta var rétt fyrir vetrarleikina 1952. Sailer var sendur með austur- riska olympíuliðinu til keppninn- ar. Hann sigraði þarna í bruni og álpátvíkeppni. Ekki var hann satnt sendur á olýmpíuléikana; til þéss 'þÓ'tti hann of ungur, enda nóg af möhnum er höfðu meiri keppnisreynslu. Veturinn 1952—53 byrjaði vel fyrir Sailer. Hann sigraði með yfirburðum Zugspitze-stórsvigs- keppnina sem var fyrsta stórmót vetrarins. Um jólaleytið var hann við æfingar með austurríska landsliðinu í Zúrs í Arlberg. Hann var þá svo óheppinn að fótbrotna illa og gat ekki stigið á skíði, það sem eftir var vetrar. Næsta vetur hóf hann að æfa aftur en fótbrotið olli því að hann komst ekki á heimsmeistara mótið í Áre 1954. Hann sigraði þó í mörgum skíðakeppnum þennan vetur, t. d. brunið í Arlberg- Kandahar-mótinu. EINSTÖK SIGURGANGA Síðan veíurin 1954—55 hefur Sailer verið í austurríska lands- liðinu og þennan vetur hófst sig- urganga hans fyrir alvöru. Hann sigraði nær allar brunkeppnir, sem hann tók þátt í t. d. Lauber- hornmótið og brunkeppni í Cort- ina. Og í vetur hefur hann sigr- að í öllum keppnum, sem hann heíur tekið þátt í, utan svig- keppnina í Lauberhornmótinu; þar varð hann í 2. sæti. Slík sigurganga er algjört einsdæmi. Eftir olympíuleikana lýsti Sailer því yfir að hann ætlaði að hvíla sig frá öllum keppnum um mánaðartíma eða þar til Arlberg- Kandaharmótið fer fram. Það verður um miðjan marzmánuð í Sestriere á Ítalíu. LÆRIMEISTARINN KEMUR Á VETTVANG Christian Pravda, fyrrverandi heimsmeistari frá 1954, sem verið hefur skíðakennari vestur í Sun Vally í Bandaríkjunum, hefur til- kynnt þátttöku sína í þessu skíða móti. Hann var dæmdur atvinnu- maður í fyrravetur fyrir brot á áhugamannareglum, en fékk áhugamannaréttindi sín aftur 1. febrúar s.l. Pravda hefur látið svo ummælt, að hann ætli að gera tilraun til að sigra fyrrverandi nemanda sinn Toni Tailer. Flest- ir munu þó vantrúaðir á að Pravda takist að sigra því Sailer er tvímælalaust bezti, skíðamað- ur sem nokkurn tíma hefur verið uppi í alpagreinunum. Hann er Framh. á bls. 31 Þótt fogarinn hefði öS9 komnusfu si||§ingafæk£ férst fiann ú hezfa veðri við l\’oreg Gélsysi skipdjémarmanna vehur nmírun EG hélt að ratsjáin væri stillt á 25 mílna sjónvídd, en komst seinna að því að hún hafði verið stillt á 10 mílna sjónvídd. — Þannig skýrði skipstjóri á brezka togaranum Stella Orion frá mis- tökum, sem honum höfðu orðið á. Hann komst að mistökunum, þegar skip hans 515 smálesta nýr togari strandaði við Noregs- strendur. Gereyðilagðist skipið, en áhöfninni, 19 manns, var bjargað. KÆRULEYSI Hafa brezk blöð skýrt frá þessu máli og eru sum þeirra all- hneyksluð yfir því, hvernig skip- stjórnarmenn fara oft kæruleys- islega með hin glæsilegu nýtízku stjórntæki. Á flestum skipum eru nú hin fullkomnustu stjórn- og öryggistæki, alls konar ratsjár og radiomiðunartæki. Samt eru óhöppin alltaf að koma fyrir, vegna þess að tækin eru notuð kæruleysislega. VILLZT Á VITUM Togarinn Stella Orion var á leiðinni frá veiðum í Hvíta haf- inu og sigldi meðfram Noregs- strönd nóttina 8. nóvember í skúraveðri e nstilltu. Kl. 3 um nóttina sá Claxton skipstjóri ljós á bakborða, sem hann taldi vera Skraavenvita, en reyndist síðar vera Maaloy-Skarholeen-vitinn. Ef skipstjórinn hefði aðeins litið í vitaleiðsögubók hefði hann get- að séð hið rétta, því að ljós þess- ara tveggja vita voru mjog ólík. Skraaven-vitinn er með stuttum blossum, en Maaloy-Skaarholeen- vitinn með logandi ljósi og ör- stuttum slokknunum. MISTÖK VIÐ RATSJÁNA Þá vleit skipstjórinn á ratsjána og sá þar land framundan. En hann ætlaði að sjónarvídd rat- sjárinnar væri stillt á 25 mílur svo að landið væri langt fram- undan. En hún reyndist stillt á 10 mílur, svo að land var skemmra frá. Þá kom einnig í ljós að drifmælir skipsins var í ólagi. Fyrir þessi mistök glatað- ist skipið. Rvikmynd um storisemi Atlontshaís- bondolagsins NÝLEGA gafst blaðamönnum kostur á að sjá kvikmynd, sem um þessar mundir verður sýnd sem auka- mynd í Stjörnu bíó. Er þessi vegum Atlants- mynd tekin á Hverjum var FJÖGUR ungmenni fórust í bif- reiðarslysi vestur í Kanada fyrir nokkrum mánuðum. — Brotnar viskíflöskur fundust í bifreiðinni, þar sem afmynduð lík ungmenn- anna lágu. Faðir einnar stúlkunnar, sem fórst, ætlaði að ærast, þegar hann sá verksummerki, og hrópaði upp yfir sig, að réttast væri, að hann dræpi þann þrjót, sem birgt hefði ungmennin upp með áfengi. Þegar hann var kominn heim og opnaði vínskáp sinn, brá hon- um heldur en ekki í brún. Þar lá miði, og á hann var skrifað með hendi dótturinnar, sem nú var liðið lík: „Pabbi! Við tökum nokkrar flöskur með okkur. Þú j íekur það vonandi ekki illa upp ! fyrir okkur?“ — (Áfvn.) hafsbandalagsins og fjallar um starfsemi þess og sýnir svip- myirdir frá þeim 15 löndum er I þetta mikla hervarnarbandalag [ mynda. Kvikmynd þessi er frá- j bærlega vel tekin og sýnir ótrú- lega mikið af starfsemi banda- lagsins á stuttum tíma. Þar gefst oss kostur á að sjá hvernig þræð- ir starfseminnar liggja frá Chaillothöllinni í París með ströndum Atlantshafsins frá Portúgal til Bandaríkjanna, norð- an frá íslandi og suður á Tyrk- land. Fáir munu í skjótu bragði gera sér ljóst hve víðfeðmt og mikil- virkt starf Atlantshafsbandalags- ins er. Til Chaillothallarinnar liggja þræðir upplýsinga og þar fara fram allir fundir, ráðstefnur og þing bandalagsins, en til SHAPE liggja aftur á móti allir þræðir hervarnanna. Á vegum bandalagsins eru byggð stærstu herskip og herflugvélar, komið upp flugvöllum og herbækistöðv- um, smíðaðir skriðdrekar og fall- byssur, herir þjálfaðir jafnt á hjarnbreiðunum í barrskógum Noregs sem í illfærum fjallahér- uðum Grikklands.flugmenn þjóta um háloftin í þrýstiloftsvélum og sjómenn kafa niður í undirdjúp- in í kafbátum. Öllum þessum svipmyndum bregður fyrir í þess- ari stuttu mynd. Það mun mörgum þykja fróð- Iegt að kynnast á nokkrum augnablikum þeim samtökum, sem nú í mörg ár hefir verið hið sterkasta afl til viðhalds friðar í heiminum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.