Morgunblaðið - 08.03.1956, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.03.1956, Blaðsíða 16
32 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 8. marz 1956 llúíé og jarðargróði fer vaxandi j .... - ■ -> Margur merkur fróðleiktir er í Hagtiðindum {NÝÚTKOMNUM Hagtíðindum segir að bæði tala búfjár og jarð- argróði hafi aukizt á árinu 1954. Fer bæði nautgripum og sauðfé fjölgandi á árinu og heyfengur eykst. Eru skýrslur þessar hinar fróðlegustu og getur að líta samanburð allt frá árinu 1950. Við afhendingu r,HenrÍ6tfu,'-verðlaunanna SAUÐFÉ í skýrslunni segir að sauðfé hafi fjölgað mjög mikið á árinu, en þó mest þar sem nýlega höfðu orðið fjárskipti, svo sem í Rang- árvalla- og Árnessýslum, og einnig hlutfallslega mikið í Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Þá fjölg- aði fé einnig mikið í Mýrasýslu og Snæfellsnessýslu og öllum sýslum norðanlands, en mest þar í Húnavatns- og Skagafjarðar- sýslum. Fjárskipti áttu sér hvergi stað en allmikið af lömbum var flutt inn í ýmsa hreppa og kaup- staði á Suðvesturlandi. Fjárflesta sýslan er Húnavatnssýslan með ÝL.382 kindur, en Akureyri fjár- flestur af kaupstöðum til með 3.089 kindur, en alls er sauð- fjáreign landsmanna 635.080 og heifr fjölgað um 82 þúsund frá árinu áður. NAUTGRIPIR Þá segir og að nautgripum hafi einnig fjölgað verulega 1954 og nokkuð jafnt um land allt, þó fækkaði þeim lítillega í Gull- bringu- og Kjósarsýslu, sem staf- áði af því að margt lamba var kevpt inn í sýsluna um haustið, én í þremur sýslum er tala þeirra nærri óbreytt. í öllum öðrum sýslum landsins var um verulega fjölgun að ræða. Mestur er fjöldi nautgripanna í Árnessýslu eða 8.078 gripir og af kaupstöðum til eru flestir nautgripir á Akureyri eða 501. Alls eru 47.328 nautgrip- ir á landinu og hefir þá fjölgað um rífiega 2 þúsund á árinu 1954. HF.YFENGUR Enn segir að heyfengur hafi orðið nokkru meiri en árið 1953, sem þó hafði þá verið mestur í sögu þjóðarinnar. Úthey var 127 þús. hestum minna 1954 en 1953, en taðan varð hins vegar 219 þús. hestum meiri. Minnkun úthey- skapar orsakast af tvennu, en það er að engi hafi verið óvíða vel sprottin og heyskaparlok erfið norðanlands. en þó mest af því að minna er hirt um heyskap á engjum, síðan túnrækt efldist. Hins vegar var góð spretta á tún- um, enda betur á þau borið en nokkru sinni fyrr. Langmestur er töðufengurinn í Árnéssýslu, 351,195 hestar, en útheysverkun aftur á móti mest í Rangárvalla- sýslu eða 88.200 hestar. Af kaup- stöðum er töðufengur mestur á Akureyri, en útheysverkun mest í Ólafsfirði. Tekið er fram að í skýrslunum frá 1954, sé talið með Akureyri Glerárþorp, sem sam- einað var bænum í árslok 1954. GARÐAVEXTIR Uppskera garðávaxta er aftur á móti mun minni 1954, en árið áður, enda Var árið 1953 mesta uppskeruár á garðávexti í sögu þjóðarinnar. Af sýslum til er langmest ræktað af kartöflum í Rangárvallasýslu, eða 11.395 tunnur og að sjálfsögðu er mesta kartöflurækt landsins í Reykja- vík 32.800 tunnur, eða rúmlega þriðjungur allrar kartöflufram- leiðslunnar árið 1954, sem var 95 þúsund tunnur yfir allt landið. ANNAÐ BUFE Þegar litið er yfir tölur um annað búfé landsmanna má segja að allir flokkar þess fari fækk- andi frá því 1950 að telja. Hross- um fækkar jafnt og þétt og eru nú um 37 þús., en voru 42 þús. 1950. Sama er að segja um geitfé. Nú aðeins 138 geitur. Svín eru svipuð að fjölda. Hænsni nokkru færri, en allmikill tröppugangur virðist á fjölda þeirra frá ári til árs, voru 1954 um 80 þúsund. Ennfremur eru endur, gæsir og refir taldin með, en nú má heita að hætt sé ræktun refa og ann- arra loðdýra og eru aðeins talin 18 árið 1954. MeirapréSsnámskeið fyrir bílsljéra á Sauðárkróki SAUÐÁRKRÓKI, 2. marz. — Námskeið fyrir meiraprófsbif- reiðarstjóra var haldið hér á Sauðárkróki 1.—28. febrúar s. 1. námskeiðinu veitti forstöðu Berg- ur Arnbjarnarson bifreiðaeftir- litsmaður á Akranesi. Auk Bergs kenndu þeir Vilhjálmur Jónsson vélstjóri frá Akureyri, sem var aðalkennari og Geir G. Back- mann bifreiðaeftirlitsmaður í Borgarnesi. Nemendur voru 24, allir úr Skagafirði, að undanteknum ein- um, sem var frá Eyjafirði. Má það teljast allmerkilegt, að svo margir úr sömu sýslu skyldu taka þátt í námskeiði þessu. Nám- skeiðinu lauk með sameiginlegri kaffidrykkju að Hótel Tindastóli. Voru margar ræður fluttar. — nemendur þökkuðu kennurum mikla og góða kennslu og ágætt samstarf. Árið 1949 var sams konar nám- skeið haldið á Sauðárkróki. Voru nemendur þá 36 víðs vegar að af landínu. Fjárhðgsáællun SiglufjarSar samþykkt Tekjur af áfengissölu 225 þúsund Rekstrarhalli bæjarins 580 þúsund Siglufirði, 1. marz. GÆR, á óvenjulegum IGÆR, á óvenju rólegum eldhúsdegi í bæjarstjórn Siglufjarðar, voru samþykktar fjárhagsáætlanir bæjarsjóðs, hafnarsjóðs og Rafveitu Siglufjarðar 1956. Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar bæj- arsjóðs voru 5.570 þús. Það eru ekki cinungis „Oscar' -verðlaun, sem veict e/u íioliywood-kvikmyiidaleikurunum fyrir góðan leik, því að hér birtum við mynd frá afhendingu á „HsnneíliG-verðlaununum, sem veitt eru árlega samkvæmt tillögum erlendra blaðamanna í kvik nyndaborginni. Að þessu sinni hlutu verðlaunin Marlon Brando, Jean Simons og Grace Kelly. Hér eru þær á myndinni — Jean til hægri. Af ein- hverjum ástæðum er Marlon Brando ekki með á myndinni, en í hans stað höfum við kvikmynda- leikarann Gregory Peck, sem kynnti kvenmennina fyrir blaðamönnunum við afhendingu verðlauna- gripanna. Höfundur bókarinnar „Lygn streymir Boa gagnrýiidiir u HINN KUNNI rússneski rithöf- undur, Mikhail Sjolokhov, sem skrifaði m. a. bókina „Lygn streymir Don“, deildi harðlega á rússneska rithöfunda á flokks- þinginu í Moskvu á dögunum. Skömmu síðar birtist grein í rúss neska blaðinu „Literaturnaya Gazeta“, þar sem harðlega var ráðizt á Sjolokhov — og hann sakaður um lýðskrum. Á flokksþinginu kvað Sjolok- hov rússnesku rithöíundasam- tókin vera samtök dauðra sálna. í tilefni þessara ummæla ritaði formaður kommúnistaflokksins í leppríkinu Tadzjikisan, B. Gaf-1 urov, opið bréf, sem birtist í fyrr greindu blaði Segir þar, að Sjo- lokhov hafi í ræðu sinni ekki sýnt vott af sjálfsgagnrýni — og ræð- an hafi verið eintómt lýðskrum. Er honum ráðlagt að ganga sömu götu og aðrir rithöfundar — og gerast fyrirmynd æsRunnar „í staðinn fyrir að koma fram, sem 1 lögregluþjónn meðal rússneskra rithöfunda" í bréfinu er Sjo- lokhov einnig brugðið um það, að hann sé allt of seinn að full- gera bækur sínar — og slái um of slöku við starfið. Einnig er hann sakaður um að vera áhuga- laus á alþjóðamálefnum — og á forystu rithöfundasamtakanna. Skipastól landsins bætast nýir bátar á hverju ári. — Myndin hér að ofan er af nýjum bát, sem kom til Neskaupstaðar snemma í febrúar. — Það er Iluginn NK 110. TEKJUR Helztu liðir tekjumegin eru: Aðalniðurjöfnun útsvara 3.705 þús. eða 30% hækkun frá s.I. ári, umsetningargjald verksmiðja 165 þús. og tekjur af Áfengisverzlun ríkisins 225 þúsund, fasteigna- gjöld 450 þús., ýmsir skattar 60 þús., ýmsar tekjur 200 þús., leigu- tekjur fasteigna 85 þús., afborg- anir og vextir 100 þúsund og rekstrarhalli áætlaður 580 þús. GJÖLD Gjaldamegin eru stjórn kaup- staðarins Og Önnur lögboðin fram lög, framfærslumál, frarrilag til bæjarútgerðar o. fl. óhjá- kvæmilegir liðir að upphæð sám- tals 5.570 þús. — Stefán. AKUREYRI, 27. febrúar: — Kl. um 3 í nótt, var slökkviliðið á Akureyri kvatt að Þórunnar- stræti 122, en þar hafði kviknað í þaki. Húsið sem er byggt af steini, er íbúðarkjallari og hæð, er innréttað úr timbri og steini og með timburlofti. Slökkviliðið slökkti eldinn á svipstundu og urðu litlar skemmd ir af eldinum en þó nokkrar af vatni. Eigandi hússins er Hjörtur Gíslason. — Jónas. Miklar deilur hefur það vakið í Danmörku undanfarna mántfði, að prestlærð kona, Helga Jensen að nafni, sótti um að fá prest- vígslu. Lengi síóð í þófi við yfirvöld kirkjunnar, en að því kom þó að konan fékk máli sínu framgengt — og var hún vígð fyrir nokkrum dögum af Erik Jensen biskupi í Álaborg. Tóku 30 prestar þátt í athöfninni. Hér sést hinn nývígði prcstur ásamt Álaborgar- biskupinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.