Morgunblaðið - 28.09.1956, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.09.1956, Blaðsíða 1
20 siður 43. árgangur 222. tbl. — Föstudagur 28. september 1956 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rönne — flughöfn frelsisins Sagt heíir verið frá því í fréttum að pólskur flugmaður hafi flúið til Rönne og lent þar. Hér á myndinni sést flug- vélin á flugvellinum og eru sérfræðingar danska hersins að skoða hana. Eins og af myndinni sést laskaðist vélin talsvert í lendingu. Þegar pólski flugmaðurinn hóf flóttann, kallaði hann til flugstöðvar sinnar í Póllandi — og sagðist biðja að heilsa! Síðan flaug hann til Rönne. Pólska stjórnin hefir kraf- izt þess að Danir framselji flóttamanninn, sem beðið he£- ir um hæli í Danmörku sem pólitískur flóttamaður. Danska stjórnin hefir svarað mála- Ieitan Pólverja á þá leið að mál flugmannsins sé í rann- sókn. Somoza lamaður MANAGUA, 27. sept.: — Nú hafa 210 menn verið handteknir hér í borg, ákærðir fyrir samsæri gegn stjórn landsins og morð- tilraun á forsetanum, Somoza. Honum var sýnt banatilræði í síðustu viku, og liggur hann enn þungt haldinn. Meðal hinna hand teknu eru 4 leiðtogar íhaldsflokks ins sem er í stjórnarandstöðu. A Fréttir herma að forsetinn sé V lamaður í vinstri hlið, en læknar gera þó ráð fyrir að nokkur von sé um bata. NTB. Fræg vel ferst WASHINGTON, 27. sept.: — XXX-stroke-2, tilraunaflugvél, sem sett hefir bæði hraða- og hæðarmet, hrapaði til jarðar í dag og beið flugmaðurinn bana. Það var í fyrsta skipti sem hann flaug slíkri vél sem knúin er n.k. eldflaugum. — Slysið varð í Kalíforníu. — Reuter. Ræ$a við jafnaðarmenn STOKKHÓLMI, 27. sept. — Bændaflokkurinn sænski sam- þykkti í dag með yfirgnæf- andi atkvæðum að hefja við- ræður við jafnaðarmenn um áframhaldandi stjómarsam- vinnu. — Formaður Bænda- flokksins sagði í kvöld að flokkarnir yrðu afj gera með sér nýjan *málefnasamning, ef þeir héldu áfram stjómarsam- vinnu sinni. Eisenhower: Vonast til að Indverjar gerist aðilar að Hotendasambandinu WASHINGTON, 27. sept.: — Eisenhower Bandaríkjaforseti sagði í dag að Notendasambandið ætti eftir að gegna mikilvægu Nýtt bóluefni við gulusótt Einkaskeyti til Mbl. frá Svíþjóð. GAUTABORG, 27. sept.: — Ef allt gengur eftir áætlun, verður þess ekki langt að bíða að nýtt sænskt bóluefni við gulusótt komi á markaðinn. Verður bóluefnið framleitt eftir bandaríSkri aðferð sem hefir gefizt mjög vel. Banda- rískum vísindamönnum hefir ný- lega tekizt að rækta gulusóttar- veirur — og þar með virðist bjöminn hafa verið unninn. Ike til Moskvu í boði Zhúkovs ? BANDARÍSKA vikublaöið Newsweek skýrir frá því að ónefndur stjórnarfulltrúi Vest urlanda í Austur-Evrópuríki fullyrði að Zhukov hermála- ráðherra Sovétríkjanna hafi boðið Eisenliower Bandarikja- forseta til Moskvu. — Frétt þessi hefir ekki verið staðfest. Hvað er á seyði ? Títö hraðar sér til Rússlands — með Krúsjeff EINKASKEYTI til Mbl. frá Reuter. Belgrad, 27. september: KRÚSJEFF, aðalritari rússneska kommúnistaflokksins, hefir dvalizt hér í Júgóslavíu undanfarna daga og rætt við Tító, forseta. Ekkert hefir verið tilkynnt um viðræður þeirra, sem voru leynilegar. BRÝNT ERINDI í dag vakti það mikla athygli, þegar tilkynnt var að Tító hefði farið til Rússlands með Krúsjeff og tekið konu sína og helztu ráðunauta með. Ekki var þó til- kynnt um för þeirra, fyrr en 6 klst. eftir að þeir lögðu af stað. Margt þykir benda til að Tító hafi átt brýnt erindi við rúss- neska ráðamenn. hlutverki. Sagði forsetinn þetta á vikulegum blaðamannafundi sínum, og bætti því við að Súez deilan mundi auðveldlega leysast, ef Egyptar sýndu í verki vilja sinn til samkomulags. Hann sagði ennfremur að Egyptar hefðu enga heimild skv. ákvæðum samnings- ins frá 1888 að útiloka fsraels- menn frá siglingum um Súez- skurð, eins og þeir hefðu gert undanfarin ár. Kvað hann þessa framkomu Egypta óréttlætan- lega. Þá sagði forseti Bandarikjanna að hann vonaðist til þess að Ind- verjar sæju sér fært að gerast aðilar að Notendasambandinu. Bætti hann því við að Nehrú mundi sennilega koma í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna á næsta ári. Fœrri ferðamenn LUNDÚNUM, 27. sept. — Súez- deilan og deilurnar við fsrals- menn hafa að miklu leyti tekið fyrir ferðamannastrauminn til Jordaníu. Hingað til hafa 'um 100 þús. erlendir ferðamenn kom- ið til landsins, en í ár verða þeir undir 50 þús. í ágúst komu að- elns 5000 ferðamenn, en 14.000 í sama mánuði í fyrra. —• Reuter. Balleftflokkurinn fer til Lundúna LUNDÚNUM, 27. sept.: — I dag tilkynnti Bolshoj-leikhús ið í Moskvu að ákveðið hafi verið að baliettflokkurinn sem Rússar hyggjast senda til Lundúna fari þangað á til- settum tíma. Óttuðust Bretar lengi vel að ekkert yrði af för inni vegna Nínu-málsins svo- nefnda. í dag tilkynnti brezka stjórnin að Nína sem er enn í rúss- neska sendiráðinu í London verði að mæta fyrir rétti og verja málstað sinn. — Reuter. 1) í fyrsta lagi fór hann með flugvél, en það hefur hann aldrei gert fyrr, enda hefur hann haft ímugust á þeim far- artækjum, 2) og í öðru lagi var hann í op- inberri heimsókn í Rússlandi fyrir aðeins 3 mánuðum. Ekkert hefur verið gefið upp um erindi Títós til Rússlands, að- eins sagt að hann mundi hvíla sig við Svartahaf. Þar eru nú bæði Búlganin og Shepilov. í síðustu fregnum segir að stjórnmálafréítaritarar Reut- ers séu þeirrar skoðunar að Tító og Krúsjeff hafi rætt um heimsmálin á fundi sínum í Belgrad, en ekki viljað taka neinar ákvarðanir nema að undangengnum viðræðum við rússneska leiðtoga. Aðrir segja að Stalínistarnir í Rússlandi séu að ná völdum þar aftur og eigi Tító að beits. áhrifum sínum í þá átt að Krúsjeff missi ekki tökin á rússneska kommúnistaflokkn- um. Kommúnistar strika andstæðinga sína í Iðju út aí kjörskrá VITAÐ er nú að kommúnistar hyggjast halda völdum í Iðju með því, að strika mörg hundruð andstæð- inga sína út af kjörskrá. Eru mörg dæmi þess að fólk, sem unnið hefur árum saman í verksmiðjum og greitt full félagsgjöld, sé ekki á kjörskránni. Slíkt framferði er grímulaust ofbeldi gegn félagsmönnum og á sér hvergi stað í öðrum verkalýðsfélögum. Er því nauðsynlegt að Iðjufélagar, sem greitt hafa gjöld sín til félagsins at- hugi þegar í dag hvort þeir séu á kjörskránni og krefjist þess að verða settir inn á skrána. Verzlunarsparisjóðurinn verði til þess að efla frjálsa verzlun ílandinu segir formaður sjóðsstjórnar, en spari- sjóðurinn tekur til starfa í dag VERZLUNARSPARISJÓÐUR-J sem Verzlunarsparisjóðurinn INN, sem rúmlega 300 verzl hefur, er í alla staði hið vistleg- unar- og kaupsýslumenn hér í j asta og Sparisjóðurinn er búinn bænum tóku saman höndum um fullkomnustu bókhaldsvélum. að stofna í byrjun þessa árs, tek-j Höskuldur Ólafsson, lögfræð- ur til starfa í dag í Hafnarstræti j ingur, er forstöðumaður sjóðs- 1, þar sem áður var veiðarfæra í ræðu, sem Egill Guttormsson, deild Geysis. Forráðamenn sjóðs- ins kvöddu blaðamenn á sinn fund í gær. Formaður sjóðs- stjórnar, Egill Guttormsson, stór- kaupmaður, hafði orð fyrir stjórn flutti á blaðamannafundinum, komst hann m.a. svo að orði: TIL EFLINGAR FRjAl.SRI mm, og sagði hann frá tildrög- j VERZLUN um að stofnun sparisjóðsins og Sparisjóðurinn var stofnaður starfsemi hans. Húsnæði það,1 4. febrúar s. 1. Voru stofnendur hans 310 einstaklingar, úr hópi vc .mar- og kaupsýslumanna, er bundust samtökum um að hrinda í framkvæmd máli, sem lengi hefur verið áhugamál verzl- unarstéttarinnar, en það er pen- ingastofnun, er starfrækt væri á hennar vegum. Hin almenna þátt- taka í stofnun sparisjóðsins sýnir þá einingu, sem ríkir meðal verzl- unarstéttarinnar um málið. Við lorráðamehn stofnunarinnar væntum þess, að hún megi verða til þess að efla frjálsa verzlun í landinu og er þá vel, sagði Egill. UNDIRBÚNINGUR HAFINN A SL. ÁRI Þuð vur fyrir forgöngu Sam- Framh. á bis. 2 BÍLAHAPPDRÆTTI þau, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur efnt til undanfarin ár hafa náð mikl- um vinsældum um land allt. Svo virðist enn ætla að verða, því að undanfarna daga hefur verið látlaus eftirspurn eftir mið um í happdrætti því sem nú steiid ur yfir. Vinningur er að þessu shmi glæsileg Hudson-Rambler bifreið (Model 1956). Verður dregið um hana 1. nóvember n.k. Bíleigendum og öðrum, sem á- huga hafa á sérstökum númer- um, w bent á að velja þau hið fyrsta. Sala fer fram dag hvern á skrifstofu happdrættisins i Sjálfstæðishúsittu. — Sími 7106. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.