Morgunblaðið - 28.09.1956, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.09.1956, Blaðsíða 10
10 MORGV tSRLAÐlfí FSstudagur 28. sept. 1956 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Bramkv.stj.: Sigfús Jón^son Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsso*' Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600 Áskriftargjald kr. 25,00 á mánuði innanlands. í iausasölu kr. 1,50 eintakið ryrst og fremst varnarbandalag ESTER B. PEARSON utan- Li ríkisráðherra Kanada lagði áherzlu á það, er hann ræddi við íslenzka blaðamenn s.l. miðviku- dag, að Atlantshafsbandalagið væri fyrst og fremst varnarbanda lag. Komst hann m. a. að orði á þessa leið: „Atlantshafsbandalag- ið verður alltaf fyrst og fremst bandalag um landvarnamálin. Þess er ekki að vænta að efna- hagssamstarfið fari fram bein- linis innan vébanda NATO. En það styrkir bandalagið, að þátt- tökuþjóðirnar hafi samráð um efnahagsmál sín. Það hefur orðið að venju, að ýmis vandamál póli- tisk, efnahagsleg og menningar- leg séu rædd hreinskilninslega á fundum NATO og miðar það mjög að því að efla samheldnina innan samtakanna." í þessu sambandi mætti minna á það, að bæði Alþýðublaðið og Tíminn hafa undanfarið verið að burðast við að telja íslenzku þjóð inni trú um, að leiðtogar NATO telji vamirnar nú ekki eins þýðingarmiklar og áður, heldur beri að leggja vaxandi áherzlu á efnahagslega og stjórnmálalega samvinnu bandalagsþjóðanna. Ummæli Pearsons ganga í berhögg við þessar kenningar Tímans og Alþýðublaðsins. Hann leggur höfuðáherzlu á, að Atlantshafsbandalagið „verði alltaf fyrst og fremst bandalag um landvarnamál- in“. Þess sé ekki að vænta, að efnahagssamstarfið fari bein- línis fram innan vébanda NATO enda þótt það styrki samtökin, að þátttökuþjóðirn- ar hafi samráð um efnahags- mál sín. Það hefur því enn einu sinni sannazt, að Tíminn og Alþýðublaðið skrifa mjög vill andi um það, sem er að gerast innan NATO og um afstöðu þjóðanna til samtakanna. Herstyrkur Rússa Lester Pearson taldi, að ekki hefði neitt dregið úr hernaðar- mætti Rússa. Vera mætti að þeir hefðu fækkað í fótgönguliði sínu. En þeir hefðu á sama tíma tekið í notkun fullkomnari hergögn en þeir hafa nokkru sinni áður átt, og af þeim stafaði sízt minni hætta. Utanríkisráðherrann komst þannig að orði, að það væri skoðun sín, að allar sömu for- sendur væru fyrir Atlantshafs bandalaginu nú, og þegar það var stofnað. Sameinuðu þjóð- irnar hefðu ekki reynzt færar um að tryggja öryggi vest- rænna þjóða og þvi hefðu þær leitað skjóls í staðbundnum varnarsamtökum. Það er í stuttu máli sagt skoð- un utanríkisráðherra Kanada, sem er einn af fremstu leiðtog- um hinna vestrænu lýðræðis- þjóða, að heimsfriðinum og öryggi frjálsra þjóða stafi sízt minni hætta af Rússum og heimskomm- únismanum en áður. Hin nýja öryggismála- stefna íslands. En leiðtogar Framsóknarflokks ins og Alþýðuflokksins á fslandi eru greinilega á allt annarri skoð un en Lester Pearson og aðrir leiðtogar vestrænna þjóða. Leið- togar þessara íslenzku stjórn- málaflokka gerðu bandalag við kommúnista á s.l. vori um að lýsa því yfir, að vegna þess að ástandið í alþjóðamálum hefði stórbatnað ætluðu íslendingar sér að gera land sitt varnarlaust og segja upp varnarsamningnum frá 1951. Þessa ákvörðun tóku Framsókn og Alþýðuflokksmenn áður en leitað var álits bandalagsþjóða okkar um öryggishlið þessarar ráðstöfunar. Löngu seinna var leitað álits Atlantshafsráðsins og barst svar þess um mitt sumar. Kjarni þess var sá í fyrsta lagi, að ráðið lýsti því yfir, að hættan hefði ekki minnkað heldur aukizt með nýjum vopnum og stóraukinni tækni og hraða. í öðru lagi, að varnarleysi fslands leiddi ekki aðeins stór kostlega aukna hættu yfir landið — heldur væri mikið áfall fyrir varnarkerfi allra hinna frjálsu þjóða. í þriðja lagi fór ráðið svo þess á leit við íslenzku ríkis- stjórnina, að leyft yrði að halda hér uppi vörnum fram- vegis í samræmi við varnar- samninginn frá 1951. Um þetta voru varnarmálasér- fræðingar og stjórnmálaleiðtogar allra NATO-þjóðanna sammála og einhuga. Svar þeirra er sam- kvæmt tilkynningu íslenzku rík- isstjórnarinnar „til athugimar í utanríkisráðuneytinu". Glæfralegur og ábyrgð- arlaus leikur Af því, sem á undan er sagt verður það ljóst, að tveir lýð- ræðisflokkar á íslandi, sem gert hafa bandalag við kommúnista, hafa leikið glæfralegan og ábyrgð arlausan leik með öryggismál þjóðarinnar. Þessir flokkar hafa ekki hikað við að skýra þjóðinni algerlega rangt frá viðhorfum í alþjóðamálum. Kemur það greini lega fram, bæði af svari Atlants- hafsráðsins til íslenzku ríkis- stjórnarinnar í sumar — og af ummælum Lester B. Pearsons á fundi með íslenzkum blaðamönn- um hér í Reykjavík. Lagði Morgunblaðið Pearson orð í munn? Alþýðublaðið og Tíminn hafa haldið því fram að yfir- leitt væru skrif erlendra blaða öll runnin undan rifjum Morgunblaðsins, sem sendi fréttir út úr landinu til þess að ófrægja hina nýju ríkis- stjórn. En hefur þá Morgun- blaðið ekki líka lagt Lester Pearson orð í munn?! Ummæli hans eru mjög í samræmi við það, sem bæði Morgunblaðið og fjöldi vest- rænna blaða hefur haldið fram. Þetta er til athugunar fyrir Tímann og Alþýðublaðið næstu daga. „BIuebird“ þýtur með ofsahraða eftir vatnsfietin um og hvítur vatnsstrokur stendur aftur undan. kj egja má, að nútíminn einkennist af hraða, meiri hraða — og ennþá meiri hraða. Það er nú keppikefli margra að reyna að ná sem mestum hraða, meiri hraða en nokkru sinni áður — í margvíslegum farartækjum. Fæstir binda sig lengur við jörðu á þessum vettvangi — og brátt mun sennilega koma að því, að menn fari jafnvel að leua út fyr- ir gufuhvolfið — og þykir þá mörgum nóg um. ^JJcmn jiciut me ^tir Í 286 uutninu míinct hrciÉi ct E n hér segjum við frá einum, sem enn heldur sig við jarðkúluna í tilraunum sínum til þess að komast „hraðar en nokkru sinni fyrr“. Sá er Englendingur, Campbell að nafni, vel giftur, á tíu ára dóttur — og eins og þið getið ráðið af meðfylgjandi mynd — þá setti hann sitt met á vatni. Bátur hans, sem hann nefnir „Bluebird“ er knúinn þrýstilofts- hreyfli — og á dögunum tókst Campbell að fara á báti sínum með 286 mílna hraða (miðað við meðalhraða á klst.). Fyrra metið fimm mínútur. Talstöð sína hafði hann í gangi, en sagðist aðeins kalla upp í neyðartilfelli. í landi var vel fylgzt með honum — og allt var tilbúið. vj kyndilega fyllti gnýr- inn frá hreyflinum loftið — hvít- ur strókur stóð langt aftur af bátnum, því að afl hreyfilsins var það mikið, að vatnið þyrlaðist upp. Ferðin jókst óðfluga — og „Bluebird" þaut eftir vatninu sem ör flygi. Allt í einu heyrðu þeir, sem tilstöðvarinnar gættu í landi, að Svo einkennilega vildi til, að dóttir Campbells átti 10 ára afmæli daginn, sem hann setti metið. Myndin er af methafanum, þeirri 10 ára og frúnni. átti hann sjálfur og var það 216,2 mílur á klst. M. et sitt setti Englend- ingurinn á Coniston vatninu í Lancaschire í Englandi og mikill mannfjöldi var saman kominn, er hann gerði tilraunina. Þetta er nokkuð hættuleg íþrótt og fyrir hefur komið, að menn hafa beð- ið bana við mettilraunir á vatni. Campbell veifaði höndunum í kveðjuskyni, er hann settist í bát sinn. Hann ræsti hreyfilinn og byrjaði að auka ferðina, er hann hafði hitað hann í um það bil Campbell hrópaði æstur: „Ég er að hristast í sundur .... hvað er á seyði? .... fari það norður og niður .... hvað hefur komið fyrir? .... ég .... ég þoli .... þetta ekki lengur .... dreg úr ferðinni .... æ, nú batnar það .... ég .... veit ekki hvað þetta var“. IV meðan þessar slitróttu setningar bárust um talstöðina heyrðu þeir, sem viðstaddir voru, heljarmikla dynki — og í fjarska sást báturinn fleyta kerlingum eftir vatnsfletinum. Kona Camp- bells, sem viðstödd var,' huldi andlitið í höndum sér — og leit undan. Hún bjóst við því á hverju augnabliki, að eitthvað hræðilegt kæmi fyrir. Áður hefur maður látizt vegna þess að bátur hans náði meiri hraða en hann var byggður fyrir — tók hann þá að fleyta kerlingum og kollsteyptist að lokum. LF leði fólksins var mikíl er „Bluebird“ sást draga úr ferð- inni og Campbell skýrði frá því, að allt væri í góðu lagi. Aðeins kvartaði hann yfir því, að hit- inn væri orðinn óbærilegur í stjórnklefanum og mikil móða settist á rúðurnar. Stafaði þetta af því, að hreyfillinn hitnaði mjög við átökin, og urðu öll tæki í stjórnklefanum jafnvel það heit, að vart var hægt að snerta þau. J arm runnu úr augum Campbells og svitinn bogaði af honum, er hann steig á land. Ekki kvaðst hann hafa gert sér grein fyrir því hvað hefði gerzt. Hann hefði verið við það að að missa stjórn á bátnum — og ekki skilið upp né niður í þessu háttalagi hans. Enda þótt hann reyndi að þurrka móðuna af rúðunm með vasaklút — þá dugði það ekkert. Campbell sá því ekkert fram fyr- ir sig — og skynjaði þess vegna ekki eins vel, að báturinn tók stór stökk hátt í loft. er hraðinn var sem mestur. SL YSAHÆTTRN EYKST ÞEGAR kemur fram á haust og dagurinn styttist, fjölgar í bænum um margar þúsundir, svo að slysahættan á götum bæjarins einkum þó í hinum nýju, þéttbýlu úthverfum, stóreykst. Allir eru sammála um það, að nógu snemma verði að gera nauðsynlegar ráðstaf- anir til þess að draga úr slysa- hættunni. Ýmislegt hefur verið skrif- að um þessi mál undanfarið, og vill Mbl. nú beina því til bílstjóra hér í bæ, að- þeir sendi blaðinu tillögur sínar í sem stytztu máli. Þær gætu komið að góðu gagni og mun blaðið koma þeim á framfæri. SöguburSur boriiin til baka SÚ saga hefur gengið staflaus hér um bæinn nokkra undanfarna daga og er nú í hámæli komin, að lögreglan sé búin að finna mann þann er framdi laxadrápið í Brynjudalsá mið dynamit- sprengjukasti. Hefur þessi sögu- burður fengið slíkan byr að ákveðinn maður hefur verið nafngreindur, sem lögreglan á að hafa handtekið. f gær spurðist Mbl. fyrir um þetta hjá rannsóknarlögreglunni, sem bar fregnina til baka sem algjörlega tilhæfulausa, en að sjálfsögðu er mál þetta hvergi fallið í gleymsku og dá og að því unnið að reyna að upplýsa það. Skal því enn beint til fólks að ef það telur sig geta gefið rann- sóknarlögreglunni einhverjar upp lýsingar málið varðandi þá eru þær vissulega þakksamlega þegnar. UTAN UR HRIMI )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.