Morgunblaðið - 28.09.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.09.1956, Blaðsíða 6
fe MORCUNBLAÐIÐ Fðstudagur 28. sept. 1956 Hlíðardalsskóli Aðventista er eianig sumardvalor- og hressingarhæli Þar er verið að reisa miklar nýbyggingar IHLÍÐINNI, í Vindheimalandi, skammt fyrir ofan Þorlákshöfn í Árnessýslu, stendur Hlíðardalsskóli,^ sem er unglingaskóli og er starfræktur af Sjöundadags Aðventistum á íslandi. Margir kannast við skóla þennan, þótt hann sé ungur að aldri, en hann var stofnaður 1950, og ekki hvað sízt vegna þess, að í honum er starfrækt sumardvalar- og hressingarheimili á sumrum. Starfa þá við heimilið tveir læknar og hjúkrunarkona. Hlíðardalsskól- inn er einkaskóli reistur og starfræktur fyrir frjáls framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum innan safnaða Aðventista og utan þeirra, og nýtur ekki styrks hins opinbera. EINI FRAMHALDSSKÓLI AÐVENTISTA HÉR Skólastjóri Hlíðardalsskólans, er Júlíus Guðmundsson, Rangæ- ingur að ætt. Leit hann sem en hann er bæði fyrir pilta og stúlkur. Nemendunum er kennt það sama og í öðrum unglinga- skólum, nema hvað piltum hefur ekki verið kennd handavinna enn Hlíðardalsskóli snöggvast inn á ritstjóm Mbl. um daginn og spurði Morgun- blaðið hann um fyrirkomulag skólans og starfshætti. — Þetta er eini framhaldsskóli Aðventista hér á landi, sagði Júlí- us. Hann starfar í þremur bekkj- um og nemendur taka landspróf, þá, og er það aðallega vegna ó- nógs húsnæðis. SKYLDUVINNA Skólinn rekur búskap á Vind- heimajörðinni, en hana keyptu Aðventistar 1950. Við höfum haft það fyrirkomulag, að láta nem- endurnar vinna tvo tíma á dag íhúð — Húsh§álp 15. október er til leigu fyrir fámenna fjölskyldu, gegn húshjálp og barnagæzlu 2ja herbergja íbúð. — Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir laugardagskvöld merkt: ' „Húshjálp — 600 — 2338“. Höfum til sölu nokkur stykki af hinum heimsþekktu MOFFATS- rafmagnseldavélum Mjög hagstætt verð. Uppl. hjá Agnari Norðfjörð & Co. Símar 7020, 3183 og eftir kl. 5 sími 6217. SPIL - SPIL Nýkomin falleg og vönduð spönsk spil Heildsölubirgðir: Sími: 1-2-3-4 skylduvinnu, þannig að piltarnir vinna við búverk úti, svo sem skepnuhirðingu og ýmislegt ann- að, en stúlkurnar vinna þá að matseld og heimilisþrifum. Skóla gjald er svipað og í öðrum ungl- ingaskólum, 6.300 kr. fyrir fæði húsnæði og kennslu. Skóli okkar nýtur ekki styrks frá hinu opinbera, þar sem hann er einkaskóli, en hann er rekinn með sama hætti og aðrir skólar Aðventista annars staðar í Evrópu. MIKIL AÐSÓKN — Er mikil aðsókn að skólan- um? — Aðsókn hefur verið svo mikil að við höfum ekki getað tekið nema helming af þeim nem- endum sem sótt hafa um. í vetur verða 38 nemendur í skólanum og er það alveg hámark. — Er skólinn eingöngu fyrir unglinga af Aðventista-heimil- um? — Nei, því fer fjarri. Það er öllum heimil skólavist þar, en það leiðir af sjálfu sér, að börn Að- ventista, sækja frekar um skóla- vist hjá okkur en í öðrum skól- um. I vetur verða nemendur víða að af landinu en flest frá Reykja- vík. Kennslan er í því eina atriði öðru vísi í Hlíðardalsskólanum en í öðrum unglingaskólum, að krist infræði eru kennd á hverjum degi. Er mikil áherzla lögð á þá kennslu og fer hún fram á breið- um grundvelli. SUMARDVALAR- OG HRESSINGARHEIMILI — Er ekki mikil aðsókn að heimilinu hjá ykkur á sumrin? — Jú hún hefur verið ákaflega mikil, og ekki unnt að veita öll- um úrlausn. Við höfum yfir sum- armánuðina sumardvalar- og hressingarheimili og starfa við það tveir læknar og ein hjúkrun- arkona. Gestirnir eiga kost á böð- um nuddi og ljósum. Dvalarkostn aður er 85 kr. á sólarhring, en læknishjálp er ekki innifalin í því verði. Það eru ekki eingöngu sjúklingar sem dveljast hjá okk- ur á sumrin, heldur einnig fólk í sumarfríum, sem vill búa við rólegheit og heilbrigt mataræði, en við leggjum talsverða áherzlu á grænmetisíæði. Þó má taka það fram, að það er ekki neitt trúarlegt atriði hjá okkur, en einnj ig geta þeir sem vilja fengið venjuleg'an mat, svo sem kjöt og MIKLAR BYGGINGAFRAM- KVÆMDIR — Þið hafið byggt mikið upp á jörðinni undanfarið? — Já, og erum að því. f sum- ar er verið að byggja kennara- bústað og einnig heimavist fyrir pilta með 15 herbergjum, en þeir hafa hingað til búið í skólahús- inu, eins og stúlkurnar. Kenn- ararnir sem eru þrír, hafa búið í bústjórnarhúsinu og er það allt of þröngt. Kennarabústaðurinn er nú langt kominn, en heima- vistinni verður ekki lokið á þessu ári. Er ætlunin að hún verði notuð fyrir sumargesti síðar. GEFA tjT BLAÐ TIL FJÁR- ÖFLUNAR Svo erum við líka að byggja upp peningshúsin. f fyrra var reist fjós fyrir 18 nautgripi, heyhlaða sem tekur 1400 hesta af heyi og votheysturn. í sumar er verið að byggja fjárhús fyrir 150 fjár. Vegna þess hve bygg- ingarnar eru dýrar," hafa Aðvent- istar gefið út blað í fjáröflunar- skyni, sem heitir „Kristileg menning". Er það selt um allt landið og kostar 10 krónur. Með samstilltum átökum margra, má miklu til vegar koma, og það eru fleiri en Aðventistar sem hafa styrkt skólann, enda eru þeir<^> ekki fjölmennir hér á landi, um 500 alls, víða um landið. Frá upphafi hefur það verið lán Hlíðardalsskóla og styrkur, sagði Júlíus að lokum, að njóta skilnings almennings og velvild- ar. Hefur það komið fram í marg víslegum stuðningi. Þeir sem að skólanum standa, treysta því, að verkefni hans reynist auðunnin, ef allir sem til verður leitað reyn- ast fúsir að leggja fram sinn skerf. — M. Th. Stolið úr skipi KEFLAVÍK, 26. sept.: — Aðfara- nótt sunnudagsins var framinn þjófnaður hér í þýzka skipinu Jan Keiken, þar sem skipið lá við hafnargarðinn hér. Var stolið nokkru magni af sígarettum, ein- um karlmannsfötum, jakka, lind- arpenna og úri. Var skipið að losa salt hér og hélt það úr höfn á mánudagsmorgun. Vinnur lög- reglan að rannsókn málsins. — Ingvar. ÞAÐ féll óvart niður í fregninnl um ferð gamla fólksins hér á Akranesi að einn áfangastaðurinn var Hvanneyri þar sem Guð- mundur skólastjóri og frú hans buðu öllum inn og veittu af rausn. Einnig ber að geta þess að Rotary-félagar léðu einkabíla sína til ferðarinnar. — Oddur. Sumardvalargestir í dagstofu Illíðardalsskólans skemmta sér vi# spil og tafl shrifar úr dagiega lífinu Byrjað í skólanum AÐ er alltaf skemmtilegt að byrja í skólanum á haustin, eignast nýja félaga og hitta aftur þá gömlu — og svo síðast en ekki sízt að læra meira, bæta við þekk inguna, sem fyrir var og verða iróðari um ótal marga hluti. Já, það eru til margar hliðar á skóla- verunni og mikil ósköp er það misjafnt, hvernig þeir, sem sitja á skólabekk líta á skólanámið. Og þannig hefur það alltaf verið síðan fólk byrjaði að ganga í skóla. Það er að vísu oft lalað um, hve miklu erfiðara sé að hafa hemil á skólanemendum nú, heldur en áður fyrr og stundum er því kennt um, að það sé af- leiðing versnandi tíma — og versnandi æsku í landinu. Hitt mun sönnu nær, að það er eðli- legt að vandamálunum fjölgi eftir því, sem skóla- og fræðslu- starfsemin verður umfangsmeiri og fjölþættari. Þannig er því farið á flestum sviðum. Hvernig til tekst um lausn þeirra vanda- mála er svo önnur saga. Skólanum kennt um SKULDINNI fyrir' það sem af- laga fer er ýmist skellt á skólalöggjöfina 'eða kennarana. Já, kennararnir fá oft rækilega til tevatnsins fyrir ómögulega frammistöðu í starfi sínu. Stund- um eiga þeir að sjálfsögðu gagn- rýnina og skammirnar skildar, en oft er það svo, að harðasta gagn- rýnin kemur einmitt frá þeim, sem helzt þyrftu gagnrýni við sjálfir í þessum efnum. Á ég þar við þá tegund foreldra, sem finnst það þægilegast að skella allri skuld- inni á skólann og kennarann, ef börnum þeirra sækist illa námið. Þarna eru foreldrarnir þó engu síður ábyrgir. Táknræn saga MÉR dettur í liug í þessu sam- bandi saga, sem einn mætur kennari sagði mér fyrir nokkr- um árum. Hann hafði tvo bræð- ur saman í bekk, sinn á hvoru aldursárinu. Sá yngri þeirra var sérstaklega góður nemandi, áhugasamur og iðinn við námið en eldri bróðirinn var alger and- stæða við hinn, að vísu ekki ó- greindur en blóðlatur og heldur ódæll nemandi. — Kennarinn braut lengi heilann um hverju þetta sætti, en loksins, eftir ítrek- aðar viðræður við foreldra drengsins og sjálfan hann, þótt- ist hann hafa leyst gátuna: Drengurinn átti ekkert ver með að læra en yngri bróðir hans, en hann þjáðist af minnimáttar- kennd gagnvart honum. Heima hjá hónum klingdu stöðugt í eyr- um hans ávítur og lítilsviringar^ orð foreldra hans. Skammaðist hann sín ekkert fyrir að láta yngri bróður sinn skjóta sér svona ref fyrir rass? Eða var hann e. t. v. þessu verr gefinn? Það var svo sem auðséð, að hann myndi aldrei komast neitt, úr því að það byrjaði svona laglega í skólanum. Yngri bróðirinn fékk allt hrósið og viðurkenninguna — hinn eldri ekki neitt af því tagi. Má sín mikils JÁ, er það ekki svona, 1 skóla og yfirleitt alls staðar í hinu dag- lega lífi, að viðurkenningin má sín ótrúlega mikils? Sá, sem tem- ur sér að leita eftir því, sem er viðurkenningarvert í fari náung- ans og láta viðurkenninguna þá í ljós við hann á miklu vísari vin- sældir fólks og velgengni heldur en hinn, sem opnar helzt ekki munninn til annars en þess að skammast yfir því sem honum finnst ábótavant hjá honum. Um það, sem jafnveí honum þykir gott og lofsvert, þegir hann hins vegar sem vandlegast. Eg las það nýlega einhvers staðar, að ef karlmaður vildi gagnrýna eitt eða annað í fari konu, þá yrði hann, til þess að geta vænzt árangurs, að hæla henni fyrir minnst þrjá hluti áð- ur. Þetta út af fyrir sig býst ég við, að margur telji hyggindi, sem í hag koma! Að sama skapi hafa foreldrar drengjanna tveggja, sem kennarinn sagði mér frá, farið flónskulega að ráði sínu. Auðvitað drógu þau allan áhuga — og allan kjark — úr drengtetrinu sínu með slíku háttalagi. En það hefur þeim áreiðanlega allra sízt dottið í hug. Það var miklu sjálfsagðara að kenna skólanum um allt saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.