Morgunblaðið - 28.09.1956, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 28.09.1956, Qupperneq 11
Fðstudpgur 28. sept. 1956 M ORGVNBLAÐ1Ð 11 Aukin viðskipti við vöruskiptalöndin Ræða formanns Verzlunar- ráðs íslands — Eggerts Kristjáns- sonar á aðalfundi ráðsins í fyrradag heilðartekjurnar eru F.O.B.-verð maeti útflutningsins, eins og það er gefið upp í verzlunarskýrsl- um, að viðbættum duldum tekj- um. F.O.B.-verðmæti innflutnings- ins árið 1955 nam 1116.7 millj. kr., en duldar greiðslur 373.2 millj. kr., og skiptast þær þannig: árið áður. Ef litið er á innflutn- ingstölur Hagstofunnar, kemur hið gagnstæða í ljós. Ástæðan er sú, að innflutningurinn kemur jafnan löngu eftir að gjaldeyrir er seldur eða ábyrgðir opnaðar, sérstaklega að því er vöruskipta- löndin snertir, og í þessu tilfelli kemur hin aukna gjaldeyrissala til vöruskiptalandanna 1955 fram í innflutningi þessa árs. Á þessu ári eykst hlutdeild vöruskipta- landanna í gjaldeyrissölunni enn, og er orðin hærri en hlutdeild E.P.U.-landanna á tímabilinu frá ársbyrjun til ágústloka. Það er fróðlegt að athuga, hver hlutdeild vöruskiptalandanna er, þegar litið er á hina einstöku millj. kr. Útgjöld íslenzkra skipa og flugvéla erlendis ............. 121.4 Farmgjöld til erlendra skipa ............................... 70.5 Tryggingaiðgjöld til útlanda ............................... 44.5 Innfluttar vörur vegna varnarliðsins ..................... 54.6 Ferða- og dvalarkostnaður íslendinga erlendis ............ 28.9 Vextir af skuldum til útlanda .............'.............. 15.9 Ymislegt, þar með talinn kostnaður við utanríkisþjónustu og gjöld pósts og síma ................................. 37.4 Heildarútgjöld í erlendum gjaldeyri námu því 1489.9 millj. kr. Duldar tekjur námu 501.3 millj. kr., og skiptust þannig: millj. kr. Tekjur vegna varnarliðsins (brúttó) ................ 278.3 Tekjur íslenzkra skipa í millilandaflutningi ............. 50.3 Tekjur af erl. skipum og flutn. innanlands ............... 27.6 Tekjur af ísl. og erl. flugvélum og erl. framlögum vegna flugumferðastjórnar .................................... 73.6 Tjónabætur frá erlendum tryggingafélögum ................... 45.1 Tekjur af erL ferðamönnum, erl. sendiráðum o. fl.......... 26.4 f SKÝRSLU þeirri, er ég flutti á síðasta aðalfundi Verzlunarráðs íslands, rakti ég gang viðskipta- málanna á árinu 1954 og einnig að nokkru á árinu 1955. Ég ræddi hina versnandi gjaldeyrisafkomu á fyrrihluta síðastliðins árs og gerði grein fyrir og færði rök að því, að verkfallið, sem stóð frá því um miðjan marz og til apríl loka hefði valdið þar langmestu um, þar sem útflutningur og framleiðsla á útflutningsvörum hér í Reykjavík og nágrenni stöðvaðist algerlega á þessum tíma. Eins og öllum er kunnugt, lykt- aði verkfallinu þannig, að samið var um stórfelldar kauphækkan- ir, vísitöluskrúfan fór af stað og innan skamms tíma voru ímynd- aðar kjarabætur launþega að engu orðnar. Það er hægt að fullyrða, að kauphækkanirnar, sem leiddu af fyrrgreindu verk- íalli hafi gert útflutningsatvinnu- vegina óstarfhæfa. Styrkirnir, sem útflutningsframleiðslan hafði áður notið, hrukku nú hvergi til. Bein afleiðing alls þessa voru svo lögin um framleiðslusjóð, þar sem nýjar, stórfelldar álögur voru lagðar á herðar allra lands- manna til þess að jafna metin hjá útflutningsframleiðslunni og til þess að forðast nýtt gengis- fall, ehda þótt sú leið, sem valin var, verki að verulegu leyti sem gengisfelling. Ég er þeirrar skoðunar, að sú leið, sem valin var, hafi verið sú rétta miðað við aðstæður, en hitt skyldu menn gera sér ljóst, að þetta er engin framtíðarlausn. Undirstaðan að framtíðarlausn þessara mála er sú, að friður náist í kaupgjaldsmálunum. Það þarf að koma á jafnvægi á milli verðlags hér innanlands og er- lendis, svo að hægt verði að reka útflutningsframleiðsluna án styrkja, því að til langframa verður ekki hægt að jafna metin hjá útflutningsframleiðslunni með nýjum tollum og sköttum, slíkt ber vott um sjúkt fjármála- ástand og tryggir ekki til lengd- ar efnahagslegt jafnvægi. Fyrir verzlunarstéttina og það vandasama hlutverk, sem henni er ætlað að inna af hendi, er það sérstaklega þýðingarmikið, að hér á landi verði tekin upp raun- hæf gjaldeyris- og fjármálastefna, að hægt verði að skapa og við- halda réttu jafnvægi milli hækk- unar launa og aukningar fram- leiðslunnar. Þá og þá fyrst er fyllilega hægt að taka upp frjáls viðskipti og afnema öll gjald- eyrishöft. Ég álít, að íslendingar ættu að stefna að því í efnahags- málum að skapa grundvöll frjálsra gjaldeyrisviðskipta. Enda þótt sumir kunni að segja, að slíkt sé langt framundan, þá ætti það að vera takmarkið. UTANRÍKISVIÐSKIPTI Árið 1955 varð bæði út- og innflutningur meiri en nokkru sinni fyrr. Verðmæti útflutnings- ins nam 847.9 millj. kr., en það er aðeins 2 millj. kr. meira en árið á undan. Aftur á móti jókst innflutningurinn um 134 millj. kr. frá árinu á undan, og nam 1264.3 millj. kr. að C.I.F. verð- mæti. Bilið milli útflutnings og innflutnings var því 416.4 millj. kr. árið 1955. Til þess að gera sér grein fyr- ir, hvernig þetta bil er brúað, er nauðsynlegt að hafa i huga önnur viðskipti við útlönd en inn- og útflutning á vörum, þ. e. a. s. hinar svonefndu duldu tekjur og greiðslur. Innflutningurinn að F.O.B.-verðmæti, að viðbættum duldum greiðslum, er þá heildar- útgjöldin í erlenduxn gjaldeyri og Þegar þetta allt er gert upp, nemur greiðsluhallinn við útlönd 140.8 millj. kr. á árinu 1955. Þessi halli hefur aðallega verið jafnaður með lækkun á gjald- eyriseign bankanna um 119.4 og gjaldeyriseign einkaaðila um ca. 25 millj. kr. SKIPTING GJALDEYRIS- SÖLUNNAR Á árinu 1954 skiptist gjaldeyris salan fyrir innfluttum vörum þannig, að 66.9% af henni voru fyrir frílistavörur, þ. e. almenn- um frílistavörum og bátalista- vörum, en 33.1% fyrir leyfisvör- um. Árið 1955 var gjaldeyrissalan þessi: millj. kr. Fyrir alm. frílistavörum .. 579.1 Fyrir bátalistavörum .... 154.5 Fyrir leyfisvörum......... 408.6 Samtals 1142.2 Hlutfallsskipting gjaldeyrissöl- unnar 1955 verður því þannig: Alm. frílistavörum....... 50.7% Bátalistavörur .......... 13.5% Leyfisvörur ............. 35.8% Samtals 100.0% Samkvæmt þessu voru 64.2% gjaldeyrissölunnar fyrir frílista- vörum, almennum og bátalista- vörum, en 35.8% fyrir leyfisvör- um. Á þeim tíma, sem liðinn er af þessu ári, hafa þessi hlutföll breytzt aftur. Gjaldeyrissalan fyr ir frílistavörum er 69.1% af heildarsölunni frá ársbyrjun til ágústloka og gjaldeyrissalan gegn leyfum aðeins 30.9%. Tak- mörkun á leyfisveitingum vegna gjaldeyrisskorts kemur greini- lega fram í þessum tölum. Heildargjaldeyrissalan skiptist þannig eftir gjaldeyrissvæðum: E.P.U.-lönd ............. 42.5% Dollaralönd ............. 20.4% Vöruskiptalönd .......... 37.1% Samtals 100.0% Hlutfall vöruskiptalandanna er talsvert hærra og E.P.U.- og dollaralandanna lægra 1955 en lista, almenna frílistann, bátalist- ann og leyfisvörur. Niðurstöðurn- ar eru þessar: Almennur frílisti........ 44.4% Bátalisti ............... 22.8% Leyfisvörur ............. 32.2% Hér er um að ræða mikla aukn- ingu, að því er almenna frílist- ann snertir, og eru vöruskipta- löndin orðin hærri en E.P.U.- löndin, hvað snertir gjaldeyris- sölu fyrir frílistavörur 1955. Sama er að segja um það, sem liðið er af þessu ári. Um helm- ingur þess gjaldeyris, sem seld- ur hefur verið gegn leyfum til ágústloka í ár er ætlaður til vöru- kaupa frá vöruskiptalöndunum. Það er hærra hlutfall en nokkru sinni fyrr, enda hefur verið leitazt við að beina vörukaup- unum sem mest til vöruskipta- landanna. Þessar tölur tala skýru máli um þróunina í utanríkisviðskiptum landsins. Þótt verzlunin í heim- inum verði frjálsari með hverju ári, sem líður, hafa vöruskipta- samningar orðið sífellt þýðing- armeiri í utanríkisverzlun íslend- inga síðustu 3 árin, og höfum við nú mest viðskipti allra Vestur- Evrópulanda við ríkin í Austur- Evrópu. í þessu sambandi má sérstak- lega benda á viðskiptin við Rúss- land, sem orðið er stærsta við- skiptaland okkar. Þau viðskipti hafa gengið greiðlega og verið okkur hagstæð, þar sem Rússar hafa selt okkur vörur eins og olíur, benzín, sement og korn- vörur, sem áður voru að mestu keyptar fyrir E.P.U.- og dollara- gjaldeyri. Mikil og vaxandi við- skipti höfum við einnig við Tékkóslóvakíu, A.-Þýzkaland og Finnland. Að sjálfsögðu eru við- skiptunum við vöruskiptalöndin takmörk sett, og verður að gæta þess, að ekki sé gengið of langt í þessum viðskiptum. UTANRÍKISVERZLUNIN OG GJALDEYRISAFKOMAN 1956 Vegna þess, hve langt er liðið á yfirstandandi ár, er eðlilegt að víkja lítið eitt að utanríkisverzl- uninni og gjaldeyrisafkomunni á þessu ári. Útflutningurinn fyrstu 7 mán- uði þessa árs nam 521.7 millj. kr. á móti 437.2 millj. kr. á sama tíma í fyrra. Innflutningurinn á Eggert Kristjánsson þessu tímabili í ár nemur 740.5 millj. kr., en var 643.3 millj. kr. í fyrra. Vöruskiptahallinn er því 218.8 millj. kr. fyrstu 7 mánuði þessa árs á móti 206.1 millj. kr. á sama tíma síðastliðið ár, eða um 13 millj. kr. meiri í ár. Gjaldeyrisskuldir bankanna hafa aukizt um 43.4 millj. kr. frá ágústlokum í fyrra til sama tíma í ár, og er megnið af þeirri upp- hæð skuldaaukning við vöru- skiptalöndin. Hér verður að hafa í huga, að miklar birgðir útflutn- ingsafurða frá því í fyrra hafa verið seldar á þessu ári og inn- flutningi hefur verið haldið í skefjum með því að takmarka veitingu gjaldeyrisleyfa og greiðsluheimilda. Það er því óhætt að fullyrða, að eðlilegt jafnvægi hafi ekki náðst enn í utanríkisviðskiptunum, og að aðstaða bankanna gagnvart út- löndum sé langt frá því að vera viðunandi. VERÐLAGSÁKVÆÐI Þegar losað var um verzlunar- höftin með útgáfu frílista árið 1951, voru samtímis gerðar ráð- stafanir til þess að fella að veru- legu leyti niður gildandi verð- lagsákvæði. Var það ákveðið af þáverandi ríkisstjórn og sam- þykkt af Fjárhagsráði, að allar vörur á skilorðsbundnum frílista skyldu undanþegnar verðlags- ákvæðum; einnig voru allflestar vörur á hinum almenna frílista einnig felldar undan þeim. Þó voru til dæmis olíur og benzín áfram undir verðlagsákvæðum. Þá var einnig gert ráð fyrir að draga allverulega úr verðlags- eftirliti á vörum, sem voru háðar leyfisveitingum, ef þær voru leyfðar tregðulaust og án tak- j marka. Þessi afstaða ríkisstjórnarinn-' ar, sem Verzlunarráð íslands gat fullkomlega fallist á, byggðist á því, að frjálst og óhindrað vöru- framboð á innfluttum varningi væri í reyndinni bezta verðlags- eftirlitið og tryggði sanngjarnast og hagkvæmast verð fyrir þá, sem vörur kaupa. Reynslan af þessum ráðstöf- unum, að því er snertir verðlagið í landinu, var, að minnsta kosti að því er snertir allflestar vör- ur, bæði hagstæð og ánægjuleg. Það kom ekki fram, sem margir höfðu spáð, að óeðlileg álagning yrði á vörum, sem nokkru næmi, enda var verzlunarstéttinni á það bent af Verzlunarráði íslands, að gæta hófs í álagningu. Það liggja fyrir skýrslur um það, hver álagn ingin hefur verið í heildsölu og smásölu á vel flestum vörum, sem verðlagseftirlit var fellt nið- ur á. Þessar tölur sýna og sanna, að hér á landi er álagning yfir- leitt mun lægri en í nágranna- löndunum. Má í því sambandi nefna vörur eins og kornvörur, kaffi og sykur, vefnaðarvörur og búsáhöld, svo að nokkuð sé nefnt. Þegar aftur er vikið að þeim vörum, sem ennþá eru háðar verðlagsákvæðum, gætti ekki allt of mikils skilnings á því að taka tillit til alls konar hækkana, sem orðið hafa á rekstursútgjöld- um. Mætti segja um það langa sögu, en eins og allir þekkja, hafa öll útgjöld í sambandi við rekst- ur fyrirtækja hraðvaxið frá ári til árs, en álagningarákvæðin voru í aðalatriðum óbreytt frá því í maí, 1952, þar til nokkur lagfær- ing fékkst í síðastliðnum apr'l- mánuði. Með myndun hinnar nýju ríkis- stjórnar bendir margt til þess, að aftur verði stefnubreyting í þess- um málum, má í því sambandi benda á stefnuyfirlýsingu núver- andi stjórnarflokka fyrir kosn- ingarnar. Fyrsta skrefið eru bráðabirgðalögin frá 28. ágúst, en aðalkjarni þeirra er, að binda allt verðlag í landinu við það áama og það var þann 15. ágúst, jafn- framt er allt kaupgjald bundið á sama hátt. Eins og áður segir, er miðað við verðlag 15. ágúst síðastliðinn, en hvað snertir innfluttar vörur, má ekki gleyma því, að verðlag er stöðugt að breytast á erlendum markaði og fyrir vörur, sem flutt- ar eru inn með leiguskipum, verða stöðugar breytingar á flutn ingsgjaldi. Síðast en ekki sízt skal á það bent, að fjöldamargar vör- ur, sem aðflutningsgjöld voru hækkuð á með lögum um fram- leiðslusjóð, eru fyrst nú að koma til landsins, en allt það, sem hér er bent á, veldur í vissum til- fellum óhjákvæmilega hækkuðu vöruverði, bæði í smásölu og heildsölu, enda er gengið út frá því í lögunum, að um undan- þágur geti verið að rasða. Annað væri útilokað, því að ekki geta verzlanir borið uppi verðhækk- anir, sem verða á erlendum vör- um, eða fraktmarkaði, svo að ekki séu nefndar stórfelldar hækkanir, sem stafa af auknum álögum innanlands. Það opinbera hefur ekki enn- þá, nema að nokkru leyti, fallist á þessi sjálfsögðu atriði, sem hér hafa verið nefnd, en þess ber að vænta, að lögin verði framkvæmd af sanngirni og skilningi. Ég skal engu um það spá, hvað ríkis- stjórnin hyggst ganga langt á þessari braut, en hins vegar virð- ist það liggja í loftinu, að verð- lagsákvæði í einhverri mynd verði tekin upp að nýju. Um bráðabirgðalögin sjálf vil ég segja þetta: Þess ber að vænta, að þau nái tilgangi sínum, að það takist að stöðva hina sjúklegu þenzlu, sem nú er á vinnumark- aðinum, en þá má heldur ekki gleyma þeirri þenzlu, sem nú stafar af ráðstöfun ríkisstjórnar- innar 1 fjárfestingarmálum og fjárútvegun til slíkra fram- kvæmda. Vantrúin á gjaldmiðil- inn verður að hverfa. Allt er þetta þó mest undir þjóðinni sjálfri komið, hún á völina og einnig kvölina. Verzlunarstéttin mun gera sitt til þess að fram- kvæmd laganna um verðbind- ingu megi takast, en væntir þess, að lögunum verði ekki misbeitt. Verzlunarstéttin er, eins og éður, þeirrar skoðunar, að hag alls almennings sé bezt borgið með því, að nægilegt framboð sé á hvers konar neyzluvarningi, enda hefur það sýnt sig, síðan höftin voru afnumin, að inn- flutningur á neyzluvörum er ná- lega sá sami frá ári til árs, enda þótt innflutningur á þeim sé frjáls, en sé svo, að vörufram- boðið sé nægjanlegt, þá eru öll verðlagsákvæði óþörf, þá tryggja framboð og eftirspurn heilbrigt vöruverð i landinu. SKATTAMÁL Eins og að líkum lætur, hafa skattamálin og lausn þeirra ver- ið mikið rædd á fundum Verzl- unarráðs íslands á síðastliðnu ári. Fyrrverandi ríkisstjórh gaf fyr- irheit um það, snemma á árinu 1954, að gengið yrði frá setn- ingu nýrra laga um skattgreiðslu félaga, þannig að þau kæmu til framkvæmda við álagningu skatta á árinu 1955. Við þetta fyrirheit var ekki staðið og þrátt fyrir gefin loforð, kom ekki frum- varp hér að lútandi fram á síð- asta Alþingi. Hins vegar voru lögin um tekjuskattsviðaukann Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.