Morgunblaðið - 28.09.1956, Blaðsíða 2
2
MORCVISBLÁÐIÐ
Fostudagur 28. sept. 1956
Framh. af bls 1
bands smásöluverzlana að á önd-
verðu s. 1. ári var skipuð sam-
eiginleg nefnd með Verzlunar-
ráði íslands, er falið var að und-
irbúa stofnun verzlunarspari-
sjóðs.
STAÐSETTUR í HJARTA
BÆJARINS
Egill Guttormsson sagði að það
hefði verið mikið happ fyrir
sparisjóðinn að undirbúnings-
nefndinni tókst að fá húsnæði fyr
ir sjóðinn í hinni- gömlu veiðar-
færaverzlun Geysis í hjarta höf-
uðborgarinnar. Margvíslegar um-
bætur hafa verið gerðar á hús-
næðinu og sagði Egill hverjir þar
hefðu lagt gjörva hönd á.
Til þess að geta þegar í stað
veitt sem fullkomnasta þjónustu,
voru keyptar bókhaldsvélar og
eru þær af sömu gerð og bank-
arnir hér nota.
ANNAST ÖEL VENJULEG
SPARISJÓÐSVIÐSKIPTI
Sparisjóðurinn mun taka að
sér alla venjulega sparisjóðs-
starfsemi og mun hann fyrst um
sinn verða opinn alla virka daga
frá kl. 9,30—12,30 og kl. 14—16
og laugardaga, frá kl. 9,30—12,30.
Þá hafa stjórnendur sparisjóðsins
í hyggju að hafa hann opinn eftir
að almennum afgreiðslutíma
sölubúða lýkur til þess að geta
þannig innt af hendi betri þjón-
ustu við kaupsýslu- og verzl-
unarmenn, og mun sú starfsemi
hafin svo fljótt sem frekast er
unnt.
LÍFEYRISSJ. VERZLUNAR-
MANNA ÁVAXTAR FÉ SITT
f SJÓBINUM.
Forráðamenn stofnunarinnar
vænta þess að góð samvinna tak-
ist milli almennings og hennar.
Á s.l. ári, þegar verzlunarmenn
og vinnuveitendur í hópi verzl-
unarstéttarinnar gerðu með sér
samning um kaup og kjör, var
um það samið, að stofnaður yrði
lífeyrissjóður verzlunarmanna.
Er Magnús J. Brynjólfsson stjórn
arformaður. Lífeyrissjóðurinn tók
til starfa 1. febrúar s.l. og hefir
hann fengið húsnæði fyrir starf-
semi sína í húsakynnum spari-
sjóðsins, en svo er gert ráð fyrir
að allt lausafé lífeyrissjóðsins
verði ávaxtað við sparisjóðinn.
Munum við vinna að því að líf-
eyrissjóðurinn geti orðið sem öfl-
ugastur, til hagsbóta fyrir með-
limi sína.
Aðstoðarlækfiir
HEILBRIGÐISMÁLARÁÐU-
NEYTIÐ réði nýlega Erlend Kon-
ráðsson lækni, til þess að vera
aðstoðarlæknir héraðslæknisins á
Akureyri, Jóhanns Þorkelssonar
um mánaðartíma frá 1. október
að telja.
Stóraukin vLðskipti við Rússland
Viðskiptasamningur til 3 ára var
undirritaður hér í Beykjavík í gær
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ sendi í gær út fréttatilk. um að gerð-
ur hafi verið verzlunarsamningur við Sovét-Rússland og hafi
samningurinn verið undirritaður í gær. — Gert er ráð fyrir veru-
legri aukningu á freðfisksölu til Rússlands og einnig verða kaup á
olíum og benzíni aukin, svo og hveiti. — Viðskiptasamningur
þessi er gerður til næstu þriggja ár'a. — Þess er ekki getið hve
viðskiptin muni nema mörgum milljónum króna árlega þessi þrjú
ár, en árið 1955 námu Rússlandsviðskiptin 172,7 milljónum króna,
sem var verðmæti innfluttrar vöru, en útflutningurinn nam 156,4
milljónum króna. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir verulegri aukn-
ingu á viðskiptum þjóðanna.
Hér á eftir fer fréttatilk. utanríkisráðuneytisins:
TIL ÞRIGGJA ÁRA
Hinn 27. september var undir-
ritað í Reykjavík viðskiptasam-
komulag milli íslands og Sovét-
ríkjanna. Gildir samkomulagið
og vörulistarnir, sem því fylgja,
í þrjú ár frá 1. janúar 1957 til 31.
desember 1959. Samkomulagið
undirritaði Emil Jónsson utan-
ríkisráðherra og A. N. Finogenov,
forstjóri innflutningsdeildar ut-
anríkisverzlunarráðuneytis Sov-
étríkjanna.
í samkomulaginu er gert ráð
fyrir, að flutt verði út árlega
næstu 3 árin til Sovétríkjanna
32.000 tonn af freðfiski, 15.000
tonn af saltsíld, 1.000 tonn af
freðsíld og aðrar vörur fyrir 2
milljónir króna.
FRÁ RÚSSLANDI
Frá Sovétríkjunum eru ráðgerð
árleg kaup á eftirfarandi vörum:
ferennsluolía (Fuelolía) Tonn 110.000
Hráolía (Gasolía) 150.000
Bifreiðabenzín 45.000
Antrasít 2.000
Koks 2.000
Jámpípur 2.000
Steypustyrktarjárn og aðrar jám- og stál-
vömr 3.000
Hveiti 10.000
Rúgmjöl 2.800
Kartöflumjöl 350
Sement (þar til lokið er byggingu sementsverk-
smiðjunnar) 50.000
Timbur 30.000 rúmmetrar
Bifreiðir, 300
Ýmsar vörur fyrir 10 millj. kr.
VERULEG AUKNING
Miðað við núgildandi samkomu
lag er með hinu nýja samkomu-
lagi gert ráð fyrir verulegri aukn
ingu á freðfisksölu til Sovétríkj-
anna, eða úr 20.000 tonnum upp
í 32.000 tonn. Hins vegar verða
afgreidd á þessu ári 8.000 tonn
umfram upphaflegt samnings-
magn eða alls 28.000 tonn. Kaup
frá Sovétríkjúnum á hráolíu,
benzíni og hveiti eru áætluð
meiri en áður, en yfirleitt er um
sömu innflutningsvörur að ræða
og keyptar hafa verið þaðan und-
anfarin ár.
SAMNINGANEFNDIRNAR
Samningaviðræður fóru fram
í Reykjavík dagana 17.—27. sept-
ember. Af hálfu Sovétríkjanna
tóku þátt í þeim A. N. Finogenov,
sem var formaður nefndarinnar,
Shchelokov, verzlunarfulltrúi við
sendiráð Sovétríkjanna í Reykja-
vík, Koshentaévski og Kuzminski,
báðir deildarstjórar í utanríkis-
verzlunarráðuneytinu.
í íslenzku samninganefndinni
voru eftirtaldir menn:
Þórhallur Ásgeirsson, sem var
formaður nefndarinnar, Pétur
Thorsteinsson, Davíð Ólafsson,
Svanbjörn Frímannsson, Helgi
Pétursson, Jón Gunnarsson, Er-
lendur Þorsteinsson, Jón L. Þórð-
arson, Ársæll Sigurðsson, Berg-
ur Gíslason. — Ritari nefndar-
innar var Ingvi Ingvarsson.
★
Samninganefnd Sovétríkjanna
leggur af stað heimleiðis í dag.
Óttast ffalsyfirlýsingu
forsætisráðherrans
Tíminn sleginn djúpri hryggð
TÍMINN>éf ákaflega hissa og hryggur yfir því í gær, aS
Morgunblaðið skuli vera að gagnrýna Hermann Jónas-
son, forsætisráðherra, fyrir að hafa staðið frammi fyrir
alþjóð og gefið falsyfirlýsingu um það, að bráðabirgða-
lögin um festingu kaupgjalds og verðlags væru „aðeins
formleg staðfesting“ á samningum við verkalýðssamtökin.
Málgagni Framsóknarflokksins finnst það líka næsta furðu-
legt að árásir skuli vera gerðar á jafn óáleitinn mann og
Hermann Jónasson, sem hafi „aldrei notið meira trausts
og vinsælda en um þessar mundir“!!
REYNIR AÐ HUGGA SIG
Tímanum er ekki of gott að hugga sig við „vinsældir*‘
núverandi forsætisráðherra. En í augum mikils meirihluta
þjóðarinnar er Hermann Jónasson áreiðanlega sá stjórn-
málamaður, sem minnstra vinsælda og trausts nýtur.
EKKERT SAMIÐ VIÐ VERKALÝÐSFÉLÖGIN
Það liggur fyrir skjallega sannað, að forsætisráðherrann
flutti falsyfirlýsingu í útvarpið er hann ræddi um bráða-
birgðalög stjórnar sinnar. Hvert verkalýðsfélagið á fætur
öðru, þar á meðal Sjómannafélag Reykjavíkur, sem er eitt
fjölmennasta verkalýðsfélag landsins, hefur lýst því yfir,
að ekkert samráð hafi verið haft við félögin um setningu
laganna. Jafnvel Múrarafélag Reykjavíkur hefur lýst yfir
óánægju sinni með þetta atferli ríkisstjórnarinnar. Það er
von að Tímann svíði undan þeirri staðreynd, að for-
sætisráðherra landsins skuli staðinn að því að flytja fals-
yfirlýsingar frammi fyrir alþjóð.
Athugasemd um menntamál
Herra ritstjóri!
í BLAÐI yðar í dag (27. sept.)
er grein, undirrituð „kennari“,
þar sem skýrt er frá, að Jón
Gissurarson, skólastjóri, hafi á
fulltrúaþingi framhaldsskóla-
kennara deilt á menntamála-
ráðuneytið fyrir seinagang þann,
sem sé á kennararáðningum. —
Jafnframt er látið liggja að því
í greininni, að starfsmenn ráðu-
neytisins muni vanrækja að
leggja fyrir ráðherra málefni, er
berast til úrlausnar.
Um kennarastöðurnar er það
að segja, að fáir aðilar þess máls
munu leggja meiri áherzlu á en
einmitt ráðuneytið, að ráðstöfun
starfanna gangi greiðlega. Því til
stuðnings fer hér á eftir bréf,
sem ráðuneytið ritaði fræðslu-
málastjóra hinn 11. nóvember
1955:
„Ráðuneytið felur yður, herra
fræðslumálastjóri, að vekja at-
hygli skólanefnda og fræðsluráða
á því, að nauðsynlegt er að til-
lögur um setningu eða skipun í
störf eða aðra ráðstöfun starfa
við skóla, sem undir þetta ráðu-
neyti heyra og það á um að
fjalla, séu komnar til yðar svo
tímanlega að ráðuneytið fái skjöl
málsins með yðar umsögn eigi
íslandsmel
í 1500 mefra hlaupi
í GÆRKVÖLDI var sett nýtt
íslandsmet, í 1500 metra hlaupi.
Gerði það Svavar Markússon,
sem nú keppir á íþróttamóti í
Kaupmannahöfn. Rann hann
skeiðið á 3,51.2 mínútum.
Varð Svavar . 3. í hlaupinu.
Guðmundur Hermannsson kast-
aði 15.56 m í kúluvarpinu.
500 ferða-
mennádag
ÓSLÓ, 27. sept.: — Eins og
kunnugt er, kemur mikill
fjöldi erlendra ferðamanna til
Noregs. Samkvæmt síðustu
skýrslum koma langflestir
ferðamannanna — eða 74%
til Óslóar. Þegar ferðamanna-
straumurinn er hvað mestur
til borgarinnar, koma þangað
500 ferðamenn á dag.
NTB. —
síðar en hálfum mánuði áður en
hlutaðeigandi skóli á að taka til
starfa haust hvert.
Er yður, herra fræðslumála-
stjóri, falið að brýna þetta ræki-
lega fyrir þeim, er hlut eiga að
máli og sjá um, að allar fastar
stöður, sem ráðstafa á, séu aug-
lýstar í tæka tíð.“
Hitt er svo annað mál, að margt
getur til þess borið, að dráttur
verði á ráðstöfun starfa. Fer það
stundum eftir því, hvernig málin
eru búin í hendur ráðuneytinu.
Má í því sambandi nefna nýtt
dæmi: Fræðslumálastjóri leggur
til við ráðuneytið, að settur sé
skólastjóri við nýjan gagnfræða-
skóla í Reykjavík, en við athugun
málsins kemur í ljós, að láðst
hefur að fara fram á við ráðu-
neytið að skólinn verði stofnað-
ur. Ráðuneytið eitt getur þó
stofnað slíkan skóla að lögum.
Þegar svo ber við, má búast
við einhverjum drætti á af-
greiðslu málsins, — og má hver
sem vill lá ráðuneytinu slíkt.
Varðandi reglur um íslenzkan
framburð, sem minnzt er á í
greininni, og látið er skína í að
starfsmenn ráðuneytisins hafi
eigi lagt fyrir ráðherra, er þetta
að segja: Hinn 14. ágúst 1950
ritaði fræðslumálastjóri ráðu-
neytinu bréf um nauðsyn sam-
ræmingar á íslenzkum framburði.
Ráðuneytið sendi heimspekideild
Háskólans málið til athugunar 26.
n.m. að fyrirlagi þáverandi
menntamálaráðherra. Svar Há-
skólans barst 16, febrúar 1951
og var það — einnig að fyrirlagi
ráðherra, — sent fræðslumála-
stjóra 18. júní 1951, með beiðni
um tillögur. Málið var síðan í
höndum fræðslumálastjóra til 25.
febrúar 1956, eða tæp fimm ár,
en þann dag sendir hann bréf um
málið. Það bréf var einnig lagt
fyrir ráðherra. Af þessu er ljóst,
að málið hefur verið lengi á döf-
inni og eigi undarlegt að það
þarfnist gaumgæfilegrar athug-
unar. Hins vegar hefur það eigi
enn verið lagt fyrir núverandi
menntamálaráðherra, sem er ný-
tekinn við embætti.
Reykjavík, 27. september 1956.
Birgir Thorlacius.
Ráðhcrrafundur
í Reykjavík
UTANRÍKI'SRÁÐUNEYTIÐ til-
kynnti í gær'að utanrikisráðherra
fundur Norðurlanda verði hald-
inn í Reykjavík dagana 8. og 9.
október n.k.