Morgunblaðið - 28.09.1956, Blaðsíða 20
®rg«ulblW>íli
222. tbl. — Föstudagur 28. september 1956
Nýjar kvikmyndir
sjá bls. 9.
Iðjufélagar, sameinizt gegn
yfirgangi kommúnista
Kosning hefst á morgun
FJÁ, félag verksmiðjufólks kýs fulltrúa á Alþýðusambandsþing
nú um helgina. Kosningin fer fram á skrifstofu félagsins á
>órsgötu 1 og hefst kl. 2 e.h. á morgun og stendur til 10 sd. Á
sunnudag heldur svo kosningin áfram og hefst þá kl. 10 árd. og
stendur til kl. 6 sd. og er þá lokið.
Tveir listar eru í kjöri: B. — listi sem borinn er fram af lýðræð-
issinnum í Iðju og A. — listi kommúnista, sem soðinn var sam-
an af flokksstjórn kommúnistaflokksins, án nokkurs samráðs við
fólkið í verksmiðjunum.
Aðalfundur Verzlunarráðsins
mótmælir bráðabirgðalógunum
um verðlag og íbúðarhúsnæði
AÐALFUNDI Verzlunarráðs fslands lauk í gær, eftir að hlýtt
hafði verið á ræðu viðskiptamálaráðherra og frásögn Jóns
Gíslasonar skólastjóra um verzlunarskóla í nágrannalöndunum,
lýst stjórnarkjöri og rætt um tillögur nefndar, en þar komu fram
mótmæli gegn framkvæmd bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar um
festingu vöruverðs og um afnot íbúðarhúsnæðis í kaupstöðum.
ÓTTI KOMMÚNISTA
Mikill ótti hefur gripið um sig
í herbúðum kommúnista vegna
framboðs Iðjufélaga og hafa þeir
haft í heitingum við félagsmenn
og beinlínis sagt í Þjóðviljanum
að þeir „teldu heimilar hvers
LJÓÐABÆKUR
OG SKÁLDSÖGUR
Alls eru bækurnar 66 talsins.
Ein hin fágætasta þeirra mun
vera Tímatalsfræði úr Gunnlaugs
sögu eftir Jón Eiríksson konfer-
enzráð. Er hún gefin út í Kaup-
mannahöfn 1778 og er skráð á
latínu.
Þá eru þarna þrjár fyrstu bæk-
ur Kristmanns, í frumútgáfu
á norsku, en þær munu nú mjög
sjaldséðar. Allur Kiljan, m. a.
Bókavinaútgáfan af Vefaranum
frá 1927 er og þarna, en sú út-
gáfa er mjög fágæt. Bókin kom
einnig í mörgum smábindum
sama árið og frumútgáfan kom
út.
ÚTSÝN
Tímarit Einars Benediktssonar,
Útsýn, er þarna. Að vísu komu
aldrei fleiri hefti en þetta eina.
Það inniheldur þýðingar á sög-
um og ljóðum frá Bandaríkjun-
um, og þar er m. a. að finna
Hrafninn eftir Poe. Frumútgáfa
af öllum ljóðmælum Guðmundar
skálds Guðmundssonar alls 9 bæk
ur, en ein sérkennilegasta bókin
er „Drápa við skemmtidag Thom-
sens Magasins 1902“, og er höf-
Húsfyllir á spila-
kvöldi Sjálf-
stæðisfélaganna
HÚSFYLLIR var í Sjálfstæðis-
húsinu á fyrsta spilakvöldi Sjálf-
stæðisfélaganna í fyrrakvöld.
Spiluð var þar félagsvist, en síð-
ar var úthlutað vinningum. Þá
var kaffihlé, en að því loknu
flutti Sigurður Bjarnason alþing-
ismaður ávarp.
Þá var dregið í happdrætti
kvöldsins og að lokum var kvik-
myndasýning. Fór samkoma þessi
í öllu hið bezta fram, og skemmtu
menn sér ágætlega.
Sjálfstæðisfélögin munu halda
slík spilakvöld mánaðarlega í
vetur, eins og undanfarið. Eru
þau orðin mjög vinsæl og jafnan
sótt af miklum fjölda fólks.
konar gagnráðstafanir" til þess
að hindra það, að Iðjufélagar
fengju að neyta réttar síns með
kjörseðlinum. Hafa kommúnist-
ar aldrei verið eins berorðir í
hótunum sínum og er líkast því,
að þeir telji nú órðið heimilt að
undurinn Jón Trausti. Upphafs-
stafir hans G. M. eru undir
bragnum.
Loks má nefna allt verkið Is-
lands Kortlægning, í ljósprentun
Munksgaards; en það mun nú um
3.000 kr. virði.
beita verkafólk svipuðum tökum
og í Ráðstjórnarríkjunum, þar
sem allri andstöðu gegn komm-
únistum er svarað með skrið-
drekum og vélbyssum.
Þessi viðbrögð þeirra sanna
betur en allt annað nauðsyn þess
að hnekkja sem mest valdi þeirra
og sameina alla þjóðholla lýðræð-
issinnaða menn til algerrar bar-
áttu gegn yfirgangsmönnunum.
Reykjavík gegn
Akranesi
ó sunnudog
Lið Rvíkur valið
Á SUNNUDAG heyja úrvalslið
Reykjavíkur og Akranes hina ár-
legu bæjakeppni í knattspymu.
Um mörg undanfarin ár hefur
þetta verið með betri leikjum
sumarsins og má gera ráð fyrir
skemmtilegum leik eins og áður.
Lið Akurnesinga verður senni-
lega óbreytt frá síðasta leik þeirra
í 1. deild gegn KR en úrvalslið
Reykjavíkur var valið á mið-
vikudagskvöld. Verður það þann-
ig: Björgvin Hermannsson (Val)
— Hreiðar Ársælsson (KR) —
Árni Njálsson (Val) — Halldór
Halldórsson (Val) — Einar Hall-
dórsson (Val) — Helgi Jónsson
(KR) — Reynir Þórðarson (KR)
— Sigurður Bergsson (KR) —
Björgvin Daníelsson (Val) —
Gunnar Guðmannsson (KR) og
Gunnar Gunnarsson (Val). Vara
menn Ólafur Eiríksson (Víking),
Ólafur Gíslason (KR), Sverrir
Kjærnested (KR), Hilmar Magn-
ússon (Val) og Þorbjörn Friðriks
son (KR).
★ TILLÖGURNAR
Þrjár nefndir ‘ voru skipaðar
fyrri fundardaginn: allsherjar-
nefnd, verðlags- og viðskipta-
nefnd og skattamálanefnd. Lögðu
þær fram tillögur í 11 liðurs og
hlutu allar tillögurnar samþykki
allra fundarmanna.
Fundurinn benti á, að óviðun-
andi misræmi hafi skapazt við
það, að bygging verzlunar- og
verksmiðjuhúsa hefur verið tak-
mörkuð um mjög langan tima,
en bygging íbúðarhúsa er frjáls
að mestu. Þetta misræmi hefur
bitnað mjög á atvinnurekstrin-
um í landinu. Skoraði fundurinn
á ríkisstjórn og Alþingi að end-
urskoða afstöðu sína til þessara
mála sem fyrst.
Fundurinn taldi, að breyta
þurfi bráðabirgðalögum um afnot
íbúðarhúsnæðis í kaupstöðum.
Leit fundurinn svo á, að heimild
þurfi að vera til undanþágu frá
ákvæðum laganna í þeim tilfell-
um, er húsnæði losnar, sem
hentugra er fyrir skrifstofur eða
annan atvinnurekstur, enda brýn
þörf á slíku húsnæði vegna
þeirra takmarkana, sem eru á
veitingu fjárfestingarleyfa fyrir
verzlunar- og skrifstofubygging-
ar.
Verðlags- og viðskiptamála-
nefnd flutti tillögu er samþykkt
var samhljóða. í henni segir að
fundurinn telji óhjákvæmilegt,
að undanþáguheimild bráða-
birgðalaga um festingu verðlags
og kaupgjalds verði beitt þannig,
að teknar séu til greina við verð-
lagningu vara hækkanir á er-
lendu verði og erlendum kostnaði
innfluttra vara, svo ’ og hækk-
un tolla, söluskatts og fram-
leiðslusjóðsgjalds.
Hefur þegar komið til árekstra
út af þessu og ríkisstjórnin virð-
ist ekki á einu máli um það
hvernig framkvæma á lögin. En á
fundinum kom fram, að álagn-
ing er í flestum tilfellum svo Iág,
að hún þolir ekki skerðingu, og
vöruverðið hlýtur því að hækka
í hlutfalli við hækkun ýmissa
kostnaðarliða við innkaup vör-
unnar.
RÆÐA VIÐSKIPTAMÁLA-
RÁÐHERRA
Er fundur hófst í gærdag flutti
viðskiptamálaráðherra ræðu um
viðskiptamálin. Drap ráðherrann
þar á helztu þætti viðskiptalífs-
ins s.s. útflutningsverzlunina, inn
flutninginn, viðskiptin við vöru-
skiptalöndin og hin frjálsu við-
skipti, ræddi um gjaldeyristekjur
þjóðarinnar og framleiðsluna.
Jón Gíslason skólastjóri flutti
erindi um verzlunarskóla í ná-
grannaríkj unum, en starfshætti
þeirra kynnti hann sér í fyrra-
sumar. Var það álit hans, að
Verzlunarskóli íslands ætti sér
traustan og góðan starfsgrund-
völl, en þó mætti ýmsar nýungar
taka upp, en þess yrði ekki kost-
ur fyrr en húsnæðisvandræði
skólans væru leyst.
STJÓRNARKJÖR
Stjórnarkjöri var lýst og var
það svohljóðandi. Kosnir höfðu
verið: Hallgrímur Fr. Hallgríms-
son, Þorvaldur Guðmundsson,
Sveinn Guðmundsson, Óttar
Ellingsen, Haraldur E. Sveinsson,
Kristján Jóh. Kristjánsson og
Hjörtur Jónsson.
Til vara: Magnús J. Brynjólfs-
son, Eggert Kristjánsson, Sig. B.
Sigurðsson, Björn Ólafsson,
Sveinbjörn Árnason, Stefán G.
Björnsson og Stefán Sigurðsson.
Utan Reykjavíkur höfðu verið
kosnir: Ingólfur Jónsson, Sigurð-
ur Ágústsson og Tómas Björns-
son.
í stjórnina voru tilnefndir af
hinum einstöku ráðsfélögum:
Stefán Thorarensen af hálfu
apótekara, ísleifur Jónsson af
hálfu byggingarvörukaupmanna,
Björn Guðmundsson af hálfu bús
áhaldakaupmanna, Gunnar Ás-
geirsson af hálfu bifreiðainnflytj-
enda, Júlíus Björnsson af hálfu
raftækjasala, Hans Þórðarson af
hálfu raftækjainnflytjenda og
þeir Páll Þorgeirsson, Gunnar
Guðjónsson og Egill Guttormsson
af hálfu stórkaupmanna.
Kjörnefnd og endurskoðendur
voru endurkosnir.
Tómas Björnsson, Ottar Elling-
sen og Eggert Kristjánsson fluttu
álit og tillögur allsherjarnefndar,
viðskipta- og verðlagsnefndar og
skattanefndar. Verður þeirra síð-
ar getið í blaðinu.
Kooimúaistar beita flokksvél
sioai í Iðjukosuiaguuum
KOMMÚNISTAR einbeita nú flokkssamtökum sínum hér í Reykjavík í baráttunni um
kosningu fulltrúa verkalýðsfélaganna á Alþýðusambandsþing. Morgunblaðinu barst í
gær bréf, sem Sósíalistafélag Reykjavíkur hefur sent öllum meðlimum sínum þar sem þeir
eru kallaðir á fund til þess að ræða um Alþýðusambandskosningarnar „og alveg sérstak-
lega um allsherjaratkvæðagreiðsluna í Iðju“.
Fer bréf þetta hér á eftir^ ljósprentað:
Kari
Fund-ar yarður heldinn -J Htu gS %
27*
)t,;rbor. Hi, l|:|# o.h
í
nr, úð íúl: gnrnir fjjMB |Í y
komir £ fundmrvo'
Moö fnlrr r.kv Zy.x,
Þegar á þetta er litið, verður það auðsætt, sem allir vissu að vísu áður, að kommún-
istaflokkurinn hefur sett alla flokksvél sína í gang til þess að freista þess að halda fylgi
sínu á Alþýðusambandsþingi. Situr það vissulega sízt á kommúnistum að ráðast á Sjálf-
stæðismenn fyrir pólitísk afskipti af Alþýðusambandskosningunum.
Sjálfstæðismenn telja að fólkið sjálft eigi að ráða því, hverja það sendir sem fulltrúa
félaga sinna á þing Alþýðusambandsins í haust. Vitanlega er ekkert eðlilegra en að lýð-
ræðissinnað fóik innan samtakanna efni til samvinnu sín í milli gegn kommúnistum.
Kommúnistar hafa alltaf misnotað verkalýðssamtökin í þágu flokks síns og þeir munu
halda því áfram. Öllum lýðræðissinnum berþess vegna að sameinasf gegn þeim.
Hver hreppir Tímatals-
fræði úrGunnlaugssögu?
Bókauppboð Sig. Benediktssonar í dag
IDAG kl. 5 hefst fyrsta bókauppboð Sigurðar Benediktssonar
á þessum vetri. Er það í litla salnum í Sjálfstæðishúsinu. Margt
eigulegra bóka er á uppboðinu, en þær voru til sýnis almenningi
í gær. Þar eru Kristmann og Kiljan í frumútgáfum, ljóðabækur
og fræðibækur. Ætla má að margur safnarinn leggi leið sína á
þetta fyrsta uppboð Sigurðar í dag.