Morgunblaðið - 28.09.1956, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.09.1956, Blaðsíða 19
’Fostudagur 28. sept. 1956 MORGUlSTiLAÐlÐ 19 Hjartans þakkir færi ég börnum mínum, tengdabörn- um, barnabörnum, ættingjum og vinum, sem glöddu mig með heimsókn, gjöfum, blómum og skeytum á 80 ára af- mæli mínu þann 16. september. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur góða framtíð. Guðrún Stefánsdóttir, Hjarðarholti, Kjós. Mínar innilegustu þakkir færi ég öllum þeim er sýndu mér hlýhug og vinsemd með skeytum og gjöfum á sjö- tugsafmæli mínu. Sérstaklega vil ég þakka börnum mín- um og tengdabörnum allar þær ánægjustundir, sem þau af alhug sýndu mér á afmælisdaginn. Svo bið ég Guð að blessa ykkur öll um ókomin æfiár. Sveinbjörn Rögnvaldsson frá Uppsölum. Frá íþróttavellinum Þeir, sem eiga rétt á ókeypis aðgöngumiðum að bæjar- keppni Akraness — Reykjavík n.k. sunnudag vitji þeirra á íþróttavöllinn fyrir hádegi n.k. laugardag. Veitingastaður á Suðurnesjum til leigu eða sölu að hálfu eða öllu. Heppilegt fyrir karl eða konu sem gæti unnið sjálf að rekstrinum. Uppl. að Álfhólsveg 8, Kópavogi. 2 skriistoíuherbergi til leigu nálægt höfninni. — Tilboð merkt: „Skrif- stofuherbergi — 4592“ sendist Morgunblaðinu fyrir mánaðarmót. Faðir okkar og bróðir SIGURÐUR SKAGFIELD óperusöngvari, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, laugardaginn 29. þ.m. kl. 10,30 f.h. Edda og Hilmar Skagfield, Jónina S. Ploug. Móðir okkar, tengdamóðir og amma ÓLÖF GILSDÓTTIR frá Hrafnkelsstöðum verður jarðsungin að Borg laugar- daginn 29. september. Athöfnin hefst að heimili dóttur hennar Brúarlandi, Hraunhreppi, kl. 11 f.h. Vandamenn. Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu við and- lát og jarðarför SIGRÍÐAR ELÍNMUNDARDÓTTUR Guð blessi ykkur. Tryggvi Kristjánsson, Magnfrrður Sigurbjörnsdóttir, Ingvi Kristjánsson, Sigríður Tómasdóttir, Bragi Kristjánsson, Sólveig Bjarnadóttir, Aristín Kristjánsdóttir, Þorfinnur Guðmundsson, Iðunn Kristjánsdóttir, Ólafur Jónsson og barnabörn. Heyjað í vothey með stórum tökum. Sláttuvélin er af þeirri gerð er tætir grasið af jörðinni með slag- hnífum. Traktor dregur sláttuvélina, sem um leið blæs hinu saxaða grasi upp í vagn, sem annar traktor dregur og ekið er jafnframt sláttuvélinni. — Heyjað í volhey Frh. af bls. 12. söxuðu upp í vagn, sem tengdur er við múgsaxarann. Þegar heim að votheyshlöðu kemur, er vagninn tæmdur á bandlyftu eða í blásara, er flytur hið sax- aða gras í hlöðuna. Fljótt á litið virðist hér vera um tölu- vert tafsamari vinnubrögð að ræða, heldur en að nota venjulega saxsláttuvél, svo sem áður var lýst. Þessi vinnutækni er óneit- anlega fyrst og fremst miðuð við forþurrkunina, sem bæði æskilegt 6g nauðsynlegt atriði við vot- heysverkunina. Hinsvegar telja amerískir tilraunarmenn, sem fróðir eru um þessa hluti, múg- söxunina og annað sem henni fylgir vera litla eða enga tíma- töf samanborið við að slá með saxsláttuvél. Þeir reikna vinnu- dæmið þannig: Mótorsláttuvél verður bóndinn að eiga til að slá gras, sem verk- að er sem þurrhey. Hún er því alltaf til á búi og er ekki sérstakt kostnaðaratriði við vélakostinn, sem þarf við að heyja í vothey. BODIL SAHN lögg. skjalaþýðandi. Lækjargötu 10. — Sími 4759. Hið sama gildir um múgavélina. Slátturinn sækist mikið fljótar með venjulegri traktorsláttuvél heldur en með saxsláttuvél. Með því að raka grasinu nokkuð þorn- uðu saman í stórmúga og beita svo múgsaxaranum á þá, sparast mikill tími við söxunina, ferðirn- ar verða færri, saxarinn saxar svo nemur fleiri skárun í einu, í stað þess að saxsláttuvélin sax- ar auðvitað ekki nema múg af einum skára í einu, um leið og hún slær skárann. Hvað sem segja má um þetta er raunin sú, að notkun múgasaxara fer mjög vaxandi og er orðin miklu al- mennari en notkun saxsláttuvél- anna. Við þetta er þó því að bæta, að algengt er að smíða saxsláttu- vélarnar þannig gerðar, að hægt er að fjarlægja greiðu og ljá og setja í þess stað rakstrarþræl á vélina. En svo vil ég nefna tæki þau á múgsaxaranum er raka upp múginn, svo að vélin tætir hann í sig (á ensku nefnt Pickup Equip ment). Með þessu móti er sax- sláttuvélinni breytt í múgsaxara. þannig er hægt að kaupa vélina svo búna, að hún sé hvorttveggja í senn: saxsláttuvél og múgsaxari, en þá er þetta orðin mjög dýr vél og nokkuð margbrotin. Vagnsláttuvélar af þeirri gerð sem keypt var að Hvítárbakka fást nú með saxara, svo að þær vinna sem saxsláttuvélar. Sax sláttuvélin á Egilsstöðum er einnig útbúin með rakstrarþræl og getur því unnið sem múgsax- ari. Blásarar, til að blása söxuðu grasi í hlöðu eru töluvert ein- faldarl að gerð en saxblásarinn og ekki nærri því eins aflfrekir. Hægt er að útbúa vagnana, sem saxaða grasinu er ekið í, þannig að tæma megi þá hóglega, svo að saxið smáhrynji af vagninum niður í aflanga trekt eða rennu, sem er þannig gerð, að löngum snígli er komið fyrir niður við botn í rennunni. Er snígillinn snýst flytur hann grassaxið að blásaranum. Þar sem svona er fra gengið eru vinnubrögðin við að heyja í vothey orðin býsna vél- ræn og mikilvirk, og veltur þá jafnvel á mestu að aksturinn heim af teig og vagnaskipti við múgsaxara, eða saxsláttuvéi gangi nógu greiðlega. Félagslíl Framarar Knattspymumenn! „Bronsæfing" verður á Fram- vellinum á morgun, laugardag, kl. 2 og „silfuræfing" kl. 4. — Allir drengir sem keppt hafa með A og B liðum 3. flokks í sumar, eru beðnir um að mæta kl. 3 til mynda töku. —- Mætið vel og stundvís- lega. — Nefndin. Farfuglar! Munið myndafundinn f kvöld í Þórscafé kl. 8,30, stundvíslega. — Hafið myndir sumarsins með. íþróttahús f.B.S. við Hálogaland verður opnað til æfinga, föstudaginn 28. sept. íþróttahandalag Reykjavíkur. Bæjarkeppnin Reykjavík—Akranes Þeir, sem rétt eiga til ókeypis aðgöngumiða að bæjarkeppnlnni n.k. sunnudag, vitji miða sinna til vallarvarðar, íþróttavellinum, í kvöld kl. 5—8 og kl. 2—5 á laug- ardag. Ósóttir miðar verða seldir eftir það. — Mótanefndin. Stofnfundur Körfuboltadeildar KR verður haldinn í félagsheimili K.R., fimmtudaginn 4. október kl. 8,30. Nýir menn velkomnir. IJndirbúningsnefndin. Í.R.-ingar! — Skíðadeild! Sjálfboðaliðsvinnan er í fullum angi; um þessa helgi er ákveðið að ljúka við uppsláttinn fyrir grunninum á næst fallegasta skíðaskálanum. Þess vegna skor- um við á alla sem hafa l.R.-blóð í æðum, að mæta. Frítt fæði fyrir alla. Farið frá Varðarhúsinu kl. 2 e.h. á laugardag. — Stjómin. Dansskóli Sigrlðar Ármann Skírteini verða afhent í Garða- stræti 8, 2. hæð í dag og á morg- un kl. 4—7 báða dagana. Innritun í síma 80509. Gömlu dansarnir í G. T.-húsinu hef jast að nýju annað kvöld (laugardag) kl. 9. DAIMSLEIKUR í Breiðfirðingabúð í kvöd kl. 9 Aðgöngumiðar frá kl. 8 Hljómsveit Svavars Gests. — Söngvari Ragnar Bjarnason Listdansskóli Guðnýjar Pétursdóttur TEKUR TIL STARFA 1. okt. Skírteini afhent í dag frá klukkan 2—6 e.h. í Eddu- húsinu við Lindargötu 9A efstu hæð. Ath.: Kennt verður ein- göngu 'ballett.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.