Morgunblaðið - 28.09.1956, Blaðsíða 16
16
MORCUNBLAÐIÐ
Töstudagur 28. sept. 1956
I; ■ ■:.•.• 'T1
LOUIS COCHRAN:
' SONUR HAMANS
FramKaldssagan 39
handleika svo fínar flíkur, um
leið og hún settist varlega á blá-
brún stólsins:
„Farðu nú að borða, Láje. Kvöld
maturinn þinn er að verða kald-
ur“.
Án þess að svara, fleigði Lije
hattinum sínum í rúmbálkinn,
gekk siðan fram í eldhúsið og
þvoði sér í framan upp úr kalda
vatninu í þvottaskálinni Loks
strauk hann hárið hroðvirknis-
lega aftur á hnakkann, með hönd
unum og settist við borðið.
„Einhvern veginn get ég ekki
fellt mig við það, mamma, að
Dink sé að gefa þér hluti eins og
þetta“, sagði hann. „Auðvitað er
kjóllinn ágætur, en ég kann bara
ekki vel við þetta. Það er allt og
sumt. Og hvenær ætlarðu svo að
sýna þig í honum? Fólk hér í ná-
grenninu myndi ekki verða neitt
hrifið af svona glanslegri flík,
sem það er óvant að sjá“
„O, ég verð í honum þegar ég
fer í boð, samkomur, leiksýning-
ar“, sagði hún í varnarstöðu „og
ótal mörg önnur tækifæri".
„Hvar?“ Rödd hans var hörð
og skipandi. Móðir hans leit til
hans, votum augum og það fór
titringur um munnvik hennar.
Jafnvel í augum Lijes var hún
á þessari stundu vorkunnarverð
.— þrælkuð, fótum troðin, svikin
og svívirt mannvera, sem reyndi
með örvæntingarfullri ákefð, en
árangurslaust, að öðlast aftur
töfra þá, sem voru horfnir og
týndir með öllu.
„Horfðu ekki á mig á þennan
hátt, Lije“, grátbað hún. „Og
Dink ætlar að koma hrngað eftir
kvöldmatinn, aftur. Hann sagði
að þú mættir fara á fereykis-
ÚTVARPIÐ
vagninum sínum, til að sækja
Lizabeth, ef þú vildir“.
„Ég kæri mig ekkert um það.
Það er ekki nema einn míluspotti
heim til Molly. Hún hefur bara
gott af því að ganga þetta, stúlk-
an“.
Gamla konan hvessti kjarklega
augun á son sinn, með ákafri
löngun til þess að hrekja burt og
yfirstíga hina þykkjukenndu
andúð, sem birtust henni í hvössu
augnaráði sonarins, hinum meg-
in við borðið.
„Dink kom líka með nokkur
bjúgu“, sagði hún eftir stundar-
þögn. „Þér þykja bjúgu svo góð,
Lije. Og svo er hérna svolítil
sleikja af stöngulberjabúðingi,
sem ég bjó alveg sérstaklega til
fyrir þig“.
Hún ýtti til hans diskinum.
Hann leit í ólundarlegri þögn
á matinn, fyrir framan sig á
borðinu, svo byrjaði hann, án
þess að líta upp, að borða búð-
inginn.
„Er hann góður?“
Móðir hans brosti afsakandi.
Lije kinkaði kolli og borðaði með
áfergju þennan eftirlætisrétt
sinn. Samvizkubit tók að sjást
í svip hans, iðrun í augum.
„Þú ert sannarlega góður
kokkur, mamma“, sagði hann.
„Það er ekki til neinn matur,
sem mér þykir betri en stöngul-
berjabúðingurinn þinn“.
Hann brosti til hennar, afsak-
andi, skældu brosi, ataður út á
kinnar í búðingnum og mamma
hans hló fyrirgefandi fegins-
hlátri.
„Vissi ég það ekki?“ sagði hún
hreykin. „Ég veit hvað mönnum
geðjast að. Hef ég kannske ekki
þjónað mönnum allt mitt líf?“
Endurminningin, sem vaknað
hafði í huga hennar, myrkvaði
sem snöggvast svip hennar.
„En segðu mér nú hvernig þú
komst þér að því að biðja Eliza-
beth Fortenberry að koma með
þér til Molly frænku. Sonur
minn er bara farinn að umgang-
ast hástéttafólk og höfðingja,
virðist mér“.
Lije glotti hreykinn og troð-
fyllti á sér munnin aftur, áður
en hann svaraði:
„Hef ég ekki sagt þér það,
mamma? Hún er ekkert meiri eða
betri en hver önnur venjuleg
stúlka og ég fór bara og bað hana
að koma með mér“.
Augu móður hans ljómuðu af
hreykni: „En ég hef gaman af að
heyra þig segja það“, sagði hún.
„Maggie Fortenberry álítur sjálfa
sig ganga guði næst, held ég. —
Hún hefur ekki svo mikið sem
yrt á mig einu einasta orði í síð-
astliðin tíu ár og aldrei dreymdi
mig um það, að sonur minn ætti
eftir að koma sér í mjúkinn hjá
dóttur hennar“.
„O, ég er ekki að koma mér í
mjúkinn hjá einni eða neinni".
Lije talaði af óeðlilega mikl-
um ákafa: „Ég fékk bara löngun
til að vera með henni, mest til
þess að storka Cronbone, mála-
flutningsmanni. Og skömmu eftir
að Molly hafði orðað þetta boð
sitt við mig, sá ég Lizabeth ganga
inn í búðina hans Silas, til að
Nýjasta tízka
ÞÝZKAR KVEN-
og BARNAHÚFUR
Reykvíkingar athugið
Penol-skólasjálfblekungurinn vekur meiri og meiri at-
hygli, margir íslenzkir skólamenn hvetja nemendur sína
til að nota þennan penna, sem hefur flesta góða kosti.
SkóJafólk gjörið svo vel og skoðið Penol-skólasjálfblek-
unginn, sannfærist um gæði hans.
Foreldrar, veljið börnum yðar sterkan, fallegan og góðan
sjálfblekung fyrir sanngjarnt verð.
ATHUGIÐ! PENOL-skólasjálfblekungurinn er aðeins
seldur hér í Reykjavík í
Ritfangaverzlun
ÍSAFOLDAR
Bankastræti 8.
Lavender ilmur
og mikill gljái
Sama dag og þér notið Johnson’s Lavender bón (Ilmandi
bón), finnið þér hvað yður hefur vantað. Fljótt og létt
-— spegilgljái á gólfum og húsgögnum, og heimilið
Laugardagur 29. september:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). 19,00 Tómstunda
þáttur barna og unglinga (Jón
Pálsson). 19,30 Tcnleikar (plötur)
20,15 Landssimi .Islands 50 ára:
Útvarp frá hátíðarsamkomu í
Þjóðleikhúsinu. a) Ræður: Gunn-
laugur Briem póst- og símamála-
stjóri, Eysteinn Jónsson sima-
málaráðherra og Guðmundur Hlíð
dal fyrrverandi póst- og símamála
stjóri tala. b) Einsöngur og tví-
söngur: Guðmundur Jónsson,
Magnús Jónsson, Þuriður Páledótt
ir og Kristinn Hallson syngja. c)
Leikþáttur: Fyrsti þáttur leikrits
ins „Manns og konu“ eftir Emil
Thoroddsen. — Leikstjóri: Indriði
Waage. 21,35 U pplestur: „Gler-
dýrin hennar systur minnar", smá
saga eftir Tennessee Williams í
þýðingu Ragnars Jóhannassonar
(Andrés Björnsscn). 22,10 Dans-
lög (plötur). 24,00 Dagskrárlok.
Laugaveg 30.
n
SfuOka oskast
til afgreiðslustarfa strax,
Kjötverzlun KLEIN
Hrísateig 14
baðað í ferskum lavender-ilm. Reynið Johnson’s Ilm-
bón og sjáið hvað heimilið verður ferskt og hreint!
Þetta er bónið
sem skilur eftir
blómailm í
hverju herbergi
Umboðsmenn
MJURHiNN
• Reykjavik
Föstudagur 28. september:
Fastir liðir eins og venjulega.
13,15 Lesin dagskrá næstu viku.
19,30 Tónleikar: Harmonikulög
(plötur). 20,30 „Um víða veröld“.
Ævar ICvaran leikari xlytur þútt-
inn. 20,55 Islenzk tónlist: Lög eft-
ir Áskel Snorrason og Inga T.
Lárusson (plötur). 21,15 Frásaga:
1 Keykjaréttum fyrir aldamótin,
eftir Dag Brynjólfason frá Gaul-
verjabæ (Helgi Hjörvar flytur).
21,45 Tónleil:ar (plötur). 22,00
Fréttir og veðurfregnir. — Kvæði
kvöldsins. 22,10 ICvöldsagan: —
„Sumarauki" cftir Hans Severin-
sen; IV. (Róbert Amfinnsson
leikari). 22,30 Létt lög (plötur).
23,00 Dagskrárlok.
On A CUIET MOUNTAINSIDE
OVERUOOItlNG TBE MASNIFICSNT
IRAIN FCREST PMIL HIGHTCWBR
IS LAID TO RE5T
M A R K Ú S Eftir Ed Dodd
1) f kyrrlátri fjallshlíð yfir I frumskóginum er Phil lagður tlll
1 hinztu hvíldar. 1
2) — Meirl náungans ást get-1 ur englnn sýnt, heldur eti sft
J sem fórnar lífi sínu fyrir annan.