Morgunblaðið - 28.09.1956, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.09.1956, Blaðsíða 3
Fostudagur 28. sept. 1956 MORGTJNfíL/iÐIÐ 3 Guðmunda Andrésdúttir opnar málverkasýningu í Listvinasalnum IKVÖLD, kl. 8.30, verður opnuð málverkasýning í Listvinasaln- um á Freyjugötu. Er það málverkasýning Guðmundu Andrés- dóttur, sem nú í fyrsta skipti heldur sjálfstæða sýningu á verkum sínum. Verður sýningin opin næstu 10 daga frá kl. 2—10. 16 MÁLVERK Á sýningunni eru 16 málverk. Eru þau öll máluð 1955 og 1956, og hafa aðeins örfá þeirra komið Spilakvöld í Góðfemplarahúsinu FÉLAGSVIST S.G.T. í Góð- templarahúsinu í Reykjavík er löngu orðin eitt af þeim föstu skemmtiatriðum hvers vetrar, sem Reykvíkingar, er þangað sækja, vildu sízt án vera. Þar hefur ætíð verið til ágætra verðlauna að vinna, og það þyk- ir jafnan nokkur vegsauki að verða spilakóngur eða spila- drottning eftir hverja 5 eða 6- kvölda keppni, auk peningaverð- launanna, sem ætíð fylgja þess- um heiðri. * Þess má og minnast með við- urkenningu, að þar er ekki áfengisnautn, eða ölvun manna til hindrunar góðri skemmtun. Ekki dregur hin ágæta hljóm- sveit Carls Billich úr ánægjunni, eða íslenzku danslögin, sem þar eru að jafnaði leikin meira en annars staðar. Um leið og ég hlakka til, enn einu sinni, að eiga kost þessara ágætu skemmtana, sem fara fram þar á hverju föstudagskvöldi, vildi ég mega minna aðra sam- borgara mína á, að nú í kvöld hefst fyrsta spilakeppni vetrar- ins. Mér kæmi ekki á óvart, þó færri kæmust þar að en vildu. Þakklátur þátttakandi. áður á sýningu. Öll eru þau til sölu nema eitt, sem er í einka- eigu. Eru þetta abstrakt-olíu- málverk. LÆRÐI í SVÍÞJÓÐ OG FRAKKLANDI Guðmunda Andrésdóttir er Reykvíkingur að ætt og uppruna. Málaranám sitt hóf hún í Stokk- hólmi, 1947, en þar var hún á teikniskóla og teiknikennaraskóla árin 1947—1948. Árið 1951 fór hún til Parísar og stundaði þar málaralist einn vetur, og síðar hálfan vetur, en kom heim til íslands í millitíðinni. Eitt af málverkum Guðmundu á sýningunni. Guðmunda hefur áður tekið þátt í fjórum málverkasýningum, Amerísk kona ræðir sam- slarf vestrænna þjóða KOMIN er í stutta ferð til fs- lands amerísk kona að nafni frú Osborn. Kveðst hún vera komin hingað til að kynnast afstöðu ís- lendinga til Atlantshafsbandalagj ins, en þær fregnir hafa vakið óhug í ýmsum vestrænum lönd- um, að íslendingar séu að fjar- lægjast þessi varnarsamtök vest- rænna þjóða. Frú Osborn er kunn ur fyrirlesari og flytur hún m.a. erindi á fundi Rotary-félagsins í Keflavík, sem fjallar um sam- starf lýðræðisþjóðanna. Frú Osborn hefur ferðazt um meginland Evrópu að undan- förnu og kveður hún þar al- mennan skilning á því, að það er Atlantshafsbandalagið, Akurnesingar hafa nú mikinn hug á að koma sér upp grasvelli fyrir knaítspyrnuíþróttina, sem náð hefur svo háu stigi þar í bæ. í þeim tilgangi hefur fþróttabandalag Akraness efnt til happ- drættis og mun ágóðinn renna til grasvallarins. Á mynd þessari sést vinningurinn, sem er ný amerísk fólksbifreið. Er myndin tekin við íþróttavöllinn í Reykjavík. Dregið verður í happdrættinu 30. september. þremur hér heima og Rómarsýn- ingurmi í fyrra. Hér heima tók hún fyrst þátt í septembersýn- ingu 1952, þá vorsýningu 1953 og síðast í félagssýningu í Lista mannaskálanum 1955. ftfýjar bækur: 16 ára gef- ur út bók JÖRN BRAGI, 16 ára gamall, sonur Magnúsar Ástmarsson- ar, hefir nýlega gefið út dálítið ljóðakver. í því eru 21 ljóð og nokkrar lausavísur. Ljóðabók Björns nefnist Hófatak. Hún er 32 blaðsíður að stærð, prentuð í Prentsmiðjunni Rún h.f. og er frágangur ágætur. ★ ★ ÞEGAR BJÖRN BRAGI færði okkur bókina, lét hann orð falla Níl Mfll iicinmsðKtvmi IVIITII á kvöldskemmtun í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 11,15 Aðgöngumiðasala í Hljóðfærahúsinu, Bankastræti 7 Sigrún Magnúsdóftir, Guðjón Matrhíasson, Marin Guðveigsdóttir, Sigurður Björnsson, Ingibjörg Leifsdóttir, Örn Egilsson, tíerdís Björnsdóftir, Gunnlaugur tíjálmarsson og Sigurlaug Björnsdóffir. Hljómsveit Á rna ísleifs aðsto&ar Kynnir: Svavar Gests '*ro\h Ennfremur skemmta með gamanþáttum leikkonurnar Emelia Jónasdóttir og Nina Sveinsdóttir Frú Osborn. sem hefur verndað frelsi þjóð- r.nna. Hún kveðst einkum hafa áhuga á að samstarf bandalags- sé þó einnig aukið á efnahags- og menningarmálasvið um það að hann hefði ort kvæðin í henni undanfarin 2 ár — eða frá því hann var 14 ára. — Ann- ars hef ég ort síðan ég var 7 ára, bætti hann svo við. — En hvert er þá uppáhalds- skáldið þitt, spyrjum við? — Einar Benediktsson, svarar unga skáldið ákveðið — og bætir svo við: — Og af núlifandi skáld- um held ég mest upp á Davíð Stefánsson. — En segðu okkur eitt: held- urðu að þú eigir eftir að sjá eftir því að hafa gefið út bók svona ungur? — Nei, það held ég ekki. Og mér þykir gaman að gefa bókina út. Það er gott að vera gagn- rýndur, og ég er viss um að ég læri mikið af því að koma út bók- inni. Ég vona að það verði til þess að mér fari fram og ég þroskist. Björn Bragi. — Ja, það er enginn vafi á því. En hvað ætlarðu að gera í vetur? — Ég ætla að fara í Iðnskól- ann og læra prentiðn — eins og pabbi. — Að lokum, Björn minn, fékkstu ekki einhvern til að lesa yfir handritið þitt, áður en þú gafst það út? — Jú. Þorbergur Þórðarson las það yfir fyrir mig og hann sagði að sér litist vel á það. Eink- um hafði hann góð orð um annað kvæðið í bókinni, í rökkrinu heitir það. En mér finnst nú önnur betri. — Og Þorbergur hefur þá hvatt þig til að gefa út bókina? — Ja, honum fannst þetta helzti fá kvæði. En mér fannst engin ástæða til að draga þetta lengur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.