Morgunblaðið - 26.10.1956, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.10.1956, Blaðsíða 1
20 síður 43. árgangur 246. tbl. — Föstudagur 26. október 1956 Prentsmiðja Morgunblaðsins Augljósu atriðin 4 i. SÉRFRÆÐINGUR brezka út- varpsins bendir á eftirfar- andi 4 atriði sem „aug- ljós og sannanleg“ þó Búda- pestarútvarpið eitt hafi verið til frásagnar um hlutina: Þótt stúdentar byrjuðu ó- eirðirnar, þá slógust aðrir fljótlega í hópinn, svo innan fárra stunda voru allar stéttir þjóðfélagsins með í mótmæla- aðgerðum gegn kommúnista- stjórninni. 2Stjórnin gat alls ekki • treyst ungverska hernum. í einu tilfelli snerust áhafnir 10 ungverskra skriðdreka er sigað var á fólkið, á sveif með því. öryggislögreglan komst að því og skaut bæði yfirmann deildarinar og undirmann hans. 3Óhlýðnin innan ungverska • hersins og andúð hermann anna á kommúnistastjórninni var svo megn, að ekki þýddi annað en að kalla á Rauða herinn til aðstoðar. I mörgum tilfellum voru það deildir úr ungverska og Rauða hernum sem börðust. 4Búdapestarútvarpið hefur • skýrt svo frá að Rauði herinn hafi „í MJÖG RÍKUM MÆLI“, aðstoðað við að berja niður óeirðirnar í Búdapest. Gerö tryllti tólkið er hann sagði: // Rússar eru frelsarar Urtgver]a" Fólkið trylltist og ungverskir og rússneskir hermeim snerust með því Þetta er hinn illræmdi og hataði Gerö, sem var upphafsmaður byltingarinnar er hann lýsti Rússum sem „frelsendum Ung- verja undan oki nazismans". 330 gegn 140 PARÍS, 25. október: — Hin 8 mánaða gamla stjórn Mollet vann sigur í atkvæðagreiðslu í franska þinginu í dag um traust til handa stjórninni. Var atkvæðagreiðslan að aflokinni umræðu um Súez- málið og aðgerðir Frakka í því. 330 greiddu atkvæði með stjórn inni, en 140 voru á móti. Spánverjinn Jímenez hlaut bókmennta- verðlaunin Stokkhólmi 25. okt. — Frá NTB og fréttaritara Mbl. DAG var Spánverjanum Juan Rámon Jímenez veitt Nobels- verðlaunin í bókmenntum fyrir árið 1956. Hlaut hann verð- launin fyrir sin Ijóðrænu verk, sem á spánskri tungu eru „tákn hins háa anda og hreinnar listar", eins og sænska akademían kemst að orði. i ★ FRÆGUR VÍÐA Jímenez er fæddur 1887 í smá- bænum Moguer 1 Andalúsíu. ■— Hann hlaut viðurkenningu þegar 1903 er bók hans „Arias Tristes" kom út. í spönskum kveðskap hefur hann haft langvarandi áhrif Og þau áhrif ná lengra en til landamæra föðurlands hans — kvæði hans eru lesin og lærð um allan hinn spönskumælandi heim. ★ UÆRIMEISTARI Er ritari sænsku akademíunn- ar, Anders Österling, kynnti Jí- menez í sænskri útvarpsdagskrá á þriðjudaginn, sagði hann að Spánverjinn væri meistari í að sameina háleita hugsxm og lífs- viðhorf almúgans. Sænska akademían tekur það fram, að henni sé ánægja að því að sýna spönskum bókmenntum heiðursvott, og Jímenez sé verð- ugur launanna, því hann sé lærl- meistari margra hinna yngri og meiri andans manna Spánar. Jímenez er einnig þekktur fyr- ir ritstörf önnur en ljóðræn. Hann hefur ritað bók er heitir „Asninn Platero“, en þar lýsir hann æskustöðvum sínum, hinni sólríku Andalúsíu. Sú bók er í eigu flestra Spánverja, lesin á Frh. á bls. 19. rekinn VÍNARBORG, 25. okt.: — Ung- verjar hristu í gær af sér óvin- sælan mann, sem farið hefur með mikil völd í landinu að undan- förnu. Form. kommúnistaflokks- ins Erno Gerö — hægri hönd erkistalinistans Rakosis — var rekinn úr stjórn flokksins. í hans stað kom Janos Kadar, sem var innanríkisráðherra þar til 1950, að hann var dæmdur fyrir „Tito- isma“ í ævilangt fangelsi. En hann var hreinsaður í fyrra —• að vísu öllum á óvart, því menn héldu um tíma að hann hefði verið tekinn af lífi. En nú er hann sem sagt kallaður fram. Hann er fylgismaður Nagys. Eftir að hann var settur til valda talaði hann í útvarp. Bað hann þjóðina að hjálpa til við að koma á ró í landinu. Þegar það er orðið, verða teknir upp samn- ingar við Rússland á jafnréttis- grundvelli og fundin lausn allra vandamála, sagði hann. Nagy fékk orðið þegar er Kadar hafði lokið máli sínu. Flutti hann svipaða orðsendingu og hann lofaði að Rauði herinn, sem hefði hjálpað til þess að berja niður uppreisnarmennina, myndi hverfa heim. Hann gaf mönnum enn frest til að leggja niður vopn og fengju þeir þá uppgjöf saka. Kadar er vinsæll maður af verkamönnum og af tilnefningu hans til valda þykir ljóst að Nagy standi við loforð sín um aukið lýðræði. Hetinn vor n leiðinni! // V/ð höfum sigrao Það er nú staðfest, að deild- QTALINLÍKNESKIÐ ir úr rússneska hernum voru ^ Budapest liggur á leið til Búdapest löngu áður en Nagy var kallaður til þess að gegna forsætisráðherraem- bætti. Nokkrum stundum eftir að Nagy tók við embættinu, var tilkynnt í útvarpinu í Búdapest, að ríkisstjórnin hefði fyrir hans tilstilli beðið um aðstoð hersins!! En nú eru sagðar til í Lundúnum sannanir fyrir því að sú á- kvörðun var tekin eftir síma- samtali á milli Gerö, sem nú hefur verið rekinn frá og Krúsjeffs í Moskvu. Þykir ljóst að hinn óvinsæli Gerö hafi notað nafn Nagys er hann kallaði á rússneskt herhð til þess að myrða landa sína sem báðu um frelsi. í þessu sambandi er litið svo á að brottrekstur Gerö sé fyrsti árangur byltingarinnar. Heim flutningar Rauða hersins verð ur ef til vill annar árangur hennar. mikla í brotið á jörðu niðri. Rauðu stjörnurnar, sem glóðu víðs vegar á húsaturn- um í Budapcst hafa verið fjar- lægðar. Allt nem minnir á Ctalln og á hinn harða kommúnisma hefur orðið fyrir atlögu fólks, sem orðið hefur að þola áþján kommúnismans en brýzt nú í ör- væntingu til frelsis og hefur lagt líf sitt í sölurnar fyrir það. ★ Enn heyrast skothvellir víðs vegar um Budapest, en Rauði herinn sem var kvaddur .il er um það bil að buga frelsis- hyggjandi ungverska alþýðu. Budapestútvarpið biður fólk að fara ekki út, því hætta sé á hverju götuhorni af völdum skothríðar. Ferðamenn, sem komu í dag til Austurríkis segja, að ungversk alþýða telji sig hafa unnið sigur. Hvarvetna heyrðúst hróp: „Við höfum sigrað“ — „við höfum sigrað“. ★ Ferðamennirnir hafa lýst ýms- um atburðum í Budapest. Stór- byggingar standa í björtu báli, m. a. þjóðminjasafnið. Víða í borginni er hitinn af eldinum svo mikill, að slökkvistarf er mjög erfitt. Framh á bls. 19 Pólverjar fá fögur loforð Frjálsar kosningar og þingið fær völd A-Þjóhverjar trúa þvi, hjá muriL ..vora að einnig þeim KHÖFN, 25. okt. — Austur- Þjóðverjar tóku fregninni um stefnubreytingu þá, er varð í Pól- landi fyrir helgina, með miklum fögnuðu. Kaupmannahafnarblað- ið Ekstrabladet, sendi einn af fréttariturum sínum þegar til A- Berlínar til þess að kanna við- brögð A-Þjóðverja við frelsis- kröfum Pólverja og Ungverja. Ók fréttaritarinn frá Warne- múnde til Berlínar — og kvaðst hann hafa rætt við margt fólk. Allir lýstu geysihrifningu yfir því skrefi, er Pólverjar hefðu stigið í átt til þess að losa sig undan rússneskum yfirráðum. Var honum sagt, að Þjóðverjar um gervallt A-Þýzkaland fögnuðu fregnum þessum af heilum hug. Menn segja, að farið sé að „vora“ — og kvað fréttaritarinn Þjóðverja gefa það ótvírætt í skyn, að þeir vonuðust einnig eftir „vori“ — í þeirra landi. Blað það í A-Þýzkalandi er fyrst ætlaði að flytja fregnina um valdatöku Gomulka, var síðdegis- blaðið „BZ am Abend“ í Austur- Berlín. Blað þetta komst þó aldrei fyrir sjónir almennings, því að kommúnistastjórnin gerði allt upplagið upptækt. Engu að síður fljúga fregnirnar um að- gerðir Pólverja eins og eldur í sinu um allt landið — og „vor- hugur" er þar í mönnum. Lausafregnir herma, að um helgina hafi flutningur pólskra kola til A-Þýzkalands stöðvazt, en kolaforði í landinu mun aðeins nægja til einnar viku. Danski fréttaritarinn fékk frétt þessa þó ekki staðfesta, en hins vegar mun kolaskortur ekki slökkva þann neista frelsisþrár, er tendrazt hefur í hjörtum A- Þjóðverja Varsjá, 25. okt. — frá Reuter. RÓ ER nú komin á í Póllandi eftir að Gomulka er kominn til æðstu valda í verkamannaflokkn- um. Hann hefur talað á útifund- um við áköf fagnaðarlæti. Bað hann fólk um að forðast æsing- ar og sagði að ef það færi að þeim ráðum, mundi rússneski herinn hverfa til bækistöðva sinna. Jafnframt lofaði hann því, að unnið skyldi að því að fá her- inn með öllu úr landi. Með þau Ioforð að baki varð fólkið við óskum hans, svo að ólgan þar i Iandi er liðin hjá. ★ ★ ★ Ákveðið var að kosningar i Póllandi skyldu fram fara 16. des. n.k, Þeim hefur nú verið frestað þar til um 20 janúar. f tilkynningu miðstjórnar verkamannaflokksins segir að þessar kosningar eigi að verða þannig, að kjósandin hafi tæki færi til þess að velja á milli Frh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.