Morgunblaðið - 26.10.1956, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.10.1956, Blaðsíða 7
Föstudagur 26. okt. 1956 MORGVXBLAÐ1Ð 7 Hvab er í frétfum? H V A Ð er í fréttum? spyrja menn. Ekki neitt, blessaður eða' blessuð vertu. Ekkert nema grár j hversdagsleikinn dag eftir dag. Jú, víst er hægt að segja eitt- hvað í fréttum hvern einasta dag og hressa með því upp á þennan gráa hversdagsleika. I»að er ekki langt síðan ég mætti gömlum manni í strætis- vagni, það er nú raunar ekkert nýtt að mæta gömlum manni, en þessi öldungur bar með sér hressandi ferskan blæ, hann ólg- aði af lifi og fjöri. Það vaknaði hjá mér áhugi á því að fá að heyra hann segja frá því sem einu sinni var, heyra hann gera samanburð á fortíðinni og nútíð- inni, en í strætisvagni er hvorki staður eða stund til þess. Ég ætl- aði að grípa næsta tækifæri, og það kom nokkrum dögum seinna. Ég mætti honum í búðinni, þar sem ég verzla, hann kom þangað lika í sömu erindagjörðum. Við urðum samferða út. „Mér þykir vænt um gömlu mennina“, sagði ég. „Ha, vænt um þá gömlu. Það er gaman að heyra. Ég er áttatíu og sex“, Ég spurði hann hvort hann vildi ekki koma heim með mér og spjalla svolítið við mig. „Þakka þér fyrir; ég held nú að ég þiggi það, en ekki i dag, heldur á morgun eða hinn dag- inn“, svaraði hann. Svo hvarf hann fyrir húshornið keikur í spori. Hann kom aftur að nokkr- um dögum iiðnum. „Mig langar til þess að biðja þig að segja mér eitthvað af sjálfum þér og ævi þinni“, sagði ég, því að „oft er það gott sem gamlir kveða“.“ „Já, þið segið það. Jú, við höf- um meiri reynslu að baki en þið sem yngri eruð. Jæja, hvað á ég þá að segja?“ „Fyrst langar mig til þess að vita hvað þú heitir". „Já, auðvitað. Nafn mitt er Magnús, bara Magnús, og Guð- mundsson er ég. Fæddur i Lambadal í Dýrafirði, en alinn upp í Önundarfirði, kominn út af Lofti ríka á Möðruvöllum, Birni Jórsalafara og Grundar- Helgu, þú kannast við hana, þá höfðingskonu úr sögunni. Ég hef aldrei verið neitt, bara svona miðlungsmaður, tvikvæntur, alið upp stjúpbörn, fyrir utan mín eigin börn, en þau voru sex. Son- ur minn drukknaði af ísborginni frá ísafirði hér um árið, það var fjarska sorglegt, hann átti konu og börn, svo missti ég dóttur og stjúpdóttur, þær voru báðar elskulegar og góðar“. „Attu svo ekki heilan hóp af afkomendum?“ „Jú, jú, mikil ósköp, hér getur þú séð myndir af barnabörnun- um, þau eru öll efnileg ojá. Þetta er nú gangur lífsins". „Varstu við búskap þarna fyr- ir vestan?“ „Nei, ég hef aldrei verið bóndi, þó átti ég kú og kindur rétt fyrir heimilið, ég var alltaf til sjós, mátti heita að staðaldri i fimm- tíu ár. Fyrst kom ég hingað til Reykjavíkur sem snöggvast á skipi 1897. Það hét „Fönix“. Við komum til þess að fá síld. Þá var bærinn lítili, tómir torfbæir i! holtunum, eða svo mátti víst heita. Þá náði vegurinn bara suð- ur að Öskjuhlíð, það er nú meiri munurinn á öJlu, það er tæplega hægt að trúa því, en staðreyndin segir satt. Já, það má nú segja að þá var öldin önnur“. „Það er ekki nema eðlilegt að ykkur verði á að gera saman- burð á því sem var og er, en hvernig hefur þér svo líkað líf- ið?“ „Alveg ljómandi vel. Aldrei neinar búksorgir. Það er vitlaust að vera að syrgja nokkurn skap- aðan hlut, það er bara heimska, maður eyðileggur sjálfan sig með því og aðra líka. Maður á bara að treysta guði og biðja hann um hjálp, við höfum ekki lífið á milli handanna, það er annar sem stjórnar því, og það er gott. Sumir eru svo heimskir að vilja ekki trúa því að guð hafi sjálfur komið í Jesú Kristi, en ég er sannfærður um að það var nú samt þannig, og hann kom i ákveðnum tilgangi til jarðarinn- ar. Þetta er allt mikill leyndar- dómur. Við þurfum bara að trúa, trúa eins og börn. Það er allt sem við þurfum að gera. Það er sorglegt hvað margir eru van- trúaðir, þess vegna er allt eins og það er.------En ekki meira um það.---------Sástu myndina af mér, þessa sem kom í Morgun- blaðinu. Hún var slæm. Ég er' langelztur hjá blaðinu, nú er ég hættur að bera það út, konan mín gerir það, en ég innheimti þó ennþá“. „Jæja, svo að þú vinnur hjá Morgunblaðinu. Jú, ég man ein- mitt eftir myndinni og sérstak- lega vegna þess að ég veitti þvi athygli að einn var langelztur af öllum hópnum. Jæja, svo að það varst þú sem varst aldurforset- inn, þú ferð nú líklega að þreyt- ast á þessum spurningum. Má ekki bjóða þér kaffisopa?“ „Jú, þakka þér fyrir, ef ég má koma í eldhúsið, þar kann ég bezt við mig, það er alltaf gam an að vera þar sem kvenfólkið er, það er líka svo notalegt þar og heimilislegt. Þú ættir ekki að skrifa mikið um mig, eins og ég sagði áðan hef ég aldrei verið nema bara svona miðlungsmað- ur og tæplega það, og nú er ég orðinn gleyminn. Ég fékk áfall á dögúnum, það ber ekki mikið á því, en ég finn það bezt sjálf- 1 ur. Ef þú hefðir náð til mín fyrr, hefði ég getað sagt mikið meira. ' Þú manst að skrifa ekki mikið um mig, það er ástæðulaust". | Svo kvaddi hann þessi 86 ára gamli, fjörlegi, broshýri maður, ég horfði á eftir honum, þar sem hann hljóp við fót eins og smala- drengur. Það færi vei, ef þeir sem ná því að verða gamlir, ! bæru aldurinn jafnvel og hann, t en ekki er öllum gefið það j sama. F. K. Blámasa'an Sólvallagötu 9 Afskorin blóm og pottablóm í úrvali. Blámasa'an SÓLVALLAGÖTU 9 Sími: 3537. Stúlka óskast við aðgöngumiðasölu við kvikmyndahús, nú þegar. Umsóknir ásamt mynd og meðmælum, sendist afgr. Mbl. fyrir 29. þ. m. merkt: „Bíó —3054“. Oss vantar nú þegar 1—2ja herb. íhúð .F. alþjóðleg ferðaskrifstofa, Sími 82265. PEYSUFÖT tekin í saum. — Upplýsing- ar í síma 5134. Gób stúlka ógkast í vist, hálfan daginn. Hátt kaup. Upplýsingar í sínia 81278. Allskonar fjrirgreiðsla og vörisúlveganir. Fyrirgreibslu- skrifstofan Pósthólf 807. Reykjavík. RÁÐSKONA Kona á uldrinum 35—45 ára óskasc sem ráðskona hjá eldri konu. Gott kaup. Tilb. merkt: „Ráðskona", sendist £ Pósthólf 536 fyrir 29. þ.m. Keflvikingar Vantar herbergi. -— Upplýs ingar í síma 459. HERBERGI Danskur maður óskar eftir litlu herbergi, helzt við Kleppsveg. Tilboð sendist afgr. MbL sem fyrst, merkt „Herbergi — 3002“. Mæðgur með barn á öðru ári, óska eftir ÍBÚÐ Komið gæti til greina að önn ur tæki að sér lítið heimili. Uppl. á Vesturvallagötu 3. Sími 82578. Ungur, einhleypur maður óskar eftir HERBERGI með litlu eldhúsi eða eldun- arkrók. Fyrirframgreiðsla, ef óskað er. Vinsamlegast hringið í síma 4732. Rólegt starf Stúlka, unglingur eða eldri kona óskast. Sér herbergi og hátt kaup. Þrennt í heimili. Uppl. í síma 9806 kl. 8 e.h. í dag og á morgun. Barnlaus hjón óska eftir 3ja herb. ibúb Bamagæzla getur komið til greina. Tilboð sendist fyrir þriðjudag, merkt: „Bant- laus — 3058“. Vil taka bilskúr á leigu, helzt í Hlíðunum. — Uppl. í síma 3657. Málarar geta bætt við síg vinnu. — Upplýsingar í sima "-82407. Fyrsta flokks Pússningasandur til sölu. — Upplýsingar í síma 7536. ÍBÚÐ 2—3 herb. íbúð óskast til leigu nú þegar fyrir tvær einhleypar stúlkur. — Stiga þvottur eða bamagæzla get ur komið til greina. Uppl. í síma 3552 frá kl. 12—7. TIL SÖLU mjög fallegur eftirferming- arkjóll, ljósblár og pels nr. 44 (Bísan). Grá vetrarkápa með persian slcinni nr. 44, og nýr ballkjóll nr. 44 og 2 jakkakjólar nr. 44. Ennfrem ur dragt á 14—15 ára og kjólar. Amerískir skór nr. 38. Uppl. í síma 7392. Atvinna Óska eftir starfi í Hafnar- firði eða Reykjavík. — Alls konar létt störf koma til greina, svo sem iðnaður, innheimtustörf, akstur o. fl. Hefi sendibíl, ef með þarf. Haukur Magnússon Sími 9416. KEFLAVÍK j Dönsk-amerísk hjón óska eftir herbergi og eldhúsi, helzt með húsgögnum. Eru með 5 mán. gamalt barn. — Uppl. í síma 354. SÉÐogI LIFAÐl LÍfSRlYMStt ■ MAHNR4UNI iNóveniber-blaSið er komið út, með úrslitum í verðlauna samkeppninni um beztu frá- sagnirnar. F P I UNIVERSAL, 8 mm kvikmynda- og sýning- arvélar eru gjörbylting. Ekkert tjald, vélarnar eru eins og sjónvarp og hægt að sýna myndir í björtu sem myrkri, — eru til- valdar fyrir fræðslu- og skemmtimyndir. FPE UNIVERAL sýningarvélin er til sýnis og sölu hjá Verzlun HANS PETERSEN H.F. BANKASTRÆTI 4 — SÍMI: 3213. Bifrei&ar til sölu Chevi-olet sendifeiðabíll, ó- skráður ’55 model. Skoda ’55, 5 manna lítið keyrður. Landbúnaðar-jeppi ’47. Bílasala Guðmundar Klapparstíg 37, sími 82032. Nýr, amerískur Muscrat Miuk PELS til sölu. Til sýnis milli kl. 1 og 6 á Grenimel 36. Höfum garðyrkjumenn fyr- ir yður allt árið. Nú leggj- um við lauka, sem við höf- um ódýrari en fást annars staðar. — Gróðrastöðin við Miklatorg. Sími 82775.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.