Morgunblaðið - 26.10.1956, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.10.1956, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 26. okt. 1956 glápa? Svona, reynið að mjaka ykkur úr sporunum". Svertingjarnir hlýðnuðust skip un hans rólega, möglunarlaust, og Lije sneri í áttina til þorpsins með óvasnta ró og skyndilegan trið í svipnum. 12. kafli. „En ég segi það satt“. Dink sló hnefanum í borðið, til áréttingar orðum sínum. „Værir þú sonur minn.... “ „En ég er það nú ekki. Og ekki nóg með það. Þú getur engar skipanir gefið mér. Gamla frú Fortenberry getur það ekki held- ur. Það getur enginn gert, ekki nokkur iifandi sál, skaltu vita“. „Ja, mikið er að heyra“. Dink glotti framan í eldrautt andlitið á Lije. „Stundum held ég satt að segja, að þú sért full mikill með þig drengur minn, ætlir þér of mikið. Og áður en lýkur verður einhver til að lægja í þér rostann, ef þú gætir ekki að þér“. „Gamla frú Fortenberry hefur nú þegar reynt það“. Lije bar hálffullt glasið að vörum sér og tæmdi það í einum teig. „En henni tókst það ekki og það mun heldur engum takast". Dink gaut augunum tor- tryggnislega til dyranna á litlu skrifstofunni sinni, hálfræddur um að einhver kynni að standa á hleri, hallaði sér því næst aftur á bak í sæti sínu og hvessti aug- UTVARPIÐ Föstudagur 26. oklóbcr: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19.10 Þingfréttir. 19,30 Tónleikar: Harmomkulög (plötur). — 20,30 „Um víða veröld“. — Ævar Kvar an leikari flytur þáttinn. 20,55 Islenzk tónlist: Lög cftir ýmsa höfunda (plötur). 21,20 Erindi: Um orSakir sálrænna erfiðleika hjá börnum (Kristinn Björnsson sálfræðingur). 21,45 Náttúrlegir hlutir (Ingimar Óskarsson grasa fræðingur). 22,00 Fréttir og veð- urfregnir. — Kvæði kvöldsíns. — 22.10 Kvöldsagan: „Sumarauki" eftir Hans Severinsen í þýðingu Stefáns Jónssonar; XIX, — sögu- Iok (Róbert Arnfinnsson leikari). 22.30 Létt lög (plötur). 23,00 Dag- skrárlok. Laugardagur 27. oktúber: (Fyrsti vetrardagur). Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 Útvarp frá Háskóla Islands. — Háskólahátíð- in 1956. 18,00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.30 Útvarpssaga barnanna: — „Leifur" eftir Gunnar Jörgensen, í þýðingu Svövu Þórleifsdóttur; I. (Frú Elísabet Linnet). 19,00 Tón- listardeildin fagnar vetri: Tónleilc ar af plötum. — (19,25 Veður- fregnir). 20,20 Kvöldvaka: a) Hugleiðing við missiraskiptin (Séra Jón Auðuns dóniprófastur). b) Höfuðbólið og hjáleigan; — samtíningur um búskap og bygg- ingar á 18. öld (Gils Guðmunds- son rithöfundur tekur saman dag- skrána). c) Kórsöngur: Karlakór- inn „Geysir" á Akureyri syngur. Söngstjóri: Ámi Ingimundarson. Píanóleikari: Þórgunnur Ingi- mundardóttir. 22,10 Danslög, þ. á. m. leikur danshljómsveit Kristjáns Kristjánssonar. Söngkona: Sigrún Jónsdóttir. 02,00 Dagskrárlok. — (Um leið og dagskrá lýkur verður klukkunni seinkað um eina stund svo hún verði 01,00). un á Lije, gremjufullur á svip: „Aðalgallinn við þig, Lije“, sagði hann svo fastmæltur, „er sá, að þú ert að reyna að bera þig mannalega löngu áður en þú hefur slitið barnsskónum. Þegar ég var stráklingur á þínu reki. ...“ „Mig varðar ekkert um það hvernig þú varst og hvað þú gerðir, Dink. Ég ætla mér ekki að láta neinn troða á mér að ástæðulausu. Hvorki mér eða mömmu minni". Hann hallaði sér langt aftur á bak um leið og hann talaði og til þess að halda jafnvæginu, greip hann í ferhyrnta, litla borðið, svo að tæmdu glösin og flaslcan, sem á því stóðu, dönsuðu um plötuna. „Það sem ég ætlaði að segja“ hélt Dink áfram, eins og ekkert hefði í skorizt, „var þetta. Værir þú sonur minn, myndi ég segja að þú drykkir of mikið. Þú sagð- ir, þegar þú komst hingað inn, að erindi þitt væri að ræða um þetta viðskiptatilboð, sem ég talaði um við mömmu þína. En ég hef engin viðskipti við þá menn, sem láta viskíið eyðileggja sig. Það skaltu vita, karl minn“. „Þú talar eins og þessir leiðin- legu trúboðar og prédikarar“, sagði Lije hálfgramur, en rödd hans var engu að síðúr rólegri. „Vínið hefur aldrei skemmt nokkurn mann. Það hef ég heyrt þig sjálfan segja“. „Það er nú eftir því hvernig á það er litið. Nokkrir sopar eru ekki nema hollir Qg hressandi fyrir skrokkinn, en þú hefur hins vegar drukkið alltof mikið. Bíddu annars eitt andartak“. Hann reis á fætur og gekk út úr herberginu, án þess að gefa nokkuð til kynna hvað hann hygðist fyrir. í fyrstu virtist helzt svo sem Lije vaeri að hugsa um að fylgja honum eftir, en svo hleypti hann í brýnnar, reyndi að setja upp virðulegan svip og fálmaði niður í vasa sinn eftir tóbaksbita. Og þegar Dink kom aftur inn, sigri hrósandi á svipinn, með rauða flösku í hendinni, sem hann hélt hátt á lofti, sat Lije með hrákadallinn á milli fótanna og tugði tóbakið hinn rólegasti. Dink setti flöskuna á borðið með drýgindalegri handsveiflu: „Hérna drengur minn. Drekktu þetta“, skipaði hann myndug- lega. Án þess að bíða eftir svari, hellti hann glasið hálffullt og bar það að vörum Lijes og stóð þegj- andi á meðan hann greip það tveimur höndum, eins og barn og drakk innihaldið hægt, um leið og hann gretti sig af viðbjóði. „Það er ófyrirgefanleg synd að eyðileggja bragðið af góðu víni með öðrum eins andskotans ó- þokka og þessum“, nöldraði hann, en það var allsgáðari alvara í svip hans og Dink brosti ánægð- ur um leið og hann settist í stól- inn sinn aftur. „Það er ekki neitt til betra, til að hreinsa heilann en svona tómatsafi“, sagði hann roggmn. — „Svo gefurðu líka gleypt í þig nokkur hrá egg, ef þú kærir þig um. Sjálfum geðjast méi’ ekki að hráum eggjum". Dink brosti góðlátlega cg nú var allur áhyggjusvipur horfinn af andliti hans, þar sem hann sá, að hugsun Lijes var nú aft- ur að komast í b.eitbrigt ástand. Hann lagði annan fótinn þvert yfir knéð, Xeysti af sór skóinn og klóraði sér ákaft á milli tánna: „Mér er alltaf iilt I tónum“, kvartaði hann. — „Stundum ílagn ar ailt skinnið af á milli þeirra og einu sinni fékk ég ilikynj- aða blóðeitrun. Stundum grunar mig að einhver bölvaður nigg- arinn hafi lagt þetta á nug“. Lije virti ráðgiafa sinn f>rir sér með allsgáðu augnaráði og kímnissvip: — „Ég held að þú sért nú að verða óþarflega hjá- trúarfullur, Dink. En hvað i.ieð það“. . . . hann rak upp ónota- legan kuldahlátur, er honum varð hugsað til atburöa morguns- ins: — „Ég kom ekki hingað til þess að tala við þig um tærn- ar á þér, heldur til.þess að ræða um viðskipti. Hvaða tilboð var það, sem þú ætlaðir að gera mér?“ Hann hallaði sér áfram í sæt- inu, með hendurnar íram á borð- ið, fullkomlega allsgáður og horfði rannsakandi augum á hús- ráðandann. „O, mér datt skyndilega dálít- ið sniðugt í hug“. Með góðlát- legu drýgindaglotti sendi Dink breiða bunu af tóbakssafa út úr sér og hitti nákvæmlega í miðja sanddolluna, sem nota skyldi fyr- ir hrákadall. — „Þú fékkst þessa hugmynd með sögunarmylluna. Nú hefi ég skal ég segja þér fengið aðra hugmynd, sem er miklu betri“. Lije leit til hans sljólegu augna ráði og allur líkami hans virtist ótrúlega þungur og viljalaus: „Og þessi sögunarmylla mín skal komast á laggirnar vertu al- veg viss. En hver er svo þessi hugmynd þín?“ „Hún er þessi og taktu nú vel eftir: „Delta City er vaxandi borg og það nær ekki nokkurri átt að láta Martin gamla Forten- berry ráða yfir allri vinnu. Þess vegna skaltu líka hef ja baðmull- arvinnslu. Hvernig lízt þér á það, drengur minn?“ Lije rétti sig hægt upp í sæt- inu. Hann krosslagði fæturna, hægt og hátíðlega og hnyklaði Ný sending Tjull og blúndukjólar Amerískii Síðdegis- og kvöldkjólar Gullfoss Aðalstræti K j ólar NY SENDING MARKAÐURINN Hafnarstræti 5 Kven- kulda- stígvél úr gúmmí með fleyghæl Svört og grá. Höfum einnig úrval af allskonar kulda og gúmmískófatnaði á karla, konur og börn. Skóverzlunin HECTOR Laugaveg 11 — Skóbúðin Spítalastíg 10 MARKÚS EftirEdDodd I BEG YOUR PARDOM, MR. TRAIU.. FONVltXE CERTAINLY IS A LIKABLE FELLOW, MRS. AAANLEY/ V— THANK YOU.„ J SIMCE HIS FATHER'S DEATH I'VE TRIED EARNESTI.Y TD TRAIN HIM PROPERLY ! 1) — Hvað sögðuð þér Markús? — Ég var að vona að þér vilduð dansa þennan dans við mig. 2) — Já, Finnur er indæll drengur. — Ég hef líka reynt eftir dauða föður hans að ala hann upp í góð- um siðum. 3) — Ég ætla mér að efna það, að drengurinn verði mikill kjiup- sýslumaður, eins og faðir hans. — Já, hann hefur sjálfur sagt mér þetta, en.... 4) ... .eruð þér alveg viss um, að hann vilji þetta sjálfur?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.