Morgunblaðið - 26.10.1956, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.10.1956, Blaðsíða 17
Föstudagur 26. okt. 1956 MORGUNBLAÐIÐ 17 — I fáum orðum sagf Framh. af bls. 6 okkur það sízt í hug. — Guð- mundur bóndi var að gefa lömb- unum um þetta leyti og var með’j" síld í fötu. Sér hann þá allt í einu, hvar ísbjörn stekkur yfir túngirðinguna. Já, það var nú meira stökkið, skal ég segja þér, þú hefðir átt að sjá það. Guð- mundi bregður auðvitað við sýn þessa, skilur fötuna eftir við fjár- húsvegginn og hraðar sér heim. Þar vorum við kona hans ein með börnunum, vopnlaus og hún komin að falii. Guðmundur spyr mig, hvað við eigum að taka til bragðs. Ég segi: „Áttu ekki byssu?“ „Jú“, segir hann, „en hún er orðin gamall hólkur og annað hlaupið ónýtt“. Nær hann síðan í byssuna og kemur þá í ljós að hún er öll ryðguð og ónot- hæf. Við gátum þó skafið hana upp og liðkað hana til. — Ég segi við Guðmund: „Áttu ekki skot?“ „Jú“, svarar hann, „en það eru aðeins lítil fuglahögl“. Sæk- ir hann þau síðan og hleður byss- una. Við göngum svo út og för- um dálítið innávið, þangað til að húsið ber dýrið af. Það stóð við síldarfötuna og gæddi sér á inni- haldi hennar, en hafði þó gát á okkur. Við förum upp á bæinn og hyggjumst skjóta dýrið það- an, en í því hleypur það í áttina til okkar, leggur hrammana upp á bjórinn og ætlar upp. Já, við kölluðum gaflinn bjór, en þú ert svo ungur, þekkir það orð sennilega ekki. Jæja. Þarna stóðum við og horfðumst í augu við dýrið sem var aðeins byssu- lengd frá okkur. Það var auðvitað ekki eftir neinu að bíða og skaut Guðmundur í hausinn á því. Þú getur ímyndað þér, hversu glaðir við urðum, þegar við sáum að skotið gekk fram úr hólknum! Dýrið byltist niður, en stendur undireins upp aftur, labbar út á grundina og leggst þar niður. Þar unnum við svo á því. En rið- hentur var hann, blessaður karl- inn. Og hræddur. Hann Eiríkur í Dröngum gæti sagt þér af því. — Ja, ég gæti ímyndað mér það. En hvað gerðuð þið við dýr- ið? — Ég gerði það til að mestu sjálfur. Og það skal ég segja þér að þetta var fallegt dýr, en gam- alt. Já-já, það var orðið gamalt. Ein vígtönnin var með stóru skarði, svo að það hefur einhvern tíma komizt í hann krapan áður. Výjar vörur Nýjar vörur Popplin kápur Kjólar. Verð frá kr. 550.00 Blússur Nærfatnaður kvenna Náttföt og náttkjólar Verzlun Kristen Sigurðard. Laugavegi 20 A En þú varst að spyrja, hvað við gerðum við það. Ja, Guðmundur seldi belginn, en ketið átum við. — Átuð þið? — Já-já, ég er nú hrædaur um það, segir Gísli og stendur upp og færist nú enn í aukana. Hann baðar út örmum og bætir við, talsvert drjúgur og kímileitur: — Hérna sérðu mann sem hefur etið hvítabjarnarkjöt! Já, og með beztu lyst. Og mikið varð mér gott af því. Maður lifandi! En ég borðaði það samt ekki allt einn. Onei. Það voru margir munnarn- ir og kjötið fallegt. Hvítt og ljómandi fallegt. Ég vildi bara að það væri kominn hérna einn skrokkur. Það er líkast káMs- kjöti. — Má ég þá heldúr biðja um kálfskjöt! — Heldurðu það? En þá vildi ég heldur bjarndýrskjöt. Og þú skyldir sjá að mér yrði gott af því. M. UÓSMYNDASTOFA LAUGAVEG 30 - SlMI 7706 Enskar Vetrarkápur með LOÐKRAGA frá kr. 1850,00 Einnig án loðkraga og með NYLONSKINN FÓÐRI fjlnon J4.f. Bankastræti 7 Magnús Thorlaeius liæstarétlarlögmaSur. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1875. Hef tekið að mér rekstur rakarastofu Haraldar Lárussonar, Laugaveg 20B. (Klapparstígs- megin). Kappkosta að veita góða þjónustu. Kristján Jóhannesson. Skrifstofusfúlka vön vélritun óskast strax. — Tilboð sendist Mbl. fyrir hádegi á laugardag merkt: „3061“. Skrifstofustarf Ungur maður með verzlunarskólapróf eða hliðstæða menntun óskast til almennra skrifstofustarfa sem fyrst. Bréflegar umsóknir ásamt uppl. um fyrri störf sendist til FELDUR h.f., Laugavegi 105. / f V ndzofd B Ú Ð I N G AR HELMIINIGI ÓDÝRARI en sambœrilegir útlendir búðingar. 10 tegundir BIÐJIÐ UM RECORD BÚBING f NÆSTU MATVÖRUBÚÐ ^ppákcld gJU/ígl áGÁAc. Bílhappdrœtti Sjálfstœðisflokksins 1956 5 söludaoar eftir Umboðsmeim og aðrir, sem hafa fengið miða, en ekki gert skil, eru beðnir um að skila strax í dag. Skrifstofan í Sjálfstæðishúsinu er opin í dag frá klukkan 9—7. Happdræ tti Sjálfstæðisflokksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.