Morgunblaðið - 26.10.1956, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.10.1956, Blaðsíða 13
Föstudagur 26. okt. 1956 MORGZJNBLAÐIL 13 Hluti af launum fogara- sjómanna œtti að greið- ast í erlendum gjaldeyri UM aldaraðir hafa fiskveiðar verið helzti atvinnuvegur okkar íslendinga, og það eru fiskafurð- ir sém skapa gjaldeyristekjur okkar að langmestu leyti. Þó er það tiltölulega fámennur hópur xnanna, sem vinnur að öflun þess ara verðmseta, sem eru þó svo xnikilvægur þáttur í efnahags- lifi þjóðarinnar. Maður gæti því í fljótu bragði freistazt til að halda, að vel væri séð fyrir þess- um mönnum og að þeir hefðu það ekki lakara en efni stæðu til, en því er miður, að svo er ekki Ég mun nú hér á eftir leitast við með nokkrum orðum, að færa rök fyrir þessu. Það er nú svo komið fyrir út- gerð okkar, að við getum því að- eins mannað togara okkar, að við fáum verulega hjálp frá frænd- um okkar Færeyingum, og það má teljast hrein heppni hjá skipstjóra, ef hann nær í vanan íslenzkan togarasjómann á skip sitt að minnsta kosti, ef verið er að fiska fyrir innlendan mark- að. Það sem veldur því að svo erfitt er að manna fiskiskip og þá einkum togara okkar og að j fá vana sjómenn, er einfaldlega það, að fjöldi sjómanna er kom- inn í land og farinn að vinna ýmis störf, sem eru betur borguð en sjómannsstörfin auk þess, sem þau oft eru þægilegri og rólegri. Við þetta bætist svo það, sem ekki verður metið til fjár, að með því að vinna í landi geta menn að jafnaði verið heima hjá sér hjá ástvinum sínum, en ekki ver- ið eins og gestur á sínu eigin heimili eins og hlutskipti er svo fjölmargra sjómanna, sem stunda sjóinn að staðaldri og taka sér lítil sem engin frí. En hvernig er þá hægt að ráða bót á þessu ástandi og fá íslend- inga til að stunda sjóinn af meiri áhuga? Útgerðin virðist nú eiga svo erfitt uppdráttar, að ég tel beina kauphækkun ekki æskilega, bar sem slík hækkun myndi aðeins auka á erfiðleika útgerðarinnar, en þeir virðast nú nægir f/rir. Aftur á móti vil ég benda hér á eina lausn, sem ég tel að geti bætt mjög úr þessu ástandi. Þar á ég við að togarasjómönnum verði greidd 15—20 sterlingspund á mánuði, sem þeim verði heim- ilt að ráðstafa til eigin þarfa. Það getur elcki verið verra að greiða íslenzkum sjómönnum þessa Vpphæð í erlendum gjald- eyri, heldur en Færeyingum þeim, sem nú eru hér á íslenzk- um skipum og fá allt sitt kaup yfirfært í erlendan gjaldeyri. Ég tel að með þessari ráðstöfun myndi áhugi íslendinga á því að stunda sjómennsku aukast svo, að ekki liði á löngu þar til hér yrði beinlínis um gjaldeyr- issparnað að ræða, þvi að þá þyrfti ekki að greiða jafnmörg- um Færeyingum kaup sitt í er- lendum gjaldeyri, þar sem þeirra væri þá ekki þörf á íslenzkum fiskiskipum. Á annað atriði vil- ég benda, sem ég er fullviss um að gæti orðið til þess að gera sjómanns- starfið eftirsóknarverðara en það nú er, en það er að skattar á sjómönnum verði lækkaðir. Ef rétt er á litið er vafasamt, hvort það sé réttlátt, að sjómað- ur beri sömu skatta og maður, sem er í landi, jafnvel þótt tekjur þeirra séu sambærilegar. Eða finnst mönnum að sjómaður, sem er við sín störf á hafi úti mest allt árið, verði aðnjótandi til jafns við þá, sem eru í landi, þeirra þæginda og bættra lífs- skilyrða, sem skattgreiðslur skapa þeim borgurum, sem í landi eru? Ég held að svarið við þessari spurningu hljóti að verða neikvætt. Einhver kann þó að segja, að sjómenn hafi það nú orðið svo gott, að þeir geti borið sömu skatta og aðrir landsmenn. Þeir séu búnir að fá ný skip, lög- festa 12 klukkustunda hvíld á sólarhring og nokkra hækkun á kaupi við síðustu samningagerð um kaup og kjör sjómanna. En þeim, sem þetta kunna að segja, er hollt að hafa það einnig hug- fast, að fyrir þá, sem í landi eru, hafa ekki síður verið sköpuð góð vinnuskilyrði og launakjör. Það hafa verið byggð ný hús og verk- smiðjur með björtum, vistlegum ög upphituðum vinnusölum. Þeir menn, sem með mól okkar fara mega vera þessara stað- reynda minnugir og muna það, að þau vinnuskilyrði, sem við sjó- mennirnir megum búa við stund- um eru ekki sældarbrauð, eins og þegar unnið er að því að bæta net eða gera að fiski úti á Hala- miðum í frosti og ágjöf. Er þess óskandi, að þeir muni einnig þau orð, sem um okkur sjómennina hafa verið sögð, að við séum „hermenn íslands, sem sækjum gull í greipar Ægi, og, að hver íslenzkur sjómaður afli þjóð sinni eins mikils verðmæt- is á einu ári og sjö sjómenn í nágrannalöndum okkar.“ Ef þessi orð hafa ekki verið töluð áf hræsni við hátíðleg tæki færi okkar sjómannanna, ætti þeim mönnum, sem þessi orð hafa sagt, ekki að reynast erfitt að sinna þessum óskum okkar, sem hér hafa verið bornar fram. Ólafur Vigfússon háseti á b/v Marz. Fyrsta flokks vara af hinni heimsþekktu Saxon sokkaframleiðslu STRETCH kvensokkar Þeir falla frábærlega vel að fæti. Kvensokkar vorir eru gerðir úr fínasta þræði. 51 gg, 54gg, 57 gg, 99 gg, 60 gg og 75 gg og njóta vinsælda og álits um allan heim. Framleiddir af VEB Feinstrumpfwerke, Oberlungwitz/Sa. Vinsamlegast hafið samband við umboðsmenn vora Edda hf. Pósthólf 906 — Reykjavík, ísland. DEUTSCHER INNEN- UND AUSSENHANDEL aitSV TEXTIL lýðveldið ■ " ■“ BERLÍN W 8 - BEHRENSTRASSE 46 Símnefni: DIATEX umboösmenrr.- ICRISTJÁN Ó.' SKAGFJÖRD H/F REYKJAVÍK. Ný sending! — Amerískir nœlongallar í miklu úrvali. Stærðir: 6 mán. til 4 ára. Gegnt Austurbæjarbíói. Skrifstofuma5ur Lítið iðnaðar- og innflutningsfyrirtæki vantar vel gef- inn 'skrifstofumann. Alhliða verzlunarkunnátta nauðsyn- leg. Þarf helzt að vera vanur vélritun og erlendum bréfa- skriftum. Tilboð merkt: „Skrifstofumaður —3057“, send- ist blaðinu fyrir nk. miðvikudag. Garðyrkjumenn Eigum fyrirliggjandi nokkur stykki af hinum þekktu ,,BANTAM“ jarðtæturum, Einkar hentugir fyrir gróðurhús. CL OB US Hverfisgötu 50 — sími 7148. Athugið Happdrættismiðarnir verða að- eins seldir gegn afhendingu heimildarmiða, sem símnotandi fær í hendur er afnotagjaldið er greitt á símstöðinni í Reykja vík og Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.