Morgunblaðið - 26.10.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.10.1956, Blaðsíða 6
6 MORVUNRIAÐIÐ FSstudagur 26. okt. 1956 l I fáum orðum sagt: J „Hérna sérðu mann, sem heíur etið hvítabjarnar- kjöt” segir Gisli í Gjögri, áttræður i dag GÍSLI Guðmundsson, kenndur við Gjögur á Ströndum, er átt- ræður í dag. Hann er vel kynnt- ur í sinni sveit, enda gleðimaður mikill, fróður og skemmtilegur og segir sögur af mikilli list. Þegar maður hittir hann að máli, hvarflar hugurmn ósjálfrátt að gömlu sagnamönnunum, sem voru alls staðar aufúsugestir og styttu skammdegisstundirnar með sögum og fróðleik. — Maður kunni nú að segja frá hér í gamla daga, segir Gísli, þegar við erum seztir, en það er lítið upp úr mér að hafa núna. Ojá. Ég er orðinn svo gamall og gleyminn, skal ég segja þér, að þetta verður hvorki fugl né fiskur. Kn það er nú samt frá ýmsu að segja, ef maður hugsar sig um. Ég man eftir mörgum hryðjum á sjó, ojájá. En ég er að hugsa um að segja þér þrjár stuttar sögur, sem eru mér einna minnisstæðastar. Það er sagan af honum Tómasi víð- förla, honum Tuma mínum, blessuðum karlinum, nú og svo er það sagan af trénu og loks af j hvítabirninum sem við drápum norður á Ströndum. Já, þetta er allt þaðan. Þar dvaldist ég lengst af og það get ég sagt þér, að hvergi kann ég við mig ann- ars staðar. — Ekki heldur hér í Reykja- vík? — Oseisei, nei. Hér kann ég illa við mig. Þó líður mér ljóm- andi vel, ekki get ég annað sagt, já prýðilega. En á Ströndunum, þar er ég borinn og barnfæddur, þar á ég ennþá lítinn bát, og þar uni ég — og hvergi annars stað- ar. Þar hef ég fest rætur. Og þar slær hjarta mitt. ★ ★ GÍSLI færist nú allur í aukana og það gneistar af honum, þegar hann hefur frásögn sína af hon- um Tómasi viðförla, þeirri fylli- byttu. — Þeir trúa mér sennilega ekki, en allt er þetta dagsatt, já sem ég er lifandi maður og guð er yfir mér. Mér dytti aldrei í hug að fara með neitt fleipur, onei það er ekki háttur okkar norður á Ströndum. — Sagan af honum Tuma min- um er það fyrsta, sem ég man. Ég var sex ára, þegar hún gerð- ist, en þetta er allt ljóslifandi í hugskoti mínu. — Það var nóg af brennivíninu hjá Thorarensen gamla á Reykjarfirði, eða „Tór“, eins og hann var kallaður. Það vissi Tumi og hugðist ganga á lagið. Hann var flækingur og hafði alltaf 2—3 sýslur undir, flakkaði um þær og fór þá stund- um með hávaða. í þetta skipti fékk hann sér að fylgdarmanni Njál nokkurn Rósantsson, sem var vinnumaður á ýmsum bæjum í sýslunni, já og var nú hálfgerð- ur flækingur líka. Og drykk- fel.ldur var hann. Þeir héldu nú norður í Reykjarfjörð til að fá sér brennivín hjá „Tór“ gamla og fóru á smáskektu þvert yfir fjörðinn. Þegar þeir koma í kaup- túnið, neitar gamli „Tór“ að láta þá fá brennivín, þekkti víst á þá og þverneitar að láta þá fá einn einasta dropa. Þarna hanga þeir hjá karli, þangað til hann hefur hvesst upp á aust-norðan, svo að það gaf ekki lengur yfir fjörðinn. AUGAFULLIR FERÐALANGAR — Og fengu þeir svo ekkert brennivín? •— Ja, bíddu nú við. Þegar á leið, varð „Tór“ þreyttur á þeim og lætur þá loks fá eina flösku af spritti, en þó með hálf- um hug. Með það fara þeir af stað gangandi og drekka sig auð- vitað augafulla áður en varir. — Faðir minn bjó í Kjós, þeg- ar þetta gerðist. Þar voru 30 manns í heimili og aðbúðin svo- lítið önnur en nú tíðkast, bærinn ekki annað en þiljaður torfkofi. En ágætlega fór nú um okkur samt. Jæja. Þegar kemur fram á vökuna og pabbi er að hætta lestri, heyrum við eitthvert þrusk úti. Pabbi fer ofan, enda voru hundarnir komnir upp, og þegar hann lýkur upp bæjardyr- unum, ‘stendur Tómas víðförli fyri utan, blindfullur. Hann þekkti nú Tuma gamla vel, hann pabbi, enda könnuðust allir við hann. Hanrt var svo sem nógu vel gefinn, fínasta skáld og margt til eftir hann. Ojá, ég held nú það, gerði til dæmis langar rímur um hákarlaformennina. En ég er nú orðinn svo gamall að ég er bú- inn að gleyma mörgu af því. — En hvað varð þá um Njál? — Ég þarf að segja þér það, vertu bara rólegur, sagan er ekki hálfnuð ennþá. — Pabbi býður nú Tuma inn og fer að tala við hann, en drykkjulætin voru svo óskapleg að við krakk- arnir urðum dauðhræddir. I miðju samtali þeirra pabba segir Tumi allt í einu upp úr ölvím- unni: „Er ekki Njáll hér?“ Heima fólk neitaði því og varð karlinn þá heldur daufari í bragði. Þó sagði hann ekkert. Pabbi varð að hrista hann til að fá upp úr hön- um, hver hefðu orðið afdrif Njáls. En Tumi var nefnilega hræddur við pabba, skal ég segja þér, hann var gamall hákarla- formaður og allsvakalegur — já það var hann gamli maðurinn, en sleppum því. — Nú, hvers vegna eigum við að sleppa því, Gísli? — Jú, sjáðu til, pabbi átti 24 krakka með þremur konum. En þetta bjargaðist samt allt ágæt- lega, já ég held nú það. ÞAÐ VAR VERIÐ AÐ ÞIÐA HANN TIL MORGUNS — En hver urðu svo afdrif Njáls, svo að ég spyrji aftur? — Það var harðneskjugarður, frost og hvassviðri, en þó var ekki mikið kafald. Þeir félagar fylgdust að inn að Djúpuvík, en þegar þangað kemur, vill annar fara fyrir ofan höfðann, en hinn með sjónum fyrir neðan. Það var Njáll. Nú, Tómas komst að bæn- um, eins og ég sagði. þér, en Njáll ekki. Er þá farið að leita að hon- um og tóku leitarmann brekan með sér, bjuggust við, sem var, að Njáll væri ekki einfær. Það var og, því að hann var með- vitundarlaus og hálffreðinn, þeg- ar hann fannst á svellbungu á höfðanum. Þar hafði hann dottið. Gísli í Gjögri: Þar festi ég rætur. Og þar slær hjarta mitt. Njáll var svo borinn upp á loft heima og héldu menn hann dauð- an. Var breiddur klútur yfir and- lit hans. Pabbi kallar á Tuma, tekur í öxl honum, lyftir klútn- um og segir með þjósti: „Það er þokkalegt að sjá þetta, Tómas“. Þá datt brennivínið úr flækingn- um, hann fórnaði höndum og sagði: „Guð minn almáttugur". Hann var ágætur inni við beinið, karlgarmurinn. — Og þarna hefur þá Njáll farið þá leið sem bíður okkar allra? — O-nei-nei. Blessaður vertu. Það var verið að þíða hann til morguns og rankaði hann þá við sér, en hann missti bæði tær og fingur. Já, og svo lá hann hjá okkur allan veturinn. HÆTTI AÐ DREKKA? ■— En Tumi hefur auðvitað sterifar úr 1 áaiéall daglega lífínu , Hvað er að gerast? 1} SKRIFAR mér á þessa i.t- leið: „Hvað er að gerast fyrir aust- an? Eru'undirokuðu þjóðirnar að brjóta kommúnistaokið af sér? Atburðir síðustu daga í Póllandi og Ungverjalandi hafa enn, og áþreifanlegar en nokkru sir.ni fyrr, fært heim sanninn um, hvílíkt hörmungaástand ríkir með þeim þjóðum, sem urðu svo ógæfusamar að verða harðstjór- unum í Kreml að bráð. Hvað segja íslenzkir kommún- istar um það sem nú er að ger- ast? Ég á ekki við þá, sem skrifa íslenzka kommúnistablaðið. Þeir bregðast ekki skyldu sinni nú fremur en fyrr og þyrla nú mold- rykinu rækilega í augu lesenda sinna, gera að minnsta kosti „heiðarlega" tilraun til þess. — Mótmælafundir, óeirðir — já, blóðugar uppreisnir gegn komm- únistaokinu. Allt þetta er aðeins vottur um vináttutengsl og traustari samvinnu en áður við Sovét. Lætur það ekki líklega — og gáfulega í eyrum? Hvað segja þeir? NEI, mig langar til að vita hvað aðrir íslenzkir kommúnistar segja. Þeir, sem á annað borð bera það nokkurn tíma við að hugsa sjálfstætt, það sem þeirra eigin skynsemi býður þeim. •— Finnst þeim sennilegt, finnst þeim, að það geti komið til mála, að atburðir síðustu daga hefðu nokkurn tíma gerzt, nema af þeirri einföldu ástæðu, sem reynd ar hefur verið lýðum ljós, að þessar þjóðir hafa búið við ömur- lega ánauð og eymd, sem nú knýr þær til örvæntingarfullra átaka til að losa sig úr klóm harðstjóranna. Það er engin furða, þótt sú spurning vakni meðal fólks, hvort nú sé að því komið að veldi ævintýramannanna í Kreml sé tekið að riðlast. Hvort atburð- irnir í Varsjá og Búdapest, boði ekki önnur og meiri tíðindi? — P. P.“ Ilitakostnaður — samningsatriði EIGJANDI spyr mig hvort i honum beri að greiða hita- reikning sinn fyrir þá 4—5 mán- uði, sem hann er fjarverandi úr íbúð sinni á sumrin. Hann loki fyrir alla ofna áður en hann fer að heiman. Sem sagt: ekkert heitt vatn er notað í íbúð hans þennan tíma. Eg hef reynt að afla mér upp- lýsinga um þetta, en eftir því, sem ég hef komizt næst, munu engar fastar reglur til um þetta atriði. Það fer eftir samkomu- lagi hverju sinni. Hitaveitan reiknar vatnseyðsluna eftir mæli og skiptir sér ekki af, hvernig þeir, sem eyða því vatni, sem mælirinn gefur til kynna, skipta kostnaðinum með sér. Það er samkomulagsatriði — einkamál, sem hið opinbera blandar sér ekki inn í. Hins vegar virðist ekki nema sanngjarnt, að húseigandi taki tillit til svo langrar fjarveru, sem bréfritari minn tekur til. í fjölbýlishúsum mun það svo, í sumum að minnsta kosti, að kostnaðinum er deilt niður á í- búðirnar eftir stærð þeirra. Sá sem býr í þriggja herbergja íbúð borgar meira en sá í tveggja her- bergja — minna en sá x fjögurra herbergja íbúð. Annars mun það almennt álit, að reglur um réttindi leigjenda og sambýlisreglur allari hafi hing að til verið í alltof lausu lofti og tími sé til kominn að þar verði breyting á. Öruggt ráð EIN fín frú í Reykjavík var far- in til útlanda — að gamni sínu. Bóndinn sat heima með sárt ennið og kvartaði yfir því við vin sinn, að hann frétti hreint ekkert af konu sinni. — Oh, blessaður vertu, sagði vinurinn, senuu henni bara skeyti: „Sendi þér þúsund krón- ur“. — Og svo? — Já, svo gleymir þú auðvitað að senda þær — og svo skalt þú bara sjá til. hætt að drekka? — Onei-nei, hætt að drekka. Maður lifandi! En sennilega hef- ur Njáll verið eitthvað ragari við sprittið. Það mætti segja mér það. — Já, það er ekki ósennilegt. En þú varst að tala um „tréð“. Hvaða tré var það, Gísli? — Ja, það var eitt merkileg- asta tré sem við Strandamenn höfum séð. Það var eitt sinn sem oftar að við fórum í róður með pabba; pabbi átti lítinn sexæring. Það var í 6. viku sumars, ég held ég hafi verið fjórtán ára. Það var heldur lélegt liðið í þessari ferð, við Sörli bróðir minn, systur mínar tvær, pabbi og Gísli Gísla- son, seinni maður Vatnsenda- Rósu. Hann var hjá okkur í 16 ár og eftir honum heiti ég. Hann var ágætur karl, skemmtilegur og gáfaður, ég held nú það, en talsvert drykkfelldur. Já, það var hann blessaður karlinn, en sízt af öllu vil ég lasta hann. Jæja. Þegar við erum búin að leggja lóðirnar um daginn, sjáum við djúpt í austnorðri stærsta ferlíki sem ég hef augum litið. Tökum við það ráð að róa fram að því í snarkasti og sjáum þá hvers kyns er. Þarna var þá eitt stærsta tré sem rekið hefur að Strönd- um. Það var 27 álnir að lengd og mjórri endin fullur feðming- ur. Menn hafa það reyndar fyrir satt, að þetta sé stærsta tré, sem sézt hefur á Ströndum. — Við bundum það auðvitað aftan í okkur og rerum fyrir því upp að lóðunum, drógum þær svo, en gekk seint, hann kuðlaði á okkur og urðum við að fara fjögur í andóf; en Gísli gamli dró lóð- irnar, simlaði inn, eins og við köllum það; pabbi goggaði og blóðgaði fiskinn. Með þessu liði hlóðum við bátinn og héldum síðan til lands. En seint gekk það. Við vorum fulla tvo sólar- hringa á leiðinni. ÍSBJÖRNINN — En hvað varð um þetta merkistré? — Ja, „Tor“ gamli fékk það upp í slægjulönd, sem hann lán- aði pabba. Hann setti það svo í brú á Kleifará, en hún brotnaði í snjóþyngslunum veturinn eftir. Já, ég ætti svo sem að muna eftir því. Ég var í Kjós, þegar það gerðist. En nú er ég að hugsa um að segja þér að lokum frá því, þegar við Guðmundur bóndi í Drangavík drápum ísbjörninn. Já, það er nú saga að segja frá því. Ég held nú það. — Það var árið 1932. Ég stundaði þá kennslustörf í sveitinni og var að kenna krökkunum. Það var kom- ið fram á, en hann var hvass, svo að ísjakar sigldu hraðbyri til lands. Þetta voru litlir jakar og það var heldur sjaldgæft að bjarndýr kæmu á Strandirnar nemji með stórum þiljum. Datt I Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.