Morgunblaðið - 26.10.1956, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.10.1956, Blaðsíða 15
Föstudagur 26. okt. 1956 MORCVTSBLAÐIÐ 15 þessir menn um þetta, að þeir töldu sér óhætt að taka upp sam- stöðu með kommúnistum um það, að segja upp varnarsamningnum og krefjast þess að herinn færi. Slíkan smágreiða væri vel hægt að gera kommúnistum gegn þvi, að fá kost á samstarfi þeirra við stj órnarmyndun. Ég er ekki í minnsta vafa um það, að þeir íslendingar námu þúsundum, sem við síðustu Al- þingiskosningar hugsuðu á þessa leið og kusu samkvæmt því. — Ég ætla ekki að fara að meta hér menningu þess fólks, sem starfar að stjórnmélum á þessa lund. — Ekki er að efa að þetta fólk var hlunnfarið af hinum slyngu áróðursmönnum kommúnista — talin trú um að öllu væri óhætt, þó að það gengi þarna til móts við kommúnista; enda munu áróðursmennirnir iðulega hafa látið í veðri vaka, að jafnvel þeir kærðu sig alls ekki um að varn- arliðið færi — enda kæmi það ekki til mála. — Hitt væri annað mál, að þeir væru nauðbeygðir til að fylgja á yfirborðinu sinni gömlu stefnu. Bandaríkin eru nú sem óðast að undirbúa brottför varnarliðs- ins. Hætt hefur verið við fyrir- hugaða hafnargerð í Njarðvík og sömuleiðis við allar framkvæmd- ir á Keflavíkurflugvellinum, aðr- ar en þær, sem voru samnings- bundnar. Þetta eru staðreyndir, sem tala sínu máli. — Innan Framsóknar- og Jafnaðarmanna- flokksins er nú mikill fjöldi leyni kommúnista, sem fagna þessari þróun málanna, En innan þess- ará flokka er líka mikill fjöldi fólks, sem var við síðustu Al- þingiskosningar vélað til fylgis við stefnu kommúnista — sumir með þeim hætti, sem ég hefi greint frá hér að ofan, og aðrir á ennþá sviksamlegri hátt, með loforðum um það, að ekki kæmi til nokkurra mála, að þessir flolckar mynduðu ríkisstjórn með kommúnistum. — Það er vissu- lega kominn tími til fyrir þessa véluðu kjósendur, að fara að láta forystumenn þessara flokka eitt- hvað frá sér heyra. Það er yíirleitt kominn tími til fyrir alla íslendinga, sem vilja ekki að ísland komist í tölu hinna ánauðugu austan-tjalds- ríkja, að fara að bæra eitthvað á sér og bindast samtökum. um, að vinna af alefli gegn þeirri glæfra- legu stefnu, sem búið er að taka í utanríkismálum þjóðarinnar. Það er kominn tími til að hætta öllu tali um það, að hvað svo sem íslendingar aðhafist sjálfir, þá sé samt öllu óhætt vegna landa- fræðilegrar afstöðu landsins. Menn verða að gei’a sér ljóst, að ef Alþingi segir upp varnarsamn- fylgis við flokkinn. Þjóðin mun á stuttum tíma verða gerð svo háð Rússum í viðskiptum, að þeir menn fá aðstöðu til að skipa fyr- ir um það, hvaða menn séu hér í ríkisstjórn. Eftir það mun rás viðburðanna verða nokkuð áþekk því, sem gerzt hefur með öðrum leppþjóðum Rússa -— fjárfletting þjóðarinnar eftir nótum, stjórn- málalegar ofsóknir, réttarglæpir o. fl. af því tagi. — Á yfirborðinu myndi þetta allt gerast á tiltölu- lega friðsamlegan hátt, svo að ná- grannaþjóðir okkar myndu ekki sjá sér fært að skerast í leikinn. — Rússar hefðu bara unnið þarna ennþá einn sigurinn í kalda stríð- inu, tekizt að hlunnfara fávísa og andvaralausa smáþjóð og gera hana ánauðuga. — Þeir hefðu þá jafnframt náð svo þýðingarmikl- um áfanga frá hernaðarlegu sjón- armiði, að hugsanlegt er að þeir teldu, að úr því væri óhætt fyrir þá að breyta kalda stríðinu í heitt stríð. — Allir skilja hvað blasa myndi við íslenzku þjóð- inni, ef svo færi. — Mér dettur ekki í hug að ' gera því á íæturna, að hinir skammsýnu stjórnmálaleiðtogar hér á landi, sem eru nú á góðum vegi með að leiða svona örlög yfir íslenzku þjóðina, geri sér ljósa grein fyrir glæpunum í þeirri pólitísku refskák, sem þeir hafa verið að leika undanfarið. Það gerðu leiðtogar bændaflokk- anna og jafnaðarmanna í löndun- um, sem nú eru á valdi Rússa, ekki heldur á sínum tíma. Jafn- vel leiðtogar fimmtu herdeildar- innar geta undir svona kringum- stæðum misreiknað sig. — En það skiptir litlu afvegaleidda þjóð, eft ir að hún er búin að glata frelsi sínu, hvort markmið óhappa- mannanna, sem stjórnuðu málum hennar, voru hótinu betri eða verri. Ef illa fer, verða örlög íslenzku þjóðarinnar jafnþung- bær fyrir því, þó að hinir glám- skyggnu leiðtogar hennar, færu, þegar allt væri um seinan, að j dæmi stéttarbræðra sinna í Tékkóslóvakíu og Eistlandi og ! hlypu út um glugga eða hengdu sig. ★ ★ ★ Mannheimurinn skiptist nú að mestu í tvö þjóðabandalög, sem hafa stundum verið kölluð Vestrið og Austrið, stundúm: hin- ar frjálsu þjóðir og hinar undir- okuðu þjóðir. Þessi þjóðabanda- lög standa hvert andspænis öðru, með andstæð lífsviðhorf, búin til átaka, sem munu reynast hin örlagaríkustu, er hafa farið fram á jörðinni. Forystumenn Vesturs- ins starfa á grundvelli kristilegr- ar lífsskoðunar, berjast fyrir mannhelgi einstaklingsins og sjálfsákvörðunarrétti allra þjóða, ingnum við Bandaríkin, mun varnarliðið ábyggilega hverfa burt. Eftir að það er íarið, mun fimmta herdeildin, með Rússa að bakhjarli, fyrir alvöru fara að vaða hér uppi. Farið verður í vaxandi mæli að hræða menn til hvort sem þær eru stórar eðí smáar. Forystumenn Austursin; líta aftur á móti á einstaklingE þjóðfélagsins sem réttlaus peð valdaskák þeirra, sem fara me! ríkisvaldið, og um afstöðu þeirr: til þjóðarréttar, nægir að vitni Hafnarfjörður Hafnarf jörður B azar Slysavarnadeildin Hraunprýði heldur sinn árlega baz- ar laugardaginn 27. okt. kl. 5 í Góðtemplarahúsinu. Kon- ur eru beðnar að skila munum á bazarinn á sama stað frá kl. 1—3 samdægurs. Nefndin. I 34 tierb. íbúðarhæð óskast Höfum kaupanda að 3ja—4ra herb. nýtizku búðarhæð, helzt alveg sér á góðum stað uænum. Utb. kr. 270 þús. íbúðin þarf að vera laus. Nýja fasteienasalan, Bankastræti 7, sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e. h. 81546. Atburðirnir í Auslur-Evrópu liafa nú leyst Súcz-deiluna af hólmi sem aðalfréttaefni hcimsblaS- anna. Þessi mynd var tekin í París af forsætis- og utanríkisráðherrum Breta og Frakka, er þeir ræddu Súez. Talið frá vinstri: Pineau, Sir Anthony Eden, Mollet og Selwyn Lloyd. í ummæli Mólotovs, sem komst fyrir ekki alllöngu svo að orði í ræðu, að sjálfstæðar smáþjóðir ættu ekki að vera til. — Umheim- urinn hefur nú um hríð horft undrandi á það, að smæsta sjálf- stæða þjóðin sem er til, skuli nú sem óðast vera að búa sig til að slíta tengsíin við Vestrið og felá sig forsjá forystumanna Austurs- ins. — Ennþá hefir loka-ákvörð- un ekki verið tekin í því máli, sem mun skera úr um það, hvoru megin íslenzka þjóðin lendir. Sú ákvörðun verður tekin á Alþingi eftir fáa mánuði. — Umheimur- inn bíður í mikilli eftirvæntingu. Forystumenn Vestursins _ vilja ennþá ekki trúa því, að fslend- ingar muni bregðast algerlega málstað hinna frjálsu þjóða og jafnframt ofurselja sig austrænni kúgun og áþján. Það er skiljan- legt að þeir eigi erfitt með að trúa því. — Með ummæli Móló- tovs í baksýn, studd af reynslu hinna kúguðu ríkja austan-tjalds, ætti ekki að vera erfitt fyrir þjóð,- sem stærir sig af því að hafa lesið Hávamál í hundruð ára, að skynja hvorum^in henni henti betur að vera. — Hvort sem hér fer líklega eða ólíklega þá er eitt víst. Ákvörðun Alþingis um varnar- málið mun skera úr um það, hvort íslendingar hafa menn- ingu til að vera áfram sjálfstæð þjóð. Hvað það snertir, munu þeir einungis kjósa það hlutskipti sem þeim hæfir. Vallanesi, 24. september. hún þeytir hrærir og hnoðar hún hakkar hún saxar og malar stykkja og hvimleiðra tengidrifa. Með KENWOOD CHEF verður maf reiðslan leikur einn Nýjar uppskriftir, áður ill-framkvæmanlegar sér KENWOOD CHEF um á stuttum tíma. KENWOOD CHEF er traustbyggð, einföld í notkun og um fram allt: afkastamikil og fjölhæf. — Verð með hjálpartækjum kr. 2.700.00. — Afborgunarskilmálar. — Gjörið svo vel að líta inn Jfekla Austurstræti 14 sími 1687 P.tOO hrærivélin ER ALLT ANNAÐ OG MIKLU MEIRA EN VENJULEG HRÆRIVÉL HRÆRIR? — Vissulega hrærir hún frá einni brún tii annarar og nær til alls þess, sem í skálinni er. En athugið ennfremur hvað KENWOOD CHEF gerir meira, — kynnið yður þau hjálpartæki, sem henni fylgja og tengd eru beint á vélina án milli-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.