Morgunblaðið - 26.10.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.10.1956, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Fostudagur 26. okt. 1956 Merkisafmæli heiðurshjóna Frú Jónína Ólafsdóttir og Jón Fálmason, alþm., á Akri. Á ÞESSU ári eiga hjónin að Akri í Austur-Húnavatnssýslu, frú Jónína Ólafsdóttir, og Jón- Pálmason, fyrrverandi ráðherra og Alþingisforseti, tvö merkileg afmæli. Frú Jónína varð sjötug Sl. marz sl. og sótti hana og heim- íli hennar þá heim mikill fjöldi vina og kunningja úr héraðinu. . f dag, 26. október, eiga þau hjón svo 40 ára hjúskaparafmæli. Loks stendur í dag brúðkaup yngri sonar þeirra, Pálma, og heitkonu hans, Helgu Sigfús- dóttur frá Breiðavaði í Langa- dal. Mun séra Þorsteinn Jónsson, prófastur Húnvetninga, gefa brúðhjónin saman heima á Akri. Margar hlýjar óskir munu því berast í dag heim að Akri til hinna merku heiðurshjóna og héraðshöf ðing j a. Jónína Ólafsdóttir og Jón Pálmason vöru gefin saman í hjónaband að Mörk í Laxárdal 26. október árið 1916. Þaðan fluttu þau að Ytri-Löngumýri í Elöndudal árið 1917. Að Akri í Þingi fluttu þau árið 1923 og hafa búið þar síðan. Á þessu tímabili hafa þau stórbætt jörð sína, bæði að ræktun og húsum. Allt tún er þar nú slétt og véltækt og ræktar lönd víð og fögur. Arið 1948 reisti Jón bóndi nýtt fjós og hlöðu. Tveimur árum síð- ar byggði hann nýtt og myndar- legt íbúðarhús úr steinsteypu. Hjónin á Akri eiga fimm mann vænleg börn, tvo syni þá Eggert lögfræðing, framkvæmdastjóra Landssambands iðnaðarmanna og Pálma, búfræðing, sem býr félags búi með foreldrum sínum á Akri, og þrjár dætur, Ingibjörgu, Mar- gréti og Salome. Frú Jónína, sem átti sjötugsaf- mæli 31. marz sl. er ættuð úr Bolungarvík við ísafjarðardjúp, af ágætu og vel gefnu fólki kom- in. Kom hún ung norður í Húna- vatnssýslu. og tókust kynni með henni og Jóni Pálmasyni á Ytri- Löngumýri. Var það árið 1914. En eins og fyrr segir giftust þau árið 1916. _ Jónína Ólafsdóttir er ágætlega greind kona. I framkomu er hún hæglát og hlédræg. Hún fylgist vel með því, sem gerist og kánn góð skil á mönnum og málefnum. Meðal allra er kynnast henni nýt- ur þessi hógláta, greinda kona trausts og virðingar. Sjálf er hún trygglynd og vinföst. Jónína Ólafsdóttir hefur verið manni sínum mikil stoð og stytta í umsvifamiklu starfi hans sem bónda, stjórnmálamanns og hér- aðshöfðingja. Vinir hennar og manns hennar óska henni til ham ingju með sjötugsafmælið og þeim hjónum báðum með 40 ára hjúskaparafmæli og sonarbrúð- kaup. Yngri kynslóðin er að taka við á Akri í Þingi. En hin eldri stend- ur þó ennþá mitt í starfinu og finnst lítt bilbugur á henni. Það má vera frú Jónínu og Jóni á Akri mikið fagnaðarefni að sjá afkomendur sína taka við óðali þeirra hjóna' betra og fegurra en það var, er þau hófu búskap sinn fyrir 33 árum. ASL. HAUSTI gerðu þeir Jó- hann Sigfússon og Kjartan Friðbjarnarson, Vestmannaeyj- um, tilraunir til síldveiða við Suð-Vesturland, með danskri í dag er fagnaðar- og merkis- dagur í lífi fjölskyldunnar að Akri. Þar er í senn litið yfir far- inn veg athafna og mikilvægra lífsstarfa, og horft fram á við móti nýjum tíma, sem miklu lof- flotvörpu, Larsen-vörpu, og fengu hingað tvo danska skip- stjóra til þess að stjórna tilraun- unum og kenna íslenzkum sjó- mönnum meðferð þessa veiðar- færis. Þrátt fyrir ýmsa örðugleika gengu tilraunir þessar vel, og sýnt var að í Larsen-vörpuna var hægt að fá síld á öllu dýpi, frá 90 föðmum upp í 10 faðma. Síldin hélt sig sl. haust aðallega á mjög takmörkuðu svæði, sem allt var þakið af reknetjabátum og netjum þeirra á næturnar, þegar síldin var uppi í sjó, og urðu því tilraunirnar aðallega að fara fram á daginn, þegar síldin hefur fært sig niður á 80 til 90 faðma dýpi. Þó tilraunirnar síð- astliðið haust, hafi sýnt að hægt var að veiða síld á svo miklu dýpi, var dráttur vörpunnar mjög erfiður, vegna þess að bát- arnir höfðu ekki mjög kraft- miklar vélar, og vörpurnar höfðu verið valdar heldur stórar. Nú hafa þeir Jóhann Sigfússon og Kjartan Friðbjarnarson ráðizt í það að leigja tvo báta með kraftmiklum vélum og fengið tvær nýjar minni vörpur, og haf- ið tilraunir þessar að nýju. Nú, eins og í fyrra, hafa bátarnir að- eins getað veitt á daginn og nið- ur á 85 faðma. Fengu þeir fyrsta daginn 93 tunnur en annan dag- inn sem reynt var eða í gær, 175 tunnur. Sjávarútvegsmálaráðuneytið og Fiskimálanefnd styrktu tilraun- ir þessar síðastliðið haust, og hafa einnig heitið stuðningi við þær tilraunir, sem fara nú fram. Akur í Þingi. „Það er ekki um að villasf, Johnson & Kaaber kaffi bragðast betur“ 0. Johnson & Kaaber h.f, S. Bj. r Aframhaldandi tilraunir með Larsenvörpuna NÝKOMNAR KARLMAMMASKÓR Svartar og brúnar mokkasíur Mikið úrval af KARLMANNAINNISKÓM Leöuimniskór kr. 125,00 — Leðurtöflur kr. 118.00 — Flókaskór kr. 49,50. Verzlið þar sem úrvalið er mest

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.