Morgunblaðið - 26.10.1956, Page 14

Morgunblaðið - 26.10.1956, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FBstudagur 26. okt. 1956 Sendisveinn óskast nú þegar i Reykjavíkur Apotek, allan eða hálfan daginn. — Upplýsingar á skrifstofunni. Húseigendur tek að mér smíði á innréttingum. Einnig frágang á ibúðum. — Upplýsingar í síma 9755. 6LASC0W - LONDON Frá REYKJAVÍK tll GLASGOW alla sunnudaga. Til REYKJAVÍKUR frá GLASGOW alla laugardaga. Margar ferðir daglega milli LONDON og GLASGOW LOFrLEmiR Sr. Pétur Magnússon: Þjóð á vegamót £ITT AF ÞVÍ, sem á sínum tíma :kapaði íslendingum erfiðleika í sjálfstæoisbai'áttunni, var vitn- eskja umheimsins um smæð þjóð- arinnar. Það var af mörgum dreg- ið í efa, að svo fámenn, fátæk og varnarlaus þjóð hefði nokkra möguleika á þvi að varðveita sjálfstæði sitt. Gegn þessu sjón- armiði tefldu forystumenn sjálf- stæðisbaráttunnar því fram, að enda þótt þjóðin væri fámenn og fátæk, þá væri hún samt gömul menningarþjóð, svo vel virt af hinum voldugu nágrannaþjóðum sínum, að þær myndu hvorki skerða sjálfar, né leyfa öðrum þjóðum að skerða sjálfstæði hennar. — Það var þetta sjónar- mið, sem gekk að lokum með sig- ur af hólmi. Og það var þessi trú á gamalli og traustri menningu fslendinga, sem átti ekki hvað sízt þátt í því, að Bandaríkin tóku upp forystu um það að viðurkenna fullveldi íslenzku þjóðarinnar. Það er þessi trú, sem hefur skapað þessu þjóð- arkríli þá undraverðu aðstöðu, að hún fær á þingum, þar sem örlög þjóðanna eru ráðin, að hafa fulltrúa, sem eru jafngildir full- trúum stórvelda, sem telja íbúa sína í hundruðum milljóna. Það var þessi trú á traustri menningu íslendinga, sem olli því, að Bandaríkin undirrituðu með þeim varnarsamning, sem var, ef á reyndi, svo óhagstæður hinum síðarnefndu, að segja má nú að þeir hafi þar algerlega gengið í vatnið. Með þessum samn ingi tóku Bandaríkin að sér að annast hervarnir á íslandi, tóku að sér að kosta hér varnarlið og koma upp flugvelli og ýmsum öðrum mannvirkjum snertandi varnirnar, sem kosta of fjár. Þessi ÚTVEGSMENN, Lækkið útgerðarkosinabinn með />ví að nota „SILVER STAR" nylon þorskanetin sem hér hafa hlotið viðurkenningu fyrir styrkleika og veiðisæld. Dragmöskvar koma ekki fyrir í þessum netum. í>au eru öll með „Starrlock“ hnútnum, sem er tvöíaldur patenthnútur. Netin eru afgreidd beint írá verksmibjunni til kaupenda á LÆGSTA VERÐI 22 möskva djúp Net nr. 5 kr. 290.00 » 22 —----- 6 — 340.00 26 —----- 5 — 335.0C 26 —----- 6 — 395.00 með öllum kosfnaði hér á staðnum Netin eru búin til í Bandaríkjunum úr bezta ameríska nylon garni, sem fáanlegt er. Þeir útvegsmenn, sem ætla að panta „SILVER-STAR" fyrir næstu vertíð eru beðnir að tala við okkur fyrir lok þessa mánaðar. Þórður Sveinsson & Co. h.f. mannvirki eiga að vera eign fs- lendinga jafnskjótt og samning- urinn er úr gildi. Hægt er að fella samninginn úr gildi með 18 mánaða fyrirvara og einhliða upp sögn af hálfu hvors aðila. — Tryggingin, sem Bandaríkin töldu sig hafa fyrir því, að ákvæðin um gildisfellingu samningsins yrðu ekki misnotuð af hálfu íslendinga, var sú, að þeir væru þar að skipta við menningarþjóð, sem gerði sér Ijóst, að hún hefði með þátttöku sinni í varnarbanda lagi Atlantshafsþjóðanna, eklci bara öðlast eintóm réttindi, held- ur og einnig tekizt skyldur á herðar gagnvart sambandsþjóð- um sínum. — Eitt varúðarákvæði var þó sett í varnarsamninginn, varðandi hinn stutta uppsagnar- frest. Ætlazt var til að sá samn- ingsaðili, sem hyggði á breyting- ar á samningnum eða uppsögn, leitaði, áður en nokkuð annað væri aðhafzt í málinu, álits fasta- ráðs Atlantshafsbandalagsins um| það, hvort óhætt væri öryggis vegna að draga úr varnarbún- aði eða að fella niður samning- inn. Þetta ákvæði varnarsamnings ins brutu íslendingar með álykt- un Alþingis 28. marz s. 1. Það tiltæki olli, svo sem kunnugt er, sárum vonbrigðum meðal hinna frelsisunnandi þjóða, en óvina- fögnuði að sama skapi meðal þeirra, sem sitja um færi til að svipta þær sjálfstæði og leggja þær í hlekki. Þeir, sem stóðu að ályktun Al- þingis 28. marz s. 1., hafa reynt að halda því fram, að það ákvæði varnarsamningsins, sem brotið var, hafi bara verið ómerkilegt formsatriði. Það er mjög fjarri sanni. Vegna þess hvernig á stend ur um annan samningsaðiljann, hafði ákvæðið stórmikla þýð- ingu. Eins og kunnugt er, á ís- lenzka þjóðin, illu heilli, engan hernaðarsérfræðing, sem geti ver- ið ríkisstjórninni og Alþingi til ráðuneytis þegar með þarf. Þetta kom ömurlega í Ijós á Alþingi 28. marz s. 1. Ólíklegt er, ef slík- ur ráðunautur hefði þá verið fyr- ir hendi, að Alþingi hefði gert sig að viðundri með því að álykta, að eins af stærstu herflugvöllum heimsins, á stað, sem hefur stór- kostlega hernaðarþýðingu, skyldi gætt af mönnum, sem ekki kunna neitt til hernaðar. Ákvæði varn- arsamningsins um það, að leita beri álits fastaráðs Atlantshafs- bandalagsins áður en nokkuð annað væri gert varðandi breyt- ingu eða niðurfellingu samnings- ins, miðaði einmitt að því að fyrirbyggja, að svoleiðis vitleysa, eins og Alþingi gerði, gæti átt sér stað. — Það er næsta ósennilegt, ef þetta ákvæði samningsins hefði ekki verið brotið og fyrir hefði legið 28. marz s. 1. það álit fastaráðs Atlantshafsbandalags- ins, sem nú liggur fyrir, að feng- izt heíði meirihluti á Alþingi fyr- r jafnafglapalegri ályktun og já var samþykkt — þó að mál- ;ögn stjórnarflokkanna láti nú nnað í veðri vaka. En þó að brot Alþingis gegn smræddu ákvæði varnarsamn- ngsins við Bandaríkin hafi /eikt mjög álit og traust hinna frjálsu þjóða á íslendingum, má 3hætt fullyrða, að þau álits- pjöll séu lítil til móts við þau, :em síðara brotið — inntaka íommúnista í ríkisstjórnina — olli þjóðinni. — Því hefur verið hreyft í varnarskyni af hálfu stjórnarsinna, að hvorki í varn- arsamningi Atlantshafsbandalags ins né í varnarsamningi íslend- inga við Bandaríkin sé að finna nein ákvæði, er banni þátttöku- þjóð að hafa kommúnista í ríkis- stjórn. Þessi röksemd er svo fjarri því að draga úr hinni miklu sök hlutaðeigandi stjórnarflokka, að einmitt hún undirstrikar sökina fremur en nokkuð annað. — Að reiur Maguússon. þess konar ákvæði var ekki sett í umrædda varnarsamninga, staf- aði af þvi, að engum kom til hug- ar að þess þyrfti. Út frá því var gengið sem vísvt, að þátttökuþjóð- irnar hefðu næga menningu til að láta sér skiljast, að í varn- arbandalagi, sem er stefnt gegn ofbeldissinnuðum fyrirætlunum kommúnista um heimsyfirráð, kæmi ekki til mála, að þeir yrðu teknir í ríkisstjórn hjá neinni af þátttökuþjóðunum og á þann hátt gerðir að aðilja innan banda- lagsins. Nú er komið í ljós að íslend- ingar höfðu ekki næga menningu til að láta sér skiljast þetta. Sam- bandsþjóðir okkar, sem auðvitað gera sér Ijóst, að það er ekki hægt að ráðgast við Rússa um það, hvernig bezt sé að haga vömum í hugsanlegri árásarstyrjöld frá þeirra hálfu, eru nú sem óðast að velta því fyrir sér, hvernig þær eigi að fara að við hinn heilalitla meðlim innan banda- lagsins og breyta lögum þess á þann hátt, að þær séu ekki skuld- bundnar til að skerast í leikinn, þó að Rússar láti fimmtu herdeild sína hér á landi taka völdin. ★ ★ ★ Ég hefi rétt fyrir og eftir Al- þingiskosningarnar síðustu átt tal við fjölda fólks, utan komm- únistaflokksins, sem mér var kunnugt um að ætlaði að kjósa — og sem munu hafa kosið á þing þá menn, sem stóðu að ályktun Alþingis 28. marz s. 1., um fyr- irhugaða uppsögn á varnarsamn- ingnum við Bandaríkin. Ég veit að flest af þessu fólki vill ekki fyrir nokkurn mun að ísland hreppi sömu örlög og smáþjóð- imar þrjár við Eystrasalt. Þegar ég leiddi í tal hættuna, sem vofði yfir íslenzltu þjóðinni, ef hún brýgðist sambandsþjóðum sínum og héldi áfram að krefjast þess að varnarliðið færi burt af flug- vellinum við Keflavík, var við- kvæðið iðulega þetta: „Ertu svo barnalegur að ímynda þér, að Bandaríkin fari að halda burt með varnarliðið, þó að Alþingi segi upp varnarsamningnum?“ Eða: „Dettur þér í hug að Banda- ríkin færu að láta Rússa hafa öll tögl og hagldir á jafnhern- aðarlega þýðingarmiklum stað og íslandi og svo nærri Bandaríkj- unum?“ — Það er fullkomin ástæða til að taka svona spurn- ingar til nánari yfirvegunar. Hér tala menn, sem vilja, eins og sakir standa, ekki fyrir nokk- urn mun að Bandaríkin fari burt með varnarliðið — menn, sem em svo sannfærðir um hina miklu þýðingu íslands sem hlekks í varnarkeðju Norður-Atlants- hafsþjóðanna, að þeir þykjast þess fullvissir, að Bandaríkin muni heldur beita valdi en að láta svo þýðingarmikinn stað vera varnarlausan eða komast á vald Rússa. Svo sannfærðir voru

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.