Morgunblaðið - 26.10.1956, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.10.1956, Blaðsíða 20
Veðrið Vestan stormur. Slydduél síðdegis. 24B. tbl. — Föstudagur 28. október 195B Séra Péfur í Vallanesi Sjá grein á bls. 14. Síldarsfofninum mun ekki sfafa hæffa af sprengjunum Skipstjóri krefst þess að hætt verði að kasta spretigjum á háhyrningana TniNN skipstjóranna á bátaflotanum hefir tekið sig til og skrifað ■4-1 Landssambandi ísl. útvegsmanna, um sprengjuárásirnar á háhyrningana á miðum síldarbátanna, þar sem hann telur að sprengjurnar geti orsakað tjón á síldarstofninum. Skipstjóri þessi er Guðni Jóns- son á vs. Sæfell. — Hann hefur skýrt tíðindamanni Mbl. svo frá að sér sé kunnugt um að bátur einn héðan úr Reykjavík, sem Marz heitir, hafi um daginn háf- að upp á skömmum tíma 45 tunn- ur síldar á þeim stað sem lítilli stundu áður hafði verið varpað sprengju á háhyrning. Sjómenn hafa séð hrannir af dauðri síld í sjónum eftir slíkar sprengju- árásir, segir Guðni og hann telur að sprengjurnar muni styggja síldina. Feiknin öll drepist og geti það auðveldlega haft áhrif á síldarstofninn. Telur Guðni að stöðva beri þessar sprengjuárásir. Finna beri aðra leið til að drepa háhyrninginn og kvaðst Guðni vilja senda hvalveiðibátana gegn þeim. inn nefnir benda til þess að sprengjan hafi komið beint ofan í síldartorfu og tel ég það hrein- ustu hendingu, af þeim kynnum sem ég hefi sjálfur haft af því að framkvæma dýnamitspreng- ingar á síldarmiðum. Ég tel það vafasamt, sagði dr. Hermann Einarsson, að þessar sprengjur á háhyrningana valdi verulegu tjóni á síldarstofninum. — En aðvitað tel ég sjálfsagt að allr- ar varúðar sé gætt og forðast svo sem kostur er á að valda stór- felldu síldardrápi. En ég vil end- urtaka það, að áður en dómur um það hvort banna skuli sprengju- kastið eður ei, er upp kveðinn, þá þarf Fiskifélagið eða Fiskideildin að hafa fengið haldgóðar upplýs- ingar um málið frá sjómönnunum sjálfum. — Og þeirri ákvörðun ~ . 'S. **fi **. i . . y. 4* f:ͧí iw>y* :■»* •*;:.. *V::''WWS;:-:::, w Undanfarna daga hefir verið hvít jörð hér í bænum og nágrenni hans. Hér á myndinni blasir Esjan við í vetrarskrúða. Til hægri eru Móskarðshnjúkar. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) að leggja nú þegar bann við sprengjukasti á háhyrninga myndi ég því fresta þar til full vitneskja er fyrir hendi um það, hvort þetta hafi skaðleg áhrif eða ekki á síldina, sagði dr. Her- mann Einarsson að lokum. Fyrrv. andstœðingar söluskattsins sögðu ekki orð Fer Orion-kvintettinn til Azoreyja ? < ISUMAR hélt til Þýzkalands íslenzk hljómsveit, sem þangað var ráðin til þess að leika í bandarískum herstöðvum. Var þetta Orion-kvintettinn, eins og flestum er kunnugt — því að fyrir skömmu léku þeir ytra nokkur lög inn á segulband — og voru þau leikin í útvarpinu hér í fyrri viku. Er samningstími þeirra í Þýzkalandi var útrunninn, fengu þeir tilboð um að fara til Norður- Afríku og leika þar í herstöðvum í tvo mánuði. Réðust þeir í för þessa ásamt þrem öðrum danshljómsveitum. IGÆR fór fram í Neðri deild Alþingis 1. umræða um frumvarp tii iaga um framlengingu á gildi þriðja kafla laga um dýrtíðar- ráðstafanir vegna atvinnuveganna. Á FUNDI f LÍÚ Á fundi sínum síðdegis í gær samþykkti stjórn Landssambands ísl. útvegsmanna að vísa málinu til aðalfundar, en jafnframt var framkvæmdastjóra falið að leita álits fiskifræðinga á málinu. SAMTAL VIÐ FISKIFRÆÐING í gær átti Mbl. tal við dr. Her- mann Einarsson fiskifræðing, en sérgrein hans er sem kunnugt er síldin. — Hann sagði tíðinda- manni blaðsins að þetta væri fyrsta umkvörtunin sem hann heyrði gerða yfir sprengjuárásun- um á háhyrninginn. Það voru sjó- menn og útgerðarmenn, sem báðu hið opinbera að hlutast til um það, að varnarliðið sendi flug- vélar gegn háhyrningunum, eftir að illa hafði gefizt að hafa byssur um borð í síldveiðiskipunum. — Eruð þér þeirrar skoðunar dr. Hermann, að síldarstofninum stafi hætta af sprengjukastinu? — Um það getur enginn sagt, án þess að hafa í höndunum gögn um athuganir á því, að hve miklu leyti síldarstofninn verður fyrir tjón af völdum sprengnanna. HREINASTA HENDING Ég tel dæmi það sem skipstjór- ELDRI LÖG ORÐIN 40 ÁRA Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra fylgdi frumvarpinu úr hlaði og skýrði það í megindrátt- um. Gat hann þess í upphafi máls síns að frumvarpið væri undirbúið af fyrrverandi mennta málaráðherra, er hefði haft for- göngu um samningu þess. Ráð- herrann rakti í stórum dráttum sögu dýravemdunarlaganna hér á landi og kvað gildandi dýra- vemdunarlög vera orðin rúmlega 40 ára gömul, sett 1915. Hefði því verið orðin full þörf á endur- skoðun þeirra, enda væru í lög- um þessum mörg nýmæli. Á dögunum barst bréf frá þeim félögum — og láta þeir ekki sem bezt yfir dvölinni í Afríku. Veld- ur því hinn geysilegi hiti, sem allt ætlar þar lifandi að drepa að sögn þeirra félaga. Síðan þeir komu þangað hefur verið steikj- andi sólskin dag hvern — og svo mikil urðu viðbrigðin, að Orion-piltarnir voru lengi að jafna sig. — Hins vegar kveða þeir allan aðbúnað eins góðan og bezt verður á kosið — og allt er gert þar til þess að láta þeim líða sem bezt. Hafa þeir leikið sína vikuna á hverjum EFNI LAGANNA Fmmvarpinu er skipt í 7 aðal- kafla. Fjallar sá fyrsti urn með- ferð dýra. Annar kaflinn íjallar um deyðingu dýra og aðgerðir á dýrum. Hinn þriðji um notkun dýra í vísindalegum tilgangi, fjórði kafli um eftirlit með fram- kvæmd laganna o. fl. Hinn fimmti um stjórn dýraverndar- mála. Sjötti kaflinn fjallar um refsingar og önnur viðurlög og hinn sjöundi um almenn ákvæði, gildistöku laganna og brottfallin lög. Lagafrumvarpi þessu fylgir löng athugasemd og ýtarleg. Umræður urðu engar um frum varpið. stað — og staldra þess vegna ekki lengi við á hverjum stað, svo dvölin er að því leyti mjög tilbreytingarrík. ! ! ! Er samningstími þeirra var út- runninn, var þeim boðin fram- lenging samningsins um aðra tvo mánuði — og tóku þeir því. Hins vegar héldu hinar hljóm- sveitirnar þrjár, er urðu sam- ferða þeim frá Evrópu, aftur heimleiðis. Enn hefur Orion-kvintettinum borizt samningstilboð um að leika í einn mánuð á Azoreyjum að Afríkudvölinni lokinni — og síðan fjóra mánuði í Frakklandi að því loknu. ! ! ! Piltarnir eru samt ekki sér- lega ákafir í að taka þessum boð- um, því að þeir eru orðnir mjög þreyttir á suðrinu — og segja, að þeim hefði ekki dottið í hug að ílengjast í Afríku fram yfir hinn upphaflega áætlaða tíma, ef þeim hafi ekki verið sagt, að rigningatíminn væri í nánd — og þá mundi líðanin batna. Orion-kvintettinn er sem sé frekar á þeim nótunum, að sigla hraðbyri heim til „kalda lands- ins“, er samningstímabilið þrýt- ur í Afríku, en að halda til Azoreyja og leika fyrir eyjar- skeggja. Einn er þó hængur á — og hann er sá, að hér heima eiga þeir enga trygga atvinnu — og, ef í nauðirnar rekur, mundu þeir því sennilega taka tilboðinu. BÍLDUDAL, 25. okt. — Afli hef- ur verið mjög tregur undanfarið hjá bátum sem héðan hafa róið. Frigg hefur róið af og til og hefur afli verið innan við tvær lestir, á 90 lóðir. — Friðrik. VÍSAÐI TIL FJÁRLAGARÆÐU Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra fylgdi frumvarpinu úr hlaði með örfáum orðum og vís- aði til fjárlagaræðu sinnar sem greinargerðar með þessu frum- varpi. FRUMVARPIÐ NÁKVÆMLEGA EINS OG ÁÐUR Magnús Jónsson ræddi í stuttu máli nokkuð um þetta frumvarp. Hann kvað það vera gamlan kunningja, því oft áður hefði verið lagt fram sams konar frum- varp, enda væri þetta frumvarp nú nákvæmlega eins og gildandi lög, aðeins væri hér um fram- lengingu í eitt ár í viðbót að ræða. ÞÁ VAR SÖLUSKATTURINN ILLRÆMDUR Á undanförnum þingum kvað ræðumaður jafnan hafa heyrzt háværar raddir út af hinum margumrædda söluskatti, frá þeim, sem nú fylla flokk stjórn- arliðsins. Var söluskatturinn þá mjög illræmt fyrirbæri. Kvaff hann aff hér hefffi nú orðið allmikil veðrabreyting, því svo virtist sem frumvarpið ætlaði að fara umræffulaust gegn um þessa umræðu. Kvaffst hann vilja vekja athygli á þeirri miklu breytingu, sem hér hefoi á orðið, en aff hún yrffi kannske afsökuð meff því að í framtíffinni yrðu gerffar svo gagngerar breyting- ar á efnahagskerfi þjóðarinnar, aff hér væri affeins um bráða- birgðaráffstöfun að ræffa. ÁBENDING TIL FYRRI ANDSTÆÐINGA Kvaffst Magnús Jónsson vilja benda háttv. þingmönnuih á þetta frumvarp, einkum þeim, sem hafa talaff mest gegn þvi aff undanförnu, aff hér værl um að ræffa nákvæmlega sama frumvarpiff, sem svo mjög hefffi veriff óskapazt gegn á undanförnum þingum. Enginn kvaddi sér hljóðs af hinum fyrri andstæðingum frum- varpsins og var því án frekari umræðna vísað til 2. umræðu og nefndar. Drognótabáfui tebinn í land- helgi í FYRRINÓTT tók varðskipið Sæbjörg dragnótabát að veiðum í landhelgi. Heitir báturinn Mai GK 48. Var hann að veiðum um 2 sjómílur innan fiskveiðitak- markanna í Faxaflóa. Skipstjórinn á Maí játaði þeg- ar brot sitt og var höfðað mál á hendur honum í Keflavík í gær. VBílhappdrætti Sjálfstæðisflokksins Aðeins 5 söludagar eftir ÞANN 1. nóvember verður dregið í hinu glæsilega happ- drætti Sjálfstæðisflokksins um ameríska fólksbifreið af gerðinni Hudson Rambler. (Gerð 1956). Eru því síðustu forvöð að tryggja sér miða. Umboðsmenn og aðrir, sem tekið hafa á móti miðum eru vinsamlegast beðnir um að gera skil hið fyrsta, og eigi síð- ar en n.k. laugardag. Skrifstofa Happdrættisins í Sjálfstæðishúsinu er opin f dag frá kl. 9—7. - Sími 7100. Frumvarp til laga um dýravernd Eldri lög um þetta efni voru orbin 40 ára 4N N A Ð mál á dagskrá Ncffri deildar í gær var frumvarp til laga um dýravemd. Var frumvarp þetta undirbúið aff tilhlutan Iijarna Benediktssonar frv. menntamálaráðherra, sem fól Ármanni Snævarr prófessor aff semja þaff.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.