Morgunblaðið - 26.10.1956, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.10.1956, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐ1Ð Fðstudagur okt. 1956 Er þetta bifreið framtíðarinnar? Gostúrbínon heíur reynzt vel í hinum nýju Fire Bird II SKAMMT er síðan hafnar voru tilraunir með bifreiðir knúnar hinum svonefndu „gastúrbínum“. Þeir örðuleikar, sem aðal- lega voru í veginum fyrir því, að hægt væri að taka slíkar bif- reiðir í notkun — voru þeir, að „gastúrbínan" framleiðir ákaflega mikinn hita, það mikinn, að hættulegt reyndist að aka bifreiðinni eftir fjölförnum götum. Nú hafa verið gerðar marks konar tilraunir til þess að eyða þeim hita, er „túrbínan“ framleiðir — og hafa bæði Bretar og Frakkar ásamt Bandaríkjamönnum glímt við þetta vandamál. Ein bifieið ú hverju tvo SAMKVÆMT nýjustu banda- riskum skýrslum eru nú 65,275,000 bifreiðir í Banda- ríkjunum, en þar af eru 54,300,000 einkabifreiðir. Með hverju árinu, sem líður eykst bifreiðafjöidinn á þjóðvegum Bandaríkjanna — og gera stjórnarvöWin ráð fyrir, að bifreiðaeign landsmanna verði um 81 milljón árið 1965. Banda ríkjamenn eru um 166 milijón- ir talsins — og svaraði bif- reiðafjöldinn þá til þess, að ein bifreið vaeri liðlega á hverja tvo landsmenn. A General Motors kom fyrir ' skemmstu fram á sjónar- sviðið með nýja gerð þess konar bifreiða — og hafði þar að nokkru leyti tekizt að ráða bót á „hita- vandamálinu“. Með því að nota 80% hitans til þess að hita upp loft það, er „túrbínan" tekur til sín sparast mikið eldsneyti og einnig ræður það nokkra bót á fyrri ókosti. dk Þessi nýja bifreið nefnist ' Fire Bird II (Eldfuglinn) — og er mjög frábrugðinn Fire Bird I. Er þetta fjögurra manna fjöl- skylduvagn. Þakið er allt úr gleri, en hinn hluti yfirbyggingarinnar úr efni, sem nefnist titanium Hefur það aldrei verið notað til slíks fyrr, en sagt hafa reynzt vel. ■k „Túrbínan" er 200 hestafla *r og vegur um 400 kg. Er hún fremst í bifreiðinni og cek- ur mjög lítið rúm. — Knýr hún afturhjólin. Auk þessa koma fram margar nýjungar í „Eldfughn- um“ og má nefna, að ræsirinn er af nýrri og áður óþekktri gerð — og talinn auka mjög á öryggið. Hurðirnar opnast o'g lokast — fyrir rafmagni, og svo er einmg margt annað, sem of langt væri upp að telja. Yfirleitt er þar allt sjálfvirkt, sem hugsazt getur. Jk „Eldfuglinn" hefur nu verið T verið reyndur mjög vel — Fire Bird II og að sögn framleiðenda hefur hann staðizt prófraunina. Hann hefur sannað, segja framleiðend- ur, „að túrbínan er að mörgu leyti hentugri í bifreiðir en benz- ínhreyfillinn". Hvers menn vegna sífellt auka Banclaríkja- orku hreyftanna? EKKI EB LAUST við, að það veki undrun hjá sumum, að Banda- ríkjamenn leggja sífellt meiri áherzlu á aukna orku bifreíða hreyflanna. Ár frá ári er orka þeirra aukin — og sumum finnst þetta óþarfi, alit þetta afl sé aldrei notað — fyrir utan það, að hreyflarnir eru því benzinfrekari, þeim mun stærri sem þeir eru. Minni slysahætta í skærlitum bilreiðum ÞAÐ er ekki ýkjalangt síðan byrjað var á því að mála bif- reiðir margs konar litum — sterkum litum, sem okkur oft á tímum finnast óviðfelldnir og „skerandi“. Aðallega hefur þetta tíðkazt í Bandaríkjunum — og álíta sennilega flestir það vera vegna þess, að Bandaríkjamenn séu mjög nýjungagjarnir og allt, sem ber skæra liti, gangi í aug- un á þeim. Til skamms tíma hafa Evrópu- menn ekki viljað líta við öðr- um bifreiðum en svörtum — eða a. m. k. mjög dökkum. Nokkur undanfarin ár hefur þetta þó breytzt til muna. M. a. hefur það komið í ljós, að tæp- lega 30% þeirra Frakka, er keyptu sér bifreið á s.l. ári, ósk- uðu eftir dökkum lit. En ástæða er til þess, eins og alls annars, því að það hefur sem sé komið í ljós, áð mikill meirihluti þeirra bifreiða, er lent hafa í slysum í Frakklandi, hafa verið dökkleit- ar. Skærlitar bifreiðir eru þess vegna taldar öruggari — og mun minni hætta á, að ekið verði á þær, vegna þess að þær vekja miklu fremur athygli ökumanna hinar dökkleitu. Það er því ef til vill ekki að ástæðulausu, að Bandaríkjamenn kjósa frekar skrautlegar bifreiðir. „Því stærri og öflugri hreyf- ill, þeim mun minni slysa- hætta“, segja Bandaríkjamenn — og þetta er einmitt ástæð- an. Sýnt hefur verið fram á það í Bandaríkjunum — að undangengnum nákvæmum og víðtækum athugunum, að með alhraði bifreiða á þjóðvegum landsins hefur ekki aukizt und anfarin ár, enda þótt hreyflar bifreiðanna hafi stöðugt verið efldir. Það kemur sem sé til- tölulega sjaldan fyrir, að öll orka hreyfilsins sé notuð, en oft er hennar þörf — einmitt til þess að draga úr og minnka slysahæítuna. í Bandaríkjunum verða til- tölulega flest umferðaslys á þjóðvegum, er bifreiðir fara Cifroen nýtur vaxandi vinsœlda BIFREIÐ sú, er einna mesta at- hygli vakti í Evrópu á s.l. ári, mun hafa verið Citroen hinn nýi, DS 19. Þessi árgerð Citroen markaði að nokkru leyti tímamót í bifreiðaiðnaðinum í Frakklandi — og ekki er loku fyrir það skot- ið að áhrifa hennar gæti víð- ar í Evrópu. Bifreið þessi var nokkru dýr- ari en aðrar sambærilegar bif- reiðir, en salan varð þrátt fyrir það mjög mikil — og talið er, að sjaldan, eða jafnvel aldrei hafi evrópskir bifreiðaframleiðendur náð jafnmiklum árangri í ný- sköpunarstarfinu og einmitt Cit- roén með þessari nýju gerð. Nú er að hefjast framleiðsla á nýrri árgerð, sem nefnist ID 19. Er hún að nokkru leyti frábrugð- in þeirri frá því í fyrra, en þó er ekki um neinar höfuðbreyting- ar að ræða. Nýja bifreiðin er hins vegar mun ódýrari — og gera framleiðendur sér vonir um að hún seljist mjög vel. ID 19, er knúin 11 hestafla hreyfli, og er það sama hreyfil- gerð og Citroén hefur framleitt undanfarin 23 ár. Vissulega hef- ur hann tekið breytingum, en þó ekki jafnmiklum og aðrir hlutar í þessari bifreið framhjólin — andstætt við það, er venjulegt er. Enda þótt hreyfillinn sé ekki mjög aflmikill, getur bifreiðin náð 135 km hraða á klst. Til þess að gera bifreiðina ó- dýrari í framleiðslu hefur verið horfið frá ýmsum nýjungum sem voru á DS 19 — svo sem sjálf- virkri skiptingu, vökvastýri og bifreiðarinnar. Hreyfillinn knýr sjálfvirkum hemlum. Citroen DS 19 sýnir nýjar línur í frönskum bílaiðnaði hvor fram úr annarri — þar sem enn eru aðeins tvískipt- ar akbrautir — sín í hvora áttina. Bifreiðin, sem fer fram úr fer þá inn á brautina, sem ekið er á í gagnstæða átt. En — um leið og bifreið er að fara fram úr annarri — þá kemur sú þriðja akandi beint á móti — og verða þá æðioft mistök, er leiða til slysa. Ef bifreiðirnar búa hins vegar yfir það mikilli orku, að það tekur eklci nema örfá andartök að komast fram úr hæggengum bifreiðum — svo sem stórum vöruflutningabif- reiðum, sem eru á hverju strái — þá mun það draga stór- lega úr slysahættunni. Fleira slíkt kemur einnig til greina, því að vissulega kappkosta bandarískir bifreiðaframleið- endur ekki að ástæðulausu að auka orku bifreiðahreyflanna sífellt. Fiat stóreykur framleiðsluna FIAT- BIFREIÐ AVERKSMIÐ J- URNAR ítölsku hafa að undan- förnu unnið mjög á með fram- leiðslu sinni. S.l. ár var metár í framleiðslu — og störfuðu þá í verksmiðjum þess um 75,000 manns. Einn fjórði hluti af fram- leiðslu verksmiðjanna fór til út- flutnings á árinu — og er það geysimikil aukning miðað við fyrri ár. Mun heildarframleiðsla verksmiðjanna á árinu hafa num- ið sem svarar 8,5000,000,000 ísl. kr. Hver vill ekki eignast nýja ;a fólksbifreið fyrir 100.00 kr. Gi i Nú eru síðustu forvöð að eignast miða í Bílhappdrætti Sjálfstæðisflokksins, því dregið verður 1. nóvember n. k. Eappdrsetti Sjálístæðisflokksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.