Morgunblaðið - 26.10.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.10.1956, Blaðsíða 2
s MORCUVBLAÐIÐ Föstudagur 26. okt. 1956 Fyrsta norræna frímerkið gefið út á N orræna deginum Mar ’sjvtsieg o ö a norræna degiimm 3©. október AÐ TII.HIjTJTAN Norrænu félaganna verður þriðjutlagurínn 30. október n.k., haldin hátíðlegur um öll Norðurlönd, sem Nor- rænn dagur. Þetta er í þriðja sinn, sem sérstakur dagur er helgað- ur almennri kynningu á norrænu samstarfi. Á FIMM ÁRA FRESTI Fyrsti Norræni dagurinn var haldinn 27. okt. 1936 og vo.r þá í ráði að helga einn dag fimmta hverí ár norrænni samvinnu á þennan hátt. Heimsstyrjöldin gerði þessar fyrirastlanir ófram- kvæmanlegar. Að styrjölclinni lokinni, var hugmyndin tekin upp að nýju og Norrænn in.gur haldinn öðru sinni. Það var 29. sept. 1951. Ætlunin er að halda Norrænan dag á firnm ára fresti framvegis. Megintilgangur Norræna dags- ins er að vekja og auka áhuga almennings á Norðurlöndum á víðtæku og nánu samstarfi nor- rænu frændþjóðanna og þá ekki einvörðungu á sviði menningar- mála heldur einnig á sviði efna- hagsmála og stjórnmála, eins og þegar á sér stað með starfi Norð- urlandaráðsins og með reglu- bundnum norrænum ráðherra- fundum. ÚTVARPSDAGSKRÁ Norræna dagsins verður minnzt á margvíslegan hátt. Allar útvarpsstöðvar Norður- landa flytja fjölbreytta dagskrá I tilefni dagsins. Mánudags- kvöldið 29. okt. flytja þjóðhöfð- ingjamir ávörp í útvarpið. Þau verða flutt af hljómplötum sam- tímis frá öllum stöðvunum. For- menn Norrænu félaganna tala í útvarpið þriðjudagskvöldið 30. okt. og verður þá gengizt fyrir fjölbreyttri dagskrá í tilefni dagsins. Norrænu félögin hafa farið þess á leit við menntamála. áðu- neytin, að þau gefi samþykki sitt til að dagsins sé minnzt í skólunum. Norræna félagid ís- lenzka hefur í hyggju að efna til ritgerðarsamkeppni meðal skóla- nemenda um norrænt efni og verða veitt glæsileg verðlaun fyrir beztu ritgerðina. Einstök at- riði hér að lútandi verða nánar tilkynnt á Norræna deginum. NORRÆNT FRÍMERKI Norrænt frímerki, sameigin- legt fyrir allar þjóðirnar, verður gefiff út á Noiræna deginum. Þaff er algert ný- mæli, sem reyndar hefur lengi veriff eitt af baráttumálum Houstslntran Norrænu félaganna. Hér er um merkan liff aff ræða í við- leitni til innbyrffis samræm- ingar á sviffi norrænnar póst- þjónustu. Norræna félagið sendir félags- mönnum sinum nýtt tölublað af riti sínu Norrænum tíðindum. Nokkrir þjóðkunnir menn skrifa í ritið að þessu sinni í tilefni Norræna dagsins og láta álit sitt í ljós um gildi norrænnar sam- vinnu fyrir ísland. Á Norræna deginum efnir Norræna félagið til hátíðahalda með fjölbreyttri skemmtiskrá í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík þar sem fram koma fulltrúar allra norrænu þjóðanna. Leik- konan Ellen Malberg — ern af þekktustu leikkonum Dana — mun lesa upp á hátíðinni í Sjálf- stæðishúsinu. Félagsdeildir Norræna félags- ins eru nú 8 talsins auk aðal- félagsins í Reykjavík. Þær munu I þjóðir. að sjálfsögðu efna til fræðslu- og skemmtifunda í tilefni dags- ins, sjálfstætt eða í samvinnu við skólana á staðnum. Einnig er í ráði að stofna nýjar félagsdeildir í sambandi við Norræna daginn. SAMVINNA FRÆNDÞJÓÐA Megintilgangur dagsins er eins og fyrr getur sá að vekja og auka áhuga á samvinnu norrænu þjóðanna. En eitt meginatriði í þessu sambandi er að efla starf- semi Norræna félagsins, sem öðrum norrænum félögum og fé- lagssamtökum fremur, hefur unnið að gagnkvæmum kynnum norrænu þjóðanna. Takmarkið er að stórauka félagatöluna á Nor- ræna deginum og munu listar liggja frammi í nokkrum bóka- verzlunum síðustu daga október- mánaðar, þar sem þeir geta ritað nöfn sín, er vilja gerast félagar. Þeir, sem einhvers meta Norð- urlönd og norrænt samstarf, ættu að gerast félagar í Norræna fé- laginu. Það kostar að vísu 40.00 kr. árlega að vera í félaginu, en í aðra hönd fá félagar gjafabók og rit félagsins án sérstaks end- urgjalds. Fjörutíu króna ársgjald er lág renta af þeirri þakklætis- skuld, sem sér í lagi þeir, er dvalizt hafa langdvölum á Norð- urlöndum, standa í við þessar Fjáröflmiardagur Barna- vemdarfélagsins á morgun Féiagið icappkosfar að sfyrkja ungf fólk ii! sérnáms IGÆR átti dr. Matthías Jónasson, ásamt forustumönnum Barna- verndaifélags Reykjavíkur, viðtal við fréttamenn. Tilefnið var, að á morgun, sem er fyrsti vetrardagur, er hinn árlegi fjáröflunar- dagur félagshis á öllum þeim stöðum á landinu, þar sem slík félög eru fyrir, en þau eru 10 talsins. Þennan dag, eru merki félagsins seld á götum úti og einnig barnabókin Sólhvörf, sem komið hefur út þennan dag undanfarin sex ár. Iofcið KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 25. okt.: — í gær lauk haustsíáaun hjá Sláturfélagi Suðurlands á Kirkj ubæ j arklaustri. Alls var slátrað 11070 kindum, þar af 10620 dilkum. Til saman- burðar má geta þess, að í fyrra var slátrað rúmlega 1100 dilkum fleira. Sýnir það, að nú er lamba ásetningur mun meiri hér um sveitir, því ekki hafa færri dilkar komið af fjalli nú en sl. haust. Fer fénu eðlilega fjölgandi með vaxandi ræktun og auknum hey- feng. Meðalfall dilka í þessari sérgreinar fyrir uppeldi afbrigði- sláturtíð var 13,85 kg., og er það legra bama. Svo nokkur dæmi rúmlega 1 kg. meira en var í séu nefnd í því sambandi, má fyrra. Má eflaust þakka það því nefna, að félagið styrkti ungfrú STARFSEMI FELAGANNA Hlutverk barnaverndarfélag- anna er að hrinda í framkvæmd, hvert á sínum stað, aðkallandi verkefnum, er varða velferð barn anna. Má í því sambandi nefna, að Bamavemdarfélag Akureyr- ar, réðst síðastliðinn vetur, í að stofna leikskóla, er var mjög vel sóttur og mun reka í vetur dag- heimili. Á ísafirði og á Akranesi reka barnaverndarfélögin leik- velli og dagheimili og fleiri staði mætti nefna. STARFINU ÖBRU VÍSI HÁTTAÐ í REYKJAVÍK Starfi Barnaverndarfélags Reykjavíkur, er öðru vísi háttað, sagði dr. Matthías. Hefur það farið inn á þá þraut, að styrkja starfsemi eins félagsskapar og nú undanfarið hefur það styrkt Skálatún, sem er hæli fyrir van- gefin börn, og er rekið af Heim- ilissjóði templara. Hefur Barna- verndarfélagið gefið til heimilis- ins rúm og sængurföt og einnig húsbúnað í dagstofu barnanna. STYRKJA FÓLK TIL NÁMS Þá hefur félagið kappkostað að styrkja til náms, ungt fólk, þó með reynslu í starfi, til að læra hve æmar voru vel fram gengnar I vor og hagstæðu tíðarfari í vor og sumar. Alls stóð slátrun í 20 daga og unnu oftast við hana 50—60 manns, þar af talsvert margir unglingar. Alls munu verkalaun nema á 4. hundrað þúsund kr. G. Br. Guðrúnu Hermannsdóttur, sem nú er tekin við forstöðu barna- heimilisins á Silungapolli til sér- náms, einnig Björn Gestsson, for- Kópavogi, sérmenntaður í Sviss og Danmörku, Magnús Magnús- son, kennara, er kynnti sér kennsluaðferðir fyrir tornæm ráðinn hefur verið af Reykjavík- urbæ, talkennari málhaltra barna og nú síðast Guðrúnu Jónsdóttur, er dvelzt í Gautaborg við lýð- hjálparnám. ORDBLINDA Þá kvað dr. Matthías, að eitt af aðaláhugamálum félagsins nú væri að finna einhvem, karl eða konu, sem vildi leggja fyrir sig sem sérnám að kynna sér kennslu aðferðir við orðblind börn. Kvað hann engan enn hafa lagt þessa grein fyrir sig hér á landi, svo Á dögunum var opnuff í Englandi bifreiðasýning ársins — í Earl’s Court. Eru þar til sýnis nýjustu gerffir bifreiða frá flestöllum bif- reiffaframleiffendum í heimi. Brezki forsætisráffherrann, Sir Ant- hony Eden, opnaffi sýninguna — og er efri myndin af honum þar sem hann situr í Austin Ilealey bifreiff. Neffri myndin er tekin af hluta sýningarsvæðisin bama væru nú í barnaskólum, er orðblinda háði og vantaði tilfinn- anlega kennara sem gæti leið- beint þessum börnum. ÚTVARPSÞÁTTUR í kvöld verður sérstakur þátt- ur útvarpsdagskrárinnar helgað- ur Barnaverndardeginum og flyt ur þá Kristinn Björnsson, sál- fræðingur, erindi. Barnavemdarfélagið hefur æv inlega átt við þröngan fjárhag að búa, en þó komið í framkvæmd all miklu, svo sem sjá má af framangreindu, þótt ekki sé mik- ið upptalið. Ættu Reykvíkingar að bregðast vel við í dag og kaupa merki og bók félagsins og leggja á þann hátt sinn skerf til þessa mannúðarmáls. AKRANESI, 25. okt.: Héðan fóru engir síldarbátar á sjó í dag, enda var veðurspá mjög óhag- stæð. En fimm trillubátar reru. Komu þeir að með ágætan afla hver, 799—1200 kg. af fallegum vitað væri, en fjöldi vel gefinna i fis O. V-Þjóffverjar hafa gert mikið af því aff undanförnu, r.u smíffa litlar einsnianusbifreiðir, ef bifreiffir skyldi kalla. Eru þetta eins konar „mótorhjól", yfirbyggff aff hálfu leyti, — og mjög hentug fyrir fólk aff fara frá og til vinnustaffar. Þessi „bifreiff" er smíffuff börn. Björn Guðmuodsson, sem | í Stuttgart. vegur 68 kg — og er yfirhyggiugin úr plasti. Fundur í íslend- ingafélaginu í Höfn Kaupmannahöfn, 18. okt. FUNDUR var haldinn í gær- kvöldi í íslendingafélaginu í Kaupmannahöfn. Var það aðal- fundur félagsins. Um það bil 50 landar sóttu fundinn. Fráfarandi formaður, Jörgen Högberg-Petersen, skýrði frá starfsemi félagsins á síðastliðnu félagsári. Þá voru lagðir fram endurskoðaðir reikningar félags- ins, og fóru fram nokkrar um- rræður um þá. Því næst var gengið til stjórn- arkosninga. Kjósa átti þrjá félaga í stjórn, en fyrir voru Ármann Kristjánsson, kaupmaður og Þor- finnur Kristjánsson, prentari. — Þau, sem gengu úr stjórn fé- lagsins að þessu sinni, voru J. Höberg-Petersen, Guðrún Eiríks- dóttir og Ágúst Einarsson. í þeirra stað voru kosnir Bjarni Einarsson, lektor í íslenzku við Hafnarháskóla og Aðalgeir Krist jánsson, cand. mag., en Guðrún Eiríksdóttir var endurkosin. Hin nýskipaða stjórn kemur sér svo saman um val formanns félags- ins. —Gus. „Hundrað ár í Vesturheimi6' sýnd áfram MIKIL aðsókn hefir verið að sýn- ingu kvikmyndarinnar „100 ár i Vesturheimi". Hún hefir þegar verið sýnd sex sinnum hér í bæn- um, og vegna hinnar miklu að- sóknar verður sýningum haldið áfram enn um skeið. Næsta sýning verður í Gamla Bíói í kvöld kl. 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.