Morgunblaðið - 05.03.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.03.1957, Blaðsíða 1
20 síður ísraelsmenn byrja&ir að flytja //ð sitt frá Gaza og Akabaflóa Jerúsalem, 4. marz. í DAG ræddust þeir við á Lyddaflugvelli, Dayan, yfirmaður fsraelshers og Burns yfirhers* höfðingi S. Þ. í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. — Ræddu þei# um, hvernig haga skyldi hrottflutningi ísraelshers frá Gaza og strandlengjunni meðfram Akabaflóa. Burns hershöfðingi lýsti því yfir á fundinum, að þeir hefðu náð samkomulagi um það, hvenær brottflutningur ísraelsherja skyldi hefjast. Golda Meir, utanríkisráðherra ísraels, stað- festi það á fundi Allsherjarþingsins í kvöld. ENGIN ÁHÆTXA Fréttir frá Jerúsalem herma, aS Ben Gurion, forsætisráðherra, hafi veitt hershöfðingja sínum heimild til að sitja fund þennan, eftir að stjórn hans hafði fengið „viðunandi tryggingar" Banda- ríkjastjórnar, en ekki er fullvíst í hverju þær eru fólgnar. Fréttamenn segja, að orðsend- ing Bandaríkjastjórnar hafi sann- fært Ben Guríon um, að það sé enginn áhætta fyrir ísraelsmenn að kalla herlið sitt frá Gaza og Akabaflóa. Reutersfréttir herma, að í orðsendingunni hafi því ver- ið lýst yf ir, að ekki sé rétt á þessu stigi málsins að setja hin um- deildu landssvæði undir egypzk yfirráð. Þegar boðin komu frá Israels- mönnum um, að þeir væru reiðu- Ræðast við WASHINGTON, 4. marz. — Til- kynnt hefur verið í Washington, að Eisenhower Bandaríkjaforseti fljúgi til Bermuda hinn 20. marz nk., þar sem hann mun ræða við Macmillan forsætisráðh. Breta. Ráðgert er, að viðræðurnar taki 3 daga. Eftir 5 vikur KAIRÓ, 4. marz. — Unnið er af kappi að því að hreinsa Súez- skurð. Segja þeir, sem að því vinna, að búast megi við því, að verkinu verði lokið eftir 5 vikur og geti þá aftur hafizt skipasigl- ingar um skurðinn. búnir að ræða við Burns, var hann á leið í bifreið sinni frá E1 Arish til Súez. Könnunarflugvél var þegar í stað send á eftir bif- reiðinni og önnur búin undir flug ferð til Lydda. Með því móti náði Burns fundinum þar á tilsettum tíma. ÁRÁSIR? Yfirleitt hafa fsraelsmenn tek- ið fregnunum um brottflutning hers þeirra frá Gaza og Akaba með þögn og þolinmæði. Þó hafa Affalágreiningsefnið er efna- hagsástundiff í landinu, enda hef- ur þaff nú leitt til þess, aff um 92 þús. manns eru aúvinnulaus. Annars segja fréttamenn, aff lít- ill munur sé á stefnu affalflokk- anna, flokks De Valera og Cost- ellos forsætisráffherra sem neín- ist Fine Gael. Af þeím sökmv sé almenningur heldur áhuga- laus um kosningar þessar. SKÆRUHERN AÐ UR Áhugi manna beinist aðal- stúdentar efnt til krögugangna á nokkrum stöðum. — Á morgun kemur ísraelsþing saman til fundar og er þá gert ráð fyrir, að Ben Gurion verði fyrir hörðum árásum vegna hinnar nýju stefnu. •• Fregnir í gærkvöldi hermdu að Israelsmenn væru þegar byrjaðir að flytja herlið sitt frá Gaza og Akabaströnd- inni. lega að frambjóðendum Lýð- veldisflokksins, sem berst fyr- ír sameiningu norðurhluta landsins, sem Bretar ráða yf- ir, og móðurlandsins. Segja fréttamenn, að af fylgi flokks ins megi væntanlega sjá, hvort skæruhernaður lýðveld ishersins í Norður-írlandi undanfarið nýtur samúðar al- mennings eða ekki. Áhugi munnu beinist uí Lýðveldisflokknum Lundúnum, 4. marz. STJÓRNMÁLAFRÉTTARITARAR segjast ekki geta sagt neitt um úrslitin í kosningunum til írska þingsins, sem fram eiga að fara á morgun. Aðalbaráttan stendur milli stjórnarflokkanna og flokks De Valera (sjá grein hér í blaðinu í dag um írsku kosningarnar). Kirkjuhöfðingi íra viil aðiid að brezka samveldinu og brotthvarf frá hlutleysi TVEIM dögum fyrir þingkosningurnar í írlandi hefur John D’Alton kardínáli og erkibiskup alls írlands, komiff fram meff nýjar tillögur sem miffa að sameiningu landsins. — D’Alton kardínáli leggur til aff írland hverfi frá núverandi einangrunarstefnu sinni og gangi í brezka samveldiff. Meff því telur biskupinn aff rutt yrffi úr vegi mikilll hindrun fyrir sameiningu. ÁHRIFAMIKILL MAÐUR Kardínálinn er án efa einn áhrifamesti maður írlands. Hann er kirkjuhöfðingi 90% þeirra sem játa kaþólska trú I írska lýðveld- inu og 40% íbúanna í Norður- írlandi. Biskupssetur hans er í Armagh í Norður-írlandi. Hann er nú kominn yfir sjötugt. Hefur hann ekki haft bein afskipti fyrr af írskum stjórnmálum, en orð hans um þessi mál munu verða þung á metunum og geta haft áhrif á úrslit kosninganna. FORDÆMI MEGINLANDS- ÞJÓÐA f sérstöku samtali, sem Douglas Hyde fréttamaffur Observer átti við kardínálann, sagði hann m. a.: — Ég er sannfærður um, að hægt er að finna lausn á sam- einingarmáli írlands, ef báðir aðil ar vilja gefa nokkuð eftir í anda góðvilja og sáttfýsi. Við höfum að undanförnu séð að evrópskar þjóðir, svo sem Þjóðverjar og Frakkar eru reiðubúnar að slá af gamalli þjóðernisstefnu til þess að geta starfað saman í friði og eindrægni. Hinn sami samstarfs- andi finnst mér að gæti leyst vandamálið hjá okkur og bætt úr hinu hörmulega ástandi sem nú ríki- LÝÐVELDI f BREZKA SAMVELDINU Kardínálinn hélt áfram: — Ef stjórn Norffur-írlands féllist á aff sameinast írska lýff- veldinu, þá tel ég aff írland ætti aff bindast brezka samveldinu, sem sjálfstætt lýffveldi á sama hátt og Indland. Það mundi tryggja Norffur-frlandi tengsl viff Bretland og veita því efnahags- legt öryggi. Skipasmíffaiðnaður Norffur-írlands myndi þá engan halla bera. HLUTLEYSI RANGT Þá lýsti kardínálinn sig mót- fallinn þeirri einangrunarstefnu, sem frar hafa fylgt fram til þessa. Hann sagði: — Þaff virffist augljóst, eins og nú er ástatt, þegar tilveru evrópskra þjóffa og menningu þeirra er ógnaff, aff ekkert ríki Vestur-Evrópu getur lifaff í al- gerri einangrun. Jafnvel land eins og Spánn hefur neyffzt til aff hverfa frá langri hlutleysis- stefnu. Ég myndi leggja til aff sameinað írland gerðist affili aff Atlantshafsbandalaginu. Dönsku börnin eru komin meff leikföngin sín út á götu. Hér sést lítill snáði spóka sig í sunnudagsveffrinu í bíl sinum. í baksýn er Hótel Evrópa sem stendur viff Löngulínu. EINN MILDASTI VETUR Á ÞESSARI ÖLD llanir þakka sínum sæla fyrir DÖNSK BLÖÐ skýra frá því, að veturinn, sem nú er um garð genginn í Danmörku, sé einn hinn mildasti sem komið hefir þar í landi á þessari öld. Þó að marz-mánuður sé rétt að byrja, hefir vorið hafið innreið sína í dönsku skógana. Meðalhiti vetrar- mánuðina var 2,9 gráður, en yfirleitt er hann ékki nema 0,4 gráður. Af þessu sést, hve mildur s .1. vetur var þar í landi. Veturinn 1924—1925 er hinn mildasti sem komið hefur í Dan- mörku á þessari öld. Þá var meðal hitinn vetrarmánuðina 3,7 gráður — og er það algjört met. Danir eru ákaflega þakklátir fyrir hinn milda vetur, því að illa hefði getað farið, ef hann hefði verið langur og kaldur. — Eldsneytisskorturinn vegna Súez- deilunnar hefði þá komið niður á þeim með hálfu meiri þunga. — Geta má þess að lokum, að þrír undanfarnir vetur voru mjög kald ir. í fyrra voru dönsku sundin t. d. ísi lögð langt fram á vor og Farmgjöld stórlækka ÞÝZKA blaffið Die Welt segir frá því, aff farmgjöld hafi stór Iækkað undanfariff. — Tekur blaðiff dæmi um þaff og segir, að hinn 23. febrúar hafi flutn- ingsgjald á einu kolatonni frá Bandaríkjunum til Rotterdam veriff 5G,40 mörk, en hinn 27. sama mánaðar hafi þaff veriff komiff niffur í 47 mörk. í apríl-mánuði þurftu húsbænd- urnir að byrja dagsverkið með því að kynda kolaofnana og reka hráslagann á dyr. Voru þá rúður í Kaupmannahöfn oft svo hélað- ar, að ekki sást út um þær með góðu móti. Hva5 er á seyði ? JAKARTA, 4. marz. — f dag fékk Sokarno Indónesíuforseti skýrslu frá herráðsforingja sín- um um ástandið á eyjunum í Austur-Indónesíu. Þar tók Su- mual hershöfðingi völdin i sínar hendur og segist með því munu hamla gegn því að ríkið liðist sundur. Hann hefur lýst því yfir, að hann sé reiðubúinn að koma til Jakarta að ræða við stjórnina þar um ástandið. — Sokarno sagði í dag, að hann mundi ráð- færa sig við þingið, áður en hann tæki kommúnista í stjórn sína, eins og ráðgert er. Forsetinn sagði ennfremur, að lýðræðið yrði haldið í heiðri, þótt kommúnistar tækju þátt í stjórn og utanríkis- stefna landsins yrði áfram sniðin eftir stefnu hlutlausra ríkja í Asíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.