Morgunblaðið - 16.04.1957, Page 2

Morgunblaðið - 16.04.1957, Page 2
J 2 Þriðjudagur 16. aprfl 1957 MO nmmr / «« X* «_/ l t fr ix I Z> # s einn hinna átján Eyvind Johnson HINN kunni sænski rithöfundur Eyvind Johnson, er nú orðinn einn „hinna átján“, þ. e. hann hefur verið valinn í sænsku akademíuna í stað Nils Ahnlunds, sem féll frá. Eyvind Johnson. er eitt mesta núlifandi sagnaskáld Svía, fjölbreytt, síungt, djarft. í fyrstu bókum hans kom fram sterk einstaklingshyggja hins unga manns sem vill fá að njóta sín, en er stöðugt sleginn til jarðar af þjóðfélaginu. Þessi verk snerust fyrst og fremst um höfundinn sjálfan. Síðan sneri Johnson sér að um- heiminum og lýsti honum af hlífðarlausri hreinskilni. Ekkert skyldi dregið undan. En veruleik- inn var rotinn; hugsjónamaður- inn hafði misst trúna á lífið. En þetta skeið í sköpunarferh John- sons var stutt. Með skáldsögunni um Olof, sem byggist á ævi höf- Áætlað var aS alls hafi kirkju- gestir verið um 800 við vígslu Neskirkju. Fremst á þessari mynd eru m. a, lengst s til vinstri Hermann Jónasson forsætisráðherra og frú, frú Vala Thoroddsen borgarstjóra frú, borgarstjórinn, frú Auður Auðuns bæjarstjórnarforseti og Gísli Sveinsson fyrrum sendili. (Myndir G. Rúnar). Um 800 manns sóttu Neskirkju á sunnu- daginn er biskup landsms vígði hana SUNNUDAGSMORGUN - INN var vígð hér í Reykja yík sjöunda kirkjan í bænum, hin veglega og nýtízkulega Neskirkja. Gífurlegur mann- fjöldi var við kirkjuna er at- höfnin hófst. Var hún þétt- skipuð gestum er biskup lands ins, dr. Ásmundur Guð- mundsson, gekk í kirkjuna í fylgd með prestum. Fór vígslu athöfn þessi fram með mjög hátíðlegum blæ. — Mikill mannf jöldi varð frá að hverfa. Aldursforseti vígsluhátíðar- innar mun hafa verið dr. Frið- rik Friðriksson. ★ Á sunnudagsmorguninn var ágætt veður hér í bænum. Vestur við Neskirkju voru fánar við hún, en framan við kirkjudyr tóku vígslugestir að skipa sér upp í raðir um klukkan 9 um Sóknarpresturinn lagði út af orðunum um konuna með alabakstursbuðkinin í fyrstu stólræðu sinni þar morguninn, eða tveim tímum áð- ur en vígsluguðsþjónustan hófst. Varð gífurlegur fjöldi fólks frá að hverfa, því kirkjan troðfyllt- ist af fólki. VÍGSLUHÁTHHN HEFST Laust fyrir klukkan 11 gengu um 20 hempuklæddir prestar til kirkjunnar, en biskup fór fyrir þeim og gengu næst á eftir hon- um vígsluprestar og voru þeir í rykkilíni. Bar biskup kaleik kirkjunnar, en við hlið hans gekk prestur Neskirkju, Jón Thorar- ensen og á eftir þeim dómprófast- ur Jón Auðuns og prófessor Björn Magnússon, er báru kerta- stjaka kirkjunnar; þá þeir Gunn- ar Árnason, prestur Bústaðasókn- — Jórdanía Framh. af bls. 1. nágrenni Ammans er sagt að 13 manns hafi fallið. NÝJA STJÓRNIN Lausafregnir hermdu, að Nab- ulsi, fráfarandi forsætisráðherra, hefði einnig verið handtekinn. — Kom það því mjög á óvart, þeg- ar opinberlega var tilkynnt í kvöld, að hann sæti í nýmynd- aðri samsteypustjórn. 1 nýju stjórninni á einnig sæti Said Mufti, skæðasti andstæðing- ur Nabulsis, en hollur konungi. Hann fer með hin þýðingar- mestu embætti, er landvarna- og innanríkisráðherra. Sjö rað- herrar sitja i stjóminni. VILL SÁTTALEIÐINA Þúsundir manna söfnuðust i kvöld saman fyrir framan konungshöllina í Amman. Tal- aði Hussein konungur til fólksins. Iiann kvaðst hafa valið að reyna að leysa deilu- málin eftir þingræðisleiðum. Hann taldi hlutverk sitt að reyna að sætta hin andstæðuj öfl í Jórdaniu, þvi að ef borg- arastyrjöld brytist út í land- inu, yrði það þurrkað úr tölu sjálfstæðra ríkja. Khalidy, hinn nýi forsætisráðh. Jórdaníu. ar, og Jakob Jónsson, prestur Hallgrímskirkju, en þeir báru sálmabók og handbók kirkjunnar. Silfurbikurum kirkjunnar veitti biskup móttöku ur hendi sóknarnefndarformanns, safnaðar fulltrúa og sóknarnefndarmanna. Alla þessa kirkjugripi helgaði hann síðan kirkjunni. BISKUP VÍGIR Stefán Jónsson, sóknarnefndar- formaður, kveikti nú altarisljós, en því næst var lesin bæn og kirkjukórinn undir stjórn Jóns ísleifssonar söng sálm. Tók nú biskupinn til máls og flutti vígslu ræðuna. Að henni lokinni var sunginn sálmurinn „Kirkja vors guðs er gamalt hús“. Vígsluprest- ar hófu þessu næst ritningarlest- ur. Að því loknu flutti Ásmundur biskup sjálf vígsluorðin, vígði og helgaði kirkjuna sem guðshús og lauk vígsluorðunum með að lesa Faðir vor og tóku kirkjugestir allir undir með biskupi. Var þetta hámark þessarar helgu athafn- ar. Söng kirkjukórinn siðan sálm, en að því búnu sté prestur Ncs- kirkju, séra Jón Thorarensen, í fyrsta skipti i prédikunarstól kirkju sinnar. FYRSTA STÓLRÆÐAN í ræðu sinni lagði hann út af guðspjalli dagsins, sem er í Markúsarguðspjalli 14. kapitula, um konuna sem kom með ala- bastursbuðkinn og hellti smyrsl- um yfir höfuð Jesús, svo að húsið fylltist af ilm þeirra. Komst séra Jón þannig að orði að lotningin fyrir helgidómi lífsins væri undir staðan að því að geta fram- kvæmt þau verk sem yrðu til blessunar. í þessari fyrstu stól- ræðu sinni færði hann þeim þakk ir er á einn eða annan hátt hefðu stuðlað að því að Neskirkja væri af grunni risin og vígt guðshús á þessum degi. Eftir ræðuna fóru Séra Jón Thorarensen í prédikunarstól. sóknarprestur og biskupinn fyrir altari og sungu vígslusöng, tón- bæn og blessun en að loknum blessunarorðum biskupins var sunginn útgöngusálmurinn. ★ Lauk þar með vígsluathöfn Nes kirkju, en til hennar teljast sókn- arbörn í hinni ört vaxandi og miklu byggð fyrir vestan Hring- braut. í Neskirkju verður næst mess- að á skírdag og föstudaginn langa, klukkan 2 síðdegis báða dagana. undarins, finnur Johnson jafn- vægi í list sína og lífssýn. — Draumur og veruleiki eiga báðir rétt á sér og bæta hvor annan upp. MEISTARAVERK Af síðari meistaraverkum John sons má nefna „Strándernas vall“ og „Drömmar om rosor och eld“, sem eru sögulegar skáldsögur. Sú fyrri fjallar um Odysseif, hin síð- ari um djöfulinn, og hafa þær báðar vakið mikla og verðskuld- aða athygli. ANDLEGUR LEIÐTOGI Eyvind Johnson er jafngamall öldinni og hefur látið sig dægur- mál hennar miklu skipta. Hann Eyvind Johnson. hefur pólitískan boðskap jafnt og listræna túlkun, og fáir hafa sam- einað þetta tvennt betur. Á síðari árum hefur hann verið einn af leiðtogum félagsins Frjáls menn- ing, en deild úr því var nýlega mynduð á fslandi eins og kunn- ugt er. Hefur hann brýnt menn mjög til baráttunnar gegn ein- ræði í öllum myndum, nazisina jafnt og kommúnisma. Hann er sjálfur verkamannssonur og hef- ur orðið að brjótast áfram við erfiðar aðstæður, en hann hefur engar tyllihugmyndir um eðli og starfshætti hinnar austrænu öfgastefnu, sem svo oft kennir sig við verkalýðinn. Þess vegna berst hann fyrir varðveizlu hinna andlegu verðmæta vestrænnar menningar. — Svarið Framh. af bls. 1. þeirra verði neytt til að gera andstætt eigin vilja. • Fullvissa Norðmenn Búlgan- in um það, að Noregur verði aldrei aðili að árásarbandalagi. Hins vegar myndu Norðmenn fagna því, ef hægt væri að kom- ast að sarnkomulagi um takmörk- un á vígbúnaði og eftirlit með kjarnorkuvopnum. NTB — Vísindi Framh. af bls. 1. ríkjunum. Hún ber þess vott, að kommúnistaflokkurinn sé að nýju að herða kverkatökin á rúss- neskum vísindum. En nú um skeið hefur stefnt í frjálsræðis- átt hjá rússneskum visindamönn- um og hafa margir þeirra valið vestræna starfshætti, enda álit vísindamanna, að pólitísk afskipti af fræðigreinum þeirra séu að- eins til ills.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.