Morgunblaðið - 16.04.1957, Page 12

Morgunblaðið - 16.04.1957, Page 12
12 MORGVNBLAÐIÐ í>riðjudagiir 16. apríl 1957 Sigrún Kjnrtansdóttir í DAG verður til moldar bor- in Sígrún Hildur Kjartansdóttir, ekkja sr. Gísla Jónss., sem var prestur til Meðallandsþinga og siðar að Mosfelli í Grímsnesi. Verður hún lögð til hinztu hvild ar við hiið manns síns í kirkju- garðinum að Mosfelli, en kveðjuathöfn fór fram í gær i Dómkirkj unni. Frú Sigrún andaðist að heim- ili sínu, Ránargötu 4 hér í bæ, 6. þ.m. hátt á 84. aldursári, fædd 6. júní 1873. Var hún yngsta bam síra Kjartans Jónssonar, prests að Eyvindarhólum, sem síðast bjó á Elliðavatni, og síð- ari konu hans, Ragnhiildar Gísladóttur frá Gröf í Skaftár- tungu. Síra Kjartan fæddist 1806 og átti því 150 ára afmæli síðasta árið, sem Sigrún dóttir hans iifði til enda. Þau Sigrún Kjartansdóttir og síra Gísli Jónsson voru geíin saman í hjónaband 25. april 1893, og voru þau systrabörn. Sr. Gísli var vígður til Meðallands- þmga 30. okt. árinu áður. Þjón- aði hann því prestakalli í 8 ár, en 7. maí 1900 var honum veitt Bifvélavirki Góður bílaviðgerðarmaður óskast. Húsnæði fyrir hendi. Tiiboð sendist Mbh, merkt: „Regiusamur — 5391“. AUSTIN VARAHLUTIR í miklu úrvali fyrir: Bremsur, Stýrisútbúnað, Undirvagn, Rafmagnskerfi, Vélar o. fl. ★ ★ ★ Plastkantur á hurðir Hvítt gúmmí á 15” hjól. Aurhlífar fyrir hjól Barnastólar með stýri og margt fleira til bifreiða. Cacðar Gíslason hf. bifreiðaverzlun. Mosfell í Grimsnesi, og fluttust þau hjón þangað sama ár. Efna- hagur þeirra mun jafnan hafa verið heldur erfiður enda bama hópur stór, en almennings vin- sældum áttu þau að fagna í báð- um þeim prestaköllum, sem síra Gísli þjónaði. Þau nutu einnig þeirra gæfu, að sambúð þeirra og heimilisbragur var svo gott, að á orði var haft. „Þar voru allir með einni sál," sögðu menn, sem kunnugir voru á heimili þeirra. Sigrún heitin kenndi stúlkum hannyrðir áður en hún giftist og einnig nokkuð eftir að hún var gift, enda var hún bæði smekkvís og hög á hendur. Síra Gísli var fjörmaður, gleðimaður og orðlagður söng- maður. Hann kenndi piltum und ir skóla, og sagði frú Sigrún mér, að þeir, sem nutu slíkrar kennslu hjá honum, mundu alls hafa verið 15. Einn þeirra, Gísli Sveinsson, fyrrv. sendiherra lýsir síra Gísla svo, að hann hafi ver- ið lipur kennari, og væri honum sérstaklega sýnt um latínu- kennslu, eins og títt var um presta fyrrum. Síra Gísli var tungumálamaður að upplagi. Hann talaði t.d. frönsku, sem sjaldgæft mun hafa verið um sveitapresta hér á landi. Sr. Gísli drukknaði í Þverá 10. júní 1918, 51 árs að aldri. Ekki þarf að fjölyrða um það, (hvílíkt áfall svo sviplegt lát hans hafi' verið ekkjunni og 'barnahópnum. En þrátt fyrir erfiðar ástæður tókst henni að afla öllum börnum sínum nokk Gullúr (kven-armbandsúr) merkt: „Lilla", tapaðist á Hofs- vallagötu síðastl. sunnudag. Finnandi geri vinsamlegast viðvart í síma 3229. Ope/ Caravan '55 sem ekið er aðeins 20 þús. km., sérstaklega vel með farinn, til sölu. BIFREIÐASALAN Njálsgötu 40, Sími 1963. Byggingameisfari (múrari) getur tekið að sér húsabyggingar í Rvík, Kópavogi og út á landi. — Ennfremur breytingar á eldri húsum, ásamt annarri vinnu. Tilboð merkt: „Ör- yggi — 5433“ sendist Mbl. fyrir fimmtudagskvöld. Tilkynning fró Verzlonarsparisjóðnnm Afgreiðsla vor verður lokuð laugardag" inn 20. apríl. Víxlar, sem falla í gjalddaga þriðjudag- inn 16. apríl, verða afsagðir miðvikudag' inn 17. apríl. V erzlunarsparisjóðurinn. urrar menntunar til munns eða handa. Frú Sigrún dvaldi tvö ár á Mosfelli eftir lát manns síns. Síðan var hún eitt ár á Eyrar- bakka, en fluttist til Reykjavik- ur með börnum sínum 1921 og bjó síðan lengst af með dætrum sínum, Ebbu, sem er símamær við Landssímann, og Ingibjörgu. sem er verzlunarmær. Það var mikið lán frú Sigrúnar að mega lifa elli sína í skjóli þeirra. Fórnfýsi þeirra fyrir móður sína þekktu þeir einir, sem heim ilinu voru nákunnugir. Þess er og skylt að geta, að börn henn- ar og tengdabörn voru öll sam- taka um að létta henni eliina svo sem frekast var auðið. Persónulega kynntist ég ekki frú Sigrúnu fyrr eil ég var flutt ur alfarinn hingað til lands frá Kaupmannahöfn, en heim flutt ist ég árið 1937. Við vorum skyld Björn Bjarnason verkstjóri í DAG er borinn til moldar í Reykjavík Björn Bjarnason verk stjóri frá Viðey. Björn fæddist að Eystri Tungu í Landbroti hinn 20. júní 1884 og hafði því þrjá um sjötugt þeg- ar hann lézt. Hann ólst upp í foreldrahúsum, en byrjaði snemma áð vinna fyrir sér. Atta ára gamall fór hann sem mat- vinningur að Svínafelli í Öræf- um og var þar í tvö ár. Tólf ára fór hann alfari úr föður- garði og réðst í vinnumennsku, fyrst að Feðgum í Meðallandi og síðan að Hnausum. Þá var siður bænda að senda vinnumenn sína í verið á vetrarvertíð og fimmtán ára var Björn sendur til Stokks- eyrar. Næstu tvær vertíðir var hann á skútum frá Reykjavík. Átján ára réð hann sig til klæð- skeranáms í Reykjavík, en eftir þriggja mánaða nám veiktist hann af lungnabólgu og var lengi að ná sér. Varð því ekki meira úr náminu. Björn hvarf aftur að sjómennsku, og næstu árin er hann við sjóróðra hér syðra á vetrum en á Austfjörðum á sumr- in. Síðar réðst hann verkstjóri til Þórarins Guðnasonar á Seyðis- firði og var á næstu árum við verkstjórn hjá honum á sumrin en við skósmíðar á vetrum. Það er eftirtektarvert, að þessum sjó manni frá Suðurlandi skuli hafa verið falin verkstjórn austur á Seyðisfirði svo ungum, og sýnir, að snemma hafa komið í ljós hæfi leikar Björns til verkstjórnar og mannaforráða. Árið 1912 fór hann til Noregs á vegum norsks fiskikaupmanns til þess að kenna Norðmönnum verk un svonefnds „labra“-fisks, en það var smár fiskur flattur og verkaður á sérstakan hátt til söltunar. Þekktist sú verkunar- aðferð ekki í Noregi og fleygðu Norðmenn öllum undirmálsfiski. f Noregi Var Björn í eitt ár. Næstu árin er hann við verk- stjórn ýmist austanlands eða sunnan, einnig í Vestmannaeyj- um og um slseið í Dritvík á Snæ- fellsnesi. Þegar Kárafélagið var stofn- Þýzk fjölskylda í heimsókn til íslands óskar eftir 2ja herb. ibúð til 2ja mánaða frá 1. maí n. k. Uppl. í síma 3833 milli kl. 19 og 20. Óska eftir góðum 6 manna BÍL lítið keyrðum, helzt model ’54. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „Stað- greiðsla — 5439“. Sigurgeir Sigurjónsson Hæstaréttarlögmaður. Aðalstræti 8. — Sími 1043. að árið 1919 gerðist Björn verk- stjóri hjá því, fyrst í Reykjavík og síðar í Viðey. í Viðey hafði Björn búfestu í rösk tuttugu ár og festi þar djúpar rætur. Meðan Kárafélagið hafði út- gerð sína í Viðey var þar blóm- legt athafnalíf. Þar reis upp lít- ið sjávarþorp rétt við bæjarvegg höfuðstaðarins og á fegursta stað í nágrenni hans, en þó án þess að verða fyrir nokkurri örtröð vegna þess nábýlis. Á þessum ár- um munu á annað hundrað manns hafa átt þar búsetu árið um kring, en seinni part vetrar og fram eftir sumri voru þar auk þess tugir aðkomumanna og kvenna við fiskverkun. Þetta litla sjávarþorp hafði þá sérstöðu, að þar unnu allir hjá einum og sama atvinnurekanda og voru eyjarskeggjar að því leyti sem ein fjölskylda. En marg háttuð störf voru unnin þarna, því að stöðin þurfti að vera sjálfri sér nóg um flesta hluti. Allir þræðir þessarar margþættu starfsemi komu saman í einni hendi: hendi Björns verkstjóra. Hann var vinnuforsjá alls þessa fólks, stjórnaði hverju því verki sem unnið var, alls staðar nálæg- ur og skjótráður og úrræðagóður þegar með þurfti. En þegar Kárafélagið varð gjaldþrota árið 1931 var fótunum í rauninni kippt undan afkomu- möguleikum fólksins og tilveru þessa litla sjávarþorps. Um tveggja ára skeið var þó rekin fiskverkun á stöðinni, annað ár- ið að mestu leyti fyrir atbeina Björns og undir hans stjórn. En fámennt sjávarpláss má sín lítils þegar járnhörð lögmál efnahags- lífsins eru annars vegar. Krepp- an var í algleymingi á þessum árum, og mun hún hafa farið harðari höndum um þetta litla pláss en flesta aðra staði landsins. Ein fjölskyldan af annarri flutti burt af stöðinni, unz svo var komið, að Björn var þar einn eftir með fjölskyldu sína. Björn hafði þá ekki annað til fram- færslu fjölskyldu sinnar en lítils- háttar búskap og smávægilega þóknun fyrir umsjón með mann- virkjum á stöðinni og benzín- flutningum frá Viðey til Reykja- víkur, en Hið íslenzka steinolíu- hlutafélag hafði þá benzíngeymi í Viðey. Það var því ekki auðsvonin, sem batt Björn við Viðey, heldur tryggð við stað- inn. En átthagatryggð verður ekki, frekar en bókvitið, látið í askana, og þar kom að lokum, að Birni var nauðugur einn kost- ur að yfirgefa eyna. Árið 1944 reif hann hús sitt í Viðey og reisti það að nýju við Langholts- veg í Reykjavík og þar bjó hann til æviloka. Þrátt fyrir örðuga æsku og um- hleypingasama ævi framan af, var Björn í rauninni mikill gæfu- maður. Gæfa hans var sú, að hann komst um síðir á rétta hillu í lífinu. Á fögrum stað, sem hann tók þegar í upphafi ástfóstri við, fékk hann tækifæri til að neyta krafta sinna og hæfileika við að öðrum og fjórða, og svo mik- il var frændrækni hennar, að hún hafði fylgzt með æviferli mínum ,síðan ég var barn. Hún sýndi mér ávallt síðan svo mikla vináttu, að því var líkast, sem með okkur væri náin frænd- semi. Minntist ég þá dæma um Hjartahlýju hennar, sem menn, er dvöldu ungir á heimili þeirra sr. Gísla, höfðu sagt mér. Ég kveð mína látnu frænd- konu með hjartanlegri þökk fyrir öll okkar kynni og votta fjölskyldu hennar hluttekningu í þeirri sorg, sem ástvinamissir veldur. En minning svo góðrar konu sem frú Sigrún var, er eitt þeirra verðmæta lífsins, sem hvorki mölur né ryð fá grand- að. Björn K. Þórólfsson. fjölþætt og frjósöm störf í nánu samlífi við náttúruna bæði til lands og sjávar. Þessi gæfutími í lífi Björns var kannski ekki ýkjalangur í árum talinn, en lífs- hamingja verður aldrei mæld ( árum, og þótt þeim tíma lyki áður en Birni tók að þverra starfsorka fyrir elli sakir, var það hann sem gaf lifi hans gildi, og hann lifði í rauninni áfram með honum sem ylur og birta í sálinni eftir að rás viðburð- anna hafði bundið endi á hann. í einkalífi sínu var Björn einnig gaatfumaður. Skömmu eftir að hann kom frá Noregi, tæplega þrítugur, kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni, Þorbjörgu Ás- grímsdóttur, hinni ágætustu konu, og eignaðist með henni sex mannvænleg börn, fimm syni og eina dóttur, elzta barna. Eru þau öll gift og búsett hér í Reykja- vík nema yngsti sonurinn, sem enn er heima. Líkamlega var Björn vel á sig kominn, vel meðalmaður á hæð, beinvaxinn, allra manna hvik- astur í spori og gekk aldrei lesta- gang. Síðasta árið sem Björn lifði, var heilsan tekin að bila, þótt lundin væri enn ör og ung. Ekki lá hann þó langar sjúkdómsleg- ur og úti við var hann enn sem fyrr hvikur á fæti. Að morgni hins 8. þessa mánaðar fór Björn að heiman frá sér hress og glað- ur í björtu og fögru veðri. Á girtri lóð niður við höfn stend- ur trillubátur, sem hann og synir hans eiga. Hann hafði verið dreginn þangað í naust í fyrra- haust. Á þessum báti hafði Björn farið til fiskjar með sonum sín- um í fyrrasumar. Oftast var far- ið inn í sund og stundum stigið á land í Viðey. Þessar sjóferðir voru unaðsstundir fyrir Björn. Þennan morgun var vor í lofti og þeir bræður eru byrjaðir að dytta að bátnum fyrir sumarið. Þangað Ieggur nú Björn leið sína. Um þá ferð er enginn til frásagnar, en þegar komið er að bátnum laust fyrir hádegið hefur Björn lagst fyrir í honum til hinztu hvíldar. Það var bjart yfir Viðey og sundunum þennan morgun, og í grónum húsatóftum á austurenda eyjarinnar er farið að grænka 1 rót. G. Ó.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.