Morgunblaðið - 17.04.1957, Síða 2

Morgunblaðið - 17.04.1957, Síða 2
MORCVNBLAÐIÐ Míðvikuðagtir 17- apríl 195> IF ' 1 „ - SiJG /SíAXáS ::***. I gær lagði fyrsti skipulagði ferðamannahópurinn héðan í ár af stað til útlanda með millilandaflugvél Flugfélags íslands, Gull- faxa og var ferðinni heitið til Parísar. — Þátttakendur í þessari ferð eru aðallega starfsfólk bankanna og nokkura annarra fyrir- tækja í Reykjavík. Dvalið verður í París í vikutíma. — Guðni Þórðarson hlaðamaður skipulagði þessa hópferð og er fararstjóri. — Meðfylgjandi mynd er ,tekin við brottförina af Reykjavíkur- flugvelli í gærmorgun. (Ljósm. Sv. Sæm.) Landhelgisvélin að æfingaflugi i gær FÓLK TÓK EFTIR því í gær að óvenjumikið var um flug hér yfir bænum. Voru stöðugar drunur yfir höfðum manna eink- um um miðjan síðarihluta dagsins. ÆFINGAFLUG Blaðið snéri sér út af þessu til flugumferðastjórnarinnar og spurði hvort svo óvenjumikið hefði verið flogið í gær. Upp- lýstist þá að flugvél landhelgis- gæzlunnar hafði verið að æfinga- flugi. Stóð æfingaflugið yfir í um það bil tvær klst. frá kl. 3—5 síðd. LENDIR SJALDAN A SJÓ Svo sem kunnugt er hefir flug- vél landhelgisgæzlunnar engar á- ætlunarferðir en hefir samband við flugvelli víðs vegar um land- ið. Lendingar hennar á sjó eru hins vegar sjaldgæfar og þess vegna hafa flugmennirnir æf- ingu í sjólendingum annað slag- ið. Dagurinn í gær var valinn til þessa flugs, þar sem nú er all- ur ís farinn af flughöfninni á Skerjafirði. Vegna sunnan- og suðvestanáttarinnar í gær varð vélin að fljúga yfir hluta bæj- arins í hvert skipti, sem hún lenti. Þetta var ástæðan til hinna miklu flugdruna yfir bænum í gser. Hollbjörg vinsæl í Finnlnndi HALLBJÖRG Bjarnadóttir revyu söngkona hélt upp á fertugsaf- mæli sitt nýlega. Var hún þá stödd í Helsingfors og hafði þar söng- skemmtanir. Finnsk blöð skýra frá því að sýningar hennar séu feiki- lega vel sóttar. Hún hélt t. d. 5 skemmtanir í Turku, 3 í Tampers 2 í Vasa og eina skemmtun bæði í Lahti og Koula. 1 höfuðborginni, Helsingfors hafði hún fimm skemmtanir. Hef- ur verið uppselt á nær allar sýn- ingar hennar og Hallbjörg verið hyllt ákaft af áhorfendum. Finnska dagblaðið Hufvudstads bladet ræðir í stuttri grein um þessar söngskemmtanir Hallbjarg- ar. Þar segir, að Hallbjörg sé gædd mikilli kímnigáfu og eftir- hermulist hennar sé einstök í sinni röð. Hún líki nákvæmlega eftir t.d. Betty Davis, Marilyn Monroe, Chevalier, Snoddas, Ric- hard Tauber, Mario Lanza, Gigli og Jussi Björling. Jarðarbúum f jölgar um 1,7 % á ári ÁRIÐ 1955 var íbúatala jarðar- innar 2.691 millj., eða 172 millj. fleiri en 1951. Svarar þetta til 1,7% aukningar íbúatölunnar ár- lega. Aukingin er að sjálfsögðu mis- jöfn í hinum ýmsu löndum heims. Minnst reyndist fjölgunin í Evrópu, eða tæplega 1% og mest á Kyrrahafssvæðinu, þar sem fólksfjölgunin hefir numið 3,6% hin síðari árin. Fjölgun íbúanna á Kyrrahafs- svæðinu stafar ekki af auknum barnsfæðingum einum, heldur mest vegna innflytjendastraums- ins til Ástralíu og Nýja Sjálands. » i i Halibjörg stællr 25 raddir i Finnlandi Guðmundur frá Miðdal sýnir Á SKÍRDAG kl. 2 opnar Guð- mundur frá Miðdal listsýningu í Keflavík. Verður sýningin til húsa £ húsi Kvenfélags Keflavíkur, Tjamarlaundi. Á sýningunni verða um 60 myndir, olíu- og vatns- litamyndir og allmargar högg- myndir. Málverkin eru bæði landslags- og þjóðlífsmyndir, frá Islandi, Grænlandi, Lapplandi og Tyrol. Sýningin verður opin þar til 2. í páskum. Vegir í Árnessýslu hnfa ekki verið eins slæmir í mörg úr Hafa stórspillzt af aurbleyfu undanfarna daga Selfossi, 16. aprfl: MEIRI ófærð er nú á vegum hér í Árnessýslu en verið hefur um margra ára skeið. Nú eru það ekki snjóalögin, sem spilla vegum, heldur er það feikileg aurbleyta sem veldur. M J ÓLKURBÍL ARNIR FASTIR I AUR Undanfarið hafa vegirnir, eftir Stjórn Djuanda gagnrýnd M' Jakarta í Indónesíu. fAJUMI-FLOKKURINN, sem er flokkur Mú- hameðstrúarmanna og næst stærsti þingflokkur Indónesíu hefur ráðizt harðlega á hina nýju utanþingsstjórn landsins, fyrir það að þessi stjóm eigi að vera eins konar Tróju- hestur fyrir kommúnista og hleypa þeim til aukinna valda. Mohammed Natzir foringi Majumi-fiokksins sagði um leið og hann lýsti óánægju sinni með hina nýju stjórn: — Hún hefur enga möguleika til að hindra þá sundrung, sem upp er komin í ríkinu, þegar uppreisnir hafa brotizt út í öllum landshlutum. Enginn treystir þessari stjóra til neins. Forsætisráðherrann nefnist eins og margir Indónesíumenn, aðeins einu nafni, — Djuanda. Hann er 44 ára og er óflokks- bundinn. Hann er verkfræð- ingur að mennt og hefur notið Skemmtilegur fyrir- lestur um Rembrandt HOLLENZKI prófessorinn Bou- man frá Leyden hélt í gærkvöldi skemmtilegan fyrirlestur um hol- lenzka málarann Rembrandt. — Var töluverð aðsókn að fyrirlestr inum. Voru sýndar allmargar skuggamýndir af verkum hins mikla hollenzka meistara og hefðu áheyrendur getað fcaft af því hina mestu ánægju, ef ekki hefði verið sama sagan eins og svo oft áður I fyrstu kennslu- stofu Háskólans, að öll fram- kvæmdaatriði í sambandi við skuggamyndasýninguna voru til hneisu fyrir þessa stofnun. Vekur það furðu, að þetta skuli vera látið viðgangast svo að ár eftir ár skuli ekki leitað aðstoðar manna með nægilega tæknikunn- áttu og þjálfun til að bæta úr hinni gölluðu skuggamyndasýn- ingu. Ár eftir ár er það einnig látið danka í þessari sömu fyrirlestra- stofu, að svo mikið brakar í gólf- fjölum í stól fyrirlesarans, að hann má helzt ekki hreyfa sig ef áheyrendur eiga að heyra orð hans. Eru það margir hinir beztu erlendir gestir, sem Háskólinn býður upp á að flytja fyrirlestra þarna. DALVÍK, 16. apríl. — Blíðutíð hefur verið hér það sem af er! þessum mánuði og gæftir góðar, enda róið næstum dag hvern. Afli hefir verið misjafn, en flesta daga þó sæmilegur og stundum allt upp í 12 skippund í róðri, sem teljast má ágætt á þessum tíma árs. Enginn beituskortur hefir hamlað róðrum, því loðna hefir veiðzt hér á víkinni. — Sl. föstudag lagði Snæfellið hér upp um 50 tonn af togfiski. Fiskurinn er yfirleitt vænn og fer bæði til söltunar og frystingar og við það skapast aUmikil vinna. HAFNARFIRÐI: — Heldur er að glæðast aflinn hjá reknetjabát- unum. Undanfarið hafa þeir ver ið með þetta 30,40 og upp í 60 tonn eftir fjórar til fimm lagnir. Hafnfirðingur kom t.d. hingað í gær með um 60 tonn eftir fimm lagnir, sem er ágætis aflabrögð. — Tveir togarar komu hingað í gær, Júní og Surprise, en þeir höfðu aflað fremur vel. Sá fyrr- nefndi var með um 100 tonn af saltfiski og um 30 af nýjum, — og hinn með á þriðja hundroð tonn af nýjum. — G.E. mikils álits sem framkvæmda- maður. Sést þaff bezt af því, aff af 16 ríkisstjórnum sem setiff hafa síffan Indónesía varff sjálfstæff hefur hann setiff í 11. Hann var f jármálaráðherra í síðustu rikisstjóra Alis Sastromidjojo. Hann er lág- vaxinn maður og klæffist ætíð evrópskum fötum. Hann á aff- eins eina eiginkonu, þótt lög Indónesíu heimili mönnum aff eiga þær f jórar talsins. Foringi í liði SÞ kom upp um eifurlyfjasmyglara LIÐSMÖNNUM úr liði Samein- uðu þjóðanna í Egyptalandi hef- ir tekizt að koma upp um eitur- lyfjasmyglara í Sinai eyðimörk- inni. Voru gerðir upptækir 12 pakkar af ópíum, sem hver vó 1 kíló, en það magn er tug- þúsund króna virði á hinum svarta markaði eiturlyfjaverzl- unarinnar. Það komst upp um eiturlyfja- smyglarana á þann hátt, að hirð- ingi einn gaf sig á tal við liðs- foringja úr her Kanadamanna og bauðst til að selja honum hashis. Hann fór einnig fram á, að liðs- foringinn hjálpaði sér til að flytja eiturlyf í bílum liðs Sameinuðu þjóðanna og myndi það verða vel borgað. Liðsforinginn sá, að hér var tækifæri til þess að koma upp um hættulega glæpamenn. Hann þóttist því í fyrstu vilja hjálpa smyglurunum og bæði kaupa af þeim vöru þeirra og hjálpa þeim við að flytja hana. En um leið setti hann sig í samband við egypzku lögregluna. Voru allir smyglararnir handteknir. Sló í brýnu og var skifzt á skotum í þeim átökum. að klaka tók að leysa í jörðu, farið mjög versnandi og er víð- ast slæm færð. Veldur þetta mikl- um töfum á hvers konar flutn- ingum til dæmis á mjólk frá bændabýlunum. Festast mjólkur bílar iðulega í verstu hvörfun- AKA UTAN VEGAR f dag komust mjólkurbílar ekkl austur að Laugarvatni og ófært er einnig á Villingaholtsvegi, svo bílar fóru þangað ekki í dag. Víða á Gnúpverjahreppsvegi, hafa mjólkurbílarnir neyðzt til þess að fara út af veginum og aka utan- við hann. Bílar vegamálastjórnar hafa ver ið á ferðinni með grjót og ofaní- burð, en það hefur aðeins sokkið á kaf í fenið og sér tæpast örla á ofaníburðinum að lítilli stundu liðinni. Starfsmaður sá er hefur með hendi yfirumsjón með ferðaskrif- stofu kaupfélagsins hér, og ver- ið hefur í því starfi um 11 ára skeið, sagði mér í kvöld, að hann minntist þess ekki á þessum árum að vegirnir hér eystra hefðu ver- ið eins slæmir og undanfarna daga. — G.G. Slarfsafmæli í Kaupmannahöfn f DAG á 50 ára starfsafmæli úti í Kaupmannahöfn hinn velþekkti afgreiðslumaður, Bruun, hjá skipaverzlun Oscar Rolf þar x borg. Það er óþarfi að lýsa Bruun fyrir íslenzkum farmönnum, því að hann munu þeir því nær allir þekkja, jafnt skipstjórar, stýri- menn, vélstjórar, brytar sem há- setar, því að nær öll íslenzk verzl unarskip hafa um fjölda ára tek- ið nauðsynjar sínar hjá fyrirtæki hans og hafa allir jafnt notið hinnar dæmafáu greiðvikni og lipurðar Bruuns. Þeir munu þvx áreiðanlega verða margir sem hugsa hlýtt til Bruuns í dag á þessum merkisdegi hans. — P.S. Tveir nýir flugstjórar TVEIR flugmenn hafa nýlega fengið réttindi til þess að stjórna Skymasterflugvélum Loftleiða, en þá hafa 11 íslendingar lokið prófum, sem veita flugstjórarétt- indi á millilandaflugvélum fé- lagsins. Nýju flugstjórarnir eru þeir Hallgrímur Jónsson og Magnús Norðdahl. Þeir hafa m. a. báðir starfað hjá erlendum flugfélög. um. Nýju flugstjórarnir hafa báðir flogið mörgum tegundum flug- véla og þekkja af eigin reynd hinar ólíkustu aðstæður marg- breytilegs loftlags og báðir eiga þeir nú að baka sér rúmlega eina milljón mílna á leiðum loítsins. Magnús Norðdalxl Hallgrimixr Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.