Morgunblaðið - 17.04.1957, Síða 4

Morgunblaðið - 17.04.1957, Síða 4
4 M6 R'GUNBL'ADIÐ Miðviltudagur 17- apríl 1957 I dag er 107. dagur ársins. Miðvikudagur 17. apríl. ÁrdegisflæSi kl. 8,07. SíSdegisflæði kl. 20,31. SlysavarSstofa Keykjavíkur í Heilsuverndarstöðinni er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L. R. (fyrir vitjanir) er á ama stað frá kl. 18—8. Sími 5030. Næturvöri'ur er í Reykjavíkur- apóteki, sími 1760. — Ennfremur eru Holts-apótek, Apótek Austur- bæjar og Vesturbæjar-apótek op- in daglega til kl. 8, nema á laug- ardögum til-kl. 4. Þrjú síðasttal- v in apótek eru öll opin á sunnudög- um milli kl. 1 og 4. Carðs-apótek, Hólmgarði 34, er opið daglega kl. 9—20 nema á laugardögum 9—16 og á sunnudög um 13—16. Sími 82006. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9, er opið daglega kl. 9—19 nema á laugard. kl. 9—16 og á sunnu- dögum 13—16. Sími 4759. Hafnarfjarðar-apótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laug- ardaga kl. 9—16 og 19—21. Helga daga kl. 13—16 og 19—21. Keflavíkur-apótek er opið alla virka daga frá kl. 9—19, laugar- daga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13—16. Hafnarfjörður: — Næturlæknir :r Sigursteinn Guðmundsson. Akureyri: —- Næturvörður er í jc Stjörnu-apóteki, sími 1718. Nætur læknir er Stefán Guðnason. I.O.O.F. 7 == 1384178(4 = Umr. RMR — Föstud. 19.4.20. — VS — Atkv. — Fr. — Hvb. EESMessur A MORGUN: Hallgrímskirkja: Messa á skír- dag kl. 11 f.h. Altarisganga. Séra Jakob Jónsson. PiDagbók ISl Brúökaup S.l. laugardag voru gefin sam- an í hjónaband ungfrú Lilja Guð- jónsdóttir og Ríkharður Björns- son. Heimili þeirra er að Baldurs- götu 31, Reykjavík. S.l. sunnudag voru gefin sam- an í hjónaband ungfrú Hanna S. Hofsdal, tannsmiður og Magnús L. Sveinsson, deildarfulltrú,. Heim ili brúðhjónanna verður að Tryggvagötu l, Selfossi. — Séra Arngrímur Jónsson gaf brúðhjón in saman. |Hjönaefni Nýlega hafa opinbert.ö trúiofun sína ungfrú Guðbjörg H. Hjörleifs dóttir, Efri-Þverá, Fljótshlíð og Högpii Jónsson, verzlunarmaður. Afmæli Sextugur er i dag Betúel Betúels son, fyrrum bóndi í Görðum í Að- alvík. Nú til heimilis að Lokastíg 28A. — Skipin Eiinskipafélag íslands h.f.: - Brúarfoss er i Reykjavík. Detti- foss var væntanlegur til Reykja- víkur í gærkveldi. frá Kaupmanna I höfn. Fjallfoss fer væntanlega frá London í dag til Hamborgar. — Goðafoss er í New York. Gullfoss fer frá Reykjavík í dag til Ham- borgar og Kaupmannahafnar. — Lagarfoss kom til Warnemiinde 15. þ.m. Fer þaðan til Hamborgar. — Reykjafoss er í Álaborg, fer það- ari til Kaupmannahafnar. Trölla- foss fór frá Reykjavlk 8. þ.m. til New York. Tungufoss fór vænt- anlega frá Ghent í gærdag til Ant werpen, Rotterdam, Hull og Rvík- ur. — Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer frá Reykjavík kl. 18 í dag, vestur um land til Akureyrar. Herðubreið er á Austfjörðum á suðurleið. — Skjaldbreið er á leið frá Húna- flóahöfnum til Reykjavíkur. Þyr- ill er á Akureyri.. Straumey er á Húnaflóa. PSlFlugvélar Flugíélag tslai-ds h.f.: Milli- landaflug: Gullfaxi fer til Glas- gow, Osló, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 09,00 í dag. Flug- vélin er væntanleg aftur til Rvík- ur kl. 19,00 á morgun. — Innan- landsflug: 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, ísafjarðar og Vestmannaeyja. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyr- ar (2 ferðir), Bíldudals, Egils- staða, ísafjarðar, Patreksfjarðar og Vestmannaeyja. — Aukaferðir: NÝLEGA úthlutaði banda- riska kvikinynda-akademkui verðlaunum fyrir beztu kvik- myndir og beztan reik ársins 1956. — Oscars-verðlaun fyrir bezta karlahlutverk hiaut hinn sköllótti Júlíus Brynner í kvlkmyndinni „Kon ungurinn og ég“. Hér sést eitt FERDIIMAIMD atriði kvikmyndarinnar. Er Júlíus skalli þar ásamt með Debóru Kerr. Júlíus hefur nú 3 ár sam- fleytt leikið í samnefndu leik- riti á Broadway og ætlar að- sókn að því aldrei að linna. Margir voru þelr sem horfðu fyrst i leikritið og gengu að því loknu þvert yfir Broad- way i bíóið íil að sjá kvik- myndina. Þykir Július hinn frábærasti lelkari. Er hann af mongólskum ættum. Hann lék einnig í kvlkmynd inni Anastasia móti Ingrid Bergman og fékk hún Oscars- verðlaun kvenna fyrir þann leik sinn. Vegna ferðamannastraums út á land um páskana, er búizt við aukaflugferðum til Akureyrar, Isafjarðar, Vestmannaeyja o. fl. staða yfir helgidagana. Á alla þessa staði verður flogið sam- kvæmt áætlui., en aukaferðum bætt við, ef með þarf, og ástæður leyfa. Er sennilegt að aukaferð verði til ísafjarðar á skírdag. Til Akureyrar má búast við mörgum aukaferðum. Á föstudaginn langa, og páskadag fellur allt innanlands flug niður. Loftleiðir h.f.: Edda er vænt- anleg kl. 07,00—08,00 árdegis í dag frá New York. Flugvéiin held ur áfram kl. 09,00 áleiðis til Berg- en, Stafangurs, Kaupmannahafn- ar og Hamborgar. — Saga er vænt anleg í kvöld kl. 19,00—20,00 frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Osló. Flugvélin heldur áfram, eft ir skamma viðdvöl, áleiðis til New York. — Hekla er væntanleg ann að kvöld frá Hamborg, Kaup- mannahöfn og Gautaborg, áleiðis tii New York. Ymislegt „Hvað höfðingjamir hafast að, hinir ætla sér leyfist það“. Opin- berir aðilar ættu ekki að halda víndrykkjuveizlur. — Umdæmisstúkan. Hestamannafélagið Hörður í Kjósarsýslu heldur árshátíð sína að Hlégarði í kvöld kl. 9. Ymis- legt til skemmtunar. Ferð að Hlé- garði verður frá B.S.Í. kl. 9 í kvöld. — Frelsisherinn: Yfir páskana verður staddur í Reykjavík, á veg- um Frelsishersins, þekktur Frels- ishers-ofursti, Astrup Sannes. Er hann bæði mikill ræðumaður og einsöngvari. Sannes kemur hing- að frá Danmörku, þar sem hann hefur ferðazt um og haldið sam- komur á vegum Frelsishersins þar, og þar áður var hann í Finn- landi í sömu erindagjörðum. — Sannes er norskur að ætt og upp- runa. — Alla hátíðisdagana munu verða haldnar tvær samkomur á dag hjá Frelsishernum og á öll- um samkomunum mun Sannes ofursti tala og syngja. — Einnig verða haldnar samkomur á torg- inu þegar veður leyfir. Allir eru hjartanlega velkomnir á samkom- urnar. Kirkjukvöld. Kirkjunefnd Bú- staðasóknar gengst fyrir kirkju- kvöldi í Háagerðisskóla á skírdag næstkomandi, kl. 5 síðdegis. Sókn- arpresturinn séra Gunnar Árna- son flytur ávarp. Kirkjukórinn m -n flytja nokkra kafla úr „Sta- bat mater“ eftir G. Pergolese, gamalt sálmalag úr Hólabók frá 1619, „Ave Maria“ eftir Jakob Arcadelt o. fl. Guðmundur Guð- jónsson einsöngvari, syngur nokk- ur lög. Húsameistari ríkisins, Hörður Bjamason, mun flytja er- indi um kirkjur og kirkjubygging ar. Aðgangur er ókeypis. Oril lifsins: Pétur segir við hann: Aldrei til eilífðar skalt þú Varuð — IMýmalað þvo fætur mína. Jesús svaraði honum: Ef ég ekki þvæ þér erum við skildir að skiptum. (Jóh. 13 8). Tímarilið Úrval. — Annað hefti þessa árs er komið út og flytur, að vanda, margar greinar um ýmis efni, m.a.: Brúin til lífsins, Dr. Jekyll og mr. Hyde, Móður- hlutverkið er zonunni ekki með- fætt, Gelgjubólur og lækning þeirra, Rithöfundar í Austur- Erópu í uppreisn, Brúin á slétt- unni, saga eftir ungan pólskan höfund, Marek Hlasko, Sjúkdóm- urinn, sem eyðileggur hjónabönd. Auglýsingatæknin — og hættan af henni. Samtal við f jólu. Mann- anna böm eru merkileg. ís í dós- um. Hvers vegna dóu risaletidýr- in út? Við upphaf nýs lífs. Sjón dýranna, og bókin: Landnám ein- búans, eftir Leland Stowe. Læknar fjarverandi Bjarni Jónsson, óákveðinn tíma. Staðgengill: Stefán Björnsson. Ezra Pétursson óákveðinn tíma. Staðgengill: Jón Hjaltalín Gunn- laugsson. Friðrik Björnsson verður fjar- verandi til 18. apríl. Staðgengilli Viktor Gestsson. Garðar Guðjónsson fjarverandí frá 1. apríl, um óákveðinn tíma. — Staðgengill: Jón H. Gunnlaugsson Hjalti Þórarinsson fjarverandi óákveðinn tima. — Stáðgengilli Alma Þórarinsson. • Gengið • Gullverð ísL krónu: 100 gullkr. = 738,95 papplrskr. Sölugengi 1 Sterlingspund .. kr. 45.7II 1 Bandaríkjadollar . — 16.33 1 Kanadadollar .. — 16.90 100 danskar kr......— 236.50 100 norskar kr........— 228.50 100 sænskar kr. .... — 315.50 100 finnsk mörk .... — 7.09 1000 franskir frankar . — 46.63 100 belgiskir frankar . — 32.90 100 svissneskir fr. .. — 376.00 100 Gyllini .........._ 431.10 100 tékkneskar kr. .. — 226.67 100 vestur-þýzk mörk — 391.30 1000 Lírur ............ 26.01 KCT Söfn Listasafn Einars Jónssonar er opið sunnudaga og miðvikudaga, frá kl. 1,30—3,80. Náttúrgripasafnið: Opið 4 sunnudögum kl. 18,30—15, þriðju dögum og fimmtudögum kl. 14—» 15. Listasafn rikisins er til húsa 1 Þjóðminjasafninu. Þjóðminjasafu ið: Opið á sunuudögum kl. 18—16 og á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 13—16. Hvað kostar undir bréfin? Innanbæjar ... .1,50 Ut á land ....1,75 Flugpóstur. - — Evrópa. Danmörk .. .... 2,55 Noregur . . .... 2,55 Svíþjóð .... 2,55 Finnland .. .... 3,00 Þýzkaland .... 3,00 Bretland . . .... 2,45 Frakkland .... 3,00 írland .... .... 2,65 Ítalía . ... .... 3,25 Luxemburg .. 3,00 Malta .... Holland .. Pólland .. Portúgal .. .... 3,50 Rúmenía .. .... 3,25 Sviss .... .... 3,00 Tyrkland . . .... 3,50 Vatikan .... 3,25 Rússland .. 3,25 Belgi'a . ... Búlgaría .. .... 3,25 Júgóslavía .... 3,25 Tékkóslóvakía 3,00 Albanfa .... 3,25 Spánn .... Bandaríkin — Flugpóstur 1—5 gr. 2,45 5—10 gr. 3,15 10—15 gr. 3,85 15—20 gr. 4,55 Kanada — Flugpc 1—5 gr. 2,55 5—10 gi 3,35 10—Í5 gr. 4,15 15—20 gr. 4,95

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.