Morgunblaðið - 24.05.1957, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.05.1957, Qupperneq 6
6 MOFcrnvrtT Anif) Föstudagur 24. maí 1957 / fáum orðum sagf: | Nýtt form losar aldrei neinn frá eldri skáldskap segir Hannes Pétursson i alllöngu vibtali um nýja Ijóðagerð VIÐ sátum í herbergi Hannes- ar Péturssonar á Nýja Garði og röbbuðum um skáldskap. Ég fór að leggja fyrir hann ýmsar spurningar, misjafnlega gáfuleg- ar auðvitað — og hér birtast þær svo ásamt svörum hans: - / ★ / — Hvernig finnst þér umhorfs í íslenzkri lýrikk nú? Það er uppi fótur og fit þar eins og annars staðar. Mörg skáld af kynslóðinni á undan eru að leggja frá sér pennann, og yrk- isefni sem sum þeirra tóku á arma sína eru að hverfa úr ljóð- um, eins og t.d. yrkisefni tengd verkalýðsbaráttunni. Yfirleitt eru nú skáld hætt að tala fyrir munn annarra en sjálfs sín, ég á við stétta eða hópa manna, þau eru ekki málpípur skoðanna sem uppi eru á teningnum í stjórn- málum, þau eru hikandi í full- yrðingum, sýna aðeins hlutina, viðhorfin, í myndum og á lík- ingamáli. Skáld nú eru ber að baki því fasta mótun viðhorfanna skortir, eins og rómantíkin og raunsæisstefnan voru, svo eitt- hvað sé nefnt. í skugga vetnis- sprengjunnar eru öll sjónarmið hálfvelgjulegri en var meðan ör- yggiskenndin mótaði meira hugs- un manna, hik, bið, einkennir mik ið af ljóðum síðustu 4ra> heims- mynd manna er laus í reipunum, útþenslan í öllum sköpuðum hlut- um er svo gífurleg að enginn einn getur fylgzt með því sem gerist, breytist frá degi til dags. Þess vegna er nú sú tilhneiging rík meðal skálda að grafa sig inn í sjálfa sig, gefa síbreytileikanum ekki alltof mikinn gaum. Innra með sér búast margir við meiri reglu og í það minnsta takmörk- uðu rými sem fremur er von til að hægt sé að ná höndum utan um. En raunin er bara sú að þar er allt ennþá ruglingslegra, flókn ara, óskiljanlegra en í umhverf- inu, vegna þess að Freud gengdi þar fyrir skömmu eins konar Kóperníkusar-hlutverki. Eftir að Freud gekk frá var innri maður- inn ekki lengur skipulegur eins og franskur listigarður, heldur óendanlegt myrkviði. Ýmsir lista menn í útlöndum töldu það nú köllun sína að koma einhverju listrænu skipulagi á myrkviðið, t.d. surrealistar, en oft vildi brenna við að þær aðgerðir yrðu bara eins konar aftappanir glund roðans sem inni fyrir ríkti og ríkir með hverjum manni. En mikið landnám hefur þó átt sér stað á þessum plönum lífsins. Sér staklega ber að geta þess að lík- ingamál ljóðskálda hefur breytzt, skáld hafa reynt að knýja það til að bera boð frá þessum villtu undirdjúpum, frá hvatalífi mannsins. Oft getur verið ákaf- lega erfitt að þýða tákn t.d. erlendra nútímaskálda og svo er um sum íslenzk skáld líka. Auk þess er til að mynda engin trygg- ing fyrir því að sama táknið sé sömu merkingar hjá öllum þeim skáldum sem nota það, hvert skáld situr úti í horni heima hjá sér og býr til sitt eigið skáldamál, tákn o.þ.h. án þess að fastar skorð ur marki því bás. Kenningarnar fornu eru gott dæmi um skipulegt skáldamál, smíðaðar upp úr goðsögulegum efnum sem allir urðu að taka tillit til, kenning var rétt eða röng að gerð, nú eru orðatiltæki skáldanna í raun inni alltaf rétt, því ekki er hægt að bera þau undir neinn úrskurð nema skáldin sem smíða þau. Þeg ar Lorca talar um „grænan vind“ veit maður ekki til þess að hann styðji þessa sýn við annað en eigin kennd, maður getur ekki slegið upp í bók til að ganga úr skugga um hvaða vind „grænn vindur“ tákni: Steinn talar um „hálflukt auga eilífðarinnar", hvaða tegund af auga það er veit maður ekki nákvæmlega, aftur á móti getur maður flett upp í Snorra Eddu til að vita hvað „ögils landa eik“ merkir, hvers konar eik sé hér á ferðinni. Hjá nútímaskáldum er ein- mitt áberandi hin óbundna notk- un skáldamálsins til að ná fram ákveðinni kennd. Og þeir sem ævinlega leita ákveðinnar, óhagg anlegrar merkingar í kvæðum snúa oft frá með tvær hendur tómar því skáldamálið er ekki nógu algengt svo skilningurinn á kvæðinu fari ekki milli mála. Þó meira kveði að þessu í erlendum kveðskap setur hin frjálslega beit ing skáldamálsins sterkan svip á það sem hér er verið að yrkja um þessar mundir. Og ég hef tekið eftir því að það sem nýtt er af kvæðum kallar almenningur einu nafni atómkveðskap, raunar öll kvæði þar sem ekki úir og grúir af yfirlýsingum eins og „svanir kvaka“, lóan úti í móa“, „vorið hlær, — grundin grær“. Atómkveðskapur getur nú allt eins þýtt kveðskap sem er rím- aður og stuðlaður undir hefðbund inni hrynjandi, sé komist ein- hvern veginn þannig að orði að ekki er ljóst við fyrsta lestur hvert skáldið er að fara. Hugtak- ið atómkveðskapur er því orðið mjög óljóst. í fyrsta lagi getur það þýtt einhverja margtuggða vellu sem allir skilja, sé hún órímuð og án stuðlasetningar, undir frjálsri hyrnjandi; í öðru lagi tekur það yfir svokallaðan óskiljanlegan kveðskap, rimaðan eða órímaðan, undir frjálsri hrynjandi og í þriðja lagi táknar það ljóð sem ekki eru hefðbund- inn skáldskapur en undir hefð- bundnu formi og er þá aðeins fátt eitt talið af þeim möguleik- um sem til greina koma. Allt er kallaði atómkveðskapur sem er að einhverju leyti öðru vísi kvæðagerð en menn vöndust í uppvexti, alveg sama hvort um er að ræða lélegan eða góðan skáldskap. Sannleikurinn er hins vegar sá að uppi eru í landinu tveir hópar skálda sem stefna að sama marki eftir tveimur leið- um: að ljóð þeirra séu listræn túlkun á viðhorfum nútímafólks. Leiðir þessara hópa skiljast, að svo miklu leyti sem leiðir þeirra manna geta skilist sem keppa að sama marki, þegar kemur að ljóðforminu. Annar hópurinn tekur tillit til þeirrar hefðar í skáldskap sem ríkt hefur í land- inu, hinn ekki. Mikið hefur verið tönnlazt á því að hinir fyrrnefndu væru að miðla málum, sætta þess- ar tvær stefnur með því að nýta hefðbundið form á áður lítt þekktan hátt. En það er vitanlega alrangt, hér er ekki um neina málamiðlun að ræða, því sú hefði þróunin vitanlega orðið af sjálfu sér þótt frjáls hrynjandi, órím- uð, hefði aldrei komið til sög- unnar, hér er aðeins um að ræða beina framþróun íslenzkrar ljóð hefðar, eitthvað álíka og ljóðform Jónasar Hallgrímssonar er beint framhald af kveðskap Jóns á Bægisá og Bjarna Thorarensen. - / ★ / - Álítur þú, að það sé rétt hjá Steini Steinarr, að hið hefð- bundna ljóðform sé nú loksins dautt? Ég held að þessi staðfesting sé úr sögunni, og svo mikið er víst Hannes: „Kvennafar segja sumir, að sé hollt fyrir skáld“! að Steinn sjálfur hefur tekið orð sín aftur. I viðtali í listatímariti kemst hann einhvern veginn þannig að orði að tímabært sé fyrir skáld sem horfið hafa frá hefðbundnu formi að taka atriði eins og rím o. þ. h. til nýrrar yfirvegunnar. Sú spurning er nú miklu eðlilegri hvort skáld hér séu ekki allt að því búin að eyðileggja frjálsa formið. A. m. k. er komið á það slæmt orð — sem auðvelt er að skýra. Því var hampað hér á árunum sem einhvers konar lausnara, trygg- ingu fyrir góðum skáldskap, það varð einhvers konar gæðamerki á skáldskap í augum áhangenda þess, þeir réðust á hefðbundið form með hreppapólitískum ofsa, vandamál skáldskaparins voru aldrei rædd á fagurfræði- legum grundvelli, formin aldrei krufin til mergjar, eiginleikar sbrifar úr daglega lifinu EINN af mestu íþróttafrömuð- um þessa lands kom að máli við Velvakanda í gær og mælti svo: fslenzkt íþróttamál Eg hefi alltaf verið mikill mál- vöndunarmaður og lagt mig í líma við að reyna að halda ís- lenzkunni hreinni. Það er eðli- legt að í íþróttamáli hafi erl- endra tökuorða og slettna gætí að nokkru. Flestar íþróttir þær sem við nú stundum eru erlendar að uppruna. íslenzkir menn hafa lært þær erlendis eða erlendir menn kennt þær hérlendis. Sök- um þessa er eðlilegt að í upphafi hafi erlend orð verið notuð um iðkunina, einfaldlega vegna þess að hér var um fyrirbrigði að ræða sem íslenzkan átti engin orð yfir, hugtök sem voru okkur fram- andi. Þannig var knattspyrnumálið mjög enskuskotið framan af enda íþróttin komin frá Englandi. Tal- að var um forstoppara, stoppara, bakkara, á sæt og svo mætti lengi telja.Smám saman hefir notkun þessara erlendu málleysna verið hætt og er það vel. Ekki helir það þó gengið þrautalaust og langan tíma hefir það tekið. En í sambandi við þetta vil ég drepa á eitt atriði sem til mállýta horfir og ber á í öllum blöðum. Það er þessi skrif um pressuleik, pressu- lið, sem maður sér nú hvarvetna þegar maður flettir blöðunum. Ég kann ekki við það. Pressan Pressa getur á íslenzku þýtt svo margt, og ófært þykir mér það sem nafn á því sem það ekki merkir, blöðunum. Þetta orð er út lenzka, hrein og klár, sletta i'xr dönskxx eða ensku. Hví má ekki kalla það lið sem íþróttafrétta- ritarar dagblaðanna velja ein- faldlega blaðalið? Ég sé ekki hvað er því til hindrunar. Annað ætlaði ég líka að minn- ast á. Ég vildi taka undir orð þau Velvakandi góður sem þú skrif- aðir um heitið á norrænu sund- keppninni. Það er smekkleysa að kalla hana samnorræna, og spill- ing á merkingu góðs og gamals orðs. Við þurfum allir Islending- ar, hver sem vettlingi getur vald- ið að taka þátt í keppninni, og í sjálfu sér skiptir ekki máli hvaða nafn hún ber. En spyrja má, voru það þá kannski „samnorrænir” menn sem námu land á íslandi í önd- verðu? N Dollarar „á svörtum“ Ú eru menn í óða önn að skipu leggja sumarferðalögin. Marg ir hyggja á utanlandsferð og mað- ur getur varla gengið Austur- stræti á enda að ekki viki sér gamall kunningi að manni og spyrji í hálfum hljóðum um það hvort maður geti ekki út- vegað honum erlendan gjaldeyri „á svörtum". Og stundum stendur svo á að það er hægt og þá verð- ur hinn sami enn meiri vinur manns á eftir en áður. Þessi svartamarkaðsverzlun íslendinga með erlendan gjaldeyri er ákaf- lega útbreidd, og það er orðið svo að mætustu menn erlendir hika ekki við að skipta peningum sínum hjá kunningjum í stað þess að fara með þá í Landsbankann. Ég hefi vitað prófessora, og rit- höfunda gera þetta með góðri samvizku, og brjóta með því ís- lenzk lög þótt þeim hinum sömu dytti aldrei i hug að ganga yfir götu gegn rauðu Ijósi í sínu heimalandi. Þessi svarti markaður er leiðin- legt fyrirbrigði sem gefur íslend- ingum hottentottablæ i augum útlendinga. Enginn maður má stíga hér svo fæti á jörð að að hon um setjist ekki fjöldi manna sem í lágum hljóðum inna ferðamann inn eftir pundum, dölum eða mörkum. Maðurinn gæti reyndar haldið að hér væri sönn „nation of shopkeekpers" eins og Napó- leon sagði um aðra ágæta þjóð. Væri ekki ráð að koma hér á sér. stöku ferðamannagengi svo er- lendir ferðamenn fengju 70 krón- ur fyrir pundið sitt í Lands bankanum en þyrftu ekki að skipta við svartamarkaðsmenn ina? þeirra rannsakaðir. Hins vegar eyddu menn öllum ósköpunum af kalóríum og prentsvertu í að sanna að skáldskapurinn þyrfti endurnýjunnar við, eins og nokkur sem mark var á takandi hefði verið að bera á móti því, það atriði var raunar aldrei til umræðu þótt umræðurnar sner- ust allar um það. Og fyrr en varði lentu skáldin í striðí við þröngsýna borgara, lentu úti í barsmíði á hleypidómum, og nutu þess undir niðri að vera dálitlir píslarvottar og kenndu þröngsýni óvinarins um ef ekki blés byr- lega um bóksölu <5. þ. h. Þannig vannst enginn tími til umræðu um kjarna málsins sem var ljóð- formin og þau viðhorf sem skap- ast hafa úti í heimi og eru að setja stimpil sinn á allan skáld- skap hér. Þegar svo forsvars- menn frjálsa formsins komu með kvæði eftir sig fram fyrir þann almenning sem þau voru búin að æsa upp á móti sér, þá skellti hann skuldinni á formið, væru kvæðin misheppnaður skáldskap ur og sagði: Þarna hafið þið það, góðir hálsar, það er ekki hægt að setja saman gott kvæði þar sem hrynjandi er frjáls, stuðla vantar og rím. Þannig komst hægt og hægt óorð á formið og vantrú, að ósekju, því misheppn- uð kvæði skera ekkert úr um hæfni formsins, eins og sannazt hefur hér um frjálsa formið, því til eru kvæði hér á landi sem bersýnilega eiga að vera undir því til að ná tilgangi sínum. Með frjálsu formi á ég við hrynjandi þar sem hverri línu er ekki skammtað ákveðið magn af atkvæðum og áherzlan lögð á at- kvæðin eftir föstum reglum, lög- um, en það er hefðbundin hrynj- andi, heldur form þar sem hver ljóðlína er gædd þeirri hrynjandi sem bezt fellur að hugsun henn- ar, og getur því tekið sífelldum breytingum, allt eftir því hvert umræðuefnið er. Frjálst form getur svo vitaskuld verið rímað eftir atvikum og er oft. Frjálst ljóðform finnst mér laust mál þegar þess verður ekki vart a8 hrynjandinni sé beitt með ákveð- in markmið í huga, og svo er raunar um flest ljóð undir þessu formi. Margir hafa reynt að flikka upp á þetta lausamál með orðum úr ljóðamáli, eins og lit— orða-samsetningum, svo það er eins og maður sé að lesa bækl- ing með litasýnishornum yfir spredd-satín málningu. En spurn ingin var um hefðbundið form. Frarnh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.