Morgunblaðið - 26.05.1957, Blaðsíða 2
M nrt nriNTtr a s)tÐ
Sunnudagur 26. maí 1957
Hclus „snjómannsins" fundinn
Kathmandu, Nepal, 25. maí.
SNJÓMAÐURINN“ hræðilegi, sem mjög hefur verið í fréttum
á undanförnum árum, er nú fundinn — eða réttara sagt,
túið er að finna hausinn af honum. En hann hefur bara ekki
verið á búk hans undanfarin 25 ár.
Blaðið „The Commoner", sem
gefið er út á ensku, hirti nýlega
stóra forsíðugrein þar sem segir,
að í þorpinu Chilunka, sem er
um 80 km. frá Kathmandu höfuð-
borg Nepals, hafi fundizt úttroð-
ið höfuð af ófreskju nokkurri,
sem íbúarnir sögðu vera af
„snjómanninum“ óttalega. Hefði
hann verið lagður að velli fyrir
25 áurm, en ekki er talið ólík-
legt, að fleiri ófreskjur sömu
tegundar séu á lífi.
10 SKYTTUR DRÁPU HANN
Fyrir 25 árum réðist ofreskj-
an á hóp 32 hermanna frá
Nepal. Aðeins einn þeirra lifði
hið skelfilega blóðbað snjó-
mannsins og komst und-
an til byggða. Gerði hann íbú-
um nærliggjandi þorpa aðvart
um ófreskjuna. Tíu skyttur
búnar góðum rifflum voru
sendar á vettvang þegar í stað,
og eftir nokkurra tíma göngu
fundu þær „Yeti“, en það er
nafn snjómannsins á máli inn-
fæddra. Þegar skytturnar
fundu ófreskjuna lá hún í vær-
um svefni umkringd beinum
og öðrum úrgangi úr fórnar-
lömbum sínum.
HAUSINN ER MINJAGRIPUR
Fyrstu skotin særðu ófreskj-
una, en áður langt leið var hún
i dauðateygjunum. Haus snjó-
mannsins hefur síðan staðið út-
troðinn í húsi mannsins, sem var
fyrir hinum fræknu skyttum.
Skæð influeœzo geistu í Asíu
WASHINGTON, 23. maí. —
Síðan í febrúarmánuði sL hef-
ur mikill og skæður inflúenzu
faraldur geisað í miklum
hluta Asíu. Inflúenzuafbrigði
þetta er áður óþekkt, og hafa
bandarískir vísindamenn í
Walter Reed rannsóknarstof-
unni unnið þrotlaust undan-
farna mánuði að því að ein-
angra vírusinn. Loksins hefur
þetta tekizt og munu nú hafn-
ar tilraunir til þess að fram-
leiða varnarefni gegn inflú-
enzunni í sex bandarískum
rannsóknarstofum.
Inflúenzan hefur verið mjög
skæð, eins og áður segir, og
hefur hún gengið yfir Hong
Bókasafnið ekki keypt
að svo stöddu
REYKJAVÍKURBÆR mun ekki
að svo stöddu kaupa hið mikla
bókasafn Gunnars Hall, kaup-
manns hér í bænum, en hann
bauð bænum það til kaups fyr-
ir nokkru.
Á fundi bæjarráðs, er haldinn
Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir
„Grænmeti
og góðir réttir“
SÍÐASTLIÐINN föstudag kom í
bókaverzlanir ný bók, sem hverri
húsmóður hlýtur að vera fengur
L Nefnist hún „Grænmeti og góð-
ir réttir".
Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir
hefir samið, safnað og íslenzkað
bókina, en hún er að miklu leyti
þýðing á sænsku bókinni „Grön-
saksgott". — „Þó hef ég í þýð-
ingu breytt mörgum uppskrift-
um, enda er allt efni þessarar ís-
lenzku útgáfu miðað við íslenzk-
ar aðstæður og það hráefni til
matargerðar, sem hér er fáar.-
legt“, segir Guðrún Hrönn í for-
mála.
Síðan segir: „Fjöldi uppskrifta
er frá eigin brjósti, uppskriftir,
sem ég fékk tækifæri til að sann-
prófa meðan ég veitti forstöðu
Heilsuhæli Náttúrulækninga-
félags íslands í Hveragerði.
Þannig má segja, að bókin sé að
hálfu leyti þýdd og að hálfu leyti
frumsamin, — en að öllu leyti
miðuð við íslenzkar aðstæður".
Setberg gefur bókina út, og er
hún prýdd fjölda mynda.
var á föstudaginn, var lagt fram
bréf skjalavarðar bæjarins og
forstöðumanns bæjarbókasafns-
ins um þetta mál. í bréfi frá lög-
fræðingi Gunnars Hall, var tekið
fram að óskað væri eftir hæsta
tilboði í bókasafnið.
Hvorki skjalavörður eða for-
stöðumaður Bæjarbókasafnsins
treystu sér til að leggja mat á _ „
safnið, en þeir bentu á í bréfi Johannsdottxr Seljalandi. Skola
garðar sem þessir hafa mikið
Kong, Formósu, Malaya, meg-
inland Kina og Filippseyjar.
Hlutfallslega hafa fleiri tekið
þessa veiki en algengt er í
inflúenzufaraldri, en þó er hún
tiltölulega væg og dauðsföll
ekki teljandi mikil. 60—80
manns munu hafa látizt aí
völdum inflúenzunnar á Fil-
ippseyjum.
Skólagarðar
á Siglufirði
STGLUFIRÐI, 23. maí. — Fyrir
forgöngu Lionsklúbbs Siglufjarð-
ar var fyrir ári hafinn undirbún-
ingur að starfrækslu skólagarða
hér í Siglufirði er starfa skyldu
að norskri fyrirmynd. Leitaði
klúbburinn samstarfs við Skóg-
ræktarfélag Siglufjarðar, kven-
félagið Von og Búnaðarfélag
Siglufjarðar. Tóku þessi samtök
höndum saman um framkvæmd
málsins.
Er nú ákveðið að skólagarð-
arnir taki til starfa í júní n. k.
og verður þar m.a. kennt ýmiss
konar matjurtarækt, undirstöðu-
atriði varðandi vinnuleikni í
meðferð garðyrkjutækja.
Kennari verður frú Guðfinna
sínu til bæjarráðs, að ef lögfræð-
ingurinn treysti sér til að nefna
einhverja fjárupphæð, þá væru
þeir reiðubúnir ef þess yrði þá
óskað, að taka málið til athug-
unar. Á þessum forsendum hafn-
aði svo bæjarráð, að svo stöddu,
tilboðinu um kaup á hinu mikla
bókasafni.
Hjálparbeiðni
UNG HJÓN hafa lagt í það alla
sína orku og fjármuni að koma
sér upp vistlegu heimili, þar sem
þau mættu ala upp litlu börnin
sín þrjú. Húsið var ekki stórt, en
þar var þó saman komin aleiga
þeirra, og við það voru margar
vonir tengdar. Með eljusemi og
bjartsýni var líka unnið að því að
stækka húsið og prýða heimil-
ið.
S.l. þriðjudag, er ungu hjónin
brugðu sér að heiman rétt sem
snöggvast, brann heimili þeirra
að grunni. Dapurleg heimkoma,
svo að okkur hlýtur að renna til
rifja þó að við reynum ekki nema
andartaksstund að setja okkur í
þeirra spor.
Við heimili okkar eru bundnar
þúsund minningar og þar hefur
hver ^futur sitt gildi, sem verð-
ur ekki metið til fjár.
Hús og innbú ungu hjónanna
í Árbæjarblettum, sem misstu
heimili sitt s.l. þriðjudag á ör-
skotstundu, var því miður svo
lágt vátryggt, að rétt hrekkur
fyrir skuldum sem á því hvíldu.
Hér þarf ekki framar orða við.
Þið vitið öll hvert ég er að fara.
Enn einu sinni er liðsinnis ykkar
leitað, þegar bróðir á við erfið-
leika að stríða, enn er skírskotað
til gjafmildi ykkar og líknar-
lundar.
Morgunblaðið hefur góðfúslega
heitið að veita viðtöku því fé sem
góðviljaðir samborgarar vilja
leggja fram, svo að ungu hjónin
fái reist heimili sitt að nýju.
Bjarni Sigurðsson.
sem
uppeldis- og þroskagildi fyrir
æskufólk það er þá sækir og er
það flestra mál, að hér hafi ver-
ið stigið gifturíkt spor fyrir sigl-
firzka æsku. — Stefán.
Farouk krefst
skaðakóta
PARÍS. — Farouk fyrrum Eg-
yptalandskonungur stendur nú í
málaferlum. Hefur hann stefnt
hinni heimskunnu blaða- og
samkvæmiskonu Elsu Maxwell
vegna „niðrandi ummæla" henn-
ar um hann í bók, er Maxwell
gaf út fyrir skemmstu. Segir
hún þar, að hún hafi hafnað
heimboði frá Farouk vegna þess
að henni geðjaðist ekki að lifnað-
arháttum hans. Hefur Farouk
farið fram á skaðabætur sem
nema 55 milljónum franka, og
enn er ekki útséð um það, hvern-
ig dómurinn fellur.
Eitt þeirra húsa, sem tilheyra fyrstu árum stórútgerðar hér á landi,
Isbjörninn við Reykjavíkurtjörn, er nú verið að rífa. — Það var
hinn mikli forvígismaður togaraútgerðar hér á landi Thor Jensen,
sem lét byggja húsið, en í það var dreginn ís af Tjörninni, og hann
síðan notaður til ísunar á afla togaranna. tsbjörninn var mikið hús
og sérlega vandað. Thor Jensen lagði á það áherzlu er hann byggðl
það á þessum stað, að það skyldi ekki útlitsins vegna stangast á
við húsin við Tjarnargötuna. Því lét hann setja á það tréútskurð
og meðal þess var þessi trémynd af ísbirni, sem maðurinn á mynd-
inni stendur með, og búið er að rífa niður. — Einnig voru yfil
gluggum hússins lágmyndir af fiski skornar í tré. Maður að nafnl
Karl O. Jónsson í Sandgerði keypti húsið af Reykjavíkurbæ og
fær hann óhemju af úrvalsgóðum við úr húsinu.
Verkfall á Kýpur
NÍKOSÍU, 25. maí. — EOKA-
félagsskapurinn boðaði til eins
dags verkfalls í dag um alla Kýp-
ur, en fregnir herma, að undir-
tektir almenmngs hafi verið
dræmar. í Nikósíu og Limasól
voru flestar verzlanir lokaðar, en
fáar voru lokaðar í öðrum borg-
um eyjarinnar. Yfirleitt eru sam-
göngur í góðu lagi. Verkfallið
var boðað til að mótmæla því, að
bráðabirgða-reglugerðir um hern
aðarástand á Kýpur hafa ekki
verið felldar úr gildi, eins og
heitið var, að fólki er enn haldið
í fangelsi án undangengis dóms.
Ástraliulier fær
ameriskt snið
WASHINTON 25. maí, — Land-
varnaráðherra Ástralíu er kom-
inn til Washington til að ræða
um endurskipulagningu landhers
og flughers Ástralíu en ráðgert
er að búa þá nýjustu vopnum af
sömu gerð og nú eru notuð í
Bandaríkjunum. Forsætisráð-
herra Ástralíu tilkynnti í síðasta
mánuði, að vopn og útbúnaður
hersins mundu verða sniðin eftir
bandarískri fyrirmynd, þar sem
það mundi verða erfitt fyrir
Breta að senda Ástralíu hergögn,
ef til styrjaldar kæmi.
Reykjavikurmótið
í KVÖLD fer fram næstsíðastl
leikur Reykjavíkurmótsins og
leika þá Víkingur og Þróttur,
hefst leikurinn kl. 20,30. Stendur
þar baráttan um að komast úr
neðsta sætinu, en Víkingur hef-
ur 2 st. en Þróttur ekkert. Ann-
að kvöld kl. 20,30 fer síðan fram
úrslitaleikur mótsins milli Fram
og Vals, og verður þá skorið úr
um endanleg úrslit mótsins. Sigri
Valur, verður hann Reykjavíkur-
meistari 1957, en hinir tveir
möguleikarnir færa Fram titil-
inn. Fram hefir gert eitt jafn-
tefli, en Valur tapað einum leik,
og verði jafntefli í leiknum á
mánudagskvöld eða sigri Fram,
hlýtur Fram fyrsta Reykjavík-
urmeistaratitilinn síðan 1950.
Þar sem svo mikið er í húfi fyiv
ir bæði félög, verður leikurimi
án efa fjörlega leikinn og ekki
gefið eftir fyrr en í fulla hnef-
ana. Staðan í mótinu er nú:
Fram
KR
Valur
Víkingur
Þróttur
2
2
2
1
•
ie-3 s
15-6 S
9-3 4
3-24 2
2-13 0
Landsliðið gegn Frökkum
og Belgíumönnum valið
K'
NATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS sendi blaðinu eftirfarandi
tilkynningu um landslið íslands í keppni við Frakka og
Belgíumenn 2. og 5. júní:
Þórður Jónsson Þórður Þórðarson Dagbj. Grímsson
Akranesi 'Akranesi Fram
Gunnar Guðmannsson Ríkharður Jónsson
KR Akranesi
Guðjón Finnbogason Halldór Halldórsson Sveinn Teitsson
Akranesi Val Akranesi
Ólafur Gíslason Kristinn Gunnlaugsson
• KR Akranesi
Helgi Danielsson
Akranesi
Varamenn: Björgvln Hermannsson, Gunnar Leósson, Jón Leósson,
Skúli Nielsen og Helgi Björgvinsson.
Fékk sfénlna efflr
50 ár
LONDON — Sl. sunnudag fékk
maður nokkur í London sjónina
skyndilega eftir að hafa verið
blindur í 50 ár. Heitir hann Jim
Winnard og er 58 ára gamall. —
Atvikaðist þetta þannig, að Winn
ard var staddur á strætisvagna-
stöð og beið eftir vagni. Litið
stúlkubam var þar í nánd og
kastaði það plastbrúðu í andlit
hans. Lenti brúðan á gagnauga
Winnards. Skömmu síðar fór
hann að sjá glætu og eftir þrjár
stundir var hann alsjáandi. Á
sunnudagskvöld'ð sá Winnard í
fyrsta sinn börn sín og barna-
börn og mynd af látinni konu
sinni. Daginn eftir gekk hann í
heilagt hjónaband með konunni,
sem hefur gætt hans og fylgt
honum eftir síðan hann missti
konu sína.
TÓKÍÓ, 20. maí---Gefin hef-
ur verið út opinber tilkynning
hér í borg, þar sem segir, að
ekki sé vitað til þess, að neitt
japanskt skip hafi orðið fyrir
tjóni af vetnissprengjutilraun
Breta á Kyrrahafi I s.I. viku.